Morgunblaðið - 18.12.1982, Síða 24

Morgunblaðið - 18.12.1982, Síða 24
72 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 Rætt við Áslaugu Ragnars Hver mann a sinn eigin sann ÁSLAUG RAGNARS sendir frá sér aðra skáldsögu sína nú fyrir jólin. Er það sagan Sylvía, sem bókaútgáfan Örn & Örlygur gefur út, en áður kom út sagan Haustvika 1980. í tilefni af útkomu þessarar nýju sögu, hafði Morgunblaðið tal af Áslaugu og spurði hana fyrst um tildrögin að því að hún hófst handa um að skrifa skáldsögur, en hún hefur verið blaðamaður um árabil. Munaður að skrifa „Mig hafði alltaf langað til að semja sjálfstætt og raunar feng- ist nokkuð við það, óskipulega og í hjáverkum og felum. En að gera alvöru úr því — það var fjarlæg framtíðaráætlun. Það var svo eiginlega fyrir tilviljun að ég byrjaði á því á sínum tíma. Og síðan hef ég helzt viljað ein- beita mér að ritstörfum af þessu tagi og hafa frið til að sinna slík- um verkefnum, en það er ekki auðhlaupið að því ef maður vill vinna fyrir sér og sínum. Að ýmsu leyti er það munaður að fá að skrifa og ég er ekki frá því að það þyki glannaskapur og ábyrgðarleysi að vilja hafa það að aðalstarfi." — Er mikill munur að fást við skriftir sem blaðamaður og rit- höfundur? „Mér finnst það skýra sig sjálft. A þessu tvennu er grund- vallarmunur. Rithöfundur hlýt- ur að hafa þær skyldur við sjálf- an sig og lesandann að skrifa ekki um annað en það sem hann telur mikilvægt, merkilegt og verðugt umhugsunarefni. Hann velur sjálfur viðfangsefni sín og hlýtur ævinlega að setja það á oddinn að segja sannleikann. Sinn sannleika, því að hver manneskja á sinn eigin sann- leika. Blaðamennska felst að mestu leyti í' því að skrifa um staðreyndir og blaðamenn eru oftast bundir af því sem hefur gerst, er að gerast eða mun fyrirsjáanlega eiga sér stað. En eigi að bera þetta saman með til- liti til tæknilegra vinnubragða þá efast ég ekki um að blaða- mennskan hafi hjálpað mér mik- ið. Það er ekki tilviljun hversu margir rithöfundar hafa verið blaðamenn um lengri eða skemmri tíma, ekki aðeins á ís- landi heldur annars staðar þar sem blaðamennska stendur und- ir því nafni. Og blaðamennska — þar sem hún verðskuldar að kall- ast það — er ekki bara starfs- heiti, hún er lífsmáti. Hugsun- arháttur sem er kannski í upp- hafi eðlislægur. Síðan kemur til baktería sem er erfitt að losna við og á henni er síðan nærst. Blaðamaður, sem finnur til ábyrgðar og vill vera ábyrgur, vinnur víst líkt og rithöfundur sem setur sér sömu markmið, — lítur svo á að hann sé í þjónustu sannleikans. Það er kannski stórt orð Hákot, en svona lít ég nú á þetta." — Hvort skrifar maður heldur fyrir sjálfan sig eða lesendur? „Hvort tveggja, álít ég. Ef maður væri bara að skrifa fyrir sjálfan sig þá væri kannski ekki sérstök ástæða til að koma af- rakstrinum á framfæri opinber- lega. Kannski er þetta misjafnt. Ég veit það ekki. En lesendurnir skipta mig mjög miklu máli. Ekki á þann hátt að ég reyni að skrifa það sem Iíklegast er að lesendum falli í geð — það væri til að æra óstöðugan. En ég segi við sjálfa mig: Hvað ert þú að segja? Hvað viltu segja? Ertu viss um að það sem þú segir eigi rétt á sér? Éf þú veizt ekki hvað þú ert að segja þá er betra að þegja. Ég skrifa ekki bara til að velta mér upp úr því sem minn eigin hugur er bundinn við hverju sinni. Að vísu er ég viss um að það sé hverjum manni hollt að setja hugsanir sínar á blað. Það er prýðileg aðferð til að hugsa skýrt, og reyndar er ég búin að einsetja mér að byrja nýja árið með því að færa dag- bók. En það er ekki þar með sagt að þvílík prívatskrif eigi erindi á prent og ég held að rithöfundar — og blaðamenn — verði a temja sér þá ögun í vinnubrögð- um að meta, kalt og ákveðið, hvað er þess eðlis að það eigi að segjast upphátt og hvað er bezt geymt hjá manni sjálfum. Það er alltaf verið að fárast yfir verð- bólgu og mætasta fólk heldur því fram að hún sé versta bólga sem hafi hrjáð okkur. Ég hef miklu meiri áhyggjur af orðbólgunni. Hún er lúmskari og mengun hugarfarsins er hættulegri en flóð og fjara í buddunni. En þú varst að spyrja um það hvort maðúr skrifaði fyrir sjálfan sig eða lesendur. Mér áskotnuðust starfslaun úr opinberum sjóðum í fyrra. Það hafði áhrif á afstöðu mína til þess sem ég var að gera. Ég hugsaði: Nú ert þú komin í vinnu hjá fólkinu í landinu og þar með enn skyldugri til að gera eins vel og þú getur. Þetta var ekki vond tilfinning en ég get ekki neitað því að hún flækt- ist fyrir mér.“ Sagan verður sjálfur raunveruleikinn „Frá því að ég var krakki átti bezt við mig að skrifa svo það hefur kannski legið beinast við að ég fengist við slík störf. Eins og margir unglingar, bjó ég til lítil auðmjúk Ijóð þar sem ég sjálf var miðpunktur alheimsins — oft í gervi eins úr aragrúa sandkornanna á hinni óendan- lega víðáttumiklu strönd. Ég held að í slíkum ljóðum sé mikil einlægni en frumleikinn af skornum skammti, eins og kannski er við að búast. Síðan hugsa ég oft um það hversu mik- ið Steinn Steinarr á í ungskálda- ljóðum. Þessi brot, sem aldrei voru markviss leit að einhverju sérstöku heldur miklu fremur fálm eftir einhverju sem maður vissi ekki hvað var, sýndi maður engum og skoðaði þau ekki sjálf- ur nema þegar sjálfsgagnrýnin náði tökum á manni. Þessi brot höfðu þann eiginleika að verða með öllu ótæk, hreint úrelt, eftir skamman tíma, og þá var farin útrýmingarherferð. Gerð vor- hreingerning ef svo má segja. Nokkrar línur á ég samt enn á litlum og þvældum miðum og sumt er geymt í hugskotinu. Það hefur aldrei haft neitt að gera fyrir nokkurs manns sjónir og núna held ég að það hafi verið hollt fyrir mig og aðra í orðbólg- unni að reyna að gera mér grein fyrir því hvað er til þess fallið að segja við aðra og hvað ekki. Mörk raunveruleika og ímynd- unar eða blekkingar eru óskýr hjá mörgu fólki. Það er að segja — raunveruleikinn er ekki ein- hlítur. Þannig vill það til að hugleiðingar sem allir, sem ein- hverju sálarlífi lifa á annað borð, eiga í að meira eða minna leyti, verða mjög raunverulegir þegar sezt er við að semja. Og þá kemur að því að það sem er verið að skrifa — sagan í mínu tilfelli — verður sjálfur raunveruleik- inn á meðan það er að verða til. Með öðrum orðum: Maður býr sér sjálfur til sinn raunveru- leika.“ Sveitarbragur og sjafiiarmál Bókmenntir Erlendur Jónsson Þórarinn Sveinsson frá Kílakoti: AÐ HEIMAN. Ljóð og stökur II. 93 bls. Útg. Björn Þórarinsson. Rvík 1982. Björn Þórarinsson, sem annast útgáfu þessarar bókar, minnir á í inngangsorðum að fyrir tveim ár- um hafi komið út kvæðabók eftir Þórarin Sveinsson með þessu nafni: Að heiman. Hann hafi þá haldið eftir ýmsum kveðskap föð- i ur síns, sem hann hafi talið of stað- og tímabundinn til að hann ! ætti erindi í bók. »En eftir útgáfu þeirrar bókar, töldu margir sveit- ungar okkar og nærsveitamenn sig sakna einmitt þessara Ijóða og óskuðu þess eindregið, að þau yrðu líka gefin út,« segir Björn. Ég skil sveitunga Þórarins. Þeir vilja fá á bók þann kveðskapinn sem þeir sjálfir minnast, bænda- vísur, sveitarbragi ýmsa, léttan kveðskap, gamanmál. Ég ræð af orðum Björns Þórar- inssonar að hann hafi í fyrstunni álitið að þess konar kveðskapur skyldist ekki utan sveitar og því ætti hann ekki erindi til annarra en sveitunga, eða í hæsta lagi sýslunga. En skemmst er frá að segja að margt í þessari bók er bæði smell- ið og vel ort og — að mínum dómi hreint ekki torskilið. Menn gera víðar að gamni sínu en í Keldu- hverfi, og gamanmál skiljast oft auðveldlega þó manni séu ekki kunnar allar forsendur. Þórarinn hefur verið prýðilega hagmæltur. Einkum þykja mér margar stökurnar í þessari bók léttar og skemmtilegar. Virðist sem rímið hafi lítt tafið Þórarin frá að segja það sem honum datt í Þórarinn Sveinsson frá Kílakoti hug — fyrirhafnarlítið! Ekki er t.d. vandi að sjá hvað hann er að gera, maðurinn sem hefur orðið Þórarni að yrkisefni í eftirfarandi stöku: Allt er á hjólum aldarfar út um sólarheima. Um heilög jólin halur var, hrút í ól að teyma. Kvennaslagur heitir einn sveit- arbragur Þórarins, ortur »um ungar stúlkur í Kelduhverfi 1906.« Þórarinn lætur sem hann fari um sveitina til að hitta þær og stíga í vænginn við þær. Sprundin ung mig finna fýsir, faðmlög þeirra reyna verð. Þegar sól í suðri lýsir um sveitina ég byrja ferð. Rímnaöld var þá tæpast liðin. Þórarinn kann góð skil á heitum og kenningum og notar gamalt skáldamál bæði í gamni og alvöru — kannski ekki síður til að bregða smákímilegum svip yfir efni vísn- anna. Um eina stúlkuna kveður hann t.d. á þessa leið: Þar er Steinunn mittismjóa, er mörgum sveinum yndi ljær. Hvarmasteinar hennar glóa sem himinhreinar stjörnur tvær. Þó langur tími sé nú liðinn síð- an þessar vísur sem og annar kveðskapur Þórarins Sveinssonar varð til er furðulítið ryk fallið á þá léttu gamansemi sem þar birtist. Skáld og hagyrðingar eins og Þór- arinn skemmtu sveitungum sínum um leið og þeir nutu þess sjálfir að setja saman góðan kveðskap. Og ekki var Þórarinn eina skáldið í Kelduhverfi um sína daga. Kvæði orti hann sem nefnist Skáldatal Keldhverfmga 1935. Þar eru ekki færri en tólf nöfn, ef ég kann að telja, og þá að sjálfum honum meðtöldum. Menn hafa ekki verið í vandræðum að botna vísu þar og þá. Eða svara fyrir sig í bundnu máli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.