Morgunblaðið - 18.12.1982, Síða 26
74
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982
■BH Elín J. Jónsdóttir Richter skrifar frá Vestur-Þýskalandi
Straumhvörf eða dægurflugur?
Helmut Schmidt (Lv.) fyrrverandi kanzlari og Hans Jochen Vogel (t.h.)
kanzlaraefni sósíaldemókrata.
Eftir stjórnarskiptin umdeildu
fyrir nokkrum vikum skyldi
maður ætla, að kyrrð færi að
færast yfir í stjórnmálunum, en
það er nú síður en svo. Mestur
styrr stendur enn sem fyrr um
flokk frjálslyndra (FDP) og rísa
öldurnar hátt. Fyrir nokkru var
flokksþing þeirra haldið í Berlín
og fór það ekki með öllu hávaða-
laust fram. Enji sem áður deila
flokksmenn mjög um „vista-
skiptin"; töluvert stór hópur er
algerlega mótfallinn samstarf-
inu við kristilega demókrata
(CDU/CSU); aðrir telja, að
skilnaðurinn við sósíaldemó-
krata hafi verið óumflýjanlegur,
en gagnrýna harðlega, hvernig
hann fór fram. Aðalbitbeinið er
Hans-Dietrich Genscher, for-
maður flokksins og fyrr- og nú-
verandi utanríkisráðherra, sem
virðist hafa verið potturinn og
pannan í öllum þeim umbrotum,
sem á undan gengu. Það kom þó
fram, að Genscher nýtur enn
stuðnings meirihluta flokks síns,
því að hann var endurkjörinn
formaður hans, þótt hann hlyti
mun færri atkvæði en undanfar-
in tímabil. Andstæðingar
Genschers höfðu lagt hart að
Gerhart Baum, fyrrum innan-
ríkisráðherra, sem þykir hallast
töluvert til vinstri, að bjóða sig
fram til formennskunnar, en
hann færðist undan. Þá var Uwe
Ronneburger, formaður flokks-
deildarinnar í Schleswig-Hol-
stein, fenginn til framboðsins,
en fylgi hans var ekki nægilegt
til sigurs. Samt sem áður sýndu
atkvæðatölur greinilega, hversu
mjög stuðningur við Genscher
hefur rýrnað, því að hann hlaut
aðeins 222 atkvæði af 400 mögu-
legum, sem þykir ekki til að
státa sig af. Ronneburger fékk
169 atkvæði.
Tilfinningahiti var mikill á flokks-
þinginu; það var ekkert eins-
dæmi, að ræðumenn gerðu grein
fyrir afstöðu sinni með tárin í
augunum, geðshræring skein úr
svip margs þátttakandans, og
þeir voru ófáir, sem viknuðu
undir ræðum flokksfélaga sinna.
Einn sjónvarpsmaður sagðist
aldrei hafa séð aðra eins geðs-
hræringu á flokksþingi, og hefði
hann þó fylgzt með þeim mörg-
um undanfarin 25 ár. Það var
alveg augljóst, hversu mjög
menn tóku þetta „uppgjör"
nærri sér.
Kosið var í stjórn flokksins á
fyrsta degi þingsins. Þegar séð
varð að Genscher héldi for-
mannssætinu, gengu margir
flokksmenn samstundis úr
flokknum. Þekktastur þeirra er
Ingrid Mattháus-Maier, sem hef-
ur getið sér góðan orðstír sem
sérfræðingur í efnahagsmálum,
og er flokknum mikill missir að
henni. Aðalritari flokksins,
Gunter Verheugen, hafði sagt
sig úr flokknum nokkrum dögum
áður, en hann var mjög fylgjandi
þeirri hugmynd að stofna nýjan
stjórnmálaflokk ásamt Ingrid
Mattháus-Maier og öðrum sam-
sinna félögum. En stuttu síðar
tilkynnti Mattháus-Maier, að
hún myndi ganga í flokk sósíal-
demókrata (SPD), jafnskjótt og
hún hefði afsalað sér þingsæti
sínu. Hún virðist ekki ætla að
tapa á skiptunum, því að fréttin
var enn glóðvolg, er formaður
sósíaldemókrata, Willy Brandt,
bauð henni sigurstranglegt sæti
á framboðslista flokks síns í
kosningunum til sambands-
þingsins, sem eigi að fara fram
6. marz nk. Þrátt fyrir að nokkuð
sé um liðið síðan flokksþingið
var haldið, berast svo til daglega
fregnir um úrsagnir úr flokki
frjálslyndra. Margir þeirra, sem
nú snúa baki við FDP, höfðu ver-
ið í fremstu röð í flokksstarfinu í
mörg ár, og ákvörðunin um að
segja sig úr flokknum hefur ef-
laust ekki verið auðveld fyrir
alla.
Þrátt fyrir það, að ýmsir fyrr-
verandi FDP-flokksfélagar hafi
tilkynnt inngöngu sína í SPD
(flokk sósíaldemókrata), eru
fjöldamargir, sem hafa stofnað
með sér svokölluð frjálslynd fé-
lög (liberale Vereinigungen).
Þess verður að öllum líkindum
langt að bíða, að flokkur frjáls-
lyndra nái sér eftir öll þau áföll,
sem á honum hafa dunið síðan í
september sl., og það verður ör-
ugglega ekki fyrir fyrirhugaðar
þingkosningar 6. marz nk. Það
verður því æsispennandi að
fylgjast með gangi mála riæstu
mánuðina, því að ef flokkurinn
nær ekki innbyrðis samstöðu
aftur, er með ólíkindum, að hann
fái þau 5% atkvæða, sem nauð-
synleg eru til að vera áfram á
þingi.
Sunnudagurinn 28. nóvember varð
sögulegur dagur á sviði stjórn-
mála hér. Þann dag voru hvorki
meira né minna en tveir nýir
stjórnmálaflokkar stofnaðir.
Annan þeirra, flokk frjálslyndra
demókrata (liberale Demokrat-
en), stofnuðu nokkur hinna áð-
urnefndu frjálslyndu félaga, en
stofnendur eru frekar vinstri-
sinnaðir og hallast að samstarfi
við sósíaldemókrata. Á stofn-
fundinum voru mestar umræður
um það, hvort flokkurinn ætti að
leggja fram framboðslista til áð-
urnefndra þingkosninga, en
ákvörðun um það var frestað til
fyrsta flokksþingsins, sem á að
halda í janúar nk. — Daginn
fyrir þessa flokksstofnun hafði
Samband ungra frjálshyggju-
sinna sagt skilið við aðalflokkinn
(þ.e. FDP), án þess þó að kunn-
gera, hvaða braut þeir hygðust
ganga í framtiðinni. Eins og sjá
má, er upplausn frjálslyndra al-
ger, og enginn veit, hvað koma
skal. Það er mér því mikið efa-
mál, hvort þessum hópum tekst
að yfirvinna 5%-tálmann við
næstu þingkosningar.
Allra augu beinast nú að 6. marz,
eftir að núverandi stjórnhafar
sverja og sárt við leggja, að þá
verði kosið, en efasemdum hefur
samt ekki endanlega verið rutt
úr vegi. Kosningabaráttan verð-
ur vafalaust mjög hörð, og segja
má, að hún sé þegar byrjuð.
Sósíaldemókratar útnefndu
Hans Jochen Vogel sem kanzl-
araefni sitt eftir að Helmut
Schmidt, fyrrum kanzlari, var
ófáanlegur til að gefa kost á sér í
það embætti aftur. Munu heilsu-
farslegar ástæður hafa ráðið þar
mestu um, en Helmut Schmidt
mun verða i framboði sem þing-
maður. — Hans Jochen Vogel er
þekktur og virtur stjórnmála-
maður. Hann var lengi vel yfir-
borgarstjóri í Milnchen við góð-
an orðstír. Þegar sem mest gekk
á í fylkisþinginu í Berlín um ár-
ið, var hann kvaddur þangað
sem yfirborgarstjóraefni flokks
síns þar. Eins og kunnugt er,
urðu kristilegir demókratar ofan
á í kosningunum í Berlín, og
gegnir Richard von Weizsácker
embætti yfirborgarstjóra þetta
kjörtímabil. Hans Jochen Vogel
varð samt um kyrrt í Berlín sem
leiðtogi stjórnarandstöðunnar.
Hann þykir mjög áreiðanlegur
maður, en sá eiginleiki þykir
ekki prýða alla stjórnmálamenn;
og hann þykir hófsamur í orði og
æði. Ég held, að sósíaldemókrat-
ar hefðu ekki getað valið betra
kanzlaraefni, úr því að Helmut
Schmidt gefur ekki kost á sér.
Kins og ég hef vikið að í fyrri pistl-
um, er tiltölulega nýtt afl í
stjórnmálaheiminum, sem lætur
að sér kveða og nýtur vaxandi
fylgis, einkum á meðal ungs
fólks, en hér á ég við „græningj-
ana“. Að sjálfsögðu sækjast þeir
líka eftir að ná sætum á sam-
bandsþinginu, og verður að gera
ráð fyrir, að það takist. Ég veit
ekki, hvort það er æskilegt, að
græningjar komist á þing og
hafi þar með áhrif á gang mála.
Þeir virðast ekki hafa neina af-
markaða stefnu nema þá helzt í
Pízza rtalíana
framleidd hérá landi
Útsölustaðir:
KJORVAL VOGAVER KJÖTHÖLLIN
Mosfellssveit Gnoðavogi 44 Háaleitisbraut 58-60
FJARÐARKAUP STRAUMNES HAMRAKJÖR
Trönuhrauni 8 Vesturbergi 76 Stigahlíð 45-47
S.S. HÓLAGARÐUR MÚLAKJÖR
Laugavegi 116 Lóuhólum Síðumúla 8
ÁSGEIR KRON SUNDAVAL
Tindaseli 3 Norðurfelli Kleppsvegi 150
BREIÐHOLTSKJÖR S.S. HAGABÚD
Arnarbakka 4-6 Iðufelli Hjarðarhaga 47
BORGARKJÖR Dalver HVAMMSEL
Grensásvegi 26 Dalbraut 3 Smárabarði 2
KÓPAVOGUR Ásgeir ÁLFASKEIÐ
Hamraborg 8 Efstalandi 26 Álfaskeiði 115
KAUPGARÐUR KJÖT OG FISKUR KAUPF. HAFNF
Engihjalla 4 Seljabraut Miðvangi 41
BREKKUVAL VÖRUMARKAÐURINN NESVAL
Hjallabrekku2 Ármúla Melabraut 57
SUNNUKJÖR S.S. LAUGARÁS
Skaftahlið 24 Glæsibæ Norðurbrún 2
NÓATÚN S.S. KAUPF'. HAFNF
Nóatúni 17 Austurveri Garðaflöt 16-18
VÍÐIR KJÖTMIDSTÖÐIN KRON
Starmýri 2 Laugalæk 2 Álfhólsvegi 32
VÍÐIR VALGARDUR GRENSÁSKJÖR
Austurstræti 17 Leirubakka 36 Grensásvegi 46
AuöbrekKa 36 200 Kópavogi. Island.
m inirnti rrrtl r t tm n 11 m ■TtTff-t—■