Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 Tré og runnar á íslandi Um bók Ásgeirs Svanbergssonar — eftir Jóhann Páls- son garðyrkjumann Nú eru liðin tæp 70 ár síðan bókin Bjarkir eftir Einar Helga- son kom út. Mun það hafa verið fyrsta bókin, sem fjallaði ítarlega um ræktun trjáa og runna á Is- landi. Auk greina sem síðan hafa birzt í blöðum og tímaritum, hafa allnokkrar bækur fjallað um ræktun trjágróðurs. Nægir þar kannski að nefna Garðaprýði Kristmanns Guðmundssonar, Garðagróður þeirra Ingólfs Dav- íðssonar og Ingimars Oskarsson- ar, Ræktaðu garðinn þinn eftir Hákon Bjarnason að ógleymdum köflunum um tré og runna eftir Óla Val Hansson í Skrúðgarðabók Garðyrkjufélags íslands. Höfund- ar þessara bóka eiga það allir sameiginlegt, að miðla af góðri þekkingu og langri reynslu. Enda nutu bækur þeirra fádæma vin- sælda. Áhugi á garðyrkju hefur farið ört vaxandi og þá ekki sízt áhug- inn á ræktun ýmiss konar trjá- gróðurs. Á hverju ári er reynt við nýjar tegundir og með hverju ár- inu sem líður, verður reynslan af þeim tegundum sem fyrir eru staðbetri. Garðyrkjubækur stand- ast því illa tímans tönn og þurfa að endurnýjast með hæfilegu millibili, til þess að miðla lesend- unum sem ferskustum nýjungum og aukinni reynslu. Enda þótt þrjár fyrrnefndra bóka séu enn á boðstólum, er ekki að efa, að eftirvænting gripi trjá- ræktarmenn, þegar fréttist, að komin væri út ítarleg bók um tré og runna á íslandi. Ekki var það til að rýra hana í áliti, að hún er gefin út að frumkvæði Skógrækt- arfélags Reykjavíkur. Bókin hefst á 16 síðum með lit- ljósmyndum, sem Vilhjálmur Sig- tryggsson hefur tekið. Eru þær til mikillar prýði og lýsa ýmist blóm- um, aldinum, vaxtarlagi eða þær sýna á hvern hátt má koma við- komandi tegundum fyrir í garðin- um svo vel fari. Sjálf er bókin byggð upp sem einskonar flóra. Plöntunum er skipt í berfrævinga og dulfrævinga, en að öðru leyti er ættkvíslunum raðað eftir staf- rófsröð latínuheitanna. Lykill gengur að ættkvíslum berfræv- inganna en ekki dulfrævinganna, hvað sem því veldur. Greininga- lykla hefur vantað í allar fram- angreindar bækur nema Garða- gróður. Þótt þeir lyklar séu vand- aðir, hefur fjölbreytni ræktaðra tegunda aukist svo, síðan þeir voru gerðir, að þeir koma að tak- mörkuðu gagni nú. Það reynist mörgum óvönum erfitt að átta sig á greiningalykl- um. Þurfa skýringamyndir helzt að fylgja með og lyklarnir að vísa til einkenna sem auðvelt er að sjá á þeim efnivið, sem greina á. Hér er þó hvorugu til að dreifa. Teikn- ingarnar í bókinni eru svo viðvan- ingslega gerðar, að þær hvorki prýða bókina né eru lesendum til leiðbeiningar. Nokkrar þeirra eru sagðar „fengnar að láni". Er þar kannski átt við, að með grófum penna hafa allmargar myndir þekktra höfunda (m.a. Dagny Tande Lid) verið dregnar í gegn. Við þessa afmyndun hafa þær tap- að frásagnargildi sínu, því síðari teiknarinn hefur ekki áttað sig á, hvað höfundurinn var að leggja áherzlu á. Betur hefði farið á því, að birta myndirnar í sinni upp- runalegu gerð, því þessi forklúðr- un getur tæplega leyst útgefendur undan skyldum sínum við eigend- ur höfundarréttar. Sumar mynd- irnar eru hreinlega villandi eins og t.d. 90. mynd, sem er sögð vera af rauðtoppi, en mun líklega eiga að tákna mispil. Greiningalyklar munu, eins og höfundur segir, vera mestmegnis teknir úr erlendum bókum og þ.a.l. samdir fyrir allt aðrar aðstæður. Má taka til dæmis lykil að ætt- kvíslum berfrævinga (í bókinni stendur að vísu, að lykillinn sé að ættkvíslum þallarættarinnar, en þrátt fyrir það nær hann einnig yfir þær ættkvíslir grátviðarætt- arinnar, sem nefndar eru í bók- inni). Megin greiningaratriðin í þessum lykli eru könglar viðkom- andi ættkvísla. Nú er það svo, að fæstar þessara plantna bera köngla hér á landi. Aftur á móti er auðvelt að greina þær til ættkvísla á örunum eftir festingu barrsins við greinina. Ef lykillinn á að koma að notum hér á landi, hefði Sævar Bjarnason bikarmeistari TR SÆVAR Bjarnason bar sigur úr být- um i Bikarmóti Taflfélags Reykja- vikur sem lauk fyrir nokkrum dög- um, en þad hófst 14. nóvember. Sæv- ar hlaut 16,5 vinninga og 3,5 töp. í öðru til þriðja sæti urðu Björn Þorsteinsson og Dan Hansson með 15 vinninga og fimm töp báðir. Fjórði varð Róbert Harðarson með 11 vinninga og sex töp, og Tómas Björnsson, 13 ára piltur, drengjameistari íslands, varð í fimmta sæti með 10,5 vinninga og 6,5 töp. Alls voru keppendur 36. verið nærtækara að velja þau greiningaratriði. Víða gætir ónákvæmni í gerð greiningalykla og leiða þeir oft að fleiri tegund- um, en umsagnir eru um í bókinni eða þeir ná ekki yfir þær tegundir, sem fjallað er um. Einnig kemur fyrir ósamræmi milli nafna í lykli og texta. í ættkvíslum, þar sem mikill breytileiki á sér stað innan tegundanna, eins og t.d. hjá víði og rósum, verða jafn frumstæðir lyklar og bókin birtir harla lítils virði og lesendum frekar villuljós en leiðbeining. í bók þessari er fjallað um 254 tegundir og fjöldi annarra teg- unda er nefndur auk afbrigða og yrkiafbrigða. Erfitt er að ráða í, hvað hefur stjórnað efnisvalinu. Yfirleitt er jafnmiklu rúmi eytt í tegundir, sem vonlítið er að halda lífinu í hér á landi og þær, sem gefið hafa bezta raun. Einnig vantar í bókina nokkrar tegundir, sem gefið hafa góða raun og ár- vakrir plöntuframleiðendur eru farnir aö framleiða. Greinagóðar grasafræðilýsingar eru á flestum tegundunum. Eru þær mestmegnis þýddar úr er- lendum fagbókum. Munu þær geta orðið áhugasömum lesendum til einhvers gagns, ef þeir hafa ekki aðgang að erlendum bókum. Aftur á móti segja þessar iýsingar lítið um eðlisvöxt viðkomandi tegunda. Venjulegan garðeiganda skiptir það harla litlu, hvort blöð plönt- unnar eru hærð á efra eða neðra borði eða hvort kóngulhreistrin eru langtítulaga eða ávöl. Það sem hann þarf að vita er, hvaða hlut- verki viðkomandi tegund getur gegnt í garðinum. Hver er stærð hennar, vaxtarlag og svipfar? Upplýsingar um þessi atriði eru mun handahófskenndari. Þar er ekki unnt að styðjast við erlenda reynslu, því margar hinna inn- fluttu tegunda haga sér allt öðru- vísi hér á landi en erlendis, þar sem umhverfisþættir eru allt aðr- ir. Sem dæmi má nefna blátopp og rauðtopp. Ekki er hægt að gera sér grein fyrir því af lestri bókarinn- ar, að nokkur markverður munur sé á notagildi þeirra. Eru þeir þó mjög eðlisólíkir og getur rangt val á milli þeirra skipt miklu fyrir þann, sem er að skipuleggja garð sinn. Á öðrum stöðum eru ummæli hreinlega villandi. T.d. er bjart- víðir sagður harðger og minna á alaskavíði. Sá garðeigandi, sem færi eftir þessu og gróðursetti bjartvíði í skjólbelti, færi illa með aurana sína og misti nokkur ár úr við uppbyggingu garðs síns. Það sem höfundur segir um grávíði og loðvíði bendir til þess að hann þekki ekki þessar tegundir og viti þ.a.l. ekki, að vaxtarlag þeirra og þarmeð notagildi er gjörólíkt. Því miður eru þetta engin einsdæmi, áþekk dæmi eru mýmörg. Nokkrar villur úr öðrum ritum hafa slæðst inn í bókina. Sumar skipta ekki miklu máli, en aðrar gefa lesandanum mjög rangar hugmyndir. Það er t.d. ekki hægt að flokka fjölbastarðana „Pike's Peak" og „Dornröschen" undir heiðarós, þótt hún kunni að hafa lagt til eitthvað af genum þegar verið var að búa þær til. Höfundur virðist hafa fengið betri upplýsingar um helztu tré, sem notuð hafa verið til skógrækt- ar hér á landi, en hann hefur ekki hirt um að leita ráða eða notfæra sér þá reynslu, sem fengizt hefur í grasgörðunum í Reykjavík og á Akureyri og hjá ýmsum þeim garðyrkjumönnum, sem lengst hafa fengist við tilraunir í trjá- og runnarækt. Það má segja að þetta séu harð- ir dómar og það hafi verið virð- ingarvert að taka saman bók um efni, sem jafn mikil þörf er á, að gerð séu skil. En því miður ber bók þessi of mikil merki hroðvirkni og vanþekkingar á efninu til þess að hægt sé að taka viljann fyrir verkið. Þó verður að segjast að málfar bókarinnar er gott. Að vísu virðist höfundur ekki gera sér fyllilega grein fyrir hugtakinu, sem liggur að baki orðsins kvæmi, því hann notar það í mismunandi merkingu. Einnig taka nýnefni, sem hann setur á nokkrar trjáteg- undir, ekki fram þeim, sem áður haf a verið notuð. Verða þau sízt til að greiða úr þeim nafnaruglingi, sem ríkir í íslenzkum garðyrkju- bókmenntum. Af forsíðu bókarinnar má ráða, að þetta sé fyrsta bókin í bóka- flokki um íslenzka náttúru. Ekki veit undirritaður, hvaða verk eru fyrirhuguð í þessum flokki. En betur verða útgefendur að vanda til vals á næstu bókum ef þeir eiga ekki að hrapa úr þeim virðingar- sess, sem þeir hafa skapað sér í hugum íslenzkra náttúruunnenda með útgáfu á hinu glæsilega verki þeirra Steindórs Steindórssonar og Þorsteins Jósefssonar, Landið þitt, ísland. Akureyri, 12. desember, 1982. Gleðileg Bang — — eftir Hauk Má Haraldsson íslendingar eru meðal fárra sem njót.a þeirra forréttinda í samfé- lagi þjóðanna, að þurfa ekki að gegna herþjónustu. Eigin her hef- ur hér aldrei verið, ef frá er talin tilraun Jörundar hundadagakon- ungs til að innleiða slíkan sið á skammvinnum valdaferli. Þessum forréttindum fylgir, að ungmenni islensk eru ekki, eins og gerist með öðrum þjóðum, neydd til að leggja stund á manndráp, eða læra til slíkra verka nokkur ár lífs síns. Vegna þessarar sérstöðu sinnar hafa Islendingar gjarnan vakið at- hygli á alþjóðavettvangi. Hin vopnlausa smáþjóð í norðri hefur vakið öfund margra fulltrúa stór- þjóðanna. Ekki síst vegna þeirrar skoðunar, að það hljóti að vera stórkostlegt að geta alið upp börn- in sín án þeirrar hugarfarslitunar sem vopnaburður og manndráps- kennsla hafa óhjákvæmilega í för með sér. I öðrum löndum sé það nefnilega svo, að allt sem viðkem- ur vopnum og vígbúnaði hvers konar, sé orðinn svo eðlilegur þáttur i lífi fólks, að börnum og unglingum finnist það í raun ekk- ert tiltökumál þótt maður skjóti samborgara sinn — eða myrði hann á einhvern annan hátt. Það sé að vísu bannað samkvæmt lög- um, en slík lög megi sín lítils gegn því hugarfari sem það uppeldi leiðir af sér, er lítur á vopn og vopnabúnað sem eðlilegan þátt í mannlegu samfélagi. Það er því hreint með ólíkindum að það skuli þurfa að mynda sam- tök gegn stríðsleikföngum handa börnum þessarar vopnlausu smá- þjóðar, til að sporna gegn því að foreldrar og/ eða aðrir ættingjar noti hátíð friðar og kærleika til að jól! dauður! gefa slík stríðstól í jólagjöf. En þetta hefur því miður reynst nauðsynlegt — og er full ástæða til að þakka frumkvæði Menning- ar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna í þessu máli og þann ein- dregna stuðning sem þau samtök hafa hlotið. Aðeins eitt er ógeðslegra en að sjá hríðskotabyssur, skammbyss- ur, riffla, skriðdreka og fleiri slík morðtól hanga uppi í leikfanga- verslunum. Það er að sjá fólk kaupa slíkan varning. Mér er það raunar öldungis hulið hvaða hvat- ir það eru, sem Ieiða fólk til að kaupa slíkar gjafir handa bornum sínum. Getur það verið, að meðal þess- arar vopnlausu, friðsömu smá- þjóðar þyki það bera vott um já- kvætt barnauppeldi, þegar börn dunda sér við það að freta á vini sína og gesti úr geltandi vélbyss- um: Bang! Dauður! Er það fegurð mannlífsins, sem skín úr geislandi barnsaugum um leið og miðað er á náinn ættingja og hleypt af? Er það samkenndin með lífsandan- um? Virðingin fyrir lífinu, sem barnið öðlast með hjálp leikfanga- byssunnar? Ekki dettur mér til hugar að halda því fram, að það sé mann- vonskan einber sem ræður slíkum gjöfum. En ég er hins vegar sann- færður um, að hugsunarleysi þess fólks sem gefur börnum slíkar gjafir sé algjört. Takist að gera þessu fólki grein fyrir því, hvert ógagn það gerir þeim börnum sem það gefur slíkar gjafir, þá er vel. Þá er stigið skref f ram á við. Foreldrar, afar og ömmur, frændur og frænkur! Hugsið ykk- ur tvisvar, hugsið ykkur þrisvar um, áður en þið festið kaup á leik- fangavopnum til gjafa. Og kaupið síðan eitthvað annað. Opið í kvöld tíl kl HAGKAUP Skeifunni15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.