Morgunblaðið - 15.12.1982, Síða 31

Morgunblaðið - 15.12.1982, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982 31 Mitterrand og Sir Laurence Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Francois Mitterrand: The Wheat and the Chaff. The Personal Diaries of the President of France 1971—1978. Weidenfeld and Nicol- son 1982. Höfundurinn segir í formála, að þessi brot séu skrifuð niður af til- viljun, oft um atburði eða persón- ur, sem hafi verkað á hann eða þá hugrenningar í sambandi við lest- ur eða uppákomur. Hann hefur valið það efni sem hér er birt úr meira magni og hefur sleppt ýmsu sem hann telur full persónulegt. Fjölmargir einstaklingar koma hér við sögu, bæði franskir og er- lendir, störf hans sem stjórnmála- manns og starfsmanns franska lýðveldisins ollu því að hann átti samskipti við ýmsa frammámenn innan lands og utan og honum tekst að bregða upp svipmyndum af þessu fólki, oft skemmtilegum myndum. Hugrenningar hans og mat á mönnum og málefnum er mjög smekklega framsett, kurteis- in bregst honum aldrei og orðin hafa ákveðna merkingu. Hann lýs- ir nokkuð þeim grunni sem hann byggir á og þeirri skólun sem hann hlaut við dagsetninguna 10. október 1977: „Ég dái hið ritaða orð, tungumál, málfræði, setn- ingafræði, ég tek þann sem skrifar af skírleika og nákvæmni fram yf- ir þann sem prédikar sínar per- sónulegu skoðanir. Ögun máls og þar með hugsunar hlaut ég með uppfræðslunni í hinum klassíska skóla, þar sem svo mikil áhersla var lögð á frönsku og latínu, latín- an agar og ekki síður franskan. Þessi skólun hefur mótað stíl minn ..." Þegar hann var spurður af blaðamanni, hvort hann gerði sér einhverja hugmynd um Frakk- land, svarar hann: „Ég þarfnast ekki hugmyndar um Frakkland. Ég lifi Frakkland, ég finn með mér tengsl við franska jörð, franskt land, vötn og skóga. Það er hér sem rætur mínar eru, ég þarf ekki að leita „sálar Frakklands", hún lifir í mér. Ég er sprottinn upp þar sem Angoumois, Perigord og Guyenne liggja saman ... Ég er alinn upp í stórri fjölskyldu, sem sá fyrir öllum þörfum sínum sjálf, ég lifði út í náttúrunni, árs- tíðirnar komu og fóru og halda áfram þar til við deyjum. Síðar hlaut ég að kynnast öðrum sviðum landsins, iðnaði, útborgum, náma- bæjum. Ég nálgaðist allan þennan fjölbreytileika landsins, ættlands míns, sem er alltaf trútt sjálfu sér, alltaf ein heild. Ef ég á ekki að tapa áttum, verð ég að lifa rytma daganna, sjá sólina koma upp og setjast, sjá víðáttur festingarinn- ar, finna ilminn af hveiti og eik- arskógum, finna tímann líða. Ég á oft erfitt með að tapa ekki áttun- um í Frakklandi steinsteypunnar. En það Frakkland er Frakkland, og ég á heima þar.“ Aðaltitill ensku útgáfunnar er „The Wheat and the Chaff", sem kom út undir titlinum „La paille et le grain“ hjá Flammarion í Par- ís 1975, en hér er einnig birt annað rit sem annar kafli þessa bindis, „The Bee and the Architect", sem kom út 1978 undir titlinum „L’abeille et l’architecte". Fyrri hlutinn er þýddur af Richard S. Woodward og seinni hlutinn af Helen R. Lane og Concilia Hayter. Þessi brot sem birtast hér eru þeirrar gerðar að maður hlýtur að vona að meira verði birt af þeim, það er hrein unun að lesa þessa þætti. - O - Laurence Olivier: Confessions of an Actor. Weidenfeld and Nicolson 1982. Það hefur verið beðið eftir þess- ari sjálfsævisögu og nú er hún komin út. Höfundurinn er leikara- kóngur Breta og honum hefur tek- ist að skrifa játningar sínar á þann hátt að þær eru læsilegar og mjög opnar ef svo má segja. Hann lýsir foreldrum sínum og þá eink- um föður sínum, en þeir feðgar voru um flest ólíkir. Faðir hans var sóknarprestur og heldur að- sjáll og stífsinna, hann hélt því meðal annars fram að Bernard Shaw væri djöfullinn endurborinn og fleira í stíl við það. En það var hann sem ákvað að Laurence skyldi verða leikari, enda segir hann að leikhæfileikar hafi snemma komið í ljós hjá sér, að áliti foreldra sinna, ímyndunar- aflið var fjörugt og hann átti mjög gott með að fantasera. Núverandi eiginkona hans, Joan, er oft spurð þessarar spurningar: „Hvernig veistu hvenær Larry er að leika og hvenær ekki?“ Og svarið er: „Hann er alltaf að leika." Og hann heldur áfram: „Ég veit sjálfur manna best að ég er alls ekki viss um hvenær ég er að leika og hve- nær ekki, svo ég sé gagnorðari, hvenær ég lýg og hvenær ekki.“ Og hann heldur áfram: „Hvað er það annað en að ljúga, að leika vel er ekkert annað en að ljúga, svo að allir trúi því.“ Höfundurinn fjallar um skóla- vist sína, hýðingar með fleiru og fyrstu sporin á sviðinu og svo tek- ur leikhúsið við. Leikhús og filma. Hann varð snemma kunnur sem leikari og síðar heimsfrægur fyrir leik sinn í kvikmyndum, einkum í Wuthering Heights og Rebecca. Fjölmargar persónur koma við sögu, leikarar og leikkonur, Edith Evans, John Gielgud, Charlie Chaplin, Garbo, Danny Kaye, John Mills, Marilyn Monroe og Al- fred Hitchcock. Höfundur tíundar hjúskapar- sögu sína all nærfærnislega og gerir það sjálfsagt bókina mörg- um forvitnilegri. Mikið mynda- safn fylgir og jómfrúrræða höf. í lávarðadeildinni þegar hann var aðlaður 1971. H.C. Anknen Páni veit Tvö ævintýri Andersens með myndum Löfgrens IÐUNN hefur gefið út tvö ævin- týri eftir H.C. Andersen með mvndum eftir sænska teiknar- ann Ulf Löfgren. Þetta eru Litli Kláus og stóri Kláus og Pápi veit hvað hann syngur. Ævintýrin eru hér birt í þýðingum Steingríms Thorsteinssonar og eru þetta fimmta og sjötta bókin í þess- um flokki, ævintýrum Andersens með myndum Löfgrens. Áður eru komin: Eldfærin, Nýju fötin keisar- ans, Svínahirðirinn og Hans Klaufi. Bækurnar eru settar í Prisma, en prentaðar í Bretlandi. Metsölublad á hvcrjum degi! Vtó veitum 15 % kynningam/sldtt í jólamdnuðinum a/ e/tirtöldum gosdrykkjum il UtYú untbúóum ___Jt I tf verksmiojan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.