Morgunblaðið - 15.12.1982, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982
+
Eiginmaöur minn,
ÁRNI SIGUROSSON
útvarpsvirkjameistari,
Huldulandi 5,
andaöist 11. þessa mánaöar. Utförin fer fram frá Fossvogskirkju,
fimmtudaginn 16. desember kl. 15.00.
Sigríöur Svava Guðmundsdóttir.
t
Otför móöur minnar,
JENSÍNU BJÖRNSDÓTTUR,
fer fram frá Hallgrímskirkju, föstudaginn 17. desember og hefst
athöfnin kl. 13.30.
Þeir sem vildu minnast hennar láti Hallgrímskirkju njóta þess.
Fyrir hönd vandamanna,
Ragnar Fjalar Lárusson.
+
Útför fööur míns, tengdafööur og afa,
ÁSMUNDAR SVEINSSONAR
myndhöggvara,
verður gerö frá Dómkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 16. des-
ember kl. 13.30.
Ásdís Ásmundsdóttir, Helgi E. Helgason
og synir.
+
Minningarathöfn um son og bróöur okkar,
ÖLVER THORARENSEN,
Gjögri,
veröur i Fossvogskirkju, fimmtudaginn 16. desember kl. 16.15.
Jaröaö veröur aö Árnesi laugardaginn 18. desember kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélag
fslands.
Foreldrar og systkini.
+
Eiginmaöur minn, faðir, afi og sonur,
JÓN G. AXELSSON
fyrrv. skipstjóri,
Kjalarlandi 18,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju í dag, miövikudaginn 15.
desember kl. 10.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á vinnu- og dvalarheimili
Sjálfsbjargar, Hátúni 12 og endurhæfingarstöö Lamaöra og fatl-
aöra Háaleitisbraut 11 —13.
Guöný Hannesdóttir,
Rósa Steinunn Jónsdóttir, Guöný Arna Eggertsdóttir,
Oddfríður Ragnheiöur Jónsdóttir, Tryggvi Haröarson,
Hannes Axel Jónsson,
Oddfríöur Ragnheiöur Jónsdóttir.
+
Þakka innilega samúð og vinarhug viö andlát
STEINUNNAR GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Núpi í Fljótshlíó,
Álfheimum 13, Reykjavík.
Jónheiöur Guöjónsdóttir.
+
Þökkum auðsýnda samúö og vinarhug viö andlát og úlför
MAGNÚSAR GUDMUNDSSONAR,
Hofsvallagötu 60.
Hallgrímur og María Dalberg,
Stefán Dalberg, Magnús R. Dalberg,
Ingibjörg Dalberg, Gudrun Dalberg,
Marinó E. Dalberg.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarö-
arför dóttur minnar, eiginkonu, móöur, tengdamóður og ömmu,
VALDÍSAR SIGUROARDÓTTUR,
Óai.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkrahúss Akraness.
Minning:
Jón G. Axelsson
fv. skipstjóri
8. þ.m. lést á Borgarspítalanum,
Jón Guðmundur Axelsson. Sú
fregn hefur víst komið fáum á
óvart sem til þekktu. Jón var
fæddur 13. nóvember 1932 og því
rétt liðlega fimmtugur þegar hann
lést, ekki hár aldur að vísu, en
engu að síður löng ævi manns sem
orðið hefur að ganga í gegnum
slíkt sem hann gerði. Jón var
fæddur Reykvíkingur, sonur hjón-
anna Axels Guðmundssonar, fyrr-
um fulltrúa hjá Ráðningarskrif-
stofu Reykjavíkurborgar, og konu
hans, Oddfríðar Jónsdóttur. Jón
byrjaði snemma að búa sig undir
það ævistarf sem hann ætlaði sér,
sjómennskuna. Annað kom ekki
til greina fyrir strák uppalinn i
Vesturbænum innan um grá-
sleppukarla, sjófugla og seltu, að
ógleymdum ysi og þysi hafnarinn-
ar. Árið 1948 var hann í fyrsta
skipti skráður háseti á bát og upp-
frá því var sjómannsferill hans
óslitinn á bátum, togurum og
kaupskipum með óhjákvæmi-
legum hléum vegna skólagöngu.
Þann 19. ágúst 1957 gekk hann
að eiga Guðnýju Hannesdóttur.
Þau eignuðust þrjú börn, dæturn-
ar Rósu Steinunni, fædd 28. janú-
ar ’58, Oddfríði Ragnheiði, fædd
14. nóvember ’61, og soninn Hann-
es Axel, fæddur 19. september ’64.
Ég, sem þessar línur rita, bjó
undir sama þaki og Jón Axelsson
og fjölskylda hans vestur á Kapla-
skjólsvegi um alllangt skeið.
Dæmigert fyrir sjómenn sem sigla
í hvor í sína áttina hittumst við
sjaldan þar. Ef til viil lágu leiðir
okkar oftar saman í höfnum er-
lendis. En eiginkonur okkar
þekktust þeim mun betur og börn
okkar urðu leikfélagar.
Árið 1959 réðst Jón til Hafskipa
og var á skipum félagsins til árs-
ins 1976, fyrst sem stýrimaður og
síðar skipstjóri, þar til hann varð
endanlega að láta undan í barátt-
unni við sjúkdóm sinn. Það var
árið 1960 að hann var á leið frá
Evrópu með skipi sínu, Laxá, að
hann veiktist skyndilega og varð
að leggja hann á sjúkrahús í Fær-
eyjum. Upp frá því gekk hann ekki
heill til skógar. Með þrautseigju
og dugnaði barðist hann með
sjúkdóm sinn. Hann gekkst undir
margar aðgerðir á sjúkrahúsum
og gat haldið áfram því lífsstarfi
sem hann hafði búið sig svo vel
undir, allt til ársins 1976, lengst-
um sem skipstjóri á Rangá. Mikil
uppörvun var það honum eftir að
hann var endanlega kominn í
land, þegar skipsfélagar hans hjá
Hafskipum buðu honum með sér í
siglingar. Það var drengskapar-
vottur sem seint verður metinn.
Jón tók veikindum sínum með
stakri hugprýði og æðruleysi. Ég
sendi samúðarkveðju mína og fjöl-
skyldu minnar til Guðnýjar,
dætra, sonar og annarra vanda-
manna. Við dáum þrautseigju
þeirra og þolinmæði þetta erfiða
tímabil, sem þau hafa gengið í
gegnum.
Aðalsteinn Gíslason
í dag fer fram útför Jóns G. Ax-
elssonar, fyrrv. skipstjóra, er lést
á endurhæfingardeild Landspítal-
ans 8. desember sl. eftir langvar-
andi veikindi. Jón var á 51. ald-
ursári.
Jón Guðmundur var fæddur í
Reykjavík 13. nóvember 1932, en
foreldrar hans voru hjónin Axel
Guðmundsson, sem lengi starfaði
hjá Ráðningarstofu Reykjavíkur-
borgar, en hann er látinn fyrir
nokkrum árum, og Oddfríður R.
Jónsdóttir, er lifir son sinn.
Eftir hefðbundna skólagöngu
beindist hugur Jóns, eins og svo
margra annarra reykvískra ung-
menna að sjómennsku. Hann fór
til sjós árið 1948 og var fyrst á
minni fiskibátum, en síðar á tog-
urum. Árið 1953 flutti hann sig
um set og gerðist farmaður. Hann
var á Fossunum og hjá Ríkisskip,
fyrst sem háseti og síðar stýri-
maður, því að hann hafði lokið
farmannaprófi frá Sjómannaskól-
anum í Reykjavík árið 1957. Árið
1959 hóf Jón störf hjá Hafskip hf.,
er hann gerðist stýrimaður á m.s.
Laxá og síðar á öðrum skipum fé-
lagsins. Lengst var hann skip-
stjóri á m.s. Rangá. Jón var í hópi
fyrstu starfsmanna Hafskipa hf.
og skipstjóri á skipum félagsins í
14 ár, eða allt til þess er hann
þurfti að hætta sökum veikinda
vorið 1976. Jón var einkar farsæll
skipstjóri og vel látinn og naut
trausts.
Árið 1957 giftist Jón systur
minni, Guðnýju Hannesdóttur, og
eignuðust þau þrjú börn og eitt
barnabarn. Börn þeirra eru á aldr-
inum 18—24 ára, en þau eru: Rósa
Steinunn, Oddfríður Ragnheiður
og Hannes Axel.
Af eðlilegum ástæðum var Jón
mjög mikið fjarvistum frá fjöl-
skyldu sinni vegna starfs síns. En
hugur hans og gjörðir um velferð
hennar og heill var augljós þeim,
er til þekktu. Þau Guðný áttu því
ánægjulegar samverustundir í
blíðu og stríðu, eins og gengur.
Árið 1976 varð Jón fyrir alvar-
legu sjúkdómsáfalli, er síðar varð
honum að aldurtila. Það liggur í
hlutarins eðli, að það hefur verið
mikil raun fyrir jafn áhugasaman
og starfhæfan mann á besta aldri
að vera kippt frá daglegu lífi og
starfi mitt í önn dagsins. Þessi ár
voru honum því erfið, en hann
+
Þökkum auösýnda samúö við andlát og útför móöur okkar,
tengdamóöur, ömmu og langömmu,
KRISTÍNAR G. GUDMUNDSDÓTTUR,
Sunnuflöt 20, Garöabn.
Guðmundur Kristinsson, Inga Sigurjónsdóttír,
Jörundur Kristinsson, Auöur Waagfjörö,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hugheilar þakkir öllum þeim, er sýndu okkur samúö og vinarhug
viö andlát og jaröarför,
Helga Jónsdóttir,
Þorsteinn Stefánsson,
Stefán Jónas Þorsteinsson, Fanney Guðbjörnsdóttír,
Siguröur Þorsteínsson, Ásgeröur Hjálmsdóttir,
Engilbert Þorsteinsson, Anna Lóa Geirsdóttir,
Helgi Ómar Þorsteinsson, Olga Magnúsdóttir,
Ólafur Þorsteinsson, Sigríður Helgadóttir,
Sigríður Þorsteinsdóttir,
og barnabörn.
EINARS GÍSLASONAR,
Vorsabæ, Skeiðum.
Sérstakar þakkir eru færöar læknum og hjúkrunarfólki á hand-
lækningadeild Landspítalans fyrir góöa umönnun í veikindum
hans.
Systkinin frá Vorsabæ,
fjölskyldur þeirra og
systrabörn hins látna.
sýndi hetjuskap í baráttunni við
manninn með ljáinn, sem var svo
að segja í nánd hans öll þessi ár. í
veikindum sínum sýndi Jón
óvenjulegan styrk og bjartsýni,
sem þeim virðist oft gefið, sem
mikið þurfa að líða. í hinni erfiðu
baráttu reyndist Guðný Jóni ákaf-
lega vel.
I starfi sínu hafði Jón komið
mjög víða erlendis og þar kynntist
hann mörgum. Sumir urðu mjög
góðir vinir hans og kunningjar.
Það varð honum því ákaflega mik-
ils virði að fá tækifæri til þess
síðustu ár að hitta þessa gömlu
vini og kunningja, er hann sem
farþegi komst utan með m.s.
Langá og Selá þrisvar sinnum.
Voru þessar ferðir honum til
ánægju sem stuðlaði að auknu
lífsþreki. Var hann sérstaklega
þakklátur vinum sínum, þeim
Bjarna Ásgeirssyni, skipstjóra og
Rögnvaldi Bergsveinssyni, skip-
stjóra sem gerðu honum þetta
kleift.
Á kveðjustund koma margar
minningar fram í hugann, er kalla
fram þakklæti til góðs drengs sem
Jón G. Axelsson var. Ég sendi
ástvinum hans öllum Innilegar
samúðarkveðj ur.
Blessuð sé minning Jóns G.
Axelssonar.
Einar Hannesson
Að Jóni Axelssyni látnum er
mér efst í huga minningin um góð-
an dreng og tryggan vin, sem um
árabil háði ójafnan leik við erfið-
an sjúkdóm við þær aðstæður, að
úrslitin voru löngu ráðin.
Við fyrstu kynni fyrir u.þ.b. 25
árum voru augljósir þeir eiginleik-
ar hans, sem undanfarin ár komu
æ betur í ljós, er tók að halla und-
an fæti, — trúin, vonin og kær-
leikurinn.
Ég hygg, að hann hafi vitað
fyrir löngu, að „ei verði feigum
forðað" og frá því sett „kúrsinn"
svo sem til stóð. Slíkt var og hans
ævistarf, sem skipstjórnarmanns,
að taka ákvarðanir, sem skiptu
sköpum. Ekki er mér kunnugt um
að þær hafi leitt til annars en far-
sældar.
I upphafi ferils var framtíðin
björt og draumarnir margir,
draumar sem rættust og aðrir sem
brugðust, framtíð sem var og
framtíð sem nú heyrir fortíð til.
Hornsteinn þeirrar framtíðar var
heimilið, sem var stofnað til í ág-
úst fyrir 25 árum með Guðnýju,
sem bjargföst stóð við hlið manns
síns uns yfir lauk. Börn þeirra 3
eru Rósa, Oddfríður og Hannes.
Jón Axelsson var bjartsýnn og
þá mest er á móti blés, enda stóð
aldrei til að láta undan fyrir því
óþekkta, aðeins sætta sig við orð-
inn hlut.
Það mun fáum gefið að þola þá
raun að verða ósjálfbjarga, en slík
urðu hans örlög — örlög sjúkl-
ingsins, sem ekki fær ráðið ferð-
inni. Stefnan er ákveðin, skipið
ferst.
Sú er mín trú, að Jón lifi í minn-
ingunni hjá öllum sem hann
þekktu. Sú er mín von, að vonin
sem hann bar í brjósti hafi nú
rætst. Sú er mín vissa, að kærleik-
urinn, sem hann bar í brjósti —
lifi.
Með dýpstu samúð.
J.Þ.H.