Morgunblaðið - 18.12.1982, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982
75
Genscher: „Nei sko, hvad ég var stór einu sinnit“
umhverfismálum. í þeim efnum
eru þeir á móti flestu, sem gert
hefur verið og gera á, og yfirleitt
virðast þeir vera á móti öllu
kerfinu eins og það leggur sig.
Þetta gerir þá ekki vel hæfa til
samstarfs við neinn hinna rót-
grónu stjórnmálaflokka, sem
hafa nú einu sinni myndað þetta
þjóðfélagskerfi, sem við búum
við, hvort sem þeir hafa verið við
stjórnvölinn eða í andstöðu, og
það er ólíklegt, að þeir vilji meiri
háttar röskun á því. Reyndar er
ekkert við því að segja, að ný öfl
og nýir straumar líti dagsins
ljós; það er m.a.s. æskilegt og
óhjákvæmilegt í lifandi þjóðfé-
lagi, en samt sem áður hef ég
skelfing litla trú á hæfni græn-
ingjanna. Það væri aðeins gleði-
legt, ef ég hefði rangt fyrir mér í
því efni.
Ilér að ofan minntist ég á stofnun
tveggja stjórnmálaflokka. Hinn
flokkurinn nefnist „lýðveldis-
sinnaðir sósíalistar" (demokrat-
ische Sozialisten) og mætti skipa
þeim á bekk vinstra megin við
sósíaldemókrata. Finnst mér
þeir koma allnærri kommúnist-
um, þótt þeir séu sennilega ekki
eins róttækir í skoðunum. Ekki
er víst, að þessir nýflokkar verði
lífseigir; það fer sjálfsagt líka
eftir því, hvernig núverandi
stjórn tekst til við lausn allra
þeirra vandamála, sem þjóðin
berst við. En eitt veit ég: það er
varla nokkur maður, sem áttar
sig almennilega á öllu því, sem
er að gerast innan hinna ýmsu
hreyfinga, sem skjóta upp koll-
inum hver af annarri.
Nú, er ég hef gert mér far um að
skýra frá sem flestu, sem er upp
á teningnum hér um þessar
mundir, get ég varla verið þekkt
fyrir að ljúka orðum mínum án
þess að minnast einu orði á
stærsta stjórnmálaflokk lands-
ins og jafnframt því mikilvægari
stjórnarflokkinn: kristilega
demókrata. Það heyrist reyndar
fátt af þeim vettvangi sem
stendur; allt virðist fara fram í
sátt og samlyndi á þeim bæ. Þeir
mega heldur ekki vera að því að
rífast, af því að þeir eru svo
önnum kafnir við að stjórna og
knýja fram umbætur, þar sem
þeirra er þörf (hvort það eru allt
umbætur, skal samt látið liggja
á milli hluta). Helmut Kohl
kanzlari þeytist á milli landa,
eins og hann haldi, að hann hafi
ekki mikinn tíma til stefnu —
kannski bara til 6. marz. Franz-
Josef Strauss, „ljónið frá Bay-
ern“, hnýtir öðru hverju óþyrmi-
lega í samstjórnarflokkinn,
FDP, en fær ekki tiltakanlegar
ádrepur fyrir, enda lætur hann
ekki stinga upp t sig. Það er haft
á orði, að hann eigi sér enga ósk
heitari en þá að komast í stól
utanríkisráðherra eftir næstu
kosningar, en það er því aðeins
hægt, ef FDP verður undir í
kapphlaupinu um 5%-in og Hans
Dietrich Genscher neyðist þar
með til að rýma sætið. En eng-
inn — jafnvel ekki beztu spá-
menn — getur sagt, hvernig úr-
slitin verða 6. marz. Maður bara
bíður og sér til.
Iserlohn, 1. desember 1982,
Elín J. Jónsdóttir Richter.
♦ ♦
MOÐSOQUR
SIGFIÍSAR
SlGFÚSSOmR
Út eru komin 4 bindi nýrrar úgtáfu af hinu mikla og
merka safni Sigfúsar Sigfússonar: íslensk^r þjódsögur og
sagnir. Flestar sögurnar skráði Sigfús eftir íólki á Austur-
landi kringum síðustu aldamót. Ymsar þeirra hafa ekki
birst áður, en flestar hinna eru hér í eldri gerð og upphaf-
legri en i fyrri útgáfu.
Óskar Halldórsson dósent býr þjóðsögurnar til prentun-
ar og skrifar formála.
Hér er komið stærsta safn íslenskra þjóðsagna sem
skráð hefur verið. Þessi fjögur bindi eru kringum 1600
blaðsíður.
Fyrri útgáfa þessara þjóðsagna er löngu uppseld.
ÞJÓÐSAGA
ÞINGHOLTSSTRÆTI 27 — SÍMI 13510