Morgunblaðið - 18.12.1982, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982
55
dyrum er vel fyrir komið. Miðað við
staerð bílsins er rými fyrir öku-
mann og farþega frekar mikið, sér-
staklega er fótarými frammi í gott.
Aftur í fer mjög vel um tvo full-
orðna, en það fer að þrengja nokkuð
að þriðja manni. Mælaborðinu svip-
ar mjög til þess sem gerist í öðrum
Benz-um og er það frekar klassískt
og stílhreint. Að ósekju hefði stýr-
ishjólið hins vegar mátt vera heldur
nýtízkulegra að mínu mati. í borð-
inu eru hraðamælir með ferðamæli,
benzínmælir, hitamælir, olíu-
smurningsmælir, snúningshraða-
mælir, klukka og „economy“-mælir,
sem sýnir hverning hagkvæmast er
að aka bílnum hverju sinni. Þá eru í
borðinu ýmis aðvörunarljós.
SKIPTING — VÉL
Benz 190 kemur „standard" með
4ra gira kassa, en síðan er hægt að
fá bílinn með 5 gíra beinskiptum
kassa og sjálfskiptingu. Benz 190 er
boðinn í tveimur útfærslum: Benz
190, sem er með 4 strokka, 1.997
rúmsentimetra, 90 hestafla vél og
síðan Benz 190 E, sem er með 4
strokka, 1.997 rúmsentimetra, 122
hestafla vél, sem er með beinni inn-
spýtingu. Samkvæmt upplýsingum
framleiðanda er benzíneyðzla Benz
190 með 4ra gíra beinskiptum kassa
í blönduðum akstri um 10,7 lítrar á
100 km, en 6,5 lítrar ef ekið er með
jöfnum 90 km hraða á klukkustund.
Ef bíllinn er 5 gíra beinkiptur er
eyðslan 10,7 lítrar í blönduðum
akstri og 5,8 lítrar á jöfnum 90 km
hraða á klukkustund. Með sjálf-
skiptingu á bíllinn að eyða 10,5 lítr-
um í blönduðum akstri og 7,0 lítrum
á 100 km á jöfnum 90 km hraða á
kiukkustund. Framleiðandi gefur
upp 10,3 lítra á 100 km í blönduðum
akstri í öllum útfærslum Benz 190
E, en 6,4 lítra með 4ra gíra bein-
skiptum kassa á jöfnum 90 km
hraða á klukkustund, 5,8 lítra með 5
gíra kassa og 6,9 lítra með sjálf-
skiptingu. Benzíntankurinn í báð-
um bílunum er 55 lítrar.
AKSTURSEIGINLEIKAR
Ekki er hægt að fuilyrða neitt um
aksturseiginleika bílsins, en ef
marka má skrif þýzkra bílablaða í
liðinni viku, eru þeir mjög góðir. I
grein í blaðinu Auto Motor und
Sport, segir að Benz 190 hafi flesta
þá eiginleika í akstri, sem Benz-
bílar hafa verið þekktir fyrir, þ.e.
mjög stöðugur og öruggur. Sem
dæmi um upptak bílsins má nefna,
að Benz 190 E er 10,5 sekúndur að
ná 100 km hraða. Fyrstu bílarnir
koma hingað til lands í byrjun
næsta árs, samkvæmt upplýsingum
Oddgeirs Bárðarsonar, sölustjóra
Ræsis hf., sem hefur umboð fyrir
Mercedes Benz á íslandi.
Fjórði í röðinni var Porsche 944
með 102 stig og fimmti í röðinni
varð Talbot Samba með 87 stig.
Þegar úrslitin voru kynnt í vik-
unni sagði talsmaður blaðamann-
anna, að 14 bílar hefðu verið inni í
myndinni, en tilgreindi þá ekki
frekar. Talsmaðurinn sagði hins
vegar, að Citroen BX og Opel
Corsa hefðu ekki komið til greina í
þessu vali, þar sem dreifing þeirra
er enn ekki hafin nema á tak-
markaða markaði. Þeir komi hins
vegar til álita á næsta ári.
Eins og við sögðum frá hér í
Mbl. á dögunum, hefur Audi 100
fengið mjög góða dóma sérfræð-
inga og reyndar undirstrikar kjör
hans, sem „bíll ársins" það end-
anlega. Helztu einkenni nýja Audi
100-bílsins eru gífurlega mikil
straumlínulögun, en vindstuðull
hans er aðeins 0,30 Cw og er hann
talinn mest straumlínulaga allra
fjöidaframleiddra bíla í dag. Bílar
þykja mjög straumlínulaga ef þeir
eru á bilinu 0,34—0,40 Cw. Þá er
íburðurinn í bílnum mun meiri en
í forvera hans og í umsögnum
bílablaða segir, að aksturseigin-
leikar bílsins séu mun betri, en
forvera hans, m.a. með tilkomu
nýs fjaðrabúnaðar. Fyrstu Audi-
bílarnir koma væntanlega hingað
til lands í byrjun næsta árs og er
reyndar sömu sögu að segja af
Ford Sierra, sem lenti í öðru sæti.
Volvo 760 hefur hins vegar verið
hér á markaði síðan í haust.
Raunamædd en einlæg
Bókmenntir
Sveinbjörn I. Baldvinsson
Norma E. Samúelsdóttir:
TRÉÐ FYRIR UTAN GLUGGANN
MINN
Ijóó, 48 bls. Mál og mening.
Ljóðin í þessari bók eru öll mjög
persónuleg og til marks um það
má til dæmis geta þess að fyrstu
persónu fornafnið, ég, kemur fyrir
í þrjátíu og einu ljóði í bókinni, en
alls eru hér þrjátíu og fimm ljóð.
Sem heild fjalla þessi ljóð um
daglegt líf húsmóður, eða að
minnsta kosti móður. Þetta dag-
lega líf hennar er þó alls ekki
átakalaust heldur eru þarna á
ferðinni ýmsir tilfinningalegir
stormar og sálarstríð, samvisku-
bit, ástarþrá, andleg þreyta. Lítið
dæmi er þetta ljóð, sem heitir
„Farðu barn!“:
llvað er að barn
alltaf eitthvað að klaga
alltaf eitthvað að trufla mig
alltaf eitthvað að ...
Ila‘ttu þessu!
Karðu til pabba!
Kg er að yrkja þér Ijóð
í þessu litla ljóði er að finna
vissan samnefnara fyrir alla bók-
ina, því hér dregur Norma upp
sterka mynd af þeirri andstæðu
sem kannski er undirrót margra
ef ekki flestra annarra sem fram
koma í ljóðunum í þessari bók.
Það er andstæðan: Hversdagslegt
amstur og virkur og leitandi hug-
ur. Önnur andstæða sem um er
fjallað í ljóðunum er ástarævin-
týrið og heimahöfnin og ennfrem-
ur þörfin fyrir einveru gagnvart
heimilislífinu.
Dæmi um hið fyrrnefnda eru
þessar línur úr ljóðinu „Tog-
streita":
... H u g s a um þig
llugsa um dginmann minn
báðir góðir
fjarlægur
nálægur
Ég hræðist þig
því ég skil ekki
l»ú ert nálægur samt óralangt í burtu
Maðurinn minn er nálægur þótt hann sé fjarri
llann er hér ...
í vissum skilningi .er hægt að
segja að „Tréð fyrir utan gluggann
minn“ sé vandamálabók, enda
verða mjög persónulegar ljóða-
bækur það einatt, þar eð þær eru
svo oft sprottnar af einhverjum
aðsteðjandi vandamálum skálds-
ins. Galli við slíkar bækur, er að
til þess að njóta þeirra til fulls,
verður lesandinn helst að geta sett
sig nokkuð nákvæmlega í spor
skáldsins, annars er hætt við að
honum taki að þykja bókin nokkuð
löng, enda hefur hann væntanlega
við einhver vandamál að glíma
sjálfur, sem kannski eru gerólík
þeim sem skáldið yrkir um og þau
Norma E. Samúelsdóttir
verka því aðeins á hann sem auka-
leiðindi.
Einlægni er skilyrði fyrir því að
skáldskapur geti talist nokkurs
virði, en hún ein dugir ekki til þess
að bera uppi mikið af honum.
Það er einnig hægt að segja sem
svo að þessa ljóðabók, að þetta séu
„kvennabókmenntir" en innan
þess ramma hefur meira verið gef-
ið út af einlægni en skáldskap, til
dæmis hafa komið út á Norður-
löndum mýmargar „aumingja
ég“-bækur eftir konur á síðustu
árum, sumar ágætar, flestar ekki.
En allar hafa þær þó átt þátt í því
að vekja athygli á kynjamisrétt-
inu og það er í sjálfu sér gott.
„Tréð fyrir utan gluggann
minn“ er raunamædd bók, en ein-
læg, ekki skemmtileg, en sönn.
„Hættuspil“
— ný bók eftir Dick Francis
KOMIN er út í íslenskri þýðingu ný
bók eftir Dick Francis, „Hættuspil".
„Svo sem aðrar bækur Dick
Francis er þessi bók hlaðin spennu
frá upphafi til enda, enda ráðast
ekki þau ævintýri og hættuspil
sem höfuðpersóna sögunnar má
reyna fyrr en undir sögulokin,“
segir m.a. á kápusíðu.
Um höfundinn segir m.a.:
„Breski höfundurinn Dick
Francis hefur á undanförnum ár-
um unnið sér sífellt traustari
hefðarsess með bókum sínum,
einkum í heimalandi sínu og í
Bandaríkjunum, hlotið viðurkenn-
ingar fyrir þær úr verðlaunasjóð-
um bókmennta og fékk nú eigi alls
fyrir löngu góða umsögn í tímarit-
inu Time og er það alkunna að það
tekur ekki hvaða rithöfund sem er
uppá arma sína í bókmenntaum-
sögnum."
Suðri gefur bókina út.
VZterkur og
k-J hagkvæmur
auglýsingamiðill!
: Jltarjptttfdafeife
NS sleppaþví aðlesa Auði
ereinsogaðfaiaí
hlátursbindindi
83.66
Hlustiöþér
áMozart?
iSvtalýrt fyrir
rodoiapvmsvlkriar
konurogeldrtmgin
AuðurHarali
Eru bandarískir sendisveinar kynóðir?
Alltaf er Auður söm við sig
AUÐUR HARALDS sendir hér frá sér
þriðju bókina, — hinar tvœr voru
Hvunndagshetjan og Lœknamafían og
voru báðar rifnar út. HLUSTIÐ ÞÉR A
MOZART? mun ekki síður þykja forvitni-
leg:
Einu sinni var ung stúlka sem hét Lov-
ísa. Hún hitti þrins og kyssti hann. Lovísa
og þrinsinn giftust og lifðu hamingjusöm
þar til þrinsinn tók að breytast í frosk.
Hvað getur Lovísa gert? Getur hún haft
froskalœri íforrétt? Eða getur hún fundið
annan frosk í afleysingar? — Og hvers
vegna lcetur hún mömmu hírast í háls-
bindaskáþnum? Hvers vegna lét hún taka
fóstbróður Haralds hárfagra af lífi? Af
hverju myrti hún ekki tengdaföður sinn?
Eœr hún atvinnuleyfi í Rio de Janeiro?
Eða fer hún að selja merki? Getur hún
kliþþt táneglurnar á sér sjálf? Tekst Rob-
ert Redford að fá hana til að fara t and-
litslyftingu? Eru bandartskir sendisveinar
kynóðir? Er Lovísa vitskert? — En, um-
fram allt, er einhver hér setn HLUSTAR Á