Morgunblaðið - 24.12.1982, Page 3

Morgunblaðið - 24.12.1982, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1982 3 Sendir jólagjafir til pólskra barna „ÞAD VÖRU tæp 300 kíló sem ég sendi að þessu sinni, en ég er búinn að senda þeim böggla sex til sjö sinnum áður, sennilega er þetta orðið um ein sniáU st," sagði Ingþór Sigurbjörnsson málarameistari í samtali við Morgun- blaðið, en hann hefur frá því í sumar sent vmiss konar gjafir til bágstaddra í l’ollandi, mest fatnað og hreinlætisvörur. Mikið var um dýrðir er litlu jólin voru haldin hátíðleg í Skálatúni í Mosfellssveit sl. miðvikudagskvöld. Á myndinni má sjá nokkra flytjendur helgileiks og hluta áhorf- enda, sem fylgdust með af áhuga. MorKunbia8iív rax. Seðlabankinn tekur um 823 milljóna króna lán Ingvar sagðist hafa borið upp tillögu á fundi í góðtemplararegl- unni um sendingar af þessu tagi og hefði verið einróma samþykkt að reglan stæði að þessum gjafa- sendingum. Ingþór Sigurbjörnsson við stafla af pökkum, sem hann sendi nýverið til bágstaddra í Póllandi. Morgunhlaðið KÖK „Þessi sending fer með flugvél- um beint í hlað, Flugleiðir flytja þetta endurgjaldslaust til Kaup- mannahafnar og þar taka önnur félög við, og verð ég að greiða þann flutning. Þetta var sent með flugi svo börnin fengju glaðning fyrir jólin. Eg hef sent þetta allt á barna- heimili í Lodz, sem kona að nafni Renata Rimler hefur rekið í 25 ár. Ég frétti um vandræði heimilisins frá Svíþjóð gegnum Friðrik Sigur- björnsson lögfræðing. Síðan hef ég notið stuðnings Arnórs Hanni- balssonar varðandi allar bréfa- skriftir. Ég fæ alltaf kort og kvittun frá Renötu eftir hverja sendingu. Það eru mjög elskuleg bréf, og hún segist ekki eiga nógu sterk orð til að láta í ljós þakklæti sitt. Hins vegar hafa biskuparnir aldrei svarað neinu, en ég sendi pólsku kirkjunni eina sendingu, reyndar þá stærstu sem ég hef sent til Póllands. Ég sendi þeim hana með Hafskipum og veit að þeir fengu hana 21. ágúst. Mér finnst það lélegt af þeim að senda enga kvittun eða viðurkenningu fyrir móttöku. Það hefur fylgt þessu talsverð vinna en ég sé ekkert eftir þeim tíma sem í þetta hefur farið, þótt hann sé orðinn drjúgur," sagði Ingþór. Ingþór sagði að í fyrstu hefði verið vissum erfiðleikum háð að fá leyfi fyrir sendingunum, en svo væri ekki lengur. SEÐLABANKI íslands tók nýverið svokallað „Eurodollara“-skulda- bréfalán hjá nokkrum fjárfestingar- bönkum í London að upphæð 50 milljónir dollara, sem svarar til 823,6 milljóna íslenzkra króna, miðað við núverandi gengi. Stærsti bankinn er „Credit Suisse-First Boston“. Þetta er í fyrsta sinn í tæplega 6 ár, sem svona lán með föstum vöxtum er tekið af íslendingum, en fastir vextir af þessu láni, sem er til 10 ára, eru 123/»%. Lánið er afborgunarlaust fyrstu fimm árin, en síðan er greitt af því einu sinni á ári fram til ársins 1992. Að sögn Jóhann- esar Nordal, seðlabankastjóra, sem undirritaði lánið, var það tekið í samræmi við lánsfjár- áætlun ársins 1982 og er ætlað að greiða niður bráðabirgðalán, sem tekin hafa verið. Eggert, Jón og Óli Már fyrir Rangár- vallasýslu ÞRÍR menn voru valdir á fundi Full- trúaráðs Sjálfstæðisflokksins i Rangárvallasýslu, til framboðs i prófkjöri flokksins i Suðurlands- kjördæmi, sem fram fer í janúar. Á fundinn mættu 38, eða allir þeir sem atkvæðisrétt hafa. At- kvæði féllu þannig að Eggert Haukdal varð í fyrsta sæti með 37 atkvæði, annar varð Jón Þorgils- son með 33 atkvæði, í þriðja sæti varð Óli Már Aronssón með 26 at- kvæði, í fjórða sæti varð sr. Hall- dór Gunnarsson með 10 atkvæði og í fimmta sæti varð Sigurður Óskarsson með 8 atkvæði. Þeir þrír efstu, Eggert, Jón og Óli Már, verða því frambjóðendur sýslunnar í prófkjörinu á Suður- landi. Stefnt er að því að halda prófkjörið 22.-23. janúar sam- kvæmt upplýsingum Mbl. Dregid í happdrætti Styrktarfélags lam- aöra og fatlaðra í GÆR var dregid hjá borgarfóg- eta í Reykjavik í símnúmerahapp- drætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Eftirtalin símanúmer hlutu vinning: 91-53110 Suzuki jeppi. 91-29931 Suzuki jeppi. 93-2253 Suzuki jeppi. 91-72750 Suzuki jeppi. 91-66790 Suzuki jeppi. 91-34961 Suzuki jeppi. 91-20499 Suzuki jeppi. Sólarlandaferðir til Benidorm komu á þessi númer: 97-7537, 93- 2014, 92-7626, 91-17015, 93-2016, 96-21015, 91-72138, 93-2003, 91- 25076, 91-71037. Styrkarfélag lamaðra og fatl- aðra þakkar öllum þátttakendum í happdrættinu velvilja og veittan stuðing. (Itirt án áhyrgAar.) Ferðaskrifstofan Útsýn býður yður velkomin, sendim beztu óskin um gleðileg jól, þakk árum féig n f i’ n r fn\%yldar og fararheilla^ l á liðnum 'SSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.