Morgunblaðið - 24.12.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1982
7
Það er stundum sagt, að vegir
Guðs séu órannsakanlegir og
víst er um það, að Guð kemur
okkur sífellt á óvart, því að það
er svo erfitt fyrir mannshugann
að skynja hann og skilja. Við er-
um svo jarðbundin og hlekkjuð í
okkar smáu hugsanir og höldum
að þar sé allur sannleikur lífsins.
En þá birtist okkur Guð og veg-
semd hans, sem er öllu æðri og
dýrlegri og lýkur upp fyrir okkur
allri heimsins dýrð.
Hvergi kemur þetta jafnskýrt
fram og í jólaboðskapnum, sem
kveikir í hjörtum okkar nýja
gleði á hverju ári. Fæðingu frels-
arans ber að með slíkum ein-
faldleika, að við hefðum aldrei
getað látið okkur detta slíkt í
hug. Ef við hefðum átt að undir-
búa komu Jesú Krists, sonar
Guðs, þá þarf ekki að fara í
grafgötur um allan þann undir-
búning, sem við hefðum leyst af
hendi.
Engum manni hefði dottið í
hug, að sonur sjálfs Guðs kæmi í
slíkri auðmýkt og tæki á sig
þjóns mynd, en Guð kemur
okkur á óvart í því sem öðru.
Kærleikur hans er svo stórkost-
legur, að mannshugurinn getur
ekki skilið hann til fulls.
Jólin eru það besta sem við
eigum, því að þá fæddist frelsar-
inn til hinnar myrku jarðar til
að tendra ljós trúarinnar. Jólin
eru staðfesting þess, að Guð
elskar manninn. Hann greip inn
í sögu mannsins til þess að beina
lífi hans á rétta braut. Það gerð-
ist í fyllingu tímans eins og Bibl-
ían segir, hinn rétti tími var
kominn.
Heimurinn virðist í fyrstu
ekki vera við því búinn að taka á
móti frelsaranum, en nokkrum
áratugum síðar var sigurför
kristinnar trúar hafin og hún
hefur staðið óslitið síðan, allt til
þessa dags. Það hefur að vísu
gengið á ýmsu og margt orðið til
að tefja fyrir framgangi trúar-
innar.
Verst hefur verið sinnuleysið
og áhugaleysið, þegar fólk hefur
ekki þurft að hafa fyrir trú
sinni, engu þurft að fórna, ekki
þurft að heyja neina baráttu. En
þar sem kristnir menn eru
ofsóttir í heiminum í dag, þar er
trúin sterk, og þar hefur komið
fram sami trúarhitinn og kraft-
urinn og lesa má um frá dögum
frumkristninnar.
En þrátt fyrir allt eiga þó jólin
mjög sterk ítök í hugum okkar,
því að engin hátíð færir okkur
svo nærri Guði sem þau. Jólin
skapa sérstök hughrif innra með
Frelsari
heimsins
er fæddur
okkur. Hin fagra jólafrásögn
snertir viðkvæman streng í
hjörtum okkar, því að við sjáum
fyrir okkur litla saklausa dreng-
inn í jötunni og ævibraut hans,
sem framundan var. Ekki vekur
það allt gleði í hugum okkar, því
að margt átti hann eftir að þola
af hendi mannsins, sem dapur-
legt er að minnast.
Allt var það gert fyrir þig.
Hann var þér gefinn, svo að
hann yrði frelsari þinn. Þetta
litla barn, sem liggur í jötunni,
átt þú. Hann er Guð, sem er
kominn inn í líf þitt og vill taka
sér bústað í hjarta þínu. Hverju
svarar þú kalli hans? Hvernig
tekur þú á móti litlum dreng,
sem fæðist í jötu austur í heimi
og þér er sagt, að sé frelsari
þinn? Já, hvað gerir heimurinn í
dag við þetta barn?
A Jesús Kristur eitthvert er-
indi inn í heim okkar eða erum
við sjálfbjarga?. Þurfum við á
frelsara að halda, þú og ég? Eða
getum við gengið leiðina til lí'j-
ins ein og óstudd? Nei, það get-
um við ekki. Heimurinn getur
ekki án Guðs verið eða frelsar-
ans, sem fæddist í Betlehem.
Það ríkir víða svo mikil neyð í
heiminum í dag. Ófriður og hat-
ur ráða ríkjum, flótti frá lífinu
er svo áberandi, að skelfilegt er
til þess að hugsa. Milljónir
manna treysta sér ekki til að
horfast í augu við líf sitt og til-
veru. Þeir vilja ekki vera það
sem þeir eru og reyna að skapa
sér aðra veröld, sem reist er á
lygum og hrynur svo eða fuðrar
upp.
Heimurinn þarf sannarlega á
frelsara að halda. Allir menn
þrá að vera elskaðir. Þeir óttast
einmanaleikann og afskiptaleys-
ið. En allir eiga vin í frelsara
sínum Jesú Kristi. Til þess fædd-
ist þessi litli drengur á jólum að
leita að hinu týnda og frelsa það.
Hann kom til að lina néyð og
sorg og til að gefa mönnum nýtt
líf, gefa þeim trú og traust á
sjálfum sér sem manneskjum og
sköpun Guðs, leiða þá til ham-
ingju og farsældar. Hann kom til
að gefa þeim tilgang í lífinu og
beina þeim til Guðs.
Mannkynið þarf að fylkja sér
um Jesúm Krist og boðskap hans
og lúta leiðsögn hans og leyfa
honum að ieiða alla menn, lækna
sárin, leysa deilur og gefa frið á
jörð. Hann gefur kraftinn til
góðs, og án hans megum við
mennirnir ekki vera. Hann einn
getur leyst þá andlegu fjötra,
sem oft leggjast á okkur og
varna okkur þess að lifa lífinu
sem manneskjur. Hann einn get-
ur slitið helsi syndarinar og veitt
okkur frelsi. Hann getur gefið
okkur frjálsan anda, sem lofar
og vegsamar Guð og elskar alla
menn sem bræður sína.
Bjóðum frelsarann velkominn
inn í líf og sál og þá mun okkur
veitast sá mikli fögnuður, sem
engillinn boðaði á Betlehems-
völlum og við munum eiga gleði-
leg jól. Guð gefi þér, lesandi góð-
ur, og fjölskyldu þinni gleðilega
jólahátíð, hátíð lífs og friðar.
Gleðileg jól og
farsœlt komandi ár
tií œttingja og vina með þakklæti
fyrir móttökur.
Sigríður Sigmunds Madsen
Afkomendum og fjölda vina þökkum við af alhug okkur
sýndan hlýhug og vinsemd á 60 ára hjúskapardegi okkar
nú í desemher.
Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðileg jól
Guðbjörg Jónsdóttir og Björn Eiríksson frá Sjónarhóli.
„Blóðbankinn sendir öllum blóðgjöfum
og velunnurum sínum bestu jóla- og ný-
ársóskir með þakklœti fyrir hjálpina á
undanförum árum. “
*
Oskum öllum viðskiptavinum okkar
gleðilegra jóla og farsœls komandi
árs. Þökkum viðskiptin.
Ingólfsbrunnur.
Glebilega
jólahátíð
Óskum landsmönnum árs ogfriðar.
Aðfangadag jóla — Opið til kl. 12 á hádegi.
Jóladag — Lokaö.
Annan jóladag — Lokað.
31. desember — gamlársdag
Opið til kl. 12 á hádegi.
Biauðbær
Veitingahús