Morgunblaðið - 24.12.1982, Page 18

Morgunblaðið - 24.12.1982, Page 18
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1982 Væntanleg kirkjumiðstöð í Seljahverfi Yfirlitsmynd af kirkjubyggingunni og hverfinu um kring. Fyrir þremur árum var stofnað nýtt prestakall í Breiðholti. Þetta prestakall er Seljasókn og er 3. prestakallið í Kreiðholti en það 16. í Keykjavíkurprófastsdæmi. Selja- sókn nær yfir alla byggð Keykjavík- ur sunnan Breiðholtsbrautar. Það er íbúðarhverfi sem á næstu árum mun telja yfir 8.000 íbúa. Nær allt þetta fólk tilheyrir Seljasókn, sem verður með stærri söfnuðum. Nú stendur til að ráðast í kirkjubyggingu fyrir Seljasókn. Teikning eftir Sverri Norðfjörð, arkitekt, liggur fyrir, og hefur Byggingarnefnd Reykjavíkurborg- ar veitt leyfi til að hefja fram- kvæmdir. Stefnt er að því að hefj- ast handa með vorinu. Þetta verð- ur þá þriðja kirkjan í byggingu í Breiðholti, en bæði Breiðholtssókn og Fella- og Hólasókn eru vel á veg komnar með byggingu kirkju. En hvernig kemur hin nýja kirkja Seljasóknar til með að líta út? Blm. Mbl. hitti að máli þrjá menn, sem mikið hafa komið við sögu við undirbúning kirkjubygg- ingarinnar, til að fræðast um það. Þeir eru Valgeir Ástráðsson, prestur í Seljasókn, og arkitekt- arnir Sverrir Norðfjörð og Helgi Hafliðason, en Helgi og Valgeir hafa setið í byggingarnefnd Selja- sóknar. Samvinna Hvernig hefur verið staðið að und- irbúningi þessarar fyrirhuguðu kirkjubyggingar, Helgi? „Undirbúningur hófst fyrir tveimur árum. Þá leggur sóknar- nefnd línuna, ef svo má segja, um þær grundvallarforsendur sem teikna ætti húsið út frá. Síðan er næsta skrefið að sóknarnefnd skipar kirkjubyggingarnefnd og felur henni að vinna samkvæmt þessum forsendum. Þá er Sverrir ráðinn til að teikna húsið og hefur alla tíð síðan verið mikið og gott samstarf á milli Sverris og kirkju- byggingarnefndar um teikningu kirkjunnar. Sverrir hefur komið með skissur og tillögur sem síðan hafa verið ræddar fram og aftur á fundum. En teikningin sem byggja á eftir var tilbúin í vor.“ Til hvers kirkja? Kn Valgeir, stundum heyrast þær raddir að kirkjur séu óþarfar; að það sé hrein sóun á almannafé aö leggja út í dýra kirkjubyggingu sem síðan standi auö mestalla vikuna. Áttu svar við þessum röddum? „Já, það á ég. í fyrsta lagi er það alrangt að kirkjur standi auðar og lítt notaðar mestan part vikunnar. Kirkjur eru miklu meira notaðar en fólk almennt gerir sér grein fyrir. En auðvitað á ekki að byggja kirkju nema þörf sé fyrir hana og hún komi til með að nýtast vel. Og starfsemi Seljasóknar er þegar orðin svo mikil að hún hrópar á hús. Aðstaðan sem við búum við nú er afar slæm. Og þó er það staðrevnd að safnaðarstarfið er langblómlegasta félagsstarf í hverfinu. Raunar þolir þar ekkert annað samanburð. T.d. má nefna að í októbermánuði sl. komu tæp- lega 2.500 manns í guðsþjónustur, og þó var vetrarstarfið hvergi nærri komið af stað. Ég hef ekki handbærar tölur um aðsóknina í nóvember en ég veit að hún hefur aukist. Starf í kirkjunni er eina starfið sem hefur möguleika á því að sameina alla aldursflokka í fé- aigsstarfi. Og svo er trúrækni hverjum manni nauðsynleg á hvaða aldri sem hann er. En á hitt get ég fallist að það sé ástæðulaust að byggja dýrar og íburðarmiklar kirkjur. Kirkju- bygging á að þjóna margvíslegum þörfum safnaðarins, en á ekki að vera skrauthýsi sem að engum notum kemur." Hvaða þörfum þarf kirkjuhús að sinna? „Það fólk sem hefur unnið að undirbúningi kirkjuhúss fyrir Seljasókn hefur einmitt haft spurninguna „Til hvers kirkju- hús?“ að leiðarljósi. Og spurning- unni hefur verið svarað á þann veg að kirkjubygging sé hús sem nota skal fyrir alls kyns trúarlegar og félagslegar þarfir fólks. Kirkjuhús er bygging þar sem fólk kemur saman til trúarathafna, svo sem guðsþjónustu, hjónavígslu, útfar- ar o.s.frv. En þá er ekki allt talið, því til þess að kirkjubygging rísi undir nafni þarf að vera rými fyrir ýmis konar mannbætandi starfsemi samhliða trúarlegu starfi. Kirkju á ekki að nota á sunnudögum eingöngu. í kirkju á að fara fram lifandi starf allra aldursflokka, alla daga vikunnar. Kirkjubygging á að vera „lifandi" bygging, þar sem fólk nýtur þess að koma saman. Og sú teikning sem nú liggur fyrir er hugsuð út frá þessum forsendum. I nýju kirkjunni verður að finna hlýlegt og gott guðþjónusturými, en það er einnig gert ráð fyrir að í bygg- ingunni verði húsnæði fyrir fjöl- breytilegt safnaðarstarf, og þann- ig frá aðstöðunni gengið að nota megi mörg salarkynni samtímis án þess að eitt trufli annað. Hér er um að ræða teikningu að látlausri byggingu, sem fellur vel að um- hverfi sínu, en hefur þó þá reisn sem kirkjuhús skal hafa. Við leggjum höfuðáherslu á það að reisa gott, ódýrt og nytsamt hús.“ Teikningin Sverrir, mundir þú vilja lýsa teikn- ingunni í höfuðatriðum? „Já. Fyrst er rétt að taka það fram að allt skipulag miðast við það að nota eigi húsið á sem fjöl- breyttastan máta. En byggingunni má í grófum dráttum skipta í fimm hluta. Það eru fjórir „kubb- Stöðvun kjarn- orkuvígbúnaðar Fjórða bindi Sunnlenzkra byggða MÁL og menning hefur gefið út pappírskilju, Stöðvun kjarnorku- vígbúnaðar eftir bandarísku öld- Brotist inn hjá Dagsbrún BROTIST var inn í skrifstofur Dagsbrúnar á Lindargötu í fyrri- nótt. Engu var stolið en rótað til á skrifstofunni og skúffur voru brotnar. Þá var brotist inn í Blikksmiðju J.B. Péturssonar á Ægisgötu og verkfærum og pen- ingum stolið, en ekki ljóst hve miklu. ungadeildarþingmennina Edward Kennedy og Mark Hatfield með formála eftir W. Averell Harrim- an. I frétt frá útgefanda segir m.a.: „Stöðvun kjarnorkuvíg- búnaðar, eða Freeze eins og hún heitir á frummáli, er alveg ný bók á frummáli, kom út í apr- ílmánuði síðastliðnum í Banda- ríkjunum. Hún hefur verið mjög umtöluð og er þegar orðin víð- lesnasta bók hinnar nýju frið- arbaráttu vestan hafs — og víð- ar, því hún er þegar komin út í á annan tug þjóðlanda." Stöðvun kjarnorkuvígbúnaðar er í þýðingu Jóns Guðna Krist- jánssonar, Tómasar Einarsson- ar og Þrastar Haraldssonar. “Timm «ssj==KUIUR Edward Kennedy Mark Hatfield Stöðvun lgamorku vígbúnadar Bókarauki er eftir Garðar Mýrdal. Bókin er 183 bls. að stærð, prentuð í Prentsmiðjunni Hólum hf. Kápumynd er eftir Þröst Haraldsson. FJÓRÐA bindi Sunnlenzkra byggða er komið út og fjallar það um Kang- árþing austan Eystri-Rangár. Þórður Tómasson er höfundur kaflans um Austur-Eyjafjöll, Jón Kjartansson, Árni Sæmundsson og Ólafur Sveinsson eru höfundar kaflans Vestur-Eyjafjöll, Jóhann G. Guðnason og Erlendur Árnason eru höfundar kaflans Austur- Landeyjar, Haraldur Júlíusson og sr. Sigurður S. Haukdal eru höf- undar kaflans um Vestur-Land- eyjar, Oddgeir Guðjónsson er höf- undur kaflans um Fljótshlíð og Markús Runólfsson, Pálmi Eyj- ólfsson og fleiri hafa unnið kafl- ann um Hvolhrepp. Þórður Tóm- asson hafði umsjón með útgáf- unni, en Búnaðarsamband Suður- lands gefur út í tilefni 70 ára af- mælis síns. í þessu fjórða bindi eru taldir upp bæir úr Rangárþingi austan Eystri-Rangár, ábúendur, jörðum lýst og rakin saga. Myndir eru af öllum bæjum og ábúendum. Einn- ig eru greinargerðir um ýmis sam- tök og stofnanir og eru höfundar þeirra fjölmargir. Þetta fjórða bindi Sunnlenzkra byggða er rétt tæpar 600 blaðsíð- ur, sett, prentað og bundið í Prentsmiðjunni Odda hf. Rit- nefndina skipa Oddgeir Guðjóns- son, Jón Guðmundsson og Júlíus Jónsson. Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! il!®rgttttMg&ifr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.