Morgunblaðið - 15.12.1982, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982
Opið bréf
til Guðmundar G. Þórarins-
sonar frá Inga R. Helgasyni
I. Trúnaður
brotinn
Nú get ég ekki orða bundist
lengur yfir framferði þínu, Guð-
mundur. Eg hef setið í viðræðu-
nefndum íslenskra ríkisstjórna við
erlenda aðila um orkufrekan iðnað
allar götur frá 1971 og unnið þar
með mönnum úr öllum stjórn-
málaflokkum og átt trúnað þeirra
allra gagnvart viðfangsefnunum,
viðkvæmum og vandasömum. Þar
hefur að sjálfsögðu verið um gagn-
kvæman trúnað að ræða, sem í
raun er alger forsenda fyrir heil-
brigðum vinnubrögðum í þágu
þeirra hagsmuna íslensku þjóðar-
innar, sem okkur hefur verið falið
að fjalla um. Nú hefur það gerst,
að þú, einn allra, hefur risið upp,
höggvið i sundur trúnaðarböndin,
rofið heitin.
I upphafi þessarar álviðræðu-
nefndar urðu menn sammála um
þau vinnubrögð, að þagmælska og
trúnaður ríkti milli okkar. Ef
eitthvað þyrfti að segja við fjöl-
niiðla, þá skyldi formaðurinn einn
gera það. Þeir, sem voru fulltrúar
stjórnmálaflokka, máttu að sjálf-
sögðu ræða um málin í trúnaði við
umbjóðendur sína. Þessi upphafs-
samþykkt um starfshætti átti sér
þrjár stoðir. I fyrsta lagi ætluðum
við að reyna að ná saman og halda
saman utan um einn sameiginleg-
an og sanngjarnan málstað ís-
lenska ríkisins. I öðru lagi vildum
við, að nefndarmenn gætu talað
opið um alla möguleika, sem Is-
land hefði í stöðunni, án þess að
eiga von á að sjá það í dagblöðun-
um daginn eftir. Við vildum geta
„hugsað upphátt" eins og kallað
var, verið með áþreifingar og
hugmyndir án þess að um tillögur
væri að ræða, sem menn væru
bundnir við meðan heildarmyndin
væri óljós. I þriðja lagi til þess að
hugmyndir okkar og rök fyrir
málatilbúnaði Islands væru ekki á
vitorði Alusuisse fá degi til dags.
Þú samþykktir þessa vinnutilhög-
un með okkur og við ræddum við
þig í góðri trú, bæði um efnisatriði
og formsatriði.
Auðvitað var hinn nauðsynlegi
trúnaður milli nefndarmanna að-
eins tæki til samráðs, farvegur til
samstöðu. Endanlegar pólitískar
ákvarðanir og afstaða vegna
ágreinings voru teknar í hinu póli-
tíska baklandi samkvæmt leikregl-
um hvers flokks fyrir sig. Þú talað-
ir við þína menn og ég talaði við
mína, og svo var um okkur alla,
sem vorum í nefndinni frá stjórn-
málaflokkunum. Allir vissum við
að nefndin var starfsnefnd en for-
ræði málsins og ábyrgðin var hjá
stjórnvaldinu, sem skipaði okkur.
í upphlaupi þínu á dögunum
komst þú ekki einasta aftan að
okkur, meðnefndarmönnum þín-
um, heldur einnig ríkisstjórninni.
Auðvitað áttir þú að láta forsæt-
isráðherra vita, að þú ætlaðir að
lýsa vantrausti á iðnaðarráðherra
í sjónvarpi síðastliðið miðviku-
dagskvöld.
I upphlaupi þínu greinir þú frá
tillögum og afstöðu einstakra með-
nefndarmanna þinna og er það
trúnaðarbrot eins og ég hef rakið
hér að framan, en hitt er öllu lak-
ara, að þú skulir ekki geta sagt
satt. Það kemur okkur hinum að
vísu við, en þar ertu mest að svíkja
sjálfan þig.
Þar sem þú hefur á hinu háa
Alþingi, í sjónvarpi o& í Tímanum
gert afstöðu mína að umtalsefni á
þann hátt að beita ósannindum og
blekkingum, þá er ég knúinn til að
leiðrétta þig á opinberum vett-
vangi. Ég neyðist því til að skýra
nákvæmlega frá gangi mála, svo
öllum megi vera ljós afstaða mín í
málinu. Mig langar ekki til að
munnhöggvast við þig á opinber-
um vettvangi um þetta mál og bréf
þetta er ekki skrifað í þeim til-
gangi, heldur aðeins til að leiðrétta
þig-
II. Ósannindin
Samkomulag hafði orðið um það
á viðræðufundi aðila 22. nóv. 1982
að þeir hittust aftur dagana 6.-7.
des. 1982 í Reykjavík og lofuðu
Alusuisse-menn að leggja þá fram
gögn og hugmyndir sínar um raf-
orkuverð til ÍSAL og töluðu jafn-
framt um, að með þeim kæmi sér-
fræðingur í þeim efnum. Til að
undirbúa þessar viðræður lét ráðu-
neytið þýða á ensku meginatriðin
úr skýrslu íslenska raforkuhópsins
og simsenda til Zúrich þar sem
upplýst var 22. nóvember sl. að dr.
Paul Múller hafði ekki séð þá
skýrslu, þótt iðnaðarráðuneytið
hafi sent hana til ÍSAL fyrir
löngu. Jafnframt hafði ráðuneytið
í viðbragðsstöðu raforkuhópinn:
þ.e. sérfræðinga frá ráðuneyti,
Landsvirkjun, Orkustofnun og
Rafmagnsveitum ríkisins, ef ræða
þyrfti einhver efnisatriði við sér-
fræðing Alusuisse.
Við í álviðræðunefnd ræddum
undirbúninginn og samningsstöð-
una í ljósi þessa og urðum allir
sammála um tvennt: I fyrsta lagi
að dr. Vilhjálmur Lúðvíksson,
formaður nefndarinnar (sem hefur
á hlutlægan hátt leitt nefndina
gegnum pólitíska brotsjói), yrði
með ráðherra í viðræðunum 6. og
7. des., sem fulltrúi nefndarinnar. I
öðru lagi, að þannig yrði á málinu
haldið af ráðherra, að láta ekki
slitna þráðinn á þessum fundium
þótt lítið þokaðist í raforkuverðs-
málunum, heldur halda öllu opnu
og ræða samningsstöðuna með ál-
viðræðunefnd að fundum loknum.
Þar sem þetta var í takt við fyrir-
ætlanir ráðherra, ákvað dr. Vil-
hjálmur að halda fund í nefndinni
á mánudagskvöldið eftir viðræð-
urnar fyrri daginn, svo allir gætu
metið samningsstöðuna milli
funda. Þessu verð ég að skýra frá
hér, því að í upphlaupi þínu þagðir
þú vandlega um aðdragandann.
Síðan hefst kvöldfundur nefnd-
arinnar kl. 20.30 og dr. Vilhjálmur
skýrði þar frá gangi viðræðnanna
um daginn. Alusuisse-menn höfðu
engin gögn um raforkuverð með-
ferðis og enginn var sérfræðingur-
inn með í förinni, svo að ekkert var
fyrir sérfræðinga okkar að leggja.
Þetta þurfa menn að vita, sem
hlusta á ásakanir þínar um að all-
ur dráttur í þessum viðræðum sé
Islandi að kenna, og þá' fyrst og
fremst iðnaðarráðherra. Dr. Vil-
hjálmur skýrði frá staðfastlega
neitun Alusuisse-manna að sam-
þykkja nokkra hækkun raforku-
verðsins á þessum fundi. Hann
greindi frá og lagði fram bréf Alu-
suisse (dag. 3. des. 1982), en megin-
efni þess var tilkynning um að Alu-
suis.se telji það óraunhæft af íslands
hálfu að óska raforkuverðshækkun-
ar. Jafnframt segir í bréfinu, að
vegna slæmrar fjárhagsstöðu
ÍSAL, þurfi í reynd að leysa málin
með því að rétta þá stöðu við, en til
þess sé frumnauðsyn að Alusuisse
fái að taka inn nýjan hluthafa og
stækka með honum álverið um
einn kerskála (50%). Þetta liggur
fyrir með skriflegum hætti.
Þú lést okkur bíða eftir þér í
hálfa aðra klukkustund á þessum
kvöldfundi. Og þegar þú komst var
þér mikið niðri fyrir og varst þú
með vélritaða tillögu, sem þú lagð-
ir fram. Hún var rædd, enda viidu
menn eins og endranær í alvöru og
Ingi R. Helgason
„Upphlaup þitt skapar
mikil vandamál íslands
megin í þessum sam-
ningum. Deildu og
drottnaöu, sögöu þeir í
Róm á sínum tíma og
enn á sú hernaöarlist
við. Þú veist, að Alu-
suisse vill helst ráða
því, hverjir ræða við
fyrirtækið af íslands
hálfu.“
eindrægni skoða allar hugmyndir
og aðferðir. Ég athugaði þessa til-
lögu vandlega. Ég sá fljótlega eðli
hennar og efni. Að mínu mati fólst
í henni alger uppgjöf í málinu.
Alusuisse-menn eru harðir
samningamenn og það læddist að
mér sá grunur, að hér væri ekki
allt með felldu varðandi þessa til-
lögu þína.
Ég vildi með áþreifingum láta á
það reyna, hversu fastur fyrir þú
værir um helstu efnisatriði tillögu
þinnar og án þess að gera um það
beina tillögu þá hreyfði ég við
þremur efnispunktum: (1) breyta
upphafstíma nýs orkuverðs í 1.
jan. 1983 úr 1. febrúar 1983; (2)
Breyta raforkuverði í 25% úr 20%
og (3) breyta orðalagi þínu um að
bjóða Alusuisse að stækka og taka
inn nýjan hluthafa í að segja, að
íslendingar væru reiðubúnir að
ræða öll samskiptamál íslands og
Alusuisse í framtíðinni. Öllum
þessum efnisatriðum harðneitaðir þú
og af þeim viðbrögðum þínum varð
mér fullkomlega ljóst, að þú varst
ekki einn um þennan tillöguflutn-
ing.
Ég kvaðst ekki flytja neina
breytingartillögu og ekki sam-
þykkja þessa tillögu þína en beindi
því til formanns, að tillagan yrði
sérstaklega borin undir Hjört
Torfason, sem þarna sat sem full-
trúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn-
arandstöðu.
Hjörtur svaraði því hreinlega, að
hann gæti ekki stutt tillögu Guð-
mundar.
Þegar hér var komið sögu lagði
ég til við formann, að engin af-
greiðsla færi fram á tillögu þinni
en þess í stað myndi formaður
greina ráðherra skilmerkilega frá
öllum umræðum, sem fram höfðu
farið í nefndinni í tilefni tillögu
þinnar svo að ráðherra væri full-
komlega ljóst hvað fram hefði
komið á þeim vettvangi, er hann
hæfi viðræður við Alusuisse dag-
inn eftir. Þetta gerði formaður.
Þetta varð niðurstaða kvöldfund-
arins 6. desember 1982. Engin af-
greiðsla hafði farið fram á tillögu
þinni og fundinum lauk um kl.
01:30 um nóttina en næsti fundur
boðaður kl. 14:00 daginn eftir.
Snemma morguns 7. desember
1982 hittum við dr. Vilhjálmur
ráðherra til undirbúnings viðræð-
unum. Við urðum sammála um
nýja sáttatillögu af íslands hálfu,
sem byggði á því að láta það gerast
samtímis að öll gömlu málin færu i
úrskurð og raforkuverðið hækkaði
til bráðabirgða og togstreitunni
væri þar með hætt, en samningar
yrðu strax teknir upp um öll sam-
skiptamál aðilanna.
A morgunfundinum með Alu-
suisse byrjaði ráðherra á að leggja
fram þessa sáttatillögu, en henni
var umsvifalaust hafnað. En ekki
nóg með það, því nú sóttu Alu-
suisse-menn í sig veðrið. Þeir báru
nú munnlega fram gagnkröfu í 3
liðum. Fyrsti liðurinn var, að þeir
fengju heimild til stækkunar
ISAL, enda semdist um raforku-
verð. Annar liðurinn var, að þeir
mættu taka inn hluthafa að 50% í
stað 49% í aðalsamningi til þess að
geta strikað út skuldir ISALs (ca. $
160 milljónir) úr samstæðureikn-
ingi Alusuisse, en hinn nýi hlut-
hafi gengi inn í samningsstöðu
Alusuisse varðandi raforkuverð.
Þriðji liðurinn var, að kaupskylda
ISALs á forgangsorku frá Lands-
virkjun, sem nú er 85%, lækki
niður í 50%, sem þýðir það raun-
verulega að telji Alusuisse sér það
hagkvæmt geta þeir rekið álverið á
hálfum afköstum með ca. 3 millj-
óna dollara tekjutapi fyrir Lands-
virkjun á ári og sent helming
starfsfólksins heim. Þessum gagn-
kröfum Alusuisse fylgdi sú yfirlýs-
ing dr. Paul Miiller, að Islendingar
yrðu formlega að samþykkja þess-
ar gagnkröfur til þess að hann
hefði eitthvað á borð með sér að
leggja á stjórnarfundi Alusuisse,
og ef íslendingar samþykktu þetta,
myndi hann geta mælt með því, að
stjórn Alusuisse kæmi til móts við
óskir iðnaðarráðherra um bráða-
birgðahækkun raforkuverðs.
Islandsmegin við borðið vorum
við alveg gáttaðir. Með tillögu þína
í huga spurði ég dr. Múller frekar
út í kröfuna um heimildina til
stækkunar. Ég lýsti því viðhorfi að
eðlilegt væri að tala við Alusuisse
eins og aðra, ef og þegar íslend-
ingar tækju næstu skref í þróun
áliðnaðar og innti eftir hvort það
væri ekki nóg. Hann sagði nei, því
heimildin yrði að vera siðferðilega
skuldbindandi fyrir Island gagn-
vart Alusuisse (moral binding).
Iðnaðarráðherra lagði að lokum
fram skriflega ósk um skýringu á
þessari afstöðu og afráðið var að
hittast aftur kl. 16:00 og lofuðu
Svisslendingarnir þá að gefa
skriflegt svar.
Það var við þessar aðstæður í
samningamálum Alusuisse og Is-
lands að haldinn er hinn frægi
fundur í álviðræðunefnd kl. 14:00
7. desember 1982. Hjörleifur og dr.
Vilhjálmur lýstu því, sem gerðist
um morguninn og lögðu fram
sáttatillöguna, sem hafnað hafði
verið, og skýrðu stöðu mála. Og þá
snerist við í þér tungan. Þú sakaðir
ráðherra um, að hann vildi ekki
semja.
Þessi sáttatillaga hans hefði
verið vita vonlaus. Eina leiðin í
stöðunni væri, að ráðherra flytti
þína tillögu, þegar aðilar hittust
aftur kl. 16:00 og ekkert annað. Og
þú sagðir meira: Ef ráðherra geri
það ekki, þá munir þú segja þig úr
nefndinni og lýsa allri ábyrgð á
hendur ráðherra. Ráðherra svar-
aði og kvaðst ekki mundu við þess-
ar aðstæður flytja Alusuisse slíkar
yfirlýsingar í formi tillögu og
benti þér góðlátlega á, að þetta
væri tillaga eins nefndarmanns og
nefndin hefði ekki afgreitt tillög-
una til sín. Dr. Vilhjálmur reyndi
að opna augu þín fyrir samnings-
stöðunni eins og hún var, rakti
fyrir þér þýðingar gagnkrafna
Alusuisse, en allt kom fyrir ekki.
Ég ætla ekki að festa á blað þær
hvössu orðræður, sem á milli
okkar fóru. Ráðherra lýsti því, að
hann myndi leitast við að tryggja
að ekki slitnaði upp úr viðræðun-
um. Þannig lauk þessum fundi ál-
viðræðunefndar. Þú settir á þess-
um vettvangi samasem-merki á
milli þín og ráðherrans. Aðrir
nefndarmenn voru ekki í neinum
vafa um hlutverk nefndarinnar.
En þú varst að vísu eini þingmað-
urinn í hópnum. Ekki einn einasti
nefndarmaður tók undir þá úrslita
kosti þína til ráðherra að hann ætti á
fundinum kl. 16:00 að leggja þína
tillögu fram eins og mál stóðu.
Þá hef ég rakið þróun mála og
skýrt mína afstöðu til tillögu þinn-
ar.
III. Eftirleikurinn
Viðræðufundurinn við Alusuisse
hófst kl. 16:00. Alusuisse-menn
höfðu ekki haft tíma til að undir-
búa og ieggja fram skriflegar skýr-
ingar á afstöðu sinni og var því
ákveðið að þeir sendu þær til ís-
lands næstu daga. Þegar ráðherra
sleit fundinum lét hann í ljós
vonbrigði sín yfir afstöðu Alu-
suisse en taldi, að aðilar skyldu
skoða málin frekar og hafa sam-
band, ef eitthvað gerðist í stöð-
unni. Var undir það tekið af Alu-
suisse.
Eftir viðræðufundinn var ljóst,
að þú hafðir gengið frá bókun hjá
ritara nefndarinnar og varst far-
inn úr nefndinni.
Hin ósmekklega aðför þín í
kvöldfréttum sjónvarpsins 7. des-
ember 1982 líður mér seint úr
minni. (Sú háttsemi fréttamanns-
ins, Ólafs Sigurðssonar, að svið-
setja þessa árás þína án þess að
gera ráðherra viðvart, er kapituli
út af fyrir sig.) Þar sagðir þú svo
stór áfellisorð í garð þess ráð-
herra, sem hefur stjórnskipulega á
hendi forræði og pólitíska ábyrgð í
vandasömum samningum við er-
lendan aðila, og það á úrslita-
stundu, að seint gleymist. Þó ekki
sé nema fyrir þessi ómaklegu um-
mæli þín, kemst þú áreiðanlega á
spjöld sögunnar. Hitt er annað
mál, að þú þykist styðja núverandi
rikisstjórn. Rökrétt framhald
þessara stóru orða er auðvitað að
þú sem alþingismaður standir við
þau og flytjir á formlegan hátt
vantraust á þennan iðnaðarráð-
herra á Alþingi. Þá myndu
kannski línur skýrast í íslenskri
pólitík nú í svartasta skammdeg-
inu.
En nú er rúsínan eftir. í reyfur-
um Agöthu Christie er það alltaf
svo, að hún flækir málið blaðsíðu
eftir blaðsíðu, þannig að lesandinn
veit ekki sitt rjúkandi ráð. Þar til á
síðustu siðunni, að allt verður
morgunljóst.
Þannig er það með upphlaup
þitt. Öll þessi margslungna leik-
flétta þín er nú gagnsæ og þú ert
óvarinn á miðborðinu.
Alusuisse svaraði beiðni iðnað-
arráðherra eins og til stóð með
símskeyti 10. desember sl. í þessu
símskeyti fellur Alusuisse — í bili
— frá kröfu sinni (lið þrjú hér að
framan) um að draga úr kaup-
skyldu raforku frá Landsvirkjun,
en ítrekar hinar kröfurnar báðar
um stækkun og nýjan hluthafa. í
þessu símskeyti ítrekar dr. Paul
Múller, að fallist íslendingar á
þessar tvær kröfur hans, muni
hann, eins og hann gaf til kynna á
fundinum 7. desember sl., mæla
með því við stjórn Alusuisse að
hún komi til móts við óskir ráðherr-
ans um bráðabirgðahækkun
raforkuverðsins. Þarna er talað
um óskir ráðherrans. Hverjar eru
þær? Til þeirra var vísað á fundin-
um 7. desember sl., þegar ráðherra
minnti á sáttatillögu sína frá í maí
í vor: 9,5 millj. strax, 12,8 millj. þeg-
ar álmarkaðurinn hefði batnað að
ákveðnu marki og síðan samið um
15—20 millj. til frambúðar með fullri
verðtryggingu.
I símskeytinu minnist dr. Muller
ekkert á tillögu þína í álviðræðu-
nefnd. En hvað skeður svo?
Fyrri part dags 10. desember
fékk Hjörleifur þetta símskeyti dr.
Muller. Að kvöldi þess dags stóð til
Kastljósumræða milli ykkar Hjör-
leifs í sjónvarpinu, sem tekin var á
band upp úr kl. 17:00. Nokkru fyrir
þann tíma hringir Ólafur Sigurðs-
son fréttamaður í Hjörleif og biður
hann vegna kvöldfrétta að segja
sér eitthvað nánar um tillögur
hans um einhliða aðgerðir. Hjör-
leifur rekur það fyrir hann í sím-
anum og símtalinu er lokið. Ólafur
minnist ekki einu orði á það við