Morgunblaðið - 24.12.1982, Blaðsíða 24
j^^skriftar-
síminn er 83033
síminn er 2 24 80
FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1982
íslenzkir refir
utan í fyrsta sinn
Dýrafræðistofnun Kierlarháskóla hyggst
gera á þeim atferlis og útlitsrannsóknir
FJÓRIR íslenzkir heimskauta-
refir voru nýverið sendir með
flugvél Flugleiða til Þýzka-
lands, en að sögn Erlends
Jónssonar, dýrafræðings, kom
beiðni um það frá dýrafræði-
stofnun Kielarháskóla að fá
dýrin til rannsóknar, en hann
sá síðan um að senda þau.
„Ástæðan fyrir því, að
óskað er eftir heimskautaref-
um héðan er einfaldlega sú,
að dýrin eru friðuð alls staðar
í Evrópu. Reyndar hefði verið
mögulegt að fá dýrin frá
Grænlandi, en kostnaður er
mun meiri við slíkt fyrir-
tæki,“ sagði Erlendur enn-
fremur.
„Hugmyndin er sú að gera
mikla rannsókn á dýrunum,
sérstaklega með samanburð
við refi, sem aldir hafa verið
upp í búrum, jafnvel margar
kynsióðir, í huga. Rannsakað
verður mismunandi atferli
þeirra og útlit,“ sagði Er-
lendur.
Aðspurður sagði Erlendur,
að engar hugmyndir hefðu
komið fram um það, að hefja
ræktun á íslenzka refnum er-
lendis til slátrunar eins og
öðrum refum. Hér væri að-
eins verið að hugsa um sam-
anburðarrannsóknir. „Reynd-
ar held ég, að menn ættu að
velta þeirri spurningu fyrir
sér, hvort ekki væri rétt, að
láta þá aðila erlendis, sem fá
svona dýr send héðan, skrifa
upp á skjöl þess efnis, að ekki
standi til neins konar ræktun
í stórum stíl,“ sagði Erlendur.
Erlendur sagði að send
hefðu verið fjögur dýr, tvö
hvít dýr, steggur og tæfa, sem
voru með öllu óskyld. „Síðan
fengu þeir tvö brún dýr, sem
eru systkini," sagði Erlendur.
Erlendur sagði þetta senni-
lega í fyrsta sinn, sem ís-
lenzkir refir væru sendir er-
lendis. „Þetta hefur reyndar
staðið til áður. Þá stóð það til
að senda dýr í dýragarð í
Stokkhólmi, en Svíar hættu
þá við, vegna mikils flutn-
ingskostnaðar," sagði Erlend-
ur Jónsson.
Jólafagnað-
ur Verndar
JÓLAFAGNAÐÞR Verndar
verður haldinn í húsi Slysa-
varnafélagsins á Grandagarði í
dag, aðfangadag. Verdur þar að
venju síðdegiskaffi, kvöldmatur
og kvöldkaffi.
Allir, sem ekki hafa tæki-
færi til að dveljast með vanda-
mönnum eða vinum á þessum
hátíðisdegi, eru velkomnir á
jólafagnaðinn.
Húsið verður opnað kl. 3 síð-
degis.
Agnar Kofoed-Hansen
flugmálastjóri látinn
LÁTINN er í Reykjavík Agnar Ko-
foed-Hansen flugmálastjóri. Hann
var á 68. aldursári.
Agnar Kofoed-Hansen fæddist í
Reykjavík 3. ágúst 1915. Foreldrar
hans voru Agnar F. Kofoed-
Hansen skógræktarstjóri og kona
hans Emilía Benediktsdóttir Ko-
foed-Hansen.
Agnar Kofoed-Hansen varð
flugliðsforingi frá danska sjó-
flugliðsforingjaskólanum í des-
ember 1935 og stundaði síðan
framhaldsnám í Danmörku, Nor-
egi og Þýzkalandi 1936 til 1937.
Hann hlaut alþjóðlegt flugstjóra-
skírteini í desember 1937.
Agnar var flugmálaráðunautur
ríkisstjórnarinnar 1936 til 1945,
lögreglustjóri í Reykjavík 1. janú-
ar 1940 til 1. ágúst 1947, og for-
maður loftvarnanefndar á stríðs-
árunum.
Flugvallastjóri ríkisins varð
Agnar Kofoed-Hansen 1. ágúst
1947 og síðan flugmálastjóri 1.
janúar 1951, en þvi embætti
gegndi hann til dauðadags. Agnar
var stofnandi Flugmálafélags Is-
lands 1936 og Svifflugfélags ís-
lands sama ár. Einnig var hann
aðalhvatamaður að stofnun Flug-
félags íslands 1937, fyrsti flug-
Agnar Kofoed-Hansen
maður þess og framkvæmdastjóri
til 1939.
Jafnframt var Agnar Kofoed-
Hansen formaður heilbrigðis-
nefndar Reykjavíkur 1940 til 1947.
Hann var heiðursfélagi ýmissa fé-
laga á sviði flugsins og heiðurs-
borgari San Diego-borgar í Kali-
forníu.
Eftirlifandi eiginkona Agnars
er Björg Sigríður Anna Axelsdótt-
ir Kristjánssonar kaupmanns á
Akureyri. Þeim varð sex barna
auðið og eru þau öll uppkomin.
„ÞAD má gera ráð fyrir suðvestan
átt fram eftir degi með éljum á
Suður- og Vesturlandi, en björtu
veðri á Austur- og Norðurlandi,"
sagði Trausti Jónsson, veðurfræð-
ingur, í samtali við Mbl. „Seinni-
partinn má síðan gera ráð fyrir, að
lægð gangi yfir landið með snjó-
komu og éljagangi, auk þess sem
veður fer kólnandi. Ef snjóar
eitthvað að ráði úr þessari lægð má
gera ráð fyrir versnandi færð, m.a.
hér á Reykjavíkursvæðinu með
kvö)dinu,“ sagði Trausti ennfrem-
ur. Trausti Jónsson sagði, að búast
mætti við breytilegri átt um allt
land um helgina, þó yrði suð-
vestan átt ráðandi. Af framan-
sögðu má vera Ijóst, að hvít jól
verða víðast hvar um land í ár.
Steingrímur leggur til 370 þús. tonna þorskafla 1983:
Ohyggilegt að veiða
meira en 350 þús. tonn
— segir Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ
VH) HÖFL'M ekki gert að ágreiningsefni þetta heildaraflamagn en teljum
hins vegar mikla hættu á ferðum og hér farið á yztu nöf. Við teljum litlar
líkur á að við munum fiska þessi 370 þúsund tonn sem ríkisstjórnin hefur
ákveðið, því það eru margir sem óttast að ástand stofnsins sé jafnvel lakara
en llafrannsóknastofnunin telur og því mjög óhyggilegt að fara fram úr þeim
heildarmörkum sem hún leggur til,“ sagði Kristján Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands íslenzra útvegsmanna, í tilefni af yfirlýsing-
um Steingríms llermannssonar um fiskveiðistefnu sína á komandi ári á
fundi með fulltrúum hagsmunasamtaka sjávarútvegs í fyrradag.
Steingrímur lýsti því þar yfir að
sögn Kristjáns, að hann myndi
heimila 370 þúsund tonna þorsk-
afla á árinu 1983, en það er svipað
aflamagn og kemur á land í ár.
Hafrannsóknastofnun hefur aftur
á móti lagt til að þorskveiðarnar
verði takmarkaðar við 350 þúsund
tonn. Að sögn Magnúsar Torfa
Ólafssonar, blaðafulltrúa ríkis-
stjórnarinnar, er stefna sjávar-
útvegsráðherra í fiskveiðimálum
komandi árs að mestu svipuð því
sem verið hefur. Fyrirkomulag á
þorskveiðum verði svipað, sömu-
leiðis skrapdagakerfið á togskip-
unum og einhverjar takmarkanir
á netavertíð hjá bátunum. Magnús
sagði að Steingrímur hefði boðað
að hann myndi kynna tillögur sín-
ar í fiskverðsmálinu á ríkisstjórn-
arfundi nk. þriðjudag, en á við-
ræðufundum þeim, sem hann hef-
ur setið með fulltrúum hagsmuna-
samtaka sjávarútvegs, hefur staða
útgerðar og fiskvinnslu verið
rædd, en ekkert komið fram um
hverjar tillögur ráðherrans verða.
Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar-
útvegsins kom saman í gærmorg-
un og var þar fjallað um ýmis þau
atriði sem fylgja fiskverðsákvörð-
un svo sem verðflokka, hlutfall
milli gæða og stærðar o.fl. Engar
ákvarðanir voru teknar. Yfir-
nefndin kemur saman á ný milli
jóla og nýárs.
Aframhaldandi landris og skjálftavirkni við Kröflu eftir 7 ár:
Kröflueldar lengstu elds-
umbrot í íslandssögunni
„ÞAÐ hefur verið töluverð skjálfta-
virkni undanfarna mánuði og stöð-
ugt landris. Reyndar hefur landris
verið meira en nokkru sinni áður
allt frá því í apríl sl.,“ sagði Páll
Einarsson, jarðeðlisfræðingur, í
samtali við Mbl, er hann var inntur
eftir stöðunni á Kröflusvæðinu, en
20. desember sl. voru sjö ár frá því,
að eldsumbrotin hófust.
„í sumar leit út fyrir að sáralít-
ið landris væri í gangi, en síðan
byrjaði það aftur í septémber-
byrjun og hefur risið nokkuð
jafnt og þétt síðan og því hefur
fylgt stöðug skjálftavirkni," sagði
Páll Einarsson ennfremur.
Aðspurður sagði Páll Einars-
son, að eldsumbrotin á Kröflu-
svæðinu, sem staðið hafa yfir í
sjö ár, væru þau lengstu í ís-
landssögunni. „Þau eldsumbrot,
sem koma næst á eftir, eru Mý-
vatnseldar, sem stóðu yfir í lið-
lega 5'A ár, og þriðju eldsumbrot-
in í röðinni er Surtseyjargosið,
sem stóð yfir í tæplega fjögur ár,“
sagði Páll Einarsson.
Aðspurður um framtíðina
sagði Páll Einarsson, að það
mætti búast við hverju sem er á
Kröflusvæðinu. „það er alveg
ljóst, að umbrotum er ekki lokið,
en hvað verður getur auðvitað
enginn sagt til um, hvort það
verða meiri eldsumbrot á yfir-
borðinu eður ei,“ sagði Páll Ein-
arsson, jarðeðlisfræðingur að síð-
ustu.