Morgunblaðið - 24.12.1982, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.12.1982, Qupperneq 14
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1982 Drangey og Kerlingin voru gengin í myrkrið, en við Björn í Bæ röbbuðum saman í stofu hans. Ég spurði hann hvort bóndinn eða veiðimaðurinn væri yfirsterkari í honum. „Ég geri frekar ráð fyrir að ég sé meiri veiðimaður. Ég vildi vera góður bóndi og hef gert talsvert fyrir mína jörð, byggði þetta hús 1947, 26 herbergja hús, til þess að það gæti boðið upp á tvíbýli og nóg pláss. Bóndinn hér nú er fóstur- sonur okkar, systursonur konu minnar. Við tókum hann þriggja ára og ólum hann upp. Veiðimennskan kom fljótt til sögunnar. Strax sem unglingur fór ég að róa til fiskjar, 12 ára gamall, ásamt bróður mínum. Þá byrjaði veiðimennskan og ég er alinn upp á sjávarbakkanum, má segja. Þá var mikill fiskur á Skagafirði og silungur í Höfðavatni, en síðari árin hef ég nær eingöngu stundað silungsveiði í vatninu. Ég veiddi með minna móti í haust, er rétt að byrja að missa kjark, en mér er ilia við að það vitnist. I flestum tilfellum getur maður haft sig upp úr vandræðum ef maður hefur nógu sterkan vilja." Ég kvaðst ekki trúa á kjarkleys- ishugmynd hans, því það væri allt annað kjarkleysi eða skynsamleg yfirvegun og aðgát. „Ég kvíði því þegar ég fer af stað, en þegar ég er kominn út í starfið, þá er allt í lagi, en vissu- lega er ég varkárari eins og aldur- inn býður." Drangey, djásn Skagafjarðar „Allt breytist. Drangey var mitt uppáhald lengi vel. Nú er mér bannað að hlaupa upp stigann og upp á Lambhöfða. Stiginn rólar til og frá og maður er ekki eins ör- uggur þar og í föstum stiga. Drangey er eitt helzta djásn Skagafjarðar og þar hef ég skráð 107 örnefni. Einnig hef ég skráð öll örnefni í Hofshreppi og Þórð- arhöfða. Ég hef ekki tölu á ferðum mín- um í Drangey en í mörg ár fór ég þangað oft á ári. Síðustu árin hef ég þó ekki farið, því mér er bannað að hlaupa þótt ég geti það. Ein- staka sinnum tek ég mig til og geng á Hofsós og þá ber það gjarn- an við að það er komið á eftir mér á bíl í hálfvondu skapi, en ég brosi bara. Líklega hef ég alltaf verið svo- lítill prakkari að upplagi, ekki ill- gjarn, heldur gamansamur og létt- lyndur og það hefur oft hjálpað mér mikið, sérstaklega hafa erfið- leikar konu minnar stundum dreg- ið mig niður, hún hefur gengið í gegnum 6 uppskurði svo þetta hef- ur ekki alltaf verið dans á rósum að öllu leyti. En ég vil ekkert vð það kannast að vera illgjarn prakkari og ég vona að enginn geti haft ástæðu til að segja það. Þú minntist á framtíðina. Mér finnst unga fólkið í dag mjög efni- legt. Hitt er annað mál að mér finnst, að minnsta kosti stundum, að áhrifin á ungt fólk séu að mörgu leyti orðin slæm. Það er Stórkostlega efnilegt ungt fólk sem er að alast upp, en það er líka margt til að glepja. Þó finnst mér til dæmis að tungutak unga fólksins í Skaga- firði svipað og á mínum yngri ár- um. Enskuslettur eru þó nokkrar og aldrei heyrði ég orðið okey í mínu ungdæmi. Það er ekki óal- gengt nú til dags og meira að segja hjá símafólkinu. Við þurfum að treysta málvöndun." Dansaði úr sér krakkann Talið barst að mönnum og mál- efnum, en Björn í Bæ hefur hand- ritað margar bækur með sögnum og lýsingum á landi og lýð. Hann vék tali sínu að afreksmanni, Sig- mari Þorleifssyni. „Foreldrar hans voru Þorleifur og Margrét sem bjuggu í Enni og Svínavallakoti í Unadal. Fæð- ingardagur Sigmars var gift- ingardagur foreldra hans, en sagt Hjá Birni í Bæ á Höfðaströnd SEINNI HLUTI var að Margrét hefði dansað úr sér krakkann í veizlunni sem var haldinn á Ljótsstöðum eins og fleiri veizlur á þeim tíma. Ekki ólst Sigmar upp við alsnægtir, því að foreldrar hans voru alltaf fá- tækir, en synirnir fjórir urðu allir hraustmenni. Sigmar bar þó af þeim öllum. Sigmar var bóndi mestan sinn starfsaldur, stofnaði bú að Svína- vallakoti 1913 er hann giftist Kristjönu Guðmundsdóttur Krist- jánssonar hagyrðings og bónda þar. Sigmar og Kristjana bjuggu á þremur stöðum: Svínavallakoti, Þverá í Hrolleifsdal og Bjarna- stöðum í Unadal, en fluttu þaðan á Hofsós til sona sinna sem þar voru búsettir. Sigmar var ekki hár maður en samanrekinn og afrenndur að afli. Aldrei urðu þau hjón efnuð, enda búið alltaf lítið og árin átta sem þau bjuggu á Þverá var fátækt mikil, enda 8 synir ungir sem varð að fóstra. Af sumum var Sigmar talinn kaldgeðja og einkennilegur maður í háttum, en satt best að segja þá held ég að sá dómur hafi ekki verið réttur. Að svo var ekki sýndi sig með hinni dæmafáu um- hyggju og lipurð sem Sigmar sýndi konu sinni og sonum." Oð ána með 300 punda eldavél „En um afreksmanninn Sigmar gengu margar sögur og þá sér- orð falla að ekki mætti ósætti vera á milli nágranna. Jóhann var hreinn og beinn og heimilið á Bjarnastöðum var allt- af gróið af matvælum og öðrum nauðsynjum. Gestrisni var mikil á heimilinu, en húsbóndinn stund- um talinn óþjáll í orðum og at- höfnum. Get ég borið um það með sanni, því ég var fjallskilastjóri þessi ár og þurfti stundum að fara milli skers og báru í viðskiptum við afréttarbændur. Eins og fyrr segir töldu sumir Sigmar vera kaldlyndan og jafnvel einkennile- gan en ég held að hann hafi oft gert af ásettu ráði að svara fólki öðruvísi en aðrir gerðu. Skal hér stiklað á nokkrum tilsvörum er sögð voru eftir honum. „Þá gef ég það bara næsta aumingja“ Þegar tengdafaðir Sigmars, Guðmundur, lá sína banalegu, var sóttur læknir, Páll Sigurðsson, síðar tryggingalæknir. Lét hann meðul af hendi handa sjúklingn- um. Stuttu síðar hittast þeir lækn- ir og Sigmar og spyr læknir hvernig sjúklingnum líði: „Já, góði minn,“ svaraði Sigmar, „honum líður vel, hann dó við aðra inn- töku.“ Páll Sigurðsson læknir var Sig- mari hjálplegur eins og mörgum öðrum og vildi Sigmar sýna eitthvert þakklæti. Færði hann lækni skyr, sem ekki var þegið. „Þá gef ég það bara næsta aum- ingja," varð Sigmari þá að orði. Þegar mestu erfiðleikarnir voru á Þverá og talið var að ekki væri matbjörg til handa 10 manna fjöl- skyldu, fóru þeir Jón Konráðsson í Bæ og Páll Erlendsson Þrastar- stöðum út að Þverá. Þar sáu þeir átta stráka, feita og pattaralega. Þeir buðu Sigmari þó að taka Bannað, áttræðum, að hlaupa upp Drangey staklega hve hraustur og þolinn hann var í hvers konar raunum. A erfiðleikaárum hans á Þverá þurfti hann oftast að bera á baki nauðsynjar er afla þurfti til heim- ilis. Eitt sinn þrengdi að í búi Sig- mars, en hann hélt þá á fund Hartmanns Asgrímssonar sem verslaði í Kolkuósi. Fékk hann þar góðar viðtökur og mátti taka út matvöru það mikla sem hann treysti sér til að bera, en þá var hann búsettur á Svínavallakoti í Unadal, en þangað mun vera um 10 km löng leið. Sigmar batt á bak sér 150 pund en hann var á skíð- um. Þegar hann kom að Grindum leysti hann bagga sinn smástund og lét á bæjarvegg meðan hann hvíldi, bað um sýrublöndu að drekka, en hélt svo áfram næsta áfanga heim að Svínavallakoti. Ein erfiðasta ferð sem hann sagðist hafa farið, var þegar hann sótti forystukind sína snemma vetrar inn að Bjarnastaðagerði í Unadal. Kindin var stór og þung á sér, en snjór töluverður á jörðu og þar sem hann ákvað að fara fjölí á milli byggða, þurfti ekki að leiða getum að gangfæri þar. Því var það þegar Sigmar kom upp á svo- kallaðan Ljótsstaðadal, að ærin var orðin uppgefin og mikið klepn- uð af snjó. Þá gerði Sigmar sér hægt um hönd, tók kindina upp á herðar sér og kjagaði áfram í ófærðinni heim að Þverá. Þegar hann kom heim hafði hann orð á því að þetta hefði verið erfitt: „Þá Grein og myndir: Árni Johnsen var ég orðinn þreyttur, góði minn,“ sagði kempan. Til Haganesvíkur fór hann eitt sinn til aðdráttar og var hann þá með bleikan hest og sleða. Á heim- leið missti hann hestinn niður í dý hjá Laugalandi á Bökkum, en ekki gat hann náð Bleik upp einsamall. Fór hann heim að Laugalandi til að sækja hjálp, en þar var þá kvenfólk heima, en engir karl- menn, og fékk hann það með sér. Hann lét stúlkurnar toga í beizl- istauminn, en sjálfur renndi hann sér niður með hestinum og náði vatn og leðja upp undir hendur hans. Én hann náði föstum botni, kafaði undir hestinn og lyfti hon- um upp á bakkann með hjálp stúlknanna, sem toguðu í taum- inn. Ekki vildi Sigmar þurrka föt sín, eða þiggja góðgjörðir, sem ætíð voru til reiðu á Laugalandi, en heim fór hann með Bleik sinn, vitanlega báðir alblautir. I annað skipti kom Sigmar úr Hofsósi með brúnan klár, sem á voru klifjar. Umbrotafærð var, snjór og hríð. Þegar komið var að Róðhóli, næsta bæ við Þverá, var Brúnn orðinn uppgefinn. Var þá ekki annað að gera en skilja klárinn eftir, en klifjarnar setti Sigmar á bakið á sér, því þarna var matur sem mátti ekki blotna. Heim komst hann en þó nokkurn hluta leiðarinnar varð hann að skríða á fjórum fótum og draga byrðina, því fönnin var svo djúp að ekki var viðlit að ganga hana með hlass á baki. Þegar Björn nokkur Björnsson flutti frá Hólskoti í Unadal að Garðshorni, þurfti að flytja búslóð hans yfir Hofsá. Björn átti inn- múraða eldavél, sem ekið var á sleða, en málið vandaðist þegar átti að koma henni yfir ána. Sig- mar var nærstaddur og ekki ráða- laus. Lét hann binda eldavélina á sig og hafði reiðingstorf undir á bakinu. Vélin fór þó vægast sagt illa á baki, en yfir ána óð Sigmar með þennan 300 punda böggul. „Það var engin hætta á að ég flyti upp, góði minn,“ sagði kemp- an þegar hann var kominn yfir, en hann hafði „góði minn“ að orðtaki. Þegar Sigmar bjó á Svínavalla- koti bjó Jóhann Gunnarsson frá Keflavík á Bjarnastöðum í Una- dal. Sigmari þótti búsmali Jó- hanns ganga um of í sínu landi og það endaði með því að hann tók sér girðingarstaur í hönd, smalaði fénu saman og rak af stað áleiðis að Bjarnastöðum. Jóhann mun hafa séð til nágrannans og kom á móti honum með gildan staf í hendi. Þarna urðu all snörp orða- skipti og stafur Jóhanns brotnaði í tvennt. Ekki urðu þó varanleg handalögmál áður en hver hélt til síns heima. Daginn eftir gerði Jóhann Sig- mari boð um að koma og finna sig. Hugði Sigmar að nú ætti að jafna um sakir, svo að minna hallaðist á en daginn áður. Þegar kom heim á hlað á Bjarnastöðum stóð Jóhann bóndi úti og heilsaði mjög alúð- lega. Bað hann Sigmar að ganga með sér út í Skemmu, sem hann gerði, en hugsaði sér þó að vera var um sig. Þá kom drenglyndi Jó- hanns hins vegar vel í ljós og tók hann fram matvöru sem hann bað Sigmar að þiggja. Lét hann þau eitthvað af strákunum til að létta á fóðrum. „Nei, þeir geta drepist heima góði,“ var tilsvarið og með það sneru lúpulegir menn heim aftur. Utan banalegu mun Sigmar að- eins einu sinni hafa farið á sjúkra- hús, en þá iá hann á Landakots- spítala um tíma. Hafði hann mikið dálæti á Halldóri Hansen yfir- lækni og mun læknirinn sjálfsagt hafa séð manninn eins og hann var og spjallaði stundum við hann. Þegar Sigmar kom heim var hann vitanlega spurður frétta. Halldór Hansen var honum efst í huga og hans ágæti sem læknis. „Eitt sinn fór læknir Hansen í burtu," sagði Sigmar, „en þá drápu hinir strax þrjá.“ Um hjúkrunarkonurnar sagði hann að þær hefðu allar verið eins og engl- ar á að líta, en innrætið hefði ver- ið allt öðruvísi hjá sumum. Viðbrugðið var hve Sigmar var góður heimilisfaðir. Hann þvoði og matbjó fyrir konu sína, hvenær sem þurfti og drengirnir átta voru alltaf hreinlegir og bústnir á að sjá. Þetta sýndi að utan á Sigmari var aðeins skrápur." Forystuærin fór sínu fram „Helgi Magnússon frá Tungu í Skörðum hefur sagt mér frá ýmsu merkilegu sem fyrir hann hefur komið og sýnist torskilið. Þar á meðal er skynjan dýra umfram það sem mönnum er gefið að skilja. Skal nú getið nokkurra at- riða: í Skörðum koma á stundum miklir hríðarbyljir, oft eins og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.