Morgunblaðið - 18.12.1982, Side 1
Laugardagur 18. desember - Bls. 49-96
SÓL ÍSSL.
sjálfsævisögu Steindórs Steindórssonar frá Hlöóum
Bókaútgáfan Örn og Ör-
lygur hefur gefið út bók-
ina „Sól ég sá“, sjálfsævi-
sögu Steindórs Stein-
dórssonar frá Hlöðum.
Morgunblaðið hefur feng-
ið heimild til birtingar á
kafla úr bókinni og varð
fyrir valinu upphaf kafl-
ans er nefnist Samverka-
menn — Sigurðarþáttur.
Er þar m.a. fjallað um
samskipti þeirra Steindórs
og Sigurðar Guðmunds-
sonar, skólameistara
Menntaskólans á Akur-
eyri.
Þegar er frá því skýrt, hvernig
Sigurður Guðmundsson tók mér
við komu mína að skólanum, og
hversu gjörólík öll hans fram-
koma var öllu því, er okkur hafði
áður farið á milli. Það eru engar
ýkjur að allt frá því, er við sáumst
fyrst, en ég var fyrsti nemandinn,
sem gekk á fund hans 1921, hafði
ég verið í röð eftirlætisnemanda
hans, og hann sýnt mér margvís-
legan vinsemdarvott og gert mér
margan greiða. Hann var mjög
ánægður með kennslu mína, er ég
kenndi fyrir Guðmund G. Bárð-
arson og lét oft í ljós ánægju sína
yfir, hvernig ég byggi nemendur
undir próf, en þeir voru býsna
margir, sem ég kenndi haustin
1923 og 1924. Ég á allmörg elsku-
leg bréf frá honum, skrifuð bæði
til Reykjavíkur og Kaupmanna-
hafnar, og hann lét sér mjög annt
um mig í veikindum mínum.
Mér var það nokkurt áfall, er
hann allt í einu snerist þannig að
naumast var hægt að kalla það
annað en fjandskap, því að engum
er það sársaukalaust, þegar góðir
vinir snúast þannig að því er best
verður séð að tilefnislausu. En
hvað hafði gerst? Mér var ekki
kunnugt um neitt, sem ég hefði
getað brotið af mér við hann eða
skólann, og a.m.k. þótti mér sem
hann hefði getað talað við mig og
skýrt mér frá, hvað að var, ef um
eitthvað var að ræða, annað en
eigin duttlunga. Svo að ég hefði
getað haldið uppi vörnum. Hin
eina skýring, sem ég hefi getað
fundið er eftirfarandi: Eins og síð-
ar kemur fram, höfðu orðið miklar
skærur með skólameistara og
kommúnistum vorið 1930, sem
leiddu til brottrekstrar Eggerts
M«nntaskólinn á Akursyri
Steindór Steindórsson
Þorbjarnarsonar. Var Sigurði
mjög í mun að berja niður allar
kommúnistahreyfingar, sem upp
kynnu að koma innan skólans. Eg
hafði allt frá skólaárum mínum
verið yfirlýstur jafnaðarmaður, og
var Sigurði vel kunnugt um það,
og hafði hann síður en svo haft
nokkuð við það að athuga, enda
jafnvel kosið stundum með jafn-
aðarmönnum. Nú voru komnar
upp harðar deilur milli jafnað-
armanna og kommúnista, sem
endaði með klofningi flokksins.
Ekki var ljóst um hvern einstak-
an, hvorum arminum hann kynni
að fylgja. Nú er hugsanlegt, að
Sigurður hafi fengið þá flugu í
höfuðið, eða einhver lapið það í
hann, að ég væri kommúnisti, án
Sigurður Guömundsson
þess að ég hefði gefið hið minnsta
tilefni til þess, en hann ætíð tal-
hlýðinn gegn tilteknum mönnum,
og sá um þessar mundir forynju
kommúnismans í hverju horni. Ef
þessu hefur verið svona farið, þá
var það nægilegt til þess, að hann
vildi mig ekki að skólanum. En að
hann hvorki vildi við mig tala, né
gaf upp nokkuð, sem út á mig væri
að setja annað en prófleysið sem
hann þó nokkrum mánuðum fyrr
hafði ekkert haft við að athuga,
gat bent til þess, að honum væri
óljúft að láta þess getið, að hann
réði menn eftir pólitískum skoð-
unum. En kommúnistahræðslan
er eina ástæðan, sem ég get látið
mér detta í hug.
Skólinn hófst að venju. Ég gerði
satt að segja varla ráð fyrir, að ég
yrði þar lengur en til vorsins, að
setningartíminn væri útrunninn.
Taldi ég ólíklegt, að Sigurður
mundi mæla með skipan minni, en
nota tækifærið til að losast við
mig. Ég vann verk mín eftir bestu
getu og veittist það létt. Samvinna
við kennara og nemendur var
ágæt, en oft létu kennarar í ljós
furðu sína á framkomu Sigurðar.
Fyrstu vikurnar eða mánuði yrti
hann naumast á mig eða tók undir
kveðju mína, er ég heilsaði honum.
Þyrfti ég að bera upp við hann
einhver erindi, svaraði hann þeim
stuttaralega, en ekki minnist ég
þess, að hann neitaði beiðnum
mínum um smávegis bókakaup
eða annað, sem til kennslunnar
þurfti.
Veturinn leið tíðindalítið. En þá
gerðist það 13. mars að hann
hringdi til mín, í fyrsta sinni að
mig minnir, og boðaði mig sam-
stundis á fund upp í skóla, og bað
mig að flýta mér. Engar fleiri
skýringar. Ég brá þegar við, en er
uppeftir kom voru þeir þar fyrir
dr. Kristinn Guðmundsson og
Steinþór Sigurðsson. Sigurður
kom nú inn á kennarastofuna og
tjáði okkur að Jónas ráðherra
hefði hringt til sín og beðið hann
um upplýsingar um fæðingardaga
okkar og ár og eitthvað fleira, því
að hann ætlaði að skipa okkur í
embætti um kvöldið. Sigurður
bætti við, að það væri víst eitt-
hvað mikið að gerast í pólitíkinni,
og Jónas vildi hafa alla sína hluti
á hreinu.
Kristinn og Steinþór tóku þessu
eins og vera bar, enda höfðu þeir
verið settir á annað ár. Ég benti
hinsvegar á, að ég væri ekki búinn
að starfa hinn lögákveðna setn-
ingartíma, og hefði raunar gert
ráð fyrir því, að ég yrði ekki leng-
ur við skólann og spurði Sigurð,
hvort hann kærði sig nokkuð um
skipan mína. Mér væri hún síður
en svo kappsmál. Ég gæti farið,
hvenær sem væri að loknu mínu
setningarári. En nú var eins og
veður hefði eitthvað skipast. Hann
svaraði að vísu ekki spurningu
minni beint, en sagðist hlýða boði
ráðherrans, og senda honum með-
mælabréf með skipan okkar allra.
Ekki man ég hvað fleira fór
okkar á milli, en Sigurður sendi
skeytið samstundis, og veitingar-
bréf mitt var útgefið 14. mars 1931
aðfaranótt þingrofsdagsins fræga.
Að þessu víkur Jónas í heilla-
skeyti, er hann sendi mér sextug-
um svohljóðandi.
Á þessari giftustund þinni
minnumst við giftu minnar að
hafa í óborgaðri næturvinnu síð-
asta dag minn í stjórnarráðinu
fasttryggt þig við visindi og
hverskonar aðrar mannlega
mennt við okkar gamla skóla á
Akureyri. Óska þér langra og mik-
illa starfsmöguleika í ættbyggð
okkar norðanlands.
Jónas Jónsson.
Eftir þetta fór viðmót Sigurðar
smám saman að breytast, þótt þar
væri að vísu éngin hlýja. Og aldrei
varð þó samband okkar eins og áð-
ur.
Það fór þó brátt vaxaijdi, að
skólameistari kallaði mig til
skrafs og ráðagerða ekki síður en
aðra kennara og jafnvel stundum
SJÁ NÆSTU SÍÐU