Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 Undirstöðurit Bókmenntir Erlendur Jónsson MANNTAL Á ÍSLANDI 1845. SUÐ- URAMT. 546 bls. Bjarni Vil- hjálmsson sá um útg. Prentsm. Hól- ar hf. Rvík, 1982. Þetta er í flestum skilningi mik- il bók, brotið stórt pg blaðsíður margar; manntal á íslandi fyrir næstum hálfri annarri öld; og að- eins fjórðungur þess — fjórðungur þjóðarinnar í einni bók! Manntalið á Islandi 1703 mun hafa verið hið fyrsta í heiminum. »AlIsherjarmanntöl hafa verið tekin reglulega á íslandi frá og með árinu 1835. Fram til ársins 1860 voru þau tekin á 5 ára fresti, en síðan yfirleitt á 10 ára fresti,« segir Bjarni Vilhjálmsson í for- mála. Bjarni gerir glögga grein fyrir verkinu í formálanum, hvernig það var unnið og hverjir unnu. Þeirra á meðal Jón Gíslason póstfulltrúi sem er kunnur fræði- maður og ættfræðingur. Bjarni getur þess að frumrit manntalanna frá 19. öld hafi verið svo mikið notuð að þeim hefði leg- ið við eyðileggingu. Þau voru því snemma afrituð til almennrar notkunar. Hver hefur ekki lagt leið sína niður á Þjóðskjalasafn til að grennslast eftir fæðingardegi ömmu, búsetuskiptum afa, »kunn- áttu* langömmu og langafa — og þar fram eftir götunum? Maður þarf ekki að vera neinn ættfræðingur til að þurfa á slíkum upplýsingum að halda. Ég minni á »tölin«, mörg og stór: lögfræð- ingatal, alþingismannatal, ljós- mæðratal — þess konar rit út- heimta margs konar fróðleik sem naumast er annars staðar að finna en í þessum gömlu manntölum. En vitanlega eru þau líka ómiss- andi ættfræðingum. Og ættfræðin er eins konar íslensk fræðigrein, séríslensk. Bjarni Vilhjálmsson leggur mikið upp úr þessari þjóð- legu fræðigrein: »Hvar sem æti- fræði kann að vera skipað í flokk fræðigreina, verður því með engu móti neitað, að hún er nauðsynleg hjálpargrein margra annarra fræðigreina, svo sem sagnfræði, mannfræði, erfðafræði og ýmissa greina læknavísinda. Það er því heldur fávíslegt hjal, þegar farið er niðrunarorðum um ættfræði- rannsóknir.« Athygli vekur að hluti þessa manntals er ritaður á dönsku. Þar Dr. Bjarni Vilhjálmsson Jón Gíslason sem svo háttar er Jón Brandsson t.d. ritaður John Brandsen. Ekki mun nú danskan hafa verið mörg- um manni töm hér á 19. öld frem- ur en nú. En þar sem hér var um opinbera, konunglega skýrslugerð að ræða hafa sumir talið sér skylt að nota dönskuna. Ærinn fróðleik er hér að finna um fólk og mannlíf á fyrri hluta 19. aldar. Heimilin voru fjölmenn, það blasir við á hverri síðu, hús- bóndi og húsfreyja sátu þar sem kóngur og drottning í ríki sínu, síðan komu börn þeirra, og stund- um líka foreldrar, þá vinnufólk, síðan heimilisfólk af ýmsu tagi, þar með taldir fjarskyldir ætt- ingjar, og loks niðursetningar og þurfamenn. Sumir horfa með söknuði til þessara fjölmennu heimila, telja að mannlífið á þeim hafi verið betra en í því hólfaða þjóðfélagi sem við nú lifum í. Eitthvað kann nú að vera til í því. En gömlu lífshættirnir höfðu líka ýmsa galla í för með sér, galla sem nú er horft framhjá samkvæmt þeirri reglu að allt gamalt sé gott. Og betra en það sem nú er! Hér rekst maður á persónur sem hátt ber í ýmsum bókum sem eru að koma út þessa dagana. í Kirkjuvogssókn er t.d. efstur á blaði sá frægi hreppstjóri Vil- hjálmur Hákonarson, faðir Önnu þeirrar sem sr. Oddur Gíslason nam á brott 1870. í þessu manntali er Vilhjálmur hreppstjóri 34 ára og Anna er ekki fædd. Fjölmennasta sóknin í amtinu var Reykjavíkursókn. í Reykjavík- urmanntalinu er allt ritað á dönsku. Og byrjar ekki smátt, því þar er efstur á blaði »Kongsgaard- en« og fyrstur nefndur húsbónd- inn sjálfur sem titlaður er »kammerherre, stiftamtmand og amtmand«. Árið 1845 var merkisár í sögu Reykjavíkur, Alþingi var endur- reist og því valinn staður hér þannig að þetta var í rauninni upphafsár Reykjavíkur sem höf- uðstaðar. Það er stórvirki að ráðast í út- gáfu þessara manntala. Þau eru ómissandi hverjum fræðimanni, og því þurfa þau að vera öllum aðgengileg, hvar sem er á landinu. Þau gefa ótrúlega glögga innsýn í líf fólksins á hverjum tíma og eru því meiri og fjölbreyttari lesning en maður skyldi í fljótu bragði halda. Hér eru staðreyndir einar lagðar á borðið. En þær segja líka oft meira en löng saga. Lykill að hverri sál Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson RAGNAR í SMÁRA Ingólfur Margeirsson skráði. Listasafn ASIog Bókaútgáfan Lögberg. Ragnar í Smára er fyrsta bókin í flokki sem nefnist íslensk myndlist, listaverkabækur ASÍ og Lögbergs. Varla ætti að þurfa að gera grein fyrir því hvers vegna Ragnari í Smára er helguð lista- verkabók, nægir að minna á lista- verkagjöf hans til ASÍ, en með henni má segja að listasafn sam- bandsins hafi verið grundvallað. Ragnar í Smára er í stóru og veglegu broti með fjölda mynda auk þess sem prentuð eru sýnis- horn úr listaverkagjöf Ragnars til ASI. Ástæða er til að fagna því hve útlit og frágangur bókarinnar hefur tekist vel, en margir menn koma þar við sögu. Undirritaður er að vísu ekki mikill aðdáandi fyrirferðarmikilla og þungra bóka, en ljóst er að mál- verkaeftirprentanir þurfa sitt rúm, þær glata nokkru séu þær smækkaðar um of. Ragnar í Smára er dæmigerð vinabók. Ingólfur Margeirsson hefur skrifað viðtöl við ýmsa vini Ragnars og birt í bókinni. Viðtölin eru um leið kynning á því fólki sem freistar þess að lýsa Ragnari. Með þessu móti verður bókin meira lifandi en greinasafn. Ing- ólfur er sleipur spyrjandi og þótt ekki hafi verið komist hjá ýmsum endurtekningum er árangurinn víða góður. Það er aftur á móti staðreynd að slíkar umræður um persónu ann- ars manns verða oft yfirborðsleg- ar og þeim hættir til að breytast í lofrollur sem hafa litla sem enga merkingu. Það er til dæmis sjald- gæft að Ragnar sé gagnrýndur í bókinni, en tilraun er þó gerð á einum stað. Meiri fjölbreytni í mati á Ragnari hefði ekki sakað. Fyrir þann sem hefur haft kynni af Ragnari Jónssyni kemur fátt á óvart í bókinni um hann. Hér eru yfirleitt staðfestingar á því sem maður hefur vitað áður eða haft grun um. En nýjum kynslóðum íslendinga ætti þessi bók að segja mikla sögu; sannar- lega er Ragnar einn af töfra- mönnum þessarar þjóðar. „Menn eins og Ragnar eru til- viljun; nánast eitthvert happ í mannlegu félagi," segir Halldór Laxness. Auðvitað hefur Ragnar verið happ, en kannski ekki tilvilj- un. Hann kom fram vegna þess að hans var þörf. „Hann sá alltaf Ragnar Jónsson í Smára. færa leið,“ segir Árni Kristjáns- son og heldur áfram: „Hann virt- ist hafa lykil að hverri sál og geta opnað hugi manna." Það er líka rétt sem Árni segir og tímabært að vitna til þess að Ragnar „lagði allt í sölurnar og miklaðist aldrei af því sem hann vann; hann kaus sér hvorki hól né heiður fyrir". Ragnar gaf lengi út góðar bæk- ur, en líka vonlausar bækur. Kannski gerði hann mest fyrir tónlistina sem alltaf hefur verið honum hjartfólgin? Og myndlist- ina kunni hann líka að meta. Ein besta sagan í Ragnar í Smára er höfð eftir Birni Th. Björnssyni um það þegar Ragnar gleymdi söngvaranum Dietrich Fischer-Dieskau í jeppanum, en Ragnar þurfti í skyndi að sinna viðskiptamálum. Margar aðrar kátlegar sögur eru í bókinni. Nærfærin mynd af Ragnari er dregin upp í samtali við Sigrúnu Eiríksdóttur, ekkju Páls ísólfsson- ar. Vináttu þessara manna er lýst með þeim hætti að ekki gleymist, dæmigerð frásögn af miklum húmanista. Það að skilgreina Ragnar Jóns- son vefst fyrir mörgum. Eitt af leyndarmálunum við Ragnar er það að hann hefur aldrei viljað láta aðra menn skilja sig. Hljóm- otur Arni Johnsen Sú hljómplata sem einna mest hefur komið á óvart af íslenzk- um plötum á undanförum mán- uðum er platan Ljós-lifandi með Jarðlingum, en þar eru á ferð- inni bræður tveir sem heita Jón Jarðlingar koma skemmtilega á óvart G. Ragnarsson og Ágúst Ragn- arsson. Lögin og textarnir á plötunni eru eftir þá og þeir syngja einnig lögin, en þeir sem aðstoða þá í undirleik eru Hjört- ur Howser, Björn Thoroddsen, Brynjólfur Stefánsson, Ólafur J. Kolbeins, Sigurður Árnason, Guðmundur Kristjánsson, Arnfríður Arnardóttir og Ingvi Steinn Sigtryggsson. Jarðlingar er fallegt nafn og það er einmitt fegurðin sem þeir bræður túlka í textum sínum og lögum. Það er fagnaðarefni að þetta eru jákvæðir ungir menn, sem eru ekki að velta sér upp úr neinum vandamálum, þeir ríma við það sem hlýjar í mannlegum samskiptum og það er þroski í textum þeirra, og á stundum heilmikil heimspeki af hálfu ekki eldri manna. Dancing in the Middle of the Night er bæði gott lag og fallegt, lag sem mun falla mörgum í geð. Þá er lagið Ljósverur, sem er einnig vel samið lag og mjög skemmtilega raddað í söngnum. Hey Bulldog er snjallt lag og Þú komst ekki heim er fallegt lag og ljóðið er raunsætt og trega- blandið ástarljóð. Straumur lífsins byggir á miö8 góðum söng og sannfær- andi texta og þannig er hægt að halda áfram með hvert lagið á fætur öðru. Þessir strákar eru bráðgóðir, textar þeirra og lög búa yfir fjölbreytni og þeir vinna fagmannlega. Það verður spenn- andi að fylgjast með þeim. Suður-amerískur blær á gamalkunnum lögum — Goombay Dance Band á safnplötu Hljóm nriTrmi Árni Johnsen Safnplöturnar sem náð hafa miklum vinsældum upp á sið- kastið hafa verið mjög misjafnar að gæðum, en þeim hefur verið það sammerkt að bjóða upp á vinsæl lög. Safnplata þeirra Olivers, Mario, Wendy og Dor- othy í Goombay Dance Band á plötunni Tropical Dreams, en með úrvali kunnra og vinsælla laga og það er ekki hægt að kvarta yfir hinum Suður-Ame- ríska stíl þeirra sem reyndar teygir sig allt austur fyrir Kyrrahafseyjarnar, en það er galli við þessa plötu eins og margar af þessari gerð að þær eru svo fágaðar, léttar og felldar, að þær tapa svip sem ella væri, ef meira væri gert upp á milli laganna. Það er þó engin spurning að þetta er góð plata sem Steinar dreifa. Hún byrjar á hinu alkunna lagi, My Bonnie og syngur Band- ið lagið á skemmtilegan og ný- stárlegan hátt með hinu suður- ameríska ívafi og kveður þar við nokkuð annan tón en hjá gamla góða Bretanum. Þá syngja þau lagið Aloha, sem hér á landi er þekkt með textanum Seztu hérna hjá mér ástin mín. Þetta er rómað lag um allan heim, ættað frá Hawaii og það var einmitt síðasta drottning Hawaii-búa sem samdi lagið. Hún hélt Liliuokal- ani og tók við völdum af bróður sínum skömmu fyrir aldamótin síðustu, en ríkti aðeins í örfá ár og þar með hvarf inn í ramma sögunnar konungstign á eld- fjallaeynni Hawaii. Meðal kunnra laga á Tropical Dreams má einnig nefna Guant- anamera, We’ll Ride The Wave to Gether og Island in The Sun. Þó það sé tilfinningasemi má segja að þessi plata veiti nokkra uppbót á frost og rok norðursins eins og það lætur verst á þeim árstíma. Þetta er plata sem stendur fyllilega fyrir sínu með sígildum dægurlögum, svolítið væmin, en ein af þeim sem gott er að grípa til á góðum stundum. Það fer ekkert á milli mála að söngkona Blondie, Debby Harry, er sveiflan sem gildir hjá þessari annars ágætu hljómsveit og það kemur vel fram á plötunni Hunt- COOMMXMttCtMND er sem kom út fyrir nokkru. Þar eru mörg lög sem hafa fallið hlustendum vel í geð, en platan er hins vegar nokkuð misjöfn að gæðum. Hið kunna lag Island of Lost Souls höfðar vel til fót- menntarinnar, en meðal laga sem annars eru mjög góð má nefna For your Eyes Only, War Child, Little Caesar og Dance- way. Blondie fjallar um lífið og til- veruna í textum sínum og má þar benda á lagið War Child, barnið sem alið er upp í ys og þys borgarlífsins og hefur ekki aðra viðmiðun en það, en finnur þó og skynjar þann óeðlilega titring sem af slíkri einangrun hlýtur að leiða. Blondie er vönduð hljómsveit og leikur að öllu jöfnu tónlist sem fellur mjög breiðum hópi áheyrenda í geð og þann dóm má gefa þessari plötu. Hún er sannkölluð dægurplata og þó heldur meira því textarnir vekja hugsun þótt risið sé ekki mjög bratt á því stefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.