Morgunblaðið - 15.12.1982, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Kangárvallasýslu:
Formaðurinn sagði af
sér vegna ágreinings um
fyrirkomulag prófkjörs
FORMAÐUR fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í
Rangárvallasýslu, Hilmar Jónasson, sagði af sér á fundi þess
síðastliðinn laugardag, vegna ágreinings um fyrirkomulag
prófkjörs. Á fundinum kom fram tillaga um að aðeins skyldu
þrír Rangæingar taka þátt í prófkjöri flokksins á Suðurlandi,
þrátt fyrir að auglýst hefði verið, að þeir mættu vera þrír til
fimm. Óskuðu fleiri en þrír þess að taka þátt í prófkjörinu,
yrði forval innan sýslunnar til að skera úr um það hverjir
yrðu þátttakendur sýslunnar. Var tillagan samþykkt með 27
atkvæðum gegn 7. Alls hafa fimm manns óskað þess að taka
þátt í prófkjörinu.
Sagði Hilmar, að hann hefði
boðað til þessa fundar til að ræða
prófkjörsmálin, en framboðsfrest-
ur til prófkjörs hefði runnið út þá
um kvöldið. Þá hefði komið fram á
fundinum áðurnefnd tillaga, þó
hún hefði ekki verið á dagskrá
fundarboðsins og sér hefði fundizt
að hún hefði ekki átt erindi inn á
fundinn, vegna þess að framboðs-
frestur var að renna út og vegna
þess að mönnum hafði ekki verið
gert viðvart um að hún væri vænt-
anleg. Samkvæmt henni mætti
segja að menn hefðu verið beðnir
að gefa kost á sér til prófkjörs á
röngum forsendum. Þá hefði kom-
ið fram tillaga um að fresta
ákvörðun um þetta mál fram yfir
helgi eða þar til framboðsfrestur
Reykjanes:
Ákvörðun tekin um
prófkjör í kvöld
KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðisnokks-
ins í Reykjaneskjördæmi kemur sam-
an til fundar í kvöld, miðvikudags-
kvöld, í Sjálfstæðishúsinu við Hafnar-
götu í Kellavík.
Fundarefni er undirbúningur Al-
þingiskosninga, en einnig verður
tekin ákvörðun um hvort og hvenær
efna skuli til prófkjörs. Þá verða
prófkjörsreglur ræddar, ef ákvörðun
verður tekin um prófkjör.
rynni út, en hún hefði verið felld.
Síðan hefði komið fram önnur til-
laga þess efnis að hámarksfjöldi
yrði fimm, eins og reglugerðin
hefði borið með sér, en hún hefði
einnig verið felld. Þessa málsmeð-
ferð hefði hann ekki getað sætt sig
við og meðal annars þess vegna
sagt af sér.
Björn Dagbjarts-
son í prófkjör
BJÖRN Dagbjartsson, fram-
kvæmdastjóri í Reykjavík, hefur
ákveðið að gefa kost á sér í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins i
Norðurlandskjördæmi eystra
vegna næstu alþingiskosninga.
„Það hlýtur að vera Ijóst, að
ég tel mig hafa eitthvað fram
að færa fyrst ég hef ákveðið að
taka þátt í þessu prófkjöri. Ég
býð mig fram til þjónustu, en
þetta er ekki neinn gamall lífs-
draumur. Ég er Mývetningur,
átti þar heima í 27 ár og þar
liggja mínar rætur. Ég hef alla
starfsævi mína unnið að því að
reyna að breikka íslenzkt at-
vinnulíf og oft var þörf, en nú
er nauðsyn á slíku. Ég tel þetta
svæði sérstaklega viðkvæmt í
atvinnulegu tilliti og vona að
ég geti veitt þar aðstoð," sagði
Björn í samtali við Morgun-
blaðið.
Svavar Gestsson vegna ummæla Qlafs:
Ókyrrð vegna próf-
kjörs í Reykjavík
„ÞF7ITA er einhver ókyrrð vegna
væntanlegs prófkjörs í Reykjavík,"
sagði Svavar Gestsson formaður Al-
þýðubandalagsins, er Mbl. spurði
hann álits á ummælum Ólafs Jó-
hannessonar, utanríkisráðherra,
þess efnis að meðferð Alþýðubanda-
lagsins á kjördæmamálinu væri ein
sér næg ástæða til stjórnarslita.
Svavar sagði einnig: „Annar
þingmaður Framsóknar í Reykja-
vík sagði sig úr álviðræðunefnd-
inni, Ólafur hótar stjórnarslitum.
Þetta er ókyrrð vegna prófkjörs-
ins.“
Jólasnjórinn var snemma á ferðinni í gær er hann tiatði breitt sig yfir borgina, væntanlega með misjöfnura
undirtektum borgarbúa. En það þýðir ekki að láta snjófölið hefta ferðir sínar þegar jólagjafakaupin standa sem
hæst. Ljósmynd Mbl. ÓI.K.M.
Islenzka járnblendifélagið:
Rekstrartapið á þessu
ári yfir 100 milljónir
Rætt um leiðir til að treysta markaðs- og fjárhagsstöðuna
FYRIRTÆKIÐ Elkem A/S í Osló,
sem er sameignaraðili islenzka ríkis-
ins að íslenzka járnblendifélaginu
hf. hefur óskað eftir því við iðnaðar-
ráðuncytið, að teknar verði upp við-
ræður milli eignaraðila um leiðir til
að treysta markaðs- og fjárhagsað-
stöðu íslenzka járnblendifélagsins.
Samkvæmt upplýsingum Jóns Sig-
urðssonar, forstjóra Járnblendifé-
lagsins, verður rekstrartap verk-
smiðjunnar á þessu ári á annað
hundruð milljónir króna, en staðan
er þó enn óljós vegna tíðra gengis-
breytinga ýmissa gjaldmiðla.
Viðræður eigenda Járnblendifé-
lagsins munu meðal annars snúast
um möguleika á því, að þriðji aðili
muni gerast eigandi að félaginu,
enda fylgi því aukinn aðgangur
þess að mörkuðum fyrir kísiljárn.
Skilyrði er þó að íslenzka ríkið eigi
áfram meirihluta í félaginu. Þá er
gert ráð fyrir því, að þessar við-
ræður leiði til endurskoðunar á
samningum milli aðila, þar á með-
al um markaðsmál, raforkusamn-
ing og tækniþjónustu. Fulltrúar
iðnaðarráðuneytisins munu ræða
þessi mál við fulltrúa Elkem
næstu daga.
í samtali við Morgunblaðið
sagði Jón Sigurðsson, forstjóri
Járnblendifélagins, að hann gæti
ekki tjáð sig um viðræður milli
eigenda þess. Aðspurður um af-
komu fyrirtækisins sagði hann, að
markaðs- og fjárhagsstaðan væru
hvorutveggja mjög slæm, þó hefði
verið selt á þessu ári, það sem bú-
izt hefði verið við að magni til en
verð einkum á síðari hluta ársTns
Fjármálaráðuneytið hefur gefið út
reglugerð um láglaunabætur til lág-
tekjufólks í samræmi við heimild í
bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar
frá því í ágúst sl., en samkvæmt
henni fá um 50 þúsund einstaklingar
bætur, sem koma til greiðslu í þrem-
ur áföngum, fyrst nú i desember og
síðan i tvennu lagi á næsta ári.
hefði verið lakara en reiknað hefði
verið með. Ekki sagðist hann geta
sagt nákvæmlega til um rekstrar-
tap verksmiðjunnar á árinu, en
það yrði talsvert á annað hundrað
milljónir króna að öllu meðtöldu.
Ekki væri mikið um birgðir, enda
hefði verið framleitt í samræmi
við markaðshorfur, þannig að
meira verðmæti væri í útistand-
andi skuldum en birgðum.
Samkvæmt reglugerðinni fá
þeir einstaklingar bætur, sem
höfðu laun á bilinu 25—95 þúsund
krónur á árinu 1981 og eiga ekki
fasteignir, sem metnar eru á
326.250 krónur eða meira, auk þess
að fá ekki frádrátt vegna barna.
Nema bæturnar allt að liðlega 6
þúsund krónum og greiðast í
þrennu lagi.
Reglugerð um lág-
launabætur komin út
Einstaklingar meö 25—95 þús. í tekjur 1981 fá bætur
Skipstjórnarmenn á Vestfjörðum um Vestfjarða- og Norðurmið:
Ekki fært að stunda þar þorsk-
veiðar við núverandi aðstæður
I 2. grein reglugerðarinnar seg-
ir, að bæturnar skuli greiða til
þeirra manna.sem höfðu náð 16
ára aldri fyrir árslok 1981 og áttu
lögheimili hér á landi í lok þess
árs. Gert er ráð fyrir, að skatt-
stjórar muni annast útreikning
bótanna, sem verða miðaðar við
upplýsingar á skattframtölum ár-
ið 1982.
— engin útgerð á þessum tíma megi veiða millifisk
SKIPSTJÓRNARMENN á Vestfjarðatogurunum telja sér ekki lengur fært
að stunda veiðar á Vestfjarða- og Norðurmiðum við núverandi aðstæður.
Ástæða þess er sú, að nú er veiðisvæðum lokað, komi í Ijós að meira en 30%
þorskaflans séu undir 60 sentrimetrum að lengd. Nú er veiðisvæðið frá
Halamiðum austur að Reykjafjarðarál, eða 2.500 fersjómílur, lokað. Vegna
þessa hafa þeir óskað eftir fundi með útvegsmönnum og skipstjórnar-
mönnum á Vestfjörðum næstkomandi föstudag, og er nú ákveðið að sá
fundur verði og óskað hefur verið þátttöku fulltrúa frá Hafrannsóknarstofn-
un og sjávarútvegsráðuneytinu.
Vegna J>essa sendu skipstjórn-
armenn Utvegsmannafélagi Vest-
fjarða svohljóðandi skeyti: „Það er
ósk vestfirzkra togaraskipstjóra
að Útvegsmannafélag Vestfjarða
boði til fundar með útvegs-
mönnum á Vestfjörðum og skip-
stjórnarmönnum næstkomandi
föstudag, 17.12., um fiskveiðar á
Vestfjarðamiðum við ríkjandi að-
stæður. Tekin verði afstaða til eft-
irfarandi atriða; Á að stunda veið-
ar á millifiski við landið?; Ef veiða
á millifisk, hvar eiga skipin að
stunda veiðar?; Eiga viðmiðun-
armörk fyrir skyndilokanir að
vera 60 sentimetrar eða önnur
tala?; Við teljum okkur ekki fært
að stunda þorskveiðar á Vest-
fjarða- eða Norðurmiðum við nú-
verandi ástand; Við óskum eftir
afstöðu fundarins, hvort halda
eigi áfram veiðum eða stöðva þær
og þá hvenær."
Undir þetta rita skipstjórar tog-
ara Vestfirðinga.
Morgunblaðið ræddi vegna
þessa við Guðjón Kristjánsson,
skipstjóra á Páli Pálssyni, og
sagði hann, að staðreyndin væri,
að 60 sentimetrá fiskur væri alls
enginn smáfiskur. Ekki væru
nema 6 ár síðan 57 sentimetra
fiskur hefði verið talinn stór fisk-
ur á Islandi í verðlagningu. Hér
væri um millifisk að ræða og skip-
stjórnarmenn vildu fá það á
hreint hvort veiða ætti millifisk
eða ekki. Ákvæðu menn að veiða
ekki millifisk yrði ekki gert út á
þessum tíma árs. Menn yrðu þá
bara að gera það upp við sig hvort
þeir vildu hafa þann háttinn á.
Borgin kostar
útfór Ásmund-
ar Sveinssonar
ÚTFÖR Ásmundar Sveinsson-
ar myndhöggvara verður gerð
frá Dómkirkjunni á morgun,
fimmtudaginn 16. desember,
kl. 13.30. Reykjavíkurborg hef-
ur farið þess á leit að fá að
kosta útförina í virðingarskyni
við hinn látna. Eins og kunn-
ugt er, ánafnaði Ásmundur
Reykvíkingum safn sitt og
vinnustofur.