Morgunblaðið - 24.12.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.12.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1982 27 TORrBÆHiNM ' KA F.LDAShÁLA TIL “■JRSTABÆJAK Sýning í Þjóðminjasafninu: Torfbærinn — frá eld- skála til burstabæjar Útlitsmynd af framhlid kirkjunnar. ar“, eða ferningslaga salir með píramítaþaki, og síðan „torg“ sem tengir þessa kubba saman. Einn kubburinn er áberandi stærstur (ca. 370 m'), en það er sjálfur kirkjusalurinn. Hinir þrír eru svo jafnstórir (ca. 115 m2 hver). í einum þeirra verður safn- aðarheimili og eldhús, í öðrum smærri fundarsalur, aðstaða fyrir föndur, kennslu o.fl., en hinn þriðji er hólfaður í nokkur smærri herbergi, skrifstofur, aðsetur fyrir presta o.fl. Og við komum til með að nýta risið í tveimur þessara smærri kubba. En heildarstærð kirkjumiðstöðvarinnar, eins og ákveðið er að kalla bygginguna, er 1056 m2, sem þýðir að kirkjan er svona í meðallagi hvað stærð áhrærir. Það sem er kannski óvenju- legast við þessa teikningu er „torgið" í miðju kirkjunnar. En á torginu hafa hinir ólíku hópar sem húsið nota aðstöðu til að hitt- ast og kynnast. Annað sem gerir þetta að dálitið óvenjulegri kirkjubyggingu er hið lausa skipu- lag á kirkjusalnum. Það verða lausir stólar í honum og því verð- ur hægt að hagræða og breyta skipulaginu í salnum á marga vegu. Þessi sveigjanleiki eykur talsvert á notkunarmöguleika hans.“ Fjármögnun Hvernig er með peningamálin, Helgi? „Það hefur verið stofnaður kirkjubyggingarsjóður og hafa gjafir borist í hann. Annars hefur fjáröflun ekki verið til umræðu enn sem komið er, þ.e.a.s. almenn söfnun hefur ekki farið fram. En þetta er fjölmennt hverfi og því tiltölulega lítið sem hver einstakl- ingur þarf að leggja af mörkum. Og fólk finnur fyrir þörfinni á slíkri byggingu og mun örugglega leggja sitt lóð á vogarskálina svo þessi bygging megi verða að veru- leika sem fyrst. Og svo ber að hafa það í huga þetta verður tiltölulega ódýr bygg- ing og hún er þannig hönnuð að það má byggja hana í áföngum." „Og við þetta vil ég bæta,“ sagði Valgeir, „að þörfin er geysilega brýn. Hér vantar tilfinnanlega hús undir félagsstarfsemi. Eins og er fer kirkjustarfið fram á fjórum stöðum í hverfinu. En það er ótalmargt sem er mjög aðkallandi að vinna að, en ekki hægt að byrja á vegna skorts á húsnæði.“ c326.Morgunblaðið/RAX Þeir Valgeir Ástráðsson, prestur, (t.v.), Sverrir Norðfjörð, arkitekt (f.m.) og Helgi Hafliðason, arkitekt, skoða líkan að framtíðarskipulagi í Seljahverfi. Sett hefur verið upp í anddyri Þjóðminjasafns íslands sýning um þróun íslenska torfbæjarins með Ijósmyndum og teikningum. Sýningin sem nefnist: Torfbær- inn frá eldaskála til burstabæjar, er öllum opin á venjulegum sýn- ingartíma safnsins, mánudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13.30—16.00 fram til 1. febrúar, en þá verður hún send út á land. Sýningin er farandsýning og er liður í því samstarfi safna í Fær- eyjum, Grænlandi og íslandi, sem nefnt hefur verið Útnorðursafnið. Vönduð sýningarskrá hefur ver- ið gefin út í tilefni sýningarinnar. Atriði úr Litla sótaranum. Islenska óperan: Töfraflautan og Litli sótarinn eftir jólin Sýningar íslensku óperunnar hefj- ast af fullum krafti eftir jólin, þann 30. desember næstkomandi, með 19. sýningu óperunnar Töfraflautan eft- ir W.A. Mozart. Stjórnandi verður Mark Tardue frá Bandaríkjunum en hann stjórnaði hér sýningum fyrr í vet- ur. Þær breytingar verða á flutn- ingi óperunnar, að í stað Önnu Júlíönu Sveinsdóttur mun Hrönn Hafliðadóttir taka við hlutverki einnar af hirðmeyjum Nætur- drottningarinnar. Næsta sýning er svo ráðgerð á nýju ári, sunnu- daginn 2. janúar. Gert er ráð fyrir að sýningar á Litla sótaranum verði teknar upp aftur eftir ára- mótin en ekki er enn ákveðið hvenær og verður það auglýst síð- ar. íslenska óperan óskar lands- mönnum öllum gleðilegra jóla. Laugardalshöll,þriðjudaginn28.des.ogmiðvikudaginn29.des.kl.2000 Litm Filman inn fyrir kl. 11 Myndirnar tilbúnar kl. 17 samqægurs tr Póstsendum lyil ^ Sérverzlun með Ijósmyndavorur. Austursiræti 7. Símar: 10%6, 26499

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.