Morgunblaðið - 24.12.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.12.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1982 23 Björn í Bæ hefur m.a. fengist svolítið við útskurð, en þarna eru blekbyttuumgjörð og rammi, sem hann hefur skorið út. Myndin í rammanum er af konu hans, Kristínu Kristinsdóttur. hendi sé veifað. Líklegast var það í desember 1933 að Helgi og sonur hans hugðust reka fé sitt til beit- ar. Ráku þeir það í tveimur hóp- um. í fremri hópnum var forystu- ær sem með engu móti vildi fara á þá haga sem ætlað var en setti sig beint til norðurs í þveröfuga átt við það sem fénu var ætlað að fara. Hinum hópnum sem í voru um 20 kindur, var með naumind- um hægt að koma á góða haga við Gönguskarðsá. Um hádegi þennan dag gerði eins og hendi væri veif- að, eina mestu foráttustórhríð. Var strax brugðið við til að smala fénu og eingöngu vegna þess að forystuærin var í hópnum sem norður fór og átti því undan veðri að sækja til fjárhúsa. Við illan leik var hægt að koma fénu undan veðri. Þá voru eftir þær 20 kindur sem reka þurfti beint á móti veðri til húsanna en um þær þurfti ekki að hugsa. 17 af þeim hrakti í ána og þar drápust þær en þrjár fennti, en varð þó bjargað síðar. Það var ekki að undra að menn veltu því fyrir sér hvort forystu- ærin hefði vitað um hríðina og af hvaða átt hún kæmi. Rjúpan taldi 20 unga Eitt sinn snemma sumars gerði Helgi í Tungu sér það til gamans að labba upp á svokallaða Trölla- kirkju þar sem sézt vítt yfir Skagafjörð. Var þetta skemmti- ferð og til þess gjörð. Þegar upp á fjallið kom vildi það til að Helgi styggði upp rjúpu af ungahreiðri. Var þetta mikill fjöldi af ungum sem fóru í allar áttir óg fannst Helga furðu gegna. Tók hann nú upp á því að fela sig og sjá til hvernig fjölskyldu þessari reiddi af. Rjúpan kom fyrst að hreiðrinu og fór strax að kalla og kvaka og smátt og smátt fóru ungarnir að tínast að. Helgi taldi jafnóðum og þeir komu. 18 voru komnir og skriðu þeir undir vængi rjúpunn- ar. Leið nú nokkur tími, 15—20 mínútur, en alltaf kallaði rjúpan, og allt í einu komu tveir vappandi og skriðu einnig undir væng móð- urinnar, sem gat varla breitt vængi sína yfir allan þennan fjölda. Þegar tveir siðustu voru komnir hætti rjúpan skyndilega að kalla og kvaka og leit því út fyrir að hún væri ánægð og viss um að allir væru komnir til skila. Greinilegt var að rjúpa þessi hafði tekið í fóstur unga frá grannrjúpu sinni, því stutt frá var autt hreið- ur og ræfill af rjúpu, líklega tætt af fálka. Ekki sá Helgi nein merki um að karrar væru þarna nálægir. Þetta er eitt af því sem hálærðir menn geta ekki skilið, en vart er hægt að kalla þetta skynlausar skepnur. Fyrir neðan tún á Lóni í Viðvík- ursveit hafa þau hjónin Jófríður og Gunnar frá Lóni búið sér vina- legt aðsetur. Þar eru klettar í nánd sem eitt sinn voru taldir að- setur huldufólks. Þar er skjól næstum fyrir öllum áttum og austari Héraðsvötn renna þar til sjávar skammt frá. Þarna hafa þau hjón girt af viðfelldið svæði og plantað og gróðursett mikið af trjágróðri og blómum, svo að segja má að þarna sé unaðsreitur. I þessum lundi hafa fuglar einnig tekið sér bústað og alið upp sín afkvæmi. Þeir venjast hjónunum og eru síður en svo hræddir við þau. Þeir finna sjálfsagt og vita að þarna hafa þeir griðland. Öðru máli gegnir ef ókunnugir eða kisa koma í heimsókn. Þá' er flogið í burtu eða lítið látið á sér bera. Rjúpa hefur verið þarna hjá þeim innan girðingar og vappar næstum við fætur þeirra með un- gana þegar sá tími er kominn. Undarlegt er að það er eins og rjúpan skilji þau, skilji þegar tal- að er til hennar í skipunar- eða gælutón. Þarna ríkir sýnilega skilningur og vinátta milli manns og fugls. I æðarvarpinu á Lóni, sem er eitt það þéttasta á landinu, ganga þau hjónin á milli hreiðra og klappa kollunum án þess að þær hreyfi sig. Það er raunar viður- kennt í öllum varplöndum æðar- fugls að skilningur og vinátta manns og fugla, eins og raunar við öll dýr, skapar öruggt og traust samband." Ekki alltaf kyrr í rúminu Við Björn í Bæ vikum nú talinu aftur að mannanna börnum og aftur urðu hnyttin tilsvör til um- ræðu. „Veturinn 1982,“ sagði Björn í Bæ, „hætti séra Leó Júlíusson prestskap á Borg á Mýrum og í Borgarnesi og var því brauði þá slegið upp til umsóknar. Fjórir umsækjendur sóttu prestakallið og lögðu allir nokkuð kapp á að þóknast fólkinu, sérstaklega í Borgarnesi þar sem fjöldinn varð mestur. Gengu þeir hús úr húsi og á vinnustaði og töluðu við fólk sér til liðveizlu. í Kjötiðnaðarstöð KB í Borg- arnesi kom einn umsækjandi og talaði mjög líflega við fólkið sem þar vann. Þar á meðal var einn starfsmaður, öldungur, sem hafði eignast 14 börn og komið þeim vel upp. Presturinn spurði öldunginn rækilega út í þetta, en segir síðan: „Ekki hefur þú alltaf legið kyrr í rúminu þínu, vinur minn. Þetta var tvírætt og þótti svo vel að orði komizt að allir á staðnum urðu ákveðnir í að fylgja honum í kosn- ingunum og svo fór að þessi prest- ur hlaut flest atkvæði, ef til vill fyrir sín vel heppnuðu tilsvör við kjósendur." Að gleyma sér í hita leiksins Ég spurði Björn hvort hann hefði einhvern tíma lent í lífs- háska til sjós eða lands? „Ég veit að ég hef oft teflt á tæpasta vað, til dæmis í bjarg- ferðum í Drangey þegar maður fer svo langt á syllunum að ekki er unnt að snúa sér við, en ég hef alltaf sloppið við mannraunir. í sjósókninni kom það fyrir og kem- ur fyrir enn, ef maður lendir í fiskiríi, að maður gleymir sér al- gjörlega í hita leiksins, tapar skynseminni. Ég var til dæmis eitt sinn að draga fyrir og fékk mjög góðan drátt, sem ég var að missa vegna þess hve netin voru bunkuð, að minnsta kosti 30 sjóbirtingar voru í, og ég hreinlega kastaði mér í sjóinn til þess að reyna að ná einhverju, bjarga einhverjum fiski á land. Nei, ég hef blessunarlega losnað við slík áföll og ekki var hættunni fyrir að fara í tómstundum mín- um. Þær hafa tengst mest mínu starfi, hreppamálum, söngmálum og fleiru, en síðustu árin finnst mér mjög gremjulegt að það þjak- ar mig að hafa ekki nóg að gera. Það eina sem ég geri nú er að skrifa og lesa og ég hef dútlað við að mála þegar mér leiðist mest að- gerðarleysið. Ég málaði lengi leiktjöld fyrir ungmennafélagið og þeirri hreyf- ingu á ég mikið að þakka. Þar lærði ég fyrst að koma fyrir mig orði og jafnvel að setja niður hendingar í óbundnu máli, það var mikið gert í því að þjálfa fólk í slíku. Nú er ég einn eftir að því unga fólki sem stjofnaði ung- mennafélagið 1918. Það má því segja að maður muni tímana tvenna og mikið vatn er til sjávar runnið síðan .ég fékk hingað i sveitina fyrstu sláttuvélina. Það fyrsta sem ég man eftir mér var það að ég villtist inn í gamla bæinn, lenti inni í hlóðareldhús- inu, en það hafði verið flutt úr þeim bæ 1901 og í nýjan bæ 1902. Ég var líklega þriggja ára gamall þegar þetta gerðist, en nú eru 80 ár að baki og ég held að ég megi fullyrða að uppistaðan í mínu lífi sé einhverskonar góðvilji til fólks- ins sem ég lifi með. Ég hef alltaf verið sáttur við stað og stund í stóru, en einstaka sinnum hefur lífið kennt mér að ekki er alltaf allt baðað geislum.“ Á síðari árum hefur Björn í Bæ fengist svolitið við að mála í frístundum sinum og hér er ein mvnda hans. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.