Morgunblaðið - 24.12.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.12.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1982 25 Endurminningar frá grímudansleik Hljómsveitin Kræbbblarnir, sem nú sendir frá sér sina fimmtu hljómplötu. Ný hljómplata frá Fræbbblunum Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Ingólfur Margeirsson: ERLEND ANDLIT Myndbrot af mannfólki. Iðunn 1982. „Þessar frásögur eru eins konar endurminningar frá grímudans- leik; fyrst nú er ég að ígrunda, hverja ég dansaði við.“ Þannig kemst Ingólfur Mar- geirsson að orði um bók sína Er- lend andlit. Myndbrot af mann- fólki. Ingólfur notar orðið frásög- ur, en satt að segja er erfitt að skilgreina efni bókarinnar. Eru hér á ferð smásögur, frásagnir eða blaðamennska? Frásaga brúar bil- ið. Eins og heiti bókarinnar gefur til kynna er efniviðurinn sóttur til útlanda. Minnisstæðar persónur sem höfundurinn þekkir af eigin raun eru leiddar fram í dagsljósið, þess freistað að skyggnast undir yfirborðið. Þetta tekst misjafnlega hjá Ing- ólfi Margeirssyni. Mér þykir hon- um takast einna best í Tígrinum frá Síbiríu og Mr. Hollins opnar hjarta sitt. Fyrrnefnda frásagan lýsir fundum höfundar við óvenju- lega vændiskonu í Varsjá. Hún er ekki einungis dýr og eftirsótt mella heldur bókmenntakona sem vitnar í Ljóð fyrir fullorðna eftir Adam Wazyk, Hún lýsir ljóðinu réttilega sem hatrömmu uppgjöri „við þróun kommúnismans í Pól- landi og braut ís áralangrar þagn- ar rithöfunda og skar upp herör gegn lygi stjórnvalda". A kunn- áttusamlegan hátt lætur Ingólfur samtalið við vændiskonuna skýra aðstæður í pólsku menningarlífi og ýmislegt sem fær lesandann til að átta sig betur á stjórnmálasögu Póllands. Kannski hefur þessi sér- stæða kona aldrei verið til nema í hugskoti Ingólfs Margeirssonar? Þessi frásaga er dæmi um góða blaðamennsku. Mr. Hollins opnar hjarta sitt geldur þess að vísu eins og fleiri frásögur í Erlend andlit að list- ræna hnitmiðun skortir. En þetta er athyglisverð frásaga um ís- lenska enskunemendur á Englandi og sýnir vel inn í smáan hugar- heim ensks kennara. Mr. Hollins er haldinn vanmetakennd, enda þvingaður af systrum sínum og umhverfinu yfirleitt. Með því að beina skeytum sínum að ungum íslendingum fær hann nokkra út- rás, en eiginlega hefur hann farið á mis við allt sem kalla mætti eðli- legt mannlíf. íslandsför verður til þess að vissir hlutir uppljúkast fyrir honum, en samkvæmt síð- asta bréfi hans virðist þessi lífs- reynsla ekki hafa verið mannbæt- andi fyrir hann. Ég ætla ekki að gerast margorð- ur um aðrar frásögur Ingólfs Margeirssonar. Kopar frá Chile er tilraun til að skapa spennu í frá- sögn með hliðsjón af flóknum al- þjóðastjórnmálum. Heimsmaður frá Búdapest sýnir lesandanum nagandi tómleik austantjalds, ör- yggisleysi og hræðslu fólks þar. Fílótímó er persónuleg frásaga um sérkennilegan karakter. Byr undir báða vængi er á margan hátt for- vitnileg dæmisaga um bandaríska lífshætti. En ég hef trú á því að meira hefði orðið úr frásögunni ef höfundurinn hefði unnið hana bet- ur. Erlend andlit hefðu þurft á meiri þolinmæði og yfirlegu höf- undar að halda. En hér er skrifað af frásagnargleði og sá hæfileiki góðs blaðamanns er fyrir hendi að leyfa ekki lesandanum að dotta. Hljómsveitin Fræbbblarnir hefur sent frá sér nýja hljómplötu er nefn- ist „Warkweld in the west“, en út- gefandi er „Rokkfræðsluþjónustan" í Kópavogi. Á plötunni eru fjögur lög, en þetta er fimmta plata Fræbbblanna, sem um þessar mund- ir hefur starfað í fjögur ár. Platan er tekin upp i Hljóðrita, pressuð í Alfa, og Fálkinn annast dreifing. f fréttatilkynningu frá Rokk- fræðsluþjónustunni í tilefni útkomu hinnar nýju hljómplötu segir svo meðal annars: „Fræbbblarnir eru í dag einung- is þrír, þeir Stefán Guðjónsson, Steinþór Stefánsson og Valgarður Guðjónsson, en til aðstoðar á þess- ari plötu hafa þeir fengið nokkra valinkunna listamenn. Þeir eru Tryggvi Þór Tryggvasson, Mike Pollock, Kristin Steingrímsson á gítar og Þorsteinn Hallgrímsson á hljómborð, ásamt Helga Magnús- syni í bakröddum. Gekk yfirleitt vandræðalaust af fá þá til sam- starfs, flestir gáfu samþykki sitt þegar eftir nokkrar líflátshótanir, kjaftshögg eða beinbrot. Aðeins í einu tilfelli þurfti að beita raf- lostsmeðferð. Auk þess var helsta aðdáanda hljómsveitarinnar nappað af skæruliðasveit Rokk- fræðsluþjónustunnar, bundinn niður í upptökusal og honum hót- að að lesin yrði fyrir hann íslensk poppgagnrýni. Mótmæla- og neyð- arópin voru síðan hljóðrituð." Sálinni til næringar Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Kæri herra Guð, þetta er hún Anna: Fynn. Teikningar: Papas. Þýðing: Sverrir Páll Erlendsson. Útg. ísafold 1982. Þessi saga var lesin í útvarpinu fyrr á árinu, að því er mér er sagt, en vel gæti ég trúað, að hún nyti sín betur við lestur, því að í raun- inni er kannski ekki sérstök spenna í frásögninni heldur hæg- ur og ljúfur hrynjandi sem kemur vel til skila þegar hún er lesin. Fynn er dulnefni höfundarins. Hann kynnist Önnu, sem er þá um fimm ára, kvöid eitt í hafnar- hverfi London árið 1935. Hann er þá sjálfur nítján ára. Anna er að strjúka að heiman og Fynn tekst ekki, né heldur fjölskyldu hans að draga upp úr henni, hvaðan hún sé komin. Svo að á endanum verður hún bara ein af fjölskyldu Fynns og ver hjá þeim fáum lífsárum, sem eftir eru af ævi hennar. Það mun svo hafa verið þrjátíu árum síðar, sem Fynn skráir söguna og trúlega er hér ekki um nákvæma frásögu að ræða, væntanlega er sagán það sem Fynn situr með í sálinni að liðnum mörgum árum. Anna er í senn venjulegt barn, heimspekingur og snillingur, ígrundunarefni hennar eru hreint ótæmandi og samskiptum hennar og Fynns er lýst af stakri ljúf- mennsku. Samræður þeirra, upp- götvanir hennar, ráðleggingar Með storminn í fangið III hennar, barnsleg einlægni og makalaus uppáfyndingarsemi telpunnar ... þessu þarf maður auðvitað ekki að trúa. Kannski er óhugsandi að svona barn eins og Anna hafi verið til. En það gerir heiminn betri að vona að svo hafi verið. MÁL og menning hefur gefið út pappírskilju, Með storminn í fangið III, eftir Brynjólf Bjarnason. í bókinni eru greinar, ræður og viðtöl frá árunum 1972—1982. Með storminn í fangið I og Með storminn í fangið II komu báðar út sem pappírskiljur ár- ið 1973 og höfðu að geyma greinar og ræður Brynjólfs frá árunum 1953—1972. Með storminn í fangið III er 151 bls. að stærð, prentuð í Prentsmiðjunni Hólum hf. Þröstur Magnússon gerði káp- una. Þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar — eftir Martein Skaftfells Líklega eiga þjóðsögur og sagnir ítök í flestum. Einnig þeim, sem eyða tíma sínum í annað fremur en bóklestur. Það mun því hafa glatt marga, er þess var getið í blöðum fyrir helgina, að á vegum „Þjóðsögu" séu fjögur fyrstu bindi þjóðsagna Sigfúsar komin út. Og það hefur ekki skyggt á gleðina, að Hafsteinn Guðmundsson, eigandi Þjóðsögu, fagurkeri íslenskrar bókaútgáfu, hefur farið um þau hug og höndum. Enga bók hef ég séð frá hans forlagi, sem vitnar ekki um vand- virkni og listfengi. Og þjóðsagna- útgáfa hans er stórfalleg og ber þess glögg merki, hversu hugstæð útgáfan er honum. Enda kennir hann forlag sitt við þjóðsögu. Óskar Halldórsson dósent bjó þjóðsögurnar undir prentun og skrifaði formála. En hann er fremur fyrir annað kunnur en að kasta höndum til þess sem hann gerir. Ástaróður Ijóð eftir Valgerði Þóru ÚT ER komin Ijóðabók eftir Val- gerði Þóru, en þetta er þriðja Ijóða- bók hennar og ber heitið Ástaróður. Er hér um að ræða aðeins eitt Ijóð, óð sem ber sama heitið og bók- in, en óðurinn er rúmlega 30 erindi. Bókin er pappírskilja, skreýtt mörg- um teikningum og skreytingum sem Guðrún Berg teiknari hefur teiknað. Prentsmiðja Árna Valdimarssonar hf. hefur unnið bókina. Á blaðamannafundi, sem þeir Hafsteinn og Óskar héldu, kom það fram, að Hafsteini líkaði ekki verkið, er búið var að setja tvö fyrstu bindin. Hann kastaði þeim því og lét vinna þau á ný. Þetta lýsir vel vandvirkni hans og kröfu um fallega vinnu. Þjóðsagnaútgáfa Hafsteins er hverjum bókamanni mikill fengur, og prýði hverri bókahillu. Og hún verður, eins og aðrar bækur hans, fagrar og vandaðar, honum minn- isvarði, og öðrum góð fyrirmynd. Jafnframt er þessi útgáfa veg- leg og verðug viðurkenning á söfn- unarstarfi Sigfúsar, sem leitt var af brennandi áhuga. Hugurinn var heitur, en höndin oft köld, sem pennanum stýrði, er hann skráði þetta viðamikla sagnasafn. Sigfúsi kynntist ég af hendingu nokkrum árum áður en hann dó, er hann átti erindi í borgina. Hann kom daglega til góðkunn- ingja míns og ég oftast líka. Mig minnir, að hann segði mér, að hann notaði griplur við skriftir, þegar kalt var. Og það hefur vafa- laust víða verið kalt. Fólk bjó þá við brot þeirra þæginda, sem al- menningur nýtur nú. En ódrep- andi áhuga Sigfúsar urðu kuldi, fátækt og aðrir erfiðleikar að lúta. Þess vegna er þetta mikla sagna- =0 mm KIIJUR Brynjólftir Bjamason Me< ^ fai safn til. Þess vegna njótum við þess. Og þess vegna mun þjóðin um framtíð njóta þess. Gláms-rímur sínar gaf Sigfús mér, áritaðar þessari vísu: „Afram, áfram elfir slreyma, kynslód af kynslóð af kapphlaupi. (■efur hver oórum olnbogaskot, sækir þó samfara ad sama marki.“ Mig grunar, að Sigfús hafi verið viðkvæmur og auðsærður „oln- bogaskotum", og honum hafi fund- ist hann ekki njóta þess skilnings, sem verðugt var. Hann vissi, án þess að hreykja sér, að hann var að vinna mikil- vægt björgunarstarf. Og ég held, að hann hafi verið næstum barns- lega þakklátur þeim, sem skildu það. Það er gleðilegt, að hafin er þessi vandaða og fallega útgáfa á Þjóðsögum Sigfúsar, tæpri hálfri öld eftir fráfall hans. Við stöndum í þakkarskuld við Sigfús fyrir söfnunarafrek hans. Við stöndum í þakkarskuld við Hafstein fyrir þessa fallegu og vönduðu útgáfu. Og við Óskar Halldórsson dósent fyrir hans hlut í útgáfunni. Þakkir, ykkur öllum. Undir það mun verða tekið um allt land. M.Sk. Leikfélag Akureyrar: Sýningar á barna- leikritinu Siggi var úti á milli jóla og nýárs LEIKFÉLAG Akureyrar sýnir barna- leikritið Siggi var úti eftir Signýju Pálsdóttur dagana 27., 28., 29. og 30. des. Allar sýningarnar hefjast kl. 17.00. Tónlist við leikritið er eftir Ás- geir Jónsson, leikmynd gerði Þrá- inn Karlsson, lýsingu annast Við- ar Garðarsson, en Freygerður Magnúsdóttir hefur gert búninga. Miðasala er opin frá kl. 13.00 á sýningardögum, og er hægt að panta miða í síma 24073. © INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.