Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER1982 67 Skattar og skyld- ur íslendings Gæti nokkuð verið æðri hug- sjón okkur „fáum og smáum" hér úti við íshafsskaut en að geta sagt: „Ég er sannur íslending- ur." En að lifa undir þessari yfir- skrift hvern ævidag væri á hversdagslegan hátt í hugsun, starfi og leik, að fylgja orðum „Meistarans mikla", sem gaf sinni þjóð áminninguna alvar- legu gagnvart sköttum og skyld- um: Gefið þá keisaranum, það er valdhöfum hvers tíma, og fóst- urjörð, það sem honum og þeim ber, en gleymið samt aldrei að gefa Guði, það er krafti kærleik- ans, það sem honum ber. En um þetta er endalaust deilt og rifizt. Samt syngjum við öll af eldhuga á hátíðisdögum: „Hver á sér fegra föðurland?", og innst inni brennur vafalaust óskin um að vera allri þessari fegurð og tign landsins trú, vera sannur Islendingur, sem orðið gæti til heiðurs í listum, íþrótt- um og leikjum, drengskap og dáðum með því að bera af meðal milljónaþjóða hvar sem væri í veröld allri. En þrátt fyrir þessa ósk og viðleitni alla til að gera hana að veruleika, oft með frá- bærum árangri, allt frá almenn- um æskumanni til æðstu tignar- manna, kvörtum við í sífellu yfir sköttum okkar og skyldum við eigin þjóð og þetta fagra land. Og oft virðast þessar kvartanir á fyllstu rókum reistar, þrátt fyrir þau sérstæðu forréttindi í nær víðri veröid, að hér eru engin herútgjöld og ekkert atvinnu- leysi, engin örbirgð. En sé betur að gætt mætti spyrja: Eru það ekki einmitt skattar og skyldur við petta „fagra föð- urland" — og þessa sérstæðu „þjóð friðarins", sem fleyta henni áfram, eiga að draga hana upp úr örbirgð liðinna alda, gera hana frjálsa, fagnandi og veit- andi meðal þjóðanna? Eru það ekki þessi gjöld, sem eiga að veita olnbogabörnum lífsins, sjúkum, fötluðum og öldruðum vonir, gleði og líkn og skapa í landinu framtíðarheill, menningu og hagsæld við gnóttir lífsins linda? Svar við þessum spurningum hlýtur að verða jákvætt, sé rétt með farið og féð, gjöldin, skatt- arnir helgaðir réttlæti, friði og frelsi þjóðar, og kærleika Guðs. Þetta ættum við jafnan að íhuga, þegar hlýtt er á dagsins eilífu þrætumál og hártoganir. Og vissulega er það einnig að- alatriði, þegar valdir eru for- ingjar og ráðamenn þjóðar og lands hverju sinni. Þar hefur að undanteknu þessu sífellda rifrildi ráðamanna og óhlýðni öfgamanna og þrýsti- hópa oftast tekizt ágæta vel. Vart mun nokkur þjóð í víðri veröld hafa tekið meiri hástökk og skarpara skeið til frama, far- sældar og þæginda á örfáum áratugum þessarar aldar en ein- mitt Islendingar. Og hefur ekki einmitt orðið svo, vegna þess að fram voru lagðir peningar, svo- nefndir skattar, ávextir iðninnar sveita, úr vösum þegnanna, og sömuleiðis vel valin forysta. Viljum við fylgja Fariseunum í frægri frásögn helgra rita og telja réttast að borga ekki neitt í þennan „bölvaðan ríkissjóð", sem þeir töldu ekki annað en kúgun. Nei, svo aum og þröngsýn gæt- um við ekki verið að undantekn- um nokkrum heilaþvegnum aft- urúrkreistingum, sem skeyta hvorki um skömm né heiður heimalands og samfélags. Ættum við ekki heldur að fagna þessu gjaldi, sem rétt not- að skal varið til að gjöra okkur sem heild farsæl, frjáls og fram- sækin á vegum kynslóðanna. En þar má hins vegar aldrei gleymast sá hlutinn, sem Guði skal veittur. og gefinn. Og þar stóndum við svo vel að vígi að hafa engin herútgjöld að greiða og engin vopn að framleiða, enga, menntun í manndrápum og kosta handa hinni gáfuðu og þrótt- miklu íslenzku æsku. Þótt ekki væri annað en þessi sparnaður, þá er hann drúgur skerfur í metaskál þá, sem Guði skal helg- uð. Samt eru það ósýnilegir sjóð- ir okkar eigin barms, manngildi og hjartalag, sem þarna verður að safna andlegu gulli og ger- semum, sem Guði kærleikans U^Z^i vió gluggann eftir sr Árelius Nielsson mætti bezt líka. Þar er sönn fórnarlund og höfðingsskapur í hæsta gildi, framlagt til far- sældar og heilla heildinni. Guðs krafturinn, elska mannssálar, ætlast til þess, að við elskum þetta land, þessa þjóð eins og gott barn ann foreldrum sínum og fjölskyldu og heimili. Barn, sem gleðst af því að gef a og vinna heimili sínu allt til heilla og hagsældar, telur þess hag sinn hag ofar öllum vasa- peningum til eigin óska og nautna. Sé hugsað þannig, sé Guði gef- ið það sem hans er, verður og samverkar allt til góðs, hve há sem gjöldin eru. En sé ekki unnið þannig með starfsgleði og fórnarlund verður allt til ills eða einskis, hve há eða lág sem gjöldin eru. Sé Guði gefið það sem Guðs er, verða engin skattsvik, engin tollsvik og smygl, engar sjóð- þurrðir, engir okurvextir, engar vangoldnar skuldir, enginn þjófnaður, blekkingar, svindl og svik. Þá ræður andi sannleikans og trúmennskunnar för, undir merki íslenzka drengsins, sem sagði á þungri freistingastund, þar sem honum fannst þó landið sitt kalla til brigðar: „Hvorki mun ég á þessu níðast, né nokkru öðru sem mér er trúað til." Þar talar rödd hins sanna ís- lendings, sem bergmálar frá brimi við strönd og dunum foss í faðmi fjalls og hjartslætti þjóð- ar við störf. Og sá Guð, sem ekki má gleymast að gjalda skatt, er einnig andi ljóss og dýrðar, lista og fegurðar, sá kraftur, er sólina skóp. Svo ekki verður honum þjónað með því að helga skattpening sinn eiturnautnum, sællífi og alls konar vellyst, leti og að- gjörðaleysi, sem tærir sál og lík- ama, sundrar heimilum og særir hjörtun. Þetta gerist því miður allt á íslandi nútímans, þegar gleym- ist að gefa Guði dýrð ástar og iðju. En þar sem Guð nautnatízk- unnar er þannig settur í hásæti Drottins, svo að allt gleymist sem honum skyldi gefið, þar verður kvartað og kveinað um allsleysi og eymd um ókomin ár og friður og frelsi útlægt. Sannur Islendingur gefur með gleði þjóð sinni og landi það sem þeim ber og Guði sínum dýrð síns eigin manngildis og þroska. Það má aldrei gleymast: Sú þjóo, sem i gæfu og (eafi víll búa, i Gaio 8Ínn og Uwi sit( gkal tnía." Hand- prjónaðar peysur ÁMJÖG GÓÐU VERÐI Einnig tókum við upp í dag stórkostlegt úrval af einlitum peysum upp í háls og með v-hálsmáli. — Allra nýjustu tízkulitir ^KARNABÆR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.