Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982
79
Tröll, tröll, tröll
Fyrir eins og ári var Haukur
Halldórsson á ferð í Gallerí
Lækjartorgi með sýningu á
teikningum og einnig risahönd,
gerðri í steypu, ef ég man rétt.
Nú er Haukur kominn aftur á
sama stað með tröll sín og þjóð-
sögumyndir. Ég fór heldur vin-
samlegum orðum um fyrri sýn-
ingu Hauks, og átti hann það
fullkomlega skilið. Það hefur
ekki ýkja mikið gerst á þessu ári
hjá Hauki og vart sjáanlegur
munur á þeim myndum, sem
hann sýndi í fyrra og því, er
hann nú tjaldar.
Það eru 41 teikning á þessari
sýningu, og svo koma þar nokkr-
ir upphafsstafir úr tröllabók
Hauks, en um hana hefur þegar
verið fjallað á síðum Morgun-
blaðsins. Einnig eru fáanlegar
eftirprentanir af tröllum Hauks,
og eru þær mjög nálægt frum-
myndum, því að vel hefur tekizt
að prenta eftir teikningum lista-
mannsins, enda er sá stíll, er
hann notar, vel til þess fallinn.
Haukur notar einkum og sér í
lagi eina stíltegund við mynd-
gerð sína, og ef ég man rétt, lét
ég álit mitt í ljós á sýningu hans
í fyrra. Mér sýnist Haukur not-
færa sér enn sama stíl og dettur
Myndlíst
Valtýr Pétursson
í hug, að hann hefði gott af að
bregða sér svolítið á leik og létta
yfir hinum massívu fígúrum,
eins og sagt er á afleitu máli,
sem myndgerðarmenn munu þó
skilja. Sem sagt, hann vinnur ör-
ugglega, en of þröngt að mínum
dómi, því að þjóðsögur og tröll
bjóða heim fjölbreytni og taum-
lausu hugmyndaflugi. Það er
auðvitað gott og blessað að ná
ágætum árangri innan viss
ramma, en það er enn betra að
geta brugðið fyrir sig fjölda
stíltegunda, sem oft á tíðum gefa
efni þjóðsagnanna enn betur en
æsilegar ljósabreytingar og
tungl vaðandi í skýjum. Satt að
segja finnst mér þessi sýning
Hauks ekki bæta neinu við hróð-
ur hans sem teiknara, og ég er
ekki frá því, að hann ætti að at-
huga verulega sinn gang, áður en
hann er orðinn fastur í þessum
þó nokkuð þunga stíl. Hann get-
ur vel teiknað, en það má ekki
verða að nokkurs konar færi-
bandavinnu.
Frá myndrænu sjönarmiði er
bók hans Tröll skemmtileg og vel
gerð. Haukur sýnir þar afar vel
sérstöðu sína sem teiknari í
samfélagi okkar. Hann nær þar
þeim árangri, að maður gerir
ósjálfrátt kröfur um framhald,
sem ekki væri endurtekning,
heldur viðbót við leikni og getu
þessa teiknara.
„ 555 GÁTUR“ er eins konar framhald
af bókinni „444 gátur“, sem sló svo
rækilega i gegn fyrir síðustu jól.
Nýjar og glettnar úrvalsgátur alls
staðar að úr heiminum, þar á meðal
íslenskar. Sigurveig Jónsdóttir stað-
færði efnið og valdi gáturnar.
„LEIKIR FYRIR ALLA“ er bók með
fjölbreyttum leikjum fyrir unga sem
aldna. Allir eru þeir þraut-
reyndir og lifga alls staðar upp á
andrúmsloftið. Sigurður Helgason
tók saman.
„ÞRAUTIR FYRIR BÖRN“ hefur að
geyma hundrað skemmtileg, mynd-
ræn viðfangsefni fyrir börn á aldrin-
um 6-12 ára, sem þroska athyglisgáfu,
einbeitingu og skipulagshæfileika
þeirra. Guðni Kolbeinsson hefur þýtt
efnið og staðfært það.
VIÐ I
VESTURBÆNUM
Stjórnmálamenn, listamenn, at-
hafnamenn — raunar hafa allir
menn verið börn. En hvernig börn?
Er hægt aö segja um þá: Snemma
beygist krókurinn. Bók fyrir börn á
öllum aldri.
KRSUÁNi P MfiíM
VIÐ
í VESTURBÆNUM
ALLIR MENN ERU
DAUÐLEGIR
eftir hina frægu frönsku skáld-
konu Simone de Beauvoir.
Skyldi mönnum ekki leiðast þegar
þeir eru orðnir mörg hundruð ára
gamlir?
Bók sem hrífur háa og lága.
ppni
Kr. 444,60
MOMO
eftir Micheal Ende.
Litla stelpan Mómó sætti sig ekki
við hvað allir voru uppteknir,
þreyttir og streittir. Sagan um
hvernig hún bjargar tímalausu fólki
frá tímaþjófunum er eins og ævin-
týri — börn njóta þess sem ævin-
týris — fullorðnir hugsa sitt.
Kr. 395,20
JAKOB
HÁLFDANARSON
Sjálfsævisaga — bernskuár
Kaupfélags Þingeyinga.
Jónas frá Hriflu kallaði Jakob „föö-
ur samvinnuhreyfingarinnar“. Þessi
bók er skrifuð um síöustu aldamót
og hefur ekki birst fyrr á prenti.
Það er fróðlegt að lesa þessar
samtímalýsingar á upphafi sam-
vinnuhreyfingarinnar — og ævi
Jakobs hefur heldur ekki verið
viðburðasnauð.
//
Bcrnskuar kaupfclags lhngcyinga
Kr. 444,60
KÆRI HERRA
GUÐ, ÞETTA ER
HÚN ANNA
eftir Flynn.
Saklaus börn eru dásamlegustu
verur sem nokkur maður getur
kynnst. Anna litla var einlæg og
hreinskilin í athugun sinni á tilver-
unni, sem og í samtölum við Guð.
Þessari bók er ekki hægt að lýsa
— hana verður að lesa. (Hún var
útvarpssaga í haust).
| FYNN
kæri herra
GUÐ
ta
er3 húu
ANNA
Kr. 345,80
ALLI
OG HEIÐA
Hljómplata og bók
25 barnalög, létt, skemmtileg og
fróöleg.
Þessi plata er sniöin aö þörfum
barrianna sjálfra — hún er einföld
og skýr. Falleg bók fylgir plötunni.
(Ath. Alli og Heiöa eru reiöubuin
að skemmta á samkomum, í af-
mælum o.s.frv. Umboössimi
17165).
ÍSAFOL
Kr. 299,-
mm
y
I
W£Z.