Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.12.1982, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 21. DESEMBER 1982 "Hve/nig á écj að y/'ái a# f>ú tteifir afnœmi fy/*r> þasst/, ef hé Se<7/'r> /rtér ¦fizð ercíci?"r 9 ^ 7 Það er alvarlegt með manninn minn, læknir. — Hann heldur hann sé sjónvarp og ég er hætt að geta sofið fyrir stillimyndarsónin- HÖGNI HREKKVISI Heift skapar enga heill Árni Helgason, Stykkishólmi, skrifar 8. desember: „Velvakandi. Flokksráðs- og formannaráð- stefnu Sjálfstæðisflokksins er að þessu sinni lokið. Væri synd að segja að hún væri uppbyggjandi og heiftin var heldur mikil. Stjórnarsinnar sáu strax hvað var á seyði og létu því hina um að tala við sjálfa sig og kom mér í hug ljóðlínur Gríms Thomsen úr merku kvæði ... andstaðan talar þar ein við sjálfa sig, en sveina fæstir skilja hvað hún meinar. Þá var stjórnmálayfirlýsingin. Ekki vantaði lengdina, en þeim mun minna fór fyrir mildi og raunveru- leika. Varð ekki annað séð en meg- inefni fyrri hluta væri fengið að láni hjá Alþýðublaðinu og Þjóð- viljanum á vordögum 1978 með ör- fáum undantekningum. Svo kom yfirskriftin: Ábyrgð gegn upplausn. Eitthvað minnti þetta okkur á slagorðið: Leiftur- sókn gegn verðbólgu. En hver er þessi ábyrgð? Er hún fólgin í því að gera allt til þess að stjórnvöld- um, réttkjörnum, sé gert ókleift að reka ríkissjóðinn. Það er hótað að fella bráðabirgðalögin og þannig skapa landinu gífurleg útgjöld, hótað að fella eðlilega tekjustofna svo fjárlögin komist ekki saman. Sem sagt vera á móti öllu á erfið- um tímum. Það er ekki tekið með í reikninginn að fiskafli okkar er 20% minni en sl. ár, skreiðin öll Árni Helgason óseld, og margar afurðir illseljan- legar. Það er ekki reynt að örva þjóðina til að minnka óþarfa eyðslu sem enginn hefir gagn af. Nei. Hvílík ábyrgð. Ég held að skynsamlegra hefði verið að láta fyrirsögnina heita: Aftur á bak og út á hlið, eins og við sungum í gamla daga um klárinn sem dans- aði kúna við. Og nú koma 16 liðir: Sjálfstæð- isflokkurinn vill ... Eins og eng- inn vilji það annar. Flokkurinn vill. En hvað æltar hann að gera? Það kemur ekki fram. Það á að hefja sókn í atvinnumálum. Bæta starfsskilyrði atvinnuveganna. Einfalda húsnæðismálakerfið þannig að hækka lánahlutföll og lengja lánstíma svo almenningur eigi auðveldara með að eignast húsnæði. Það á að bæta sam- göngukerfið og veita þar ábyggi- lega tugum milljóna í, svo eitt- hvað sé nefnt. Og hvernig á að gera þetta. Með lækkun skatta stendur einhversstaðar, sem sagt að minnka tekjur ríkissjóðs. Eg held nú að þetta verði að flokkast undir kraftaverk, og þá má nú hugsunarhátturinn breytast. Það fer lítið fyrir samþykktum um menntamálin, enda ef eins gengur hefir og undanfarið, er vonlítið um að menntamálin falli í hlut flokksins. Þá er talað um að láta arðsemi ráða í fjárfest- ingarmálum. Þarna er verið að sneiða að Framkvæmdastofnun og Seðlabankanum og mega þeir vel við una. Hinu er ekki að leyna að þetta hefði þurft að vera fyrr á dagskrá. Þá er talað um að leita samstarfs um uppbyggingu orku- freks iðnaðar við innlenda og er- lenda aðila sem yfir fjármagni hafa að ráða. En hvað skyldu þeir lenda og erlenda aðila sem yfir fjármagni hafa að ráða. En hvað skyldu þeir vera margir með áhuga á slíku þegar horft er til þeirrar stóriðju sem fyrir er? Væri ekki sæmra að ganga betur frá afurðum okkar til sölu á er- Kona ársins Guðrún Á. Simonar skrifar: „Nú á að kjósa „mann ársins". íslenskir karlmenn hafa ekki lítið sjálfsálit, þó ekki sé meira sagt. Þeir yrðu ánægðir, ef íslenskar konur hefðu slæðu fyrir andlitinu eins og kynsystur þeirra í íran. Ég held, að margir íslenskir karlmenn séu ekki búnir að jafna sig á því, að við kusum heldur kvenmann fyrir forseta. Til hvers að kjósa „mann ársins". Þeir geta ekki stjórnað landinu, hvað þá meir? Það ætti heldur að kjósa „konu ársins" og það ætti að verða okkar glæsilegi forseti, Vigdís Finnbogadóttir. Með vinsemd." „I'ao a-tti heldur að kjósa „konu ársins" og það ætti að verða okkar glæsiiegi forseti, Vigdís Finnboga- dóttir." Þessir hringdu .. . EN HUO-UUSAMT. SLEIk-TO / " Vil sjálfur fá að semja textann á jólakortin B.St. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Ég hef verið að leita að jólakortum, sem eru þannig úr garði gerð, að ekki er tekið af manni það ómak að skrifa kyeðjuna. Þau eru vand- fundin. Ég hef fengið að vita, að eingöngu sé þar um að ræða kortin frá Barnahjálp Samein- uðu þjóðanna, engin íslensk. Mér var tjáð í einni þeirra verslana sem hafa kort á boðstólum, að ýmsum þætti þetta slæmt, t.d. fólki sem væri að senda kveðju til útlanda. En mér finnst það jafnslæmt, þótt ég sé að senda kort til landa minna, að ég vil fá að semja textann sjálfur. Ég held þetta hljóti að vera eitt- hvert athugunarleysi hjá fram- leiðendunum. Það er að vísu hægt að kaupa óárituð kort, en þau eru þá aðeins einföld og óbrotin. Mér datt í hug að koma þessu á framfæri nú, af því að það eru jólakortadagar, ef það mætti verða til þess, að úr yrði bætt fyrir næstu jól. Hugsa að það gæti orðið vin- sælt efni Halldór hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Það er oft verið að tala um að lítið sé gefið út af plötum fyrir born. En hvað er gert við það sem kemur út og hittir í mark? Um daginn keypti Gylfi Ægisson ég nýju ævintýraplötuna hans Gylfa Ægissonar og kom þá í ljós að krakkarnir mínir fimm, á aldrinum þriggja til ellefu ára, höfðu allir gaman af, og reyndar við hjónin líka. Platan náði þannig til allrar fjölskyldunnar. Seinna frétti ég, að tvær eldri barnaplötur hefðu komið út og ég varð mér úti um þær. Og þær líkuðu alveg stórvel, ekki síður en sú fyrsta. Nú spyr ég: Er ekki hægt að nýta svona plötur eitthvað í barnatímum, útvarpi og sjónvarpi? Spila þær beint í útvarpi og með teiknimyndum í sjónvarpi? Ég hugsa, að það gæti orðið vinsælt efni. Hvað tekur langan tíma að aflýsa skuldabréfi? J.Á. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mig langar til að koma á framfæri þeirri fyrir- spurn til borgarfógetaskrifstof- unnar, hvað það taki langan tíma að afgreiða aflýsingu á skuldabréfi. Hvað líður langur tími frá því að skuldabréfið berst skrifstofunni til þess að það er sent viðtakanda?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.