Morgunblaðið - 18.12.1982, Page 11
Gunnar Þórðar leikur
á tölvuvæðinguna
Hljóm-
plotur
Árni Johnsen
Við nánari kynni óx skjótt
tónlist Gunnars Þórðarsonar á
nýjustu plötu hans, sem ber nafn
hans og Pálma Gunnarssonar,
sem syngur öll lögin, og er það í
fyrsta skipti sem einn söngvari
syngur öll lögin á plötu Gunnars,
en það er Fjölnir sem gefur plöt-
una út.
Stundum er það svo með frétt-
ir í blöðunum, að þær eru eins
konar froðusnakk og menn stikla
á þeim. Þannig er oft með dæg-
urtónlist, hún fer inn um annað
eyrað og út um hitt, en Gunnar
Þórðarson hefur fyrir löngu sýnt
að tónlist hans kallar á fulla
hlustun og athygli, því hún er
flókin og vex af sjálfri sér.
Fyrst þegar ég hlustaði á
þessa nýju plötu Gunnars og
Pálma varð ég fyrir vonbrigðum,
en við nánari kynni kom í ljós að
hér er á ferðinni ein af þessum
plötum sem vinna á og það er
reyndar ekkert nýtt með plötur
Gunna Þórðar. Má þar til dæmis
nefna plötuna Himinn og jörð
frá síðasta ári.
Lögin eru þó mjög misjöfn, en
meðal laga á þessari plötu eru
nokkur lög sem ég tel með þeim
beztu sem Gunnar hefur samið
og má þar nefna Aftur heim,
Gísli í Uppsölum og Kona, sem
er gullfallegt lag með hlýlegum
og viðkvæmum texta Toby Her-
man.
í öðrum lögum spreytir Gunn-
ar sig á nýjum tón og til dæmis
má nefna lagið Hleyptu mér inn,
sem er mjög þungt lag, en
skemmtilega útfært. Kveiktu
ljós er einnig erfitt lag í við-
kynningu, enda ríkir mikil
spenna í því og gefur textinn
þeirri stemmningu reyndar
einnig undir fótinn. Af öðrum
athyglisverðum lögum má nefna
Velgengni og Á Uppsölum sem
er sérkennilegt lag af hálfu
Gunnars, spilað og raddað án
orða, minnir nokkuð á gregorísk-
an söng, en samt nýtur sín í því
stemmning dalanna og fjallanna
sem það á að höfða til. Ein af
perlum Gunnars þar sem hann
kemur sífellt á óvart.
í nokkrum laganna þykir mér
textinn vera of aftarlega í tón-
listinni og er það galli, jafnvel
þótt textarnir séu veikasti
punktur plötunnar.
Pálmi Gunnarsson skilar vel
sínum hlut að vanda, enda löngu
kunnur sem einn bezti og örugg-
asti dægursöngvari landsins.
Tölvutónlistin ræður ríkjum á
þessari plötu og heldur finnst
mér það út úr stíl Gunnars Þórð-
arsonar, en einnig þar vex vegur
plötunnar við nánari kynni þeg-
ar maður fer að átta sig á leikn-
um, en leikur Gunnars á gítar og
Pálma á bassa auk saxófóns og
hljómborðs, tengir saman gam-
alt og nýtt í þessum efnum.
Talvan kemur orðið víða við
sögu, en ekki gefur hún enn
sama blæ og manneskjan, hvorki
í þessum efnum né öðrum.
Gunnar Örn og Guðbergur
Auðunsson hafa hannað umslag-
ið og er það smekklega gert, en
þessir ágætu listamenn hafa
ekki gert vel í því að vera að
hringsóla með textann á plötu-
umslaginu þar sem almennar
upplýsingar eru.
Fyrst og fremst ber þessi
plata þess merki að Gunnar
Þórðarson og Pálmi Gunnarsson
bera hita og þunga verksins og
vissulega er það traust einkunn.
Hefur þú kynnst sígildum hljómburði Scala óperunnar í Mílanó, Boston Symphony
Hall, Planetarium eða Royal Albert Hall í London?
Vissir þú að á slíka staði eru E9 hátalarar valdir, auðvitað vegna hljómgæðanna?
Það er því engin tilviljun, að heimsfrægt kunnáttufólk á borð við Herbert von
Karajan, Miles Davis og strákana í hljómsveitinni Electric Light Orchestra (ELO)
kjósa M hátalara til eigin nota, auðvitað vegna hljómgæðanna.
EH hátalarar hafa einstakt tónsvið. Það sem skiptir þó öllu máli í reynd er hinn
hárnákvæmi tónblær þeirra, hvernig þeir endurhljóma nákvæmlega hin ólíkustu hljóð-
færi, einmitt þannig sem kunnáttufólk kýs og kann að meta.
HÚN?
dáö hana'
varö
Þ'tl
Y\atta*
AdÞ'ola
ve$na
s'^dst öún
fs\\taf ð'
s h\ó"aÞa
"“eim 'aW'
t\d-
nTeðutstU
• eX lS^u
KV\W
a\\títa
i3ESKw
83.58