Morgunblaðið - 24.12.1982, Page 2

Morgunblaðið - 24.12.1982, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1982 Æskulýðsráð Reykjavíkur og hljómsveitin Stuðmenn efna til jólaknalls í Laugardalshöll á annan í jólum. Unnið var hörðum höndum að undirbúningi knallsins þegar ljós- myndara Mbl. bar að garði. Dregið í getraun Á l'orláksme.ssu var dregið í verð- launagetraun sem ísafold efndi til með auglýsingu í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Yfir 300 svör bárust, og var dregið úr réttum lausnum. Fyrstu verðlaun, þrjár nýjar út- gáfubækur eða hljómplötuna „Alli og Heiða“, hlaut Ingþór Hall- dórsson, Byggðarenda 7, Reykja- vík og valdi: Við í Vesturbænum, Mómó og Alla og Heiðu. Mikil og almenn óánægja með lág- launabætur ríkisstjórnarinnar 10 aukaverðlaun, eina bók eða plötu, hlutu: Elsa Ágústsdóttir, Álfhólsvegi 125, Kóp., Elísabet Linda Þórðardóttir, Dvergabakka 36, Reykjavík, Jóhanna Stein- grímsdóttir, Álfhólsvegi 85, Kóp. Björg Garðarsdóttir, Grænagarði 2, Keflavík, Freyr Harðarson, Asbúð 57, Garðabæ, Douglas Wil- son, Núpsskóla, Dýrafirði, Sess- elja Jónsdóttir, Birkigrund 30, Kóp., Kristín Rut Jónsdóttir, Há- aleitisbraut 22, Reykjavík, Pétur Már Gunnarsson, Neðstabergi 14, Reykjavík, Lóa Jónsdóttir, Siglu- vík, V-Landeyjum, Rang. IRmmidiritafetfr Sigurjón í Aðalstrætis- búðinni á lokasprettinum Aðalslrælisbúðin hefur um langl árabil verið sérstæð veröld í heimi verzlunarinnar í Reykjavík. Þar hef- ur andi liðinna kynslóða svifið yfir vötnunum, en þó í takt við það fólk sem nú siglir hraðbyri um götur og torg. Ankerið í svip þessarar verzl- unar í iiðlega hálfa öld hefur verið Nigurjón Þóroddssnn, sem vann hjá Silla og Valda í hinu gamla húsi Innréttinga Skúla fógeta, í nær hálfa öld eða þar til hann keypti verzlunina fyrir 7 árum og hefur rekið hana á l'ullri ferð táningsins. Nú hefur Sigurjón ákveðið að hætta verzlun eftir áramótin og verður þar skarð fyrir skildi hjá mörgum sem iengi hafa verslað í þessari persónu- legu verzlun. Við litum við hjá Sigurjóni, eins og svo oft áður, en nú vopnaðir penna og röbbuðum stundarkorn við kempuna á gömlu góðu nótun- um sem gilda innan dyra í Aðal- strætisbúðinni. „Hvað vilt þú segja þjóðinni á þessum tímamótum, Sigurjón?" „Ekkert!" „Það er alveg nýtt ef þú ert orð- inn orðlaus, ætlar þú að fara að lifa á gróðanum?" „Nei, ég ætla að fara að lifa á þjóðinni, eins og helmingur þegn- anna gerir. Af hverju ætti égekki að geta það líka, það er nóg að vera búinn að hanga í þessu í 60 ár, eða er það ekki?“ „Það væri nú líkara þér að stefna á önnur 60.“ „Hvernig á maður þá að eyða ellistyrknum, ég er orðinn 67 ára,“ svaraði kempan að bragði. „Heldurðu ekki að þú munir sakna verzlunarinnar?“ „Jú, það hugsa ég, ég mun Hættir eftir 60 ár í verzlun sakna samvinnunnar við fólkið og samskipta. Þetta hefur verið skemmtilegt, ég hef lagt upp úr léttlyndi og held að fólkinu líki það betur en einhver sauðsháttur. Það skemmtilegasta í þessu hefur verið að tala við fólkið og afgreiða það. Á hinn bóginn er þetta taugastríð, mikil vinna og maður afskrifar það fljótlega að ætla sér að fá kaup fyrir alla sína vinnu. En ég á þetta skuldlaust sem hér er.“ „Og bankabækurnar sjö,“ bætti ég við. „Svona, þegiðu," hló kaupmað- urinn, „ ... v-o r u dvergarnir sjö.“ „Þú ert seigur að mala gullið Sigurjón," sagði frú sem var að verzla. „Já, það er bara verst að stóru kornin fara öll í ríkið og hítina,“ svaraði Sigurjón að bragði. „Hefur þú ekki alltaf vigtað ríflega?" spurði ég. „Að þú skulir nú vera að gefa honum Sigurjóni svona pillur," sagði frúin og brosti kankvíslega. „Hvar er pakkinn minn,“ hélt hún áfram, „ég var hérna með 3 ban- ana og eitthvað fleira." „Hann Sigurjón hefur ábyggi- lega gleypt bananana," skaut ég inn í til þess að kynda undir. Hérna er pakkinn þinn, frú mín góð.“ „Þakka þér fyrir, Sigurjón, þú ert alltaf jafn sætur,“ svaraði frú- in og kvaddi en Sigurjón hélt áfram á hjólum í kring um virðu- legar frúr sem hafa verzlað við hann um langt árabil. Sigurjón þaut eins og elding um verzlunina, inn á lager, upp á loft og bar sífellt að varning sem rann út eins og heitar lummur. „Ég ætla að fá súkkulaði með madeira," sagði frú ein, og Sigur- jón mundaði kassann. „Aðeins eitt,“ sagði frúin. „Aðeins eitt,“ hélt Sigurjón áfram, „það rennur þá strax af þér.“ „Keyptu þessa vindla," sagði hann við næsta kúnna, „þeir eru dýrastir, þú getur ekki verið að kaupa þetta ódýra drasl.“ Maður- inn keypti kassann á liðlega 700 kr. „Jú, það er mikið sama fólkið sem hefur verzlað við mig, fólk víða að úr borginni. Það er gaman að þessu öllu, maður er bæði stjóri og sendill og hér er flest til nema líkkistur. Margt er þó öðru- vísi en áður var, þá höfðu kaup- mennirnir vald, nú erum við bara sendlar. Einu sinni fór sendi- ferðabíll frá Silla og Valda út í Tjörn og Silli rak okkur fjóra út í alklædda til að draga bílinn upp. Það þýddi ekkert annað en hlýða þá. Eg vann á Alþingishátíðinni 1930 og eftir þriggja sólarhringa törn í beit, lögðum við okkur, en Silli kom að vörmu spori, vippaði okkur út úr tjaldinu og dustaði okkur til þess að við vöknuðum. Þá var það bara harkan, sem gilti, en nú verður maður helzt að brosa allan hringinn til þess að allt sé í lagi, þótt það hálfa ætti nú að vera nóg daglangt." — á.j. (Ljósm. Kyþór Ben.) Staðarkirkja í Hrútafirði. Aðventukvöld í Hrútafirði Siað 20. desembtT. í HRÚTAFIRÐI voru að þessu sinni haldin aðventukvöld í tveimur kirkjum. Kirkjukórar Staðarkirkju og Prestbakkakirkju höfðu sam- vinnu sín á milli undir stjórn Guðrúnar Kristjánsdóttur Reykjaskóla með aðstoð barna- kóra úr barnaskólunum að Reykjum og Borðeyri. Fjölmennt var í báðum kirkjum, 12. des., í Staðar- kirkju og 14. des., í Prest- bakkakirkju. Sóknarpresturinn séra Yngvi Þórir Árnason flutti hugvekju og síðan var upplestur leikmanna og barna. Til stendur gagnger viðgerð á Staðarkirkju á næsta ári og er vonast til að henni verði lok- ið fyrir aldarafmæli kirkjunn- ar. m.g. Sigurjón í Aðalstrætisbúðinni skýtur einum léttum að Ijósmyndaranum og bróðir hans, Hans Þóroddsson, fylgir í kjölfarið. Fjær er kona Sigurjóns, frú Þórunn, og maðurinn með hattinn er Sölvi kafari. LjóHmynd Mbi. RA.x. Friðarljós tendruð í kvöld kl. 20.30 „I kvöld, að- fangadagskvöld, kl. 20.30 er fólk hvatt til þess að halda á lifandi Ijósi úti við glugga, fyrir utan dyr sínar eða hvar sem það bæri helzt fyrir sjónir nágrannans, sem tákn um vin- áttu við alla menn nær og fjær. Saman, yfir öll landaskil, skul- um við fagna fæðingu Jesú Krists. Ný von hefur kviknað um nýjan heim. í myrkrum græðgi og örbirgðar lyftum við loga réttlætisins. í myrkrum einmanaleika og uppgjafar tendrum við loga vonar- innar. í myrkrum ofbeldis og grimmd- ar kveikjum við friðarljósið," segir í frétt frá biskupsstofu. Þar segir einnig að boðað hafi verið til einingar um frið á að- ventu og jólum og nái það til allra kirkjudeilda. Kjörorðið er „Frið- ar-jól“ og hófst hreyfingin í Sviss á aðfangadagskvöld 1979. — segir Aöalheiöur „JÁ, ÞAÐ er mikil og almenn óánægja með þessar bætur, það hef- ur verið mikið kvartað út af þessu. Mér sýnist að þarna sé farið eftir því sem orðið er að gullvægri reglu í okkar þjóðfélagi, að þess meira sem þú hefur þess meira skaltu fá,“ sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður starfsmannafélagsins Sóknar, er hún var spurð hvort óánægja ríkti með láglaunabætur rikisstjórnarinnar. „Við höfum heyrt mörg dæmi um að fólk, jafnvel með sömu tekjur, fær mjög misjafnlega miklar bætur. Þannig erum við fjórar hér á skrif- stofunni og allar með nákvæmlega sömu krónutöluna í tekjur, en engin okkar er með sömu bæturnar og vafasamt að ein fái nokkrar, þar sem hún er ekki á skrá hjá ríkisfé- Bjarnfreösdóttir hirði. Munar jafnvel helming, og þar sem aðstæður okkar eru svipaðar, þá er þctta dæmi sem ég skil ekki. í hreinskilni sagt, þá virðist mér þeir fá minnst sem helzt þurfi bóta,“ sagði Aðalheiður. Aðalheiður kvaðst persónulega þekkja tvenn hjón sem fengið hefðu misjafnar láglaunabætur. í öðru tilfellinu væri ein fyrirvinna, þar sem konan væri heimavið með fjögur börn þeirra hjóna, en í hinu tilvikinu ynnu bæði úti og væru í vel launuðum störfum. „Barna- hjónin fá mjög litlar láglaunabæt- ur, þótt þörfin sé sannarlega fyrir hendi, en hjónin í vellaunuðu störfunum fá hins vegar bæði bætur, og það sem þau fá hvort fyrir sig er mun hærra en barna- faðirinn fær einn. Ég get ómögulega gert mér grein fyrir því hvað veldur þessu. Og það vísar alltaf hver á annan, en mér skiist það sé ríkisféhirðir sem reiknar þetta út allt saman. Hins vegar getur fólk kært til skattstofunnar ef það hefur fallið út af listum, og ég vil hvetja mína umbjóðendur til að athuga vel hvort þeir séu á skrá hjá ríkisfé- hirði og kæra þá hiklaust ef þeim finnst þeir beittir óréttlæti. Mér finnst að hyggilegasta leið- in hefði verið að greiða þetta þeim sem eru á lágmarks tekjutrygg- ingu, og hækka þar með þau laun sem sannarlega eru lægst," sagði Aðalheiður. í Tímanum í gær er haft eftir formanni verkalýðsfélagsins i Þorlákshöfn, að stærsti skatt- greiðandinn í einu nágrannasveit- arfélaganna hefði fengið nærri því hæstu láglaunabætur sem unnt væri að fá. I annan stað væri tölu- verður fjöldi fólks sem bráðvant- aði bætur en fengi lítið eða jafnvel ekkert. Og í Alþýðublaðinu í dag er haft eftir konu á Akranesi að konur í fiskvinnslu þar væru óánægðar með bæturnar og kváðu þær ósanngjarnar. Leitandi væri að fiskvinnslukonum sem fengið hefðu bætur, þótt viðurkennt væri að þær heyrðu til láglaunastétt- um. Bæturnar hefðu farið til hinna tekjuhærri, embætt- ismanna og ýmissa annarra. Jafn- framt hafði Alþýðublaðið eftir Rögnu Bergmann, formanni verkakvennafélagsins Framsókn- ar, að ljóst væri af ýmsum dæm- um að bæturnar kæmu ójafnt niður. Forsíðumynd blaðs númer tvö er tekin yfir Þingvallavatn til Grafningsfjalla. Myndina tók Ragnar Axelsson Ijósmyndari Morgunblaðsins lygnan desem- berdag fyrir skömmu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.