Morgunblaðið - 24.12.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.12.1982, Blaðsíða 13
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1982 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1982 21 píí>ír0itinMat>iíj> Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakið. Friðarljós Aðfangadagur jóla, hin mikla hátíð kristinna manna, gengur senn í garð. Fagnað er fæðingu frelsar- ans. Kirkjunnar menn um heim allan hafa nú fyrir þessi jól tekið höndum sam- an um að gera „Frið á jörðu“ að kjörorði jólanna. Herra Pétur Sigurgeirsson biskup sagði á fundi með blaða- mönnum á aðventunni: „Boð- un friðar hefur auðvitað allt- af verið einn megintilgangur kirkjunnar. En á síðustu tímum hefur borið meira á þessum boðskap en oft áður. Hvers vegna? Vegna þess myrkurs sem nú grúfir yfir heiminum. En myrkrið gerir ljós kirkjunnar skærara. Krafa um frið er mikilvæg- asta krafa samtímans." Vonin um frið hefur verið stefið í ákalli kristinna manna frá því á fyrstu jól- um. „Dýrð sé Guði í upphæð- um og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á,“ sögðu himnesku hersveitirnar sem voru með englinum er boðaði fjárhirðunum hinn mikla fögnuð fyrstu jólanóttina, að þeim og okkur væri frelsari fæddur, Kristur Drottinn í borg Davíðs. Friður með réttlæti er æðsta krafa krist- inna manna. Friður sem sækir styrk sinn í umburð- arlyndi og kærleika en styðst ekki við spjótsodda eins og sá friður sem mannkynið á nú allt sitt undir, af því að ekki hefur tekist að skapa nægilegt traust milli þjóða °g ryðja þar með úr vegi undirrót vígbúnaðarkapp- hlaupsins og óttans um að hernaðaröflin muni láta til sín taka telji þau ávinning af árás meiri en tjónið sem þau sjálf munu þola. „Ef ég reyni að skýra við- horf mitt til Guðs, sem í al- heimi býr og þá trú sem ég, vesæll maður, vil hafa, þá er auðsvarað að kærleikann tel ég grundvöll að öllu því góða sem við eigum að tileinka okkur í daglegu líferni, því að kærleikurinn er hinn sanni Guð í alheimi og það besta í okkur sjálfum,“ sagði Björn í Bæ, hinn trausti og gamalreyndi fréttaritari Morgunblaðsins, í viðtali hér í blaðinu síðasta sunnudag í tilefni af áttræðisafmæli sínu. Er unnt að gefa mönnum betra heilræði? Er unnt að setja mönnum og þjóðum betri reglu um sam- skipti sín á milli? Iðkendur kristinnar trúar hafa löngum verið ofsóttir og enn sitja við völd einræðis- herrar sem telja áhrif sín í hættu fái trúin að blómgast í löndum þeirra. Kristnir söfnuðir njóta sín best þar sem frelsi er til orðs og æðis og sagan sýnir jafnframt, að í skjóli kirkjunnar, sem veraldlegrar valdastofnunar, þrífst ekki endilega umburð- arlyndið. Hinn gullni meðal- vegur er vandrataður í þessu efni eins og jafnan endra- nær, en við íslendingar hljótum að geta sameinast um þá skoðun, að íslensku þjóðkirkjunni hefur gengið bærilega og mætavel að rata þennan meðalveg. Það færi síður en svo vel á því, ef lýð- ræðislegar umræður um stríð og frið leiddu til þess, að hin æskilega ímynd þjóð- kirkjunnar raskaðist að þessu Ieyti í hugum fólksins í landinu. Því eins og jólin eru friðarljós kristinna manna á kirkjan að vera friðarljósið í þjóðlífinu hvern dag, allan ársins hring. Og nú á tímum víðtækrar upplausnar og vaxandi bölsýni er þörf á öðru hér á landi en að láta þetta ljós flökta eða draga úr birtunni og ylnum frá því. Trú veitir einstaklingnum innri styrk og hefur bjargað mörgum þegar allt annað þrýtur. Til kirkjunnar líta menn í þrá eftir þeim innri friði, sem er jafnvel brýnna að geta tileinkað sér nú á öld upplýsingarinnar og hraðans en áður fyrr, þegar fáfræði manna var oft notuð til að hræða þá í faðm kirkjunnar. Kirkjan kallar á menn til sín með öðrum hætti en áður og skírskotunin til trúarinnar hefur breyst þótt orðið og boðskapurinn sé hinn sami, hið heilaga orð stenst tímans tönn, en tímarnir breytast og mennirnir með. Morgunblaðið árnar les- endum sínum og landsmönn- um öllum gleðilegra jóla í þeirri fullvissu sem fram kemur í lokaorðum jóla- sálmsins hugljúfa, Heims um ból: Friður á jörðu, því faðirinn er fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér samastað syninum hjá. Teikningar: Valtýr Pétursson Lofsöngur ;: liinsD’, ,ao*.ö MO**U*Si*í NÚMKÍAHi y Tff'K, KitH* *» ito'/fuO* tOA* Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð, vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn. Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans þínir herskarar, tímanna safn. Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár dagur, ei meir: eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, sem tilbiður guð sinn og deyr. Islands þúsund ár, — eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, sem tilbiður guð sinn og deyr. Ó, gúð! Ó, guð, vér föllum fram og fórnum þér brennandi, brennandi sál, guð faðir, vor drottinn frá kyni til kyns, og vér kvökum vort helgasta mál. Vér kvökum og þökkum í þúsund ár, því þú ert vort einasta skjól. Vér kvökum og þökkum með titrandi tár, því þú tilbjóst vort forlagahjól. Islands þúsund ár voru morgunsins húmköldu, hrynjandi tár, sem hitna við skínandi sól. Ó, guð vors lands! Ó, lands vors guð, vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá. Vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf, sem að lyftir oss duftinu frá. Ó, vert þú hvern morgun vort ljúfasta líf, vor leiðtogi í daganna þraut og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf 9g vor hertogi á þjóðlífsins braut. Islands þúsund ár verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á guðsríkis braut. Matthías Jochumsson Upprifjun á skeytasendingum iönaðarráðherra og Alusuisse Atburðarásin hefur verið hröð í álmálinu undanfarna daga eða frá því, að Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður og full- trúi Framsóknarflokksins, sagði sig úr álviðræðunefnd vegna ágreinings um vinnubrögð Hjörleifs Guttormssonar, iðnaðar- ráðherra. Til upprifjunar og glöggvunar á stöðu málsins nú þegar ráðherrann hefur sent Alusuisse tillögu um samkomulags- grundvöll skulu höfuðatriðin rakin. 6. desember 1982 Guðmundur G. Þórarinsson leggur til í álviðræðunefnd, að iðnaðarráðherra leggi ákveðið samningstilboð fyrir fulltrúa Alu- suisse sem þá eru hér á fundi. í tilboði Guðmundar felst meðal annars að frá og með 1. febrúar hækki raforkuverð um 20% úr 6.45 mills í 7.74 mills. 7. desember 1982 Viðræðum iðnaðarráðherra og Alusuisse lýkur án niðurstöðu. 8. desember 1982 Guðmundur G. Þórarinsson seg- ir sigúr álviðræðunefnd. 9. desember 1982 Iðnaðarráðherra gefur eftirfar- andi yfirlýsingu á alþingi: „Ég mun í næstu viku leggja fram til- lögu í ríkisstjórn um einhliða að- gerðir sem miða að hækkun j;af- orkuverðs og leiðréttingu vegna vantalins hagnaðar ISALs.“ ÍO. desember 1982 Aðalsamningamaður Alusuisse, dr. Paul Múller, sendir Hjörleifi Guttormssyni skeyti, þar sem hann staðfestir að hann hafi tekið að sér að mæla með upphafshækk- un á raforku til álversins í Straumsvík við stjórn Alusuisse, ef iðnaðarráðherra sýni samn- ingsvilja sinn í verki. Þetta skeyti Múllers var svar við skriflegri ósk iðnaðarráðherra frá 7. desember um það, hvort Alusuisse teldi óraunhæft fyrir íslendinga að leggja fram tillögu um upphafs- hækkun á raforkuverði án þess að þeir samþykktu um leið hugmynd Alusuisse um viðfangsefni frekari samningaviðræðna. I skeyti sínu vísar dr. P. Múller til þess, að hinn 10. nóvember hafi Alusuisse lagt fyrir ríkisstjórn íslands heildar- lausn á samningamálum við ís- lendinga. Þessari hugmynd hafi Hjörleifur Guttormsson hafnað en þess í stað krafist einhliða, að Alusuisse sýndi fram á, að það vildi semja með því að samþykkja strax bráðabirgðahækkun á raf- orkuverði, sem tæki gildi til dæm- is 1. apríl 1983. Dr. P. Múller setti skilyrði fyrir því, að hann legði fyrir stjórn Alusuisse að sam- þykkja upphafshækkun á raforku- verði: 1. Ríkisstjórn íslands samþykk- ir að stækka megi álverið í Straumsvík þannig, að tekið verði í notkun þriðja framleiðslukerfið, enda náist samningar um orku- sölu til þess. 2. Ríkisstjórn Islands samþykki þá breytingu á aðalsamningnum um íslenska álfélagið (ÍSAL), að Alusuisse sé heimilt að selja allt að 50% af eignarhluta sínum til annarra í stað 49% eins og nú er. Ríkisstjórn íslands sé frjáls að gerast eignaraðili að ÍSAL, enda náist um það samkomulag. Þá seg- ist dr. P. Múller reiðubúinn til að fresta viðræðum um það skilyrði Alusuisse að létt verði af félaginu þeirri skyldu að kaupa jafnan ekki minna en 85% af þeirri raforku sem nauðsynleg er til að halda ál- verinu í rekstri. Hjörleifur Guttormsson svaraði þessu skeyti frá Alusuisse sam- dægurs. Hann segir þar, að sá skilningur Alusuisse sé rangur að hann hafni hugmynd fyrirtækis- ins um viðfangsefni frekari samn- ingaviðræðna en krefjist í staðinn tafarlausrar upphafshækkunar á orkuverði til ISAL. I svarskeytinu minnist Hjörleifur ekki á þau tvö skilyrði, sem dr. P. Múller setti fram, en ráðherrann segist reiðu- búinn til að halda viðræðum áfram sé gengið að þessum skil- yrðum: 1) íslendingar gangi að hug- myndum Alusuisse um úrlausn eldri deilumála (súrálsverð o.fl.) með breytingum. 2) Alusuisse samþykki að leið- rétting á orkuverði sé réttlætan- leg og fallist á umtalsverða upp- hafshækkun. 3) Báðir aðilar lýsi sig fúsa til að ræða og semja um öll framtíð- arsamskipti. 17. desember 1982 Alusuisse svarar skeyti iðnað- arráðherra frá 10. desember. Þar eru endurtekin meginatriðin úr skeyti Alusuisse frá 10. desember. Jafnframt er á það bent, að ekki komi nægilega skýrt fram í hug- myndum iðnaðarráðherra, hvaða atriði hann vilji, að tekin verði af- staða til af þremur lögfræðingum, sem aðilar skipi til að fjalla um eldri deilumál. Þá þurfi að liggja fyrir í grundvelli að samkomulagi þau atriði sem um verði rætt milli aðila um framtíð ISAL. Loks legg- ur Alusuisse fram til staðfest- ingar, að samskipti Alusuisse og íslensku ríkisstjórnarinnar séu nú á grundvelli lagalega bindandi samninga og samkomulag milli aðila um endurskoðun á þeim verði að vera með lögformlega réttum hætti. 21. desember 1982 Iðnaðarráðherra sendir Alu- suisse svar við skeytinu frá 17. desember og segir í upphafi: „Ráðuneytið telur að síðustu skeytaskipti hafi ekki leitt til auk- ins skilnings á því sem á milli að- ila ber.“ Síðan kemur tillaga að samkomulagsgrundvelli. Þar eru í 9 liðum talin þau atriði, sem gerð- ardómur þriggja „sérfróðra ís- lenskra lögfræðinga“ á að fjalla um. Hefur því ekki áður verið hreyft, að lögfræðingarnir séu all- ir íslenskir. Jafnframt er lagt til, að Alusuisse samþykki frá 1. janú- ar upphafshækkun á raforku úr 6.45 í 10 mill, sem er hærri upp- hafshækkun en iðnaðarráðherra krafðist 6. maí 1982 en þá talaði hann um 9.5 mill. Síðan hækki raforkuverðið í 12.5 mill 1. apríl 1983, en 6. maí vildi ráðherrann binda hækkun í 12.8 mill við þróun heimsmarkaðsverðs á áli. Síðan eru tíunduð þau atriði, sem aðilar hafa sett fram í skeytum sínum og fyrri umræðum en ekki tekjn af- staða til þess skilyrðis, sem dr. P. Múller hefur sett fyrir því að hann mæli með upphafshækkun á raforku við stjórn Alusuisse. Þá er mælt með fundardögum 28. og 29. desember, sem eru óaðgengilegir fyrir Alusuisse sbr. ummæli Ragnars Halldórssonar hér í blað- inu í gær. Þá óskar ríkisstjórnin að það verði skjalfest, að brostnar forsendur og breyttar aðstæður veiti henni „lagalegan rétt til að krefjast endurskoðunar samn- ingsákvæða með samningum éða fá fram leiðréttingar í samning- unum eftir öðrum löglegum leið- um.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.