Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 57 Ekki sætsúpa Bókmenntír Erlendur Jónsson Albert Goldman: ELVIS. 411 bls. Björn Jónsson íslenskaði. Almenna bókafélagið. Reykjavík, 1982. Löngum hefur tíðkast að stór- stjörnur í kvikmyndaheiminum og skemmtanalífinu fengju sínar ævisögur. Fyrrum voru þær eitt- hvað á þessa leið. Fyrst var sagt ( oftast með svipuðu orðalagi í bók eftir bók): Ekki hefur líf hans allt verið rósum baðað. Síðan var sagt frá rómantískri fátækt í bernsku og æsku, skammsýnum og heimsk- um mönnum sem sáu ekki hvað í snillingnum bjó og lögðu stein í götu stjörnunnar, síðan upphafi frægðarferils og loks var lýst daglegu lífi hetjunnar á stjörnu- himninum, sem var nú oftast hið mesta fyrirmyndarlíf. Sem sagt: sætsúpa með negulnöglum. Skemmst er frá að segja að þessi langa og nákvæma ævisaga rokkkóngsins er öll á annan veg. Þetta er nærmynd, ef svo má segja. Ýmislegt kemur að vísu heim við hið algenga mynstur sagna af fyrrgreindu tagi, t.d. fá- tækt í æsku. Nema hvað hún var ekki rómantísk heldur ömurleg. Elvis var ekki sú hetja í daglega lífinu, ekki sá »töffari« sem unga fólkið vildi láta hann vera, heldur veikgeðja, kjarklítill og einmana ungur maður sem tilviljanir — að ógleymdum vissum eiginleikum auðvitað, þar með töldu útliti sem með lagfæringum höfðaði til ungra stúlkna — skutu upp á him- ininn. Höfundur segir um Presley- goðsögnina eins og hann kallar hana að hún sé ærið ótraust sem ævisaga. »Hvað sáu stúlkurnar eiginlega sem ærði þær svona ger- samlega?* spyr höfundur. Og »hvers vegna fór Elvis Presley aldrei í hljómleikaferð til út- landa?« Hvort tveggja átti sér orsakir sem höfundur útskýrir. Ég dreg þá ályktun af þessari ævisögu að Elvis Presley hafi hreint ekki verið merkilegri per- sóna en hver annar — nema þá fyrir frægðina ef merkileg skyldi kallast. Menning og ómenning tuttug- ustu aldar einkenndist öðru frem- ur af ofurmennadýrkun. Frægð- arpersónur eru búnar til. Venju- legur pitlur eða stúlka, sem getur sungið eða leikið, skapar sér til- tekið útlit og framkomu, oft með ýtni og handleiðslu annarra, og verður með dyggilegri aðstoð fjöl- raiðla og fjármálavalds átrúnað- argoð og fyrirmynd — og frægari en Napóleon. Ef svo vill til — eins og oft hef- ur gerst — að frægðin lyftir við- komandi persónu frá örbirgð til JfltiT£imblahib Áskriftarsíminn er 83033 Elvis Presley auðæfa kemur oftast í ljós að beinin eru ekki nógu sterk til að þola hina góðu daga. Svo fór um Elvis. Hann sökk í fen ofneyslu og eituriyfja, það er að segja ef mað- ur tekur þessa ævisögu trúanlega, sem ég tel nú raunar enga ástæðu til að rengja. Um fertugt hafði »Elvis Presley unnið sér inn eitt hundrað milljónir dala — og var auralaus!« Stjarnan féll frá fyrir aldur fram og »voru hvorki meira né minna en ellefu lyf í líkama Elvis þegar hann andaðist.* Nokkrar myndir eru í bókinni, þar með talin ein þar sem þeir takast í hendur, rokkstjarnan og Nixon forseti. Um íslenskan texta Björns Jónssonar er ýmislegt gott að segja, en einnig hitt og annað sem ég hnaut um og líkaði ekki, t.d.: »... við sjáum öfgana...» Sumt, sem mér þótti ekki nógu gott, kann þó að stafa af prentvillum. Að lokum þetta: Ég hélt að bók þessi hlyti að vera öðru vísi en hún er. Og það verður ekki sagt um allar bækur að þær komi manni þannig á óvart. Dunandi Jólastemma með Didda fiðlu Hljóm- plotur Arni Johnsen Diddi fiðla lætur fiðluna sína hlæja og gráta í senn ef hann vill það við hafa og á nýju jólaplöt- unni hans, Jólastemmu með Didda fiðlu, lætur hann fiðlu- bogann túlka á snilldarlegan hátt þátt fiðlunnar í þessari ágætu plötu. Það er engin tilvilj- un að Sigurður Rúnar Jónsson er kallaður Diddi fiðla, því hann hefur löngum haft mun betri stjórn á fiðlunni en sjálfum sér þótt engin ástæða sé til að kvarta yfir þessum lífsglaða manni, nema síður sé. Það er ekki hverjum sem er gefið það að geta töfrað fiðluna, eitt erfiðasta hljóðfærið í stórri fjölskyldu, en Diddi fiðla hefur vissulega hlotið þessa náð í vöggugjöf og er ekki að undra miðað við þá sem hann á að. Á Jólastemmu Didda eru 10 erlend lög í útsetningu og flutn- ingi Sigurðar Rúnars Jónssonar og hljómsveitar, en platan var hljóðrituð í Studio Stemmu hf. og Fossvogskirkju í nóvember 1982 af Gunnari Smára Helga- syni. Diddi hefur sjálfur útsett lögin og bera þau merki hans, líflega útsett og flutt á allan hátt með glæsibrag. Lögin eru flest bandarísk, en það hefði ver- ið skemmtilegt að heyra meira af jólalögum frá öðrum löndum og ef til vill tekur Diddi næst fyrir norræn lög í þessum dúr, það væri skemmtilegt. Sum lögin á plötunni eru nokkuð útjöskuð, en Diddi dubbar þau upp í nýjan kjól með fiðlu sinni og félögum. Lögin á Jólastemmunni eru: Jólasveinninn kemur, Jóla- sveinninn minn, Bjöllurokk, Helga nótt, Snæfinnur snjókarl, Klukknahljómur, Hvít jól, Ég sá mömmu kyssa jólasvein, Hátíð í bæ og Rudolf með rauða trýnið, en öll eru þessi lög tengd jólun- um, sum til þess að leiða hugann að jólahátíðinni áður en hún gengur í garð, önnur til þess að leika á sjálfum jólunum. Þrjátíu manna hljómsveit hljóðfæraleikara úr Sinfóníu- hljómsveit ísland, leika með Didda á plötunni, enda er tón- listin óaðfinnanleg og bezt lýst með orðinu glæsibragur. Mættum við fá meira að heyra frá Didda fiðlu. Þessi ágæti tón- listarmaður hefur löngum verið svo upptekinn við að sinna öðr- um í tónlistinni að sjálfur hefur hann setið á hakanum, en mál er að linni og hann fái notið sín íslenzkri menningu til heilla. Fjölhæfni hans má ekki fljóta út um allt, en Jólastemman stendur virkilega undir nafni. Nú er fleytan í Nausti Hér eru teknir tali þrír aldraðir skipstjórar: Bessi Bakkmann Gíslason 80 ára, laeddur og uppalinn aö Sölvabakka í Húnavatnssýslu. Hann var sjómaður í 30 ár, stýrimaöur eöa skipstjóri í 20 ár, en varö aö hætta á sjó vegna heilsubrests. Hefur nú í aldarfjóröung rekiö myndarlegt fiskverkunarfyrirtæki, meö vélþurrkaöan fisk. Bjarni Andrésson er 85 ára gamall, fæddur í Dagveröarnesi við Breiðafjörö, ólst upp í Hrappsey. Hann var skipstjóri á eigin bátum í 40 ár, en sjómaöur í nærfellt hálfa öld. Eyjólfur Gíslason er einnig 85 ára, fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og stundaöi sjó þaðan alla tíö. Hann var skipstjóri í 40 vertíðir og sjómaður yfir 50 ár. Auk þess var hann frækinn „bjargmaöur" eins og títt er um þá Eyjabúa. Þorsteinn Matthíasson í dagsins önn Rætt viö nokkra samferöamenn. Þetta er fimmta bókin í dagsins önn. Allar eru þær sjálfstæðar og segja frá lífi og störfum alþýöufólks i þessu landi. Þeir sem segja frá: Friöbjörg Eyjólfsdóttir, húsfreyja Irá Kambsnesi Dal. — Gissur Gissurarson, bóndi frá Selkoti, V.-Skaft. — Hjörtur Sturlaugsson frá Snartartungu Str., bóndi Fagrahvammi Skutulsfiröi, V.-ís. — Ólafur Gunnarsson, bóndi Baugs- stööum Árnessýslu. — Hjónin Óskar. Júlíusson smiður og Ingibjörg Sig- \ urðardóttir skáldkona, Sandgerði — \ \X\ Pétur Konráðsson sjómaður, Grund- ' ’ ......... **•''“ arfirði — Sigurður Eíríksson bóndi Sandhaugum Bárðardal. IWWSÞ, ^ '\+ vt\0 Vlví'*' e'Cv'' MV6 »9 ***** 3*. «6 5 , Bóndi er bústólpi Þetta er þriöja bókin í bókaflokki þeim er byggist á frásögnum af merkum bændum í þessu landi. Allar eru þessar bækur sjálfstæöar og gefa hver um sig góöar upplýsingar um þróun íslensks landbúnaöar fram á okkar daga. Hér er skrifaö um 13 bændur af 12 höfundum. Þeir sem sagt er frá eru: Albert Kristjánsson, Páfastööum, bræðurnir á Stóru-Giljá, Siguröur og Jóhannes Erlendssynir, Gisli Þórðarson, Ölkeldu, Hallur Kristjánsson, Grishóli, Hermann Jónsson, Yzta-Mói, Julius Bjarnason, Leirá, Þuríöur Ólafsdóttir (óöalskona í Ögri), Sigmundur Sigurösson, Syöra-Langholti, Siguröur Snorrason, Gilsbakka, Sigur- grímur Jónsson, Holti, Stefán Stefánsson, Fagraskógi, Sveinn Jónsson, Egilsstöö- um. Islenskir athafnamenn Hér kemur önnur bókln um fólk í atvlnnulifinu. Þessar bækur eru geröar tll þess aö gefa nckkra innsýn í starf framkvæmdamanna og um lelö nokkra lýslngu á margvíslegum atvinnurekstri landsmanna. Vlð þessi er rætt: Hjónin Guöna Kristinsson bónda og Sigríöi Theódóru Sæmundsdóttur húsfreyju, Skaröi Landi. Odd Kristjánsson frá Hjaröarbóli í Kolgrafarfiröl. Sigurbjörn Ólafsson frá Arnkötludal rafvirkja- meistara (Skiparadío) Str. Reykjavík. Snorra Halldórsson frá Magnússkógum Dalas., húsasmíöa- meistara Reykjavík. (Húsasmiöjan). Vigfús Jónsson, trésmiöameistara, fyrrv. oddvita með meiru, Eyrarbakka. Góðar bækur- fróðlegar bækur ÆGISUTGAFAN Bækur um atvinnuhætti og aldarfar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.