Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 28
76
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982
Eftirréttur
i París
Kafli úr bók Sæmundar Guð-
vinssonar, „Við skráargatiðu
Nýlega er kotnin út bók
eftir Sæmund Guðvinsson,
og nefnist hún „Við skráar-
gatið“. Útgefandi er Vaka. —
Fer hér á eftir einn kafli bók-
arinnar birtur með leyfi höf-
undar og útgefanda.
Eftir hinar misheppnuðu til-
raunir til að komast yfir bifreið
kepptumst við um að lofa bílleys-
ið, til að leyna því hvað okkur
gramdist það. Sögðum kunningj-
unum að göngur væru það sem
bætti heilsu og geð. Ef fólk vildi
fara út úr bænum i skreppitúra
væri ódýrt og þægilegt að ferðast
með rútum. Auk þess væri það
þjóðhagslega hagkvæmt að fleiri
væru saman í hverjum bíl. Við
værum því ekki bara að hugsa um
heilsuna heldur værum við einnig
að spara þjóðinni gjaldeyri.
Þetta kjaftæði, sem enginn tók
auðvitað mark á, leiddi til um-
ræðna um gjaldeyrismál og í
framhaldi af því orðræður um
gjaldeyri til utanferða. Er ekki að
orðlengja það, að við vorum allt í
einu búin að kaupa farmiða til
Parísar fyrir okkur tvö. Börnin
fengu peninga til að kaupa strætó-
kort sem nokkurs konar sárabæt-
ur og var sagt að kveikja ekki í
húsinu meðan við værum í burtu.
Ástæðan fyrir því að við völdum
París var meðal annars sú, að
bæði höfðum við lesið og heyrt
mikið um fegurð borgarinnar og
þá gómsætu rétti sem Frakkar
eiga að vera snillingar í að fram-
leiða. Hins vegar var enginn til að
upplýsa okkur um, að nauðsynlegt
væri að taka með sér franska
orðabók svo ófrönskumælandi fólk
vissi hvað það væri að biðja um á
matsölustöðum. Kom fyrir að við
urðum að grípa til þess ráðs að
benda á rétti á matseðlinum með
tilliti til verðsins eingöngu en án
þess að hafa hugmynd um hvað
það var sem við vorum að panta. í
örfá skipti hrepptum við slíkt
óæti, að okkur lá við uppsölu við
fyrsta bita. I önnur skipti gekk
þetta skár, en sjaldan gekk það
þrautalaust með öllu að metta
munn og maga.
Kvöldloftið var milt og þægi-
legt. Breiðstrætin iðuðu af lífi.
Parísarbúar og ferðamenn úr öll-
um heimshornum fylltu veit-
ingastaðina og þéttsetið var við
gangstéttarborð. Frakkar virðast
elska það að sitja á veitingastöð-
um og tala saman yfir mat og
drykk. Þar sem við erum þarna á
röltinu til að sýna okkur og sjá
aðra fer konan að ympra á því að
nú væri gott að fá sér deser.
— Mikið skelfing var hann góð-
ur deserinn sem við fengum þarna
á ítalska staðnum í gærkvöldi,
sagði hún ísmeygilega.
Eg játti því, en hugsaði þó mið-
ur hlýlega til ítalska veitingahúss-
ins sem við nálguðumst nú óðum.
Við höfðum farið þar inn kvöldið
áður til að fá okkur góðan mat,
þreytt eftir daglanga göngu um
stræti, búðir og söfn.
Vissulega var staðurinn aðlað-
andi, blómum prýddur og þjónar
röskir og glaðsinna, alla vega í
fyrstu. Matseðillinn var ógnar-
langur og okkur óskiljanlegur.
Samt tókst okkur að panta nauta-
steik með ofnbökuðum kartöflum
og salati. Þjónarnir skildu pöntun-
ina samstundis og ég skaut því að
konunni að ekki væri nú vandi að
panta sér mat í útlandinu.
Þegar til kom reyndist steikin
hins vegar ólseig. Við glímdum
lengi við þessi flykki sem voru
borin fram á tréhlemmum. Kon-
unni tókst þó að höggva umtals-
vert skarð í sinn skammt, enda
betur tennt en ég, sem jóðlaði allt-
af á sama bitanum með litlum
árangri.
Nú vorum við aftur komin að
dyrum vertshússins og konuna
langaði í deser. Auðvitað langaði
mig líka í deserinn, því hann hafði
reynst sérstaklega ljúffengur og
vel úti látinn. Bjargaði kvöldinu
eftir baráttuna við steikina, sem
hefur ábyggilega verið af elli-
dauðu nauti. Minningin um hana
sat í mér og ég var á báðum átt-
um.
— Hann er nú ódýr hjá þeim,
SSSR 60 ára — 1922 — 30. des. — 1982
Bóka- og frímerkjasýning
Sýning á sovéskum bókum, frímerkjum og
hljómplötum í MÍR-salnum, Llndargötu 48,
er opin daglega kl. 16—19, nema á laugar-
dögum og sunnudögum kl. 14—19. Kvik-
myndasýningar á sunnudögum kl. 16.
Ókeypis aögangur.
Verslunarfulltrúi Sovétríkjanna. — MÍR.
Til sölu
IBM einkatölva (Personal Computer)
• 64K minni
• 2 diskettustöðvar
• Skjár meö afar skýru letri, stærð 11Vz t.
• Tengi fyrir prentara
• Hljóögjafi
Stýrikerfi: MS-DOS
• Advanced Basic
• Visicalc
Fullt sett handbóka fylgir.
. Nánari upplýsingar gefur Theodór Ottósson í síma
85417 — 77911.
Sæmundur Guðvinsson
deserinn, að minnsta kosti í sam-
anburði við suma aðra staði, sagði
konan hvetjandi.
Ég samþykkti það. Ekki var
okrinu fyrir að fara. Hinsvegar
var ég ekki æstur í að skipta við
staðinn eftir steikarmálið kvöldið
áður. Ekki höfðu þeir boðist til að
færa okkur annan skammt né
heldur beðist afsökunar. Þvert á
móti hafði lokast fyrir alla ensku-
kunnáttu þjónanna þegar ég
kvartaði.
Það endaði auðvitað með því að
við fórum inn. Brosmildur sköll-
óttur maður í rauðri skyrtu leiddi
okkur til sætis og brátt kom þjónn
og gaukaöi að okkur matseðlunum
stóru. Setið var við flest borð og
þau stóðu þétt. Hvert sem ég leit
sat fólk við kúfaða diska og föt.
Það beinlínis reif í sig matinn.
— Kannski er ekki hægt að fá
bara deser. Ætli maður verði ekki
að kaupa mat líka, sagði konan,
þegar hún hafði svipast um í saln-
um.
— Hvað er að heyra þetta kona,
sagði ég. Auðvitað getum við feng-
ið deser án þess að éta einhver
ósköp fyrst. Þú ert þó ekki orðin
svöng aftur? Við sem vorum að
borða pylsur hérna á næsta götu-
horni rétt áðan.
— Nei, en ...
— Það er ekkert en. Þú sérð að
hér eru sérverð á öllum réttum og
deserum líka. Maður velur bara
það sem mann langar í og pantar
það. Vertu svo ekki að góna á fólk-
ið sem slafrar í sig matnum eins
og það hafi ekki fengið að éta vik-
um saman.
Við fórum nú að glugga í des-
erasíðu matseðilsins. Verst að ég
lagði ekki nafnið á þessum góða á
minnið í gærkvöldi. Það er nú
meira tungumálið þessi ítalska.
Verst að Jónas Kristjánsson skuli
ekki reka hér inn nefið, eða þá
Sigmar B. en það er best að láta
ekki á neinu bera.
— Er það ekki þetta Amaretti
sem við ætluðum að fá okkur?,
spyr ég og bendi á eina línuna.
Konan horfir undrandi á mig og
segir svo:
— Langar þig í þetta? Þú veist
að þetta þýðir makkarónur. Þú
hlýtur að vita það.
Hvað var hún eiginlega að derra
sig? Hvernig átti ég svo sem að
vita hvað makkarónur hétu á ít-
ölsku. Hér varð að bregða við
skjótt.
— Láttu ekki svona manneskja.
Auðvitað veit ég hvað Amaretti
þýðir. Ég benti bara á vitlausa
línu. Það hefur komið fyrir áður
að menn hafa goldið þess að hafa
skakka bendifingur. Auðvitað ætl-
aði ég að benda á næstu línu fyrir
ofan.
Konan leit á matseðilinn, horfði
aftur á mig og virtist á báðum
áttum.
— Já en Albicocche þýðir aprik-
ósa. Mig langar ekki í aprikósur.
Ég vil fá ís með súkkulaði og
ávöxtum eins og í gærkvöldi. Ég
vissi ekki einu sinni að þér þættu
aprikósur góðar.
— Má maður ekki gera að
gamni sínu eða hvað? Og síðan
hvenær þykist þú kunna ítölsku?
Auðvitað veit ég hvað þetta þýðir,
þó það nú væri. Ég var bar að vita
hvort ég gæti platað þig. En sýndu
mér þá hvað þú ert klár og bentu
mér á það rétta.
Hún bendir á eitthvað sem hét
Gelato di tartufo og eitthvað
meira sem ég er búinn að gleyma.
Ég kinkaði kolli og sagði að þetta
væri einmitt það sem við hefðum
pantað í gærkvöldi.
Þjónn kom nú að borðinu og ég
benti á nafnið á desernum. Bað
um fyrir tvo, kaldur og rólegur.
Viðbrögðin voru þau að þjónninn
hló, sló út hendi, hjó lítið eitt með
sínu stóra og bogna nefi og lét svo
höndina falla á matseðilinn þar
sem aðalréttina var að finna. Um
Fyrirliggjandi
Rauðarárstíg 1,
sími 11141.
leið lét hann einhver ummæli falla
sem ég skildi á þá leið, að hér
pantaði fólk aðalrétt á undan eft-
irréttum.
— Þarna sérðu. Hann vill að við
pöntum einhvern mat. Ekki getum
við farið að borða aftur svona
stuttu eftir pylsurnar, sagði konan
óhyggjufull.
— Hvað kemur okkur það við
hvað þjónninn vill. Hann er ekki
hér til að skipa fyrir. Við viljum
ekki borða og það erum við sem
ráðum, segi ég fastmæltur.
Hjónin sem sátu við næsta borð
voru farin að gefa okkur auga.
Kannski var hneyksli í uppsigl-
ingu og þau á besta stað til að
fylgjast grannt með. Þjónninn
hafði nú dregið upp pappírsblokk
og blýant og bjóst til að skrifa
niður réttina sem við ætluðum að
fá. Ég lét ekki slá mig út af laginu
og endurtók að við ætluðum að fá
þetta Gelato og annað ekki.
Þjónninn horfði á mig opinmynnt-
ur en þegar ég starði hvasst á móti
lét hann blokkina síga. Hann fór
svo að tala hratt og mikið, benti á
matseðilinn og fólkið í kring.
Ég skildi lítið nema þegar orð-
inu Gelato brá fyrir, en það leyndi
sér ekki hvað hann var að fara:
Hér væri boðið uppá dýrindisrétti
á velbúnu veitingahúsi og öll borð
hlaðin krásum. Staðurinn orðlagð-
ur fyrir góðan mat og svo kæmum
við inn á matmálstíma og ætluð-
um bara að fá ís. Þetta væri móðg-
un við staðinn.
Síðan tók maðurinn á rás, rakst
á annan þjón og þeir skiptust á
orðum hraðri tungu. Fleiri þjónar
komu að og brátt voru þeir komnir
í hávaðasamræður með tilheyr-
andi handapati. Hjónin við næsta
borð höfðu lagt frá sér hníf og
gaffal og störðu á okkur. Það var
ákveðin von í augnaráðinu.
— Við skulum fara héðan.
Þetta gengur ekki, ég vissi það,
sagði konan og var orðin óróleg.
— Nei. Við hreyfum okkur ekki
fyrr en við fáum deserinn, sagði ég
hárri röddu. — Þeir skulu ekki
halda það, þessir ítalir, að þeir
komist upp með einhverja stæla í
þessari búllu sinni. Þú manst eftir
sögunni sem ég sagði þér af því
þegar Eggert Stefánsson söngvari
kom inn á Waldorf Astoria í New
York, eitt fínasta hótel í heimi.
Þar ætluðu fimm þjónar að upp-
varta hann, en Eggert pantaði þá
bara molakaffi og enginn þjón-
anna brá svip.
— Já, en þú sagðir nú líka að
Eggert hefði verið einstaklega
höfðinglegur í sjón og allri fram-
göngu, skaut konan inn í.
Áður en ég náði að svara þessari
ósvífnu athugasemd var þjónninn
kominn aftur að borðinu, benti
skjálfandi fingri á nafnið á des-
ernum og spurði einhvers. Þegar
ég jánkaði reikaði hann að sér
eldri manni sem þarna virtist ráða
og ræddi við hann.
— Nú verðum við rekin út.
Þetta er skemmtilegt eða hitt þó
heldur. Það er aldeilis gaman að
fara út með svona kavaler eins og
þér, sagði konan og röddin var ís-
köld.
— Hér verður enginn rekinn út.
Að minnsta kosti ekki við. Ekki-
veit ég hvernig þessir nefapar
hafa logið út leyfi til að reka þessa
viðbjóðslegu krá í miðborg París-
ar, sagði ég illur og sló í borðið,
orðum mínum til áherslu.
Hjónin við næsta borð kipptust
við og konan greip um handlegg
mannsins. Hann kumraði ánægju-
lega og kuðlaði saman handþurrk-
una af spenningi.
I sömu svifum kom þjónninn
með tvær stórar skálar með hin-
um langþráða deser, ís, rjómi,
ávextir, sósur og fínerí. Staðurinn
var aftur orðinn hinn viðkunnan-
legasti. Ég leit stoltur í kringum
mig og hjónin á næsta borði gátu
illa leynt vonbrigðum sínum. En
þjónarnir gáfu okkur auga áfram.
Ómögulegt að vita nema þessum
útlendu vitleysingum dytti í hug
að panta sér forrétt næst.
Þegar við fórum gaf ég ríflegt
þjórfé og við vorum kvödd með
brosum og bukti. En konan af-
sagði að fara oftar á þetta veit-
ingahús og þótti mér það ein-
kennilegt. Éins og þeir hafa góðan
deser þarna.