Morgunblaðið - 02.12.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.12.1982, Blaðsíða 48
22 DAGAFT TIL JÓLA, #llll & &ilfur Laugavegi 35 -r-m œmmMá&tö Í7C _^iglýsinga- síminn cr 2 24 80 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1982 Verðlagsrád heimilar 3—14% hækkanir í dag VERÐLAGSRAÐ samþykkti á fundi sínum í gærdag, að heimila 13% hækkun á öli og 11% hækkun á gos- drykkjum frá og með deginum í dag að telja. Ennfremur samþykkti Verð- Kona dróst 300 m með strætisvagni KONA á sextugsaldri dróst 300 metra með strætisvagni á Bú- staðavegi í gær. Konan var farþegi í strætis- vagninum og hugðist fara út á Bústaðavegi. Þegar hún var á leið úr vagninum lokaði vagn- stjórinn á handlegg hennar með þeim afleiðingum að konan klemmdist og dróst með vagnin- um að næstu stoppistöð er vagn- inn var stöðvaður og dyrnar opnaðar. Þá loks uppgötvaði strætisvagnastjórinn hvað gerst hafði. Konan slapp lítið slösuð frá þessu atviki. lagsráð, að heimila 3—6,3% hækkun á smjörlíki, jurtasmjörlíki og borösmjörlíki. Á fundi ráðsins var og sam- þykkt að heimila 8% hækkun á fiski og 10—14% hækkun á unnum kjötvörum, með hliðsjón af hækk- unum búvöruverðs og fiskverðs. Samþykkt var að heimila 9% hækkun á far- og farmgjöldum í innanlandsflugi og hafa fargjöld því hækkað um tæplega 90% á ár- inu. Ennfremur var samþykkt að heimila 7,72% hækkun á útseldri vinnu í samræmi við verðbóta- hækkanir nú um mánaðamótin. Sem dæmi um hækkun á gosi má nefna, að Coka Cola, stór, hækkar úr 5,75 krónum í 6,40 krónur, Appelsínflaskan hækkar úr 4,95 krónum í 5,50 krónur og Seven Up hækkar úr 6,85 krónum í 7,60 krónur. Egils pilsner hækkar úr 9,10 krónum í 10,30 krónur og Sanitas pilsner hækkar úr 10,60 krónum í 12,00 krónur. Rækjuveiðum hætt vegna verðs á rækju Á FUNDI í smábátafélaginu Hugin á ísafirði í síðustu viku, var einróma samþykkt að hætta rækjuveiðum frá með 1. desember og fram yfir áramót eða þar til nýtt rækjuverð hefur verið ákveðið. Verði það ekki viðunandi, getur orðið framhald á aðgerðunum. Þetta kom fram hji Guðmundi Guo- jónssyni, formanni smábáufélagsins Hugins og sagði hann að rækjuverð hefði dregist mjög aftur úr, miðað við verðlagningu á öðrum fiski. Benti hann á i því sambandi að árið 1968 hefði hvert kíló af rækju verið helm- ingi dýrara en kílóið af þorskinum, en nú væri kílóverðið á þorskinum komið talsvert uppfyrir verðið á rækjunni. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins reri enginn bátur til rækju- veiða frá ísafirði í gær og aðeins einn frá Bolungarvík, en Bolvíkingar hafa samþykkt að hætta veiðum. Líkur eru á að Húnaflóabátar hafi einnig hætt veiðum. Súðvíkingar munu ekki hætta að sinni, en rækju- verksmiðja þeirra hefur nýlega verið færð til, svo þeir eru tiltölulega ný- byrjaðir veiðar. Rétt er að geta þess að rækjuveið- ar hafa lagst niður yfir myrkasta tíma vetrarins og eru þess ekki dæmi að menn stundi veiðar eftir miðjan desembermánuð. MorgunbltAiA/ Kmilíi Vatnselgur á götum Reykjavíkur SUÐAUSTANATT með mikilli úrkomu gerði á Vestur og Suð vcsiurlandi uni hádegisbilið í gær og mynduð- ust víða „stöðuvötn" á götum Reykjavíkur og í ná- grenni höfuðborgarinnar. SUrfsmenn Reykjavíkur- borgar höfðu í nógu að snúa.st við að halda göturæs- um opnum. Flug innanlands lá að mestu niðri, aðeins farið í gærmorgun á vegum Flugleiða til Akureyrar og Egilsstaða. Akureyrarvélin varð svo að lenda í Keflavík þar sem Reykjavíkurflugvöllur lokaðist. í dag er spáð suðvestan stinningskalda með éljum um vestanvert landið en bjartviðri á norðaustur- landi. Vegir í nágrenni Reykjavíkur voru færir, nema Mosfellsheiði. Fært var fyrir Hvalfjörð. Vegir á Snæfellsnesi voru flestir færir í gær, nema þung- fært var um Fróðárheiði. Þegar kom vestur fyrir Búðardal var færð þung, en stórir bílar komust í Reykhólasveit. Frá Patreksfirði var greiðfært til Tálknafjarðar og stórir bílar komust til Bíldudals. Breiðdals- og Botnsheiðar voru ófærar en fært var í nágrenni Isafjarðar. Fært var norður yfir Holtavörðuheiði. Talsvert snjóaði í Húnavatnssýslum, en vegir voru færir og stórir bílar komust í Drangsnes. Fært var til Siglufjarðar, um Skagafjörð og um Öxnadalsheiði og austur til Húsavíkur um Dalsmynni. Með ströndinni var fært allt austur til Vopnafjarðar. Fært var með suðurströndinni austur. Mikio rigndi fyrir austan og var mikið grjóthrun í skrið- unum milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar og einnig í skriðunum við Vattarnes. Stórir bílar komust um Oddsskarð og Fjarðarheiði og fært var upp á Hérað um Fagradal. Hækkanir í september og desember: Landbúnaöarvörur hafa hækkað um 30—70%, en laun um 15,8% Mjólkin hækkar nú um 16%, undanrenna um 15%, ostur um 13,5%, smjór um 21,2% og nautakjöt um 14,5% NÝTT verð á landbúnaðarvörum tók gildi í gær, 1. desember, og er hækk- unin frá síðustu verðákvöroun í sept- ember á bilinu 13,5% til 22%, en hækkun grundvallarins er um 11%. Ef verðbreytingar á landbúnaðarvör- um nú og í september eru skoðaðar kemur í Ijós hækkun á bilinu 30% til 70%. Á þessu límabili er hækkun verðbóUvísitölu, eða hækkun al- mennra launa, um 15,8%. Sem dæmi um hækkanirnar má Helmingur atkvæða talinn í Norðurlandi vestra: Pálmi í fyrsta sæti Eyjólfur Konráð í öðru PÁLMI JÓNSSON var efstur í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðurlandskjördæmi vestra með 747 atkvæði, þegar talin höfðu verið um 1.200 atkvæði og Mbl. fór í prentun í nótt. Eyjólfur Konráð Jónsson var í öðru sæti með 437 atkvæði. Viðhöfð var númeraröðun í prófkjörinu. Atkvæði greiddi 1.H51 kjósandi, þar af 357 utan kjörstaðar, 110 þeirra úr Reykjavík. I síðustu alþing- iskosningum greiddu 1.606 kjósendur Sjálfstæðisflokkn- um atkvæði í kjördæminu. í þriðja sæti var Páll Dagbjartsson með 551 at- kvæði. í fjórða sæti Jón Ás: bergsson með 728 atkvæði. í síðustu alþingiskosningum var framboðslisti Sjálfstæð- isflokksins í Norðurlands- kjördæmi vestra þannig skipaður: 1. sæti: Pálmi Jónsson. 2. sæti: Eyjólfur Konráð Jónsson. 3. sæti: Jón Ásbergsson. 4. sæti: Ólafur B. Óskarsson. 5. sæti: Þorbjörn Árnason. nefna, að lítri af mjólk hækkar nú um tæplega 16%, eða úr 8,45 krón- um í 9,80 krónur. Frá því í sept- ember hefur mjólkurlítrinn hins vegar hækkað um 45,2%, eða úr 6,75 krónum. Hækkun Vi líters- fernu af mjólk er um 14,6%, en fernan hefur hækkað úr 2,40 krón- um í 2,75 krónur. Frá því í sept- ember hefur fernan hækkað um 44,7%, eða úr 1,90 krónum. Lítrinn af undanrennu hækkar nú um 15%, eða fer úr 7,30 krón- um í 8,40 krónur. Hins vegar er hækkun undanrennunnar frá því í september um 30%, en þá kostaði lítrinn 6,45 krónur. Smjörkílóið hækkar nú um lið- lega 21%, eða úr 90,70 krónum í 109,95 krónur. Hins vegar er hækkunin frá því í september lið- lega 56,6%, en þá kostaði kílóið 71,10 krónur. Hækkun 45% osts er nú 13,5%, en kílóið hækkar úr 98,25 krónum í 111,50 krónur. Hækkunin frá þ"í í september er liðlega 32%, en þá kostaði kílóið 84,40 krónur. Hækk- un 30% osts er svipuð nú, eða 13,6%. Hvert kíló hækkar því úr 70,85 krónum í 80,50 krónur. Hækkunin frá því í september er liðlega 32%, en þá kostaði kílóið 60,90 krónur. Nautakjöt hækkar nú um 14,5%, en hvert kíló hækkar úr 76,10 krónum í 87,15 krónur. Hækkunin frá því í september er hins vegar 34,5%, en í september kostaði kílóið 64,80 krónur. Kindakjöt, 1. flokkur, hefur hækkað um 69% frá því í sept- ember sl., en kílóið hefur hækkað úr 40,47 krónum í 68,40 krónur. Sem dæmi um hækkun á einstök- um gerðum kjöts má nefna, að læri hefur hækkað um tæplega 50% frá því september, eða úr 56,90 krónum í 85,00 krónur. Sömu sögu er að segja af hrygg. Kinda- kjöt, 2. flokkur, hefur hins vegar hækkað um liðlega 70% frá því í september, eða úr 36,36 krónum hvert kíló í 61,85 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.