Morgunblaðið - 24.12.1982, Síða 10

Morgunblaðið - 24.12.1982, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1982 — Coopers & Lybrandt endurskoðunarfyrir- tækið telur framleiðsluna vonlausa Kim leyft að fara Seoul, 23. dcNomber. Al*. LEIÐTOGI andstæöinga stjórnar- innar í Suður-Kóreu, Kim Dae- Jung, fór frá Suður-Kóreu til Bandaríkjanna í dag samkvæmt ör- uggum heimildum. Kona Kims og tveir þriggja sona þeirra eru í fylgd með honum. Kim var á sínum tíma dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir undirróður, en var fluttur úr fangelsi í Chongju í sjúkráhús háskólans í Seoul fyrir einni viku. Kim hefur verið gigtveikur síð- an hann brákaðist á mjöðm í bílslysi í baráttunni fyrir for- setakosningarnar 1971, þegar minnstu munaði að hann sigraði Park heitinn forseta. Öflugur vörður hefur gætt Kims í sjúkrahúsinu í Seoul og aðeins fjölskylda hans hefur fengið að að heimsækja hann. Um 200 öryggisverðir voru á hæðinni þar sem sjúkrastofa hans var og nokkur hundruð um- hverfis sjúkrahúsið. Blaðamenn og ljósmyndarar voru reknir í burtu. Um 200 velunnarar mættu á flugvöllinn til að kveðja Kim, en hann sást ekki á stöðum sem eru opnir almenningi. Upphaflega átti hann að fara með flugvél Kóreu-flugfélagsins til New York. Seinna var ákveðið að hann færi með flugvél Northwest Airlines til San Diego, Kali- forníu, með viðkomu í Seattle og Los Angeles. Miami Bcach, Bandaríkjunum, 23. dcs. AP. SKIPTARÁÐANDINN í gjald- þrotsmáli De Lorean-bifreiðaverk- smiðjunnar á Norður-írlandi, sem jafnframt keypti framleiðsluréttinn á glæsivögnum verksmiðjunnar ef grundvöllur kynni að reynast fyrir framleiðslu þeirra á ný, tilkynnti í dag, að ákveðið hefði verið af hálfu fyrirtækisins, að taka ekki upp þráð- inn þar sem frá var horfið í fram- leiðslu bifreiðanna. Forstjóri fyrirtækisins kunn- gerði ákvörðun þessa að vandlega íhuguðu máli eftir að honum hafði borist skýrsla breska endurskoð- unarfyrirtækisins Coopers & Lybrandt, sem m.a. kom við sögu í málefnum Álversins í Straumsvík á sínum tína. Sagði forstjórinn, Sol Shenk, að skýrsla Cooper & Lybrandt væri á þann veg, að glapræði væri að hefja fram- leiðslu bílanna á ný. „Ég heid ekki að þess sé nokkur von, að bílar þessir verði fram- leiddir á nýjan leik,“ sagði hann við fréttamenn. Fyrirtækið keypti í október alla þá De Lorean bíla, sem til voru hjá verksmiðjunum, rúmlega 1100 talsins. Verð þeirra var í haust á bilinu 25—30.000 Bandaríkjadalir, eða sem svarar 4 —500.000 íslenskum krónum. Sprenging í Sydney Sydney, 23. dcscmbcr. AP. ÍSRAELSKA ræðismannsskrifstofan í Sydney eyðilagðist í kröftugri sprengingu í dag og tvennt slasaðist. Miklar skemmdir urðu í annarri sprengingu, fimm klukkutímum síðar, í bílageymslu í kjallara Gyðingaklúbbs, og nokkrir bílar skemmdust. Gestir veitingahúss í Koo Stark í nýársfagnað Elísabetar drottningar Lundúnum. 23. dcscmhcr. AP. BANDARÍSKU leikkonunni Koo Stark, sem fræg er orðin fyrir sam- band sitt við Andrew prins, hefur verið boðið í nýársfagnað konungs- fjölskyldunnar, að sögn breska blaðsins Daily Express í dag. I>á skýrði Daily Mirror frá því í gær, að þau skötuhjú hefðu átt fjögurra Morðingjar Hvass fundnir Kaupmannahöfn, 23. dcNcmbcr. AP. TVEIR fíkniefnaneytendur voru í dag úrskurðaðir í mánaðar gæzlu- varðhald í Kaupmannahöfn ákærðir fyrir að hafa brotizt inn á heimili Frants Hvass, fyrrum sendiherra Dana í Vestur-Þýzka- landi, og barið hann til bana með kampavínsflösku. Mennirnir tveir hafa játað á sig verknaðinn en neita því, að ætlunin hafi verið að drepa Hvass. stunda ástafund í Buckingham-höll á mánudagskvöld. Talsmaður Buckingham-hallar neitaði að staðfesta fregnina, er hún var borin undir hann, en vildi heldur ekki bera hana til baka á þeim forsendum, að aldrei væri gefið upp opinberlega hverjum drottningin byði í veislur. Undir fyrirsögnininni „Koo mætir einnig" skýrði Daily Ex- press frá því, að Andrew prins, sem nú er 22 ára gamall og af flestum blöðum heims talinn eftir- sóttasti piparsveinninn sem völ er á, hefði óskað eftir því að Koo Stark yrði boðið í nýársfagnaðinn. Blaðið sagði einnig, að hennar væri von í lok næstu viku og myndi hún dveljast eitthvað fram á nýárið með konungsfjölskyld- unni, að sveitasetri hennar að Sandringham í Norfolk. Þá lét blaðið þess og getið, að öll kon- ungsfjölskyldan, að Margréti drottningarsystur og Játvarði, yngsta syni drottningar, undan- skildum, yrði saman komin í Sandringham yfir hátíðirnar. Allra fregna af Andrew prins og Koo Stark hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu allt frá því fyrst spurðist til þeirra á leyni- legri ferð þeirra til eyjarinnar Mustique í Karabíska hafinu. Fréttir af þeirri ferð vöktu heims- athygli, ekki síst fyrir þá sök, að hin 26 ára ungfrú Stark var á sín- um bendluð við tvær kvikmyndir, sem báðar flokkast undir „létt klám.“ Gyðingahverfi voru fjarlægðir eft- ir að sprengingu var hótað í síma. Ræðismannsskrifstofa ísraels var á sjöundu hæð skrifstofubygg- ingar og sprengjunni var komið við dyr skrifstofunnar. í bygging- unni eru einnig ræðismannsskrif- stofur Spánar, Italíu og Ung- verjalands, skrifstofur tveggja fyrrverandi forsætisráðherra, Sir William McMahon og Gough Whitlam, og nefndar, sem rann- sakar eiturlyfjasölu í Ástralíu. Aðalræðismaður Israels, Dr Moshe Liba, hafði eftir lögregl- unni að Frelsissamtök Palestínu, PLO, hefðu tekið á sig sökina á sprengingunni. En talsmaður PLO í Ástralíu, Ali Kazak, neitaði því að samtökin bæru ábyrgðina. Hann benti á að PLO nyti samúð- ar í heiminum og sagði að tilræðið mundi aðeins þjóna hagsmunum andstæðinga Palestínumanna. Doug Anthony starfandi for- sætisráðherra kvað ekki útilokað að tilræðinu hefði verið stefnt gegn skrifstofu rannsóknarnefnd- arinnar í eiturlyfjamálinu. Rafmagn fór af á stóru svæði í USA Loka varð spilavítum í Las Vegas l.os Anjfclcs, 23. dc.M*mbcr. AP. RAFMAGN FOR af síðdegis á miðvikudag á stóru svæði í vesturhluta Bandaríkjanna með þeim alleiðingum, að rafmagnslaust varð á meira cn 2 millj. heimila og hjá fjölda fyrirtækja. Náði rafmagnsleysið til Kaliforníu, Nevada og Arizona, en stóð mislengi. Borglr eins og San Francisco, Sacram- ento og San Jose urðu alveg rafmagnslausar í um klukkutíma en í Los Angeles stóð rafmagnsleysið yfir aðeins örstutta stund. Kafmagnið fór af, þegar stór rafmagnsleiðsla slitanði í óveðri, sem gekk yfir vesturhluta Banda- ríkjanna. Þegar leiöslan slitnaði, varð keðjuverkun á þann veg, að bilun varð í mörgum orkuverum á þessu svæði. Ein afleiðing rafmagnsleysisins var sú, að loka varð skemmtigarð- inum i Disneylandi í Kaliforníu og ljósadýrðin í spilaborginni Las Vegas í Nevada slokknaði svo að loka varð spilavítum. Lögreglan í San Francisco skýrði frá meira en 20 vopnuðum ránum, sem framin voru, á meðan rafmagnslaust var í borginni og þá fyrst og fremst á fólki, sem ekki komst heim til sín eftir vinnu, sökum þess að spor- vagnar stöðvuðust, þar sem þeir voru, er rafmagnið fór af. Verður þriggja ára á annan í jólum. — Sjimpansinn Júlíus í dýragarðin- um í Kristiansand í Noregi, sem er ein vinsælasta stjarna norska sjónvarpsins, verður þriggja ára á annan í jólum. Hann er þegar búinn að fá nokkrar gjafir og auðvitað var hann ekkert að bíða með aö taka þær upp. Fornt skipsflak finnst við Rhodos Aþcna, 23. dc.Ncmbcr. AP. GRÍSKIR fornleifafræðingar hafa fundið skipsflak neðansjávar, sem álitið er að sé frá sjöttu öld fyrir Kristsburð. Flakið fannst í nánd við eyjuna Rhodos, samkvæmt heimild- um stjórnvalda í dag. Hið forna skip, sem liggur á u.þ.b. 35 metra dýpi, hefur verið með farm í ferðum er það fórst, sem að öllum líkindum hefur verið vín, ef tekið er mið af krukkum þeim er fundist hafa í flakinu. Grískir fornleifafræðingar, sem hafa verið að kanna svæðið um- hverfis eyjarnar, hafa fundið meira en 700 skipsflök á undan- förnum fjórum árum. Tveir dóu í sprengingu Tcl Aviv, 23. dcscmbt>r. AP. TVEIR ísraelskir hermenn létu lífið í morgun þegar sprengja sprakk skammt frá þeim í bæki- stöðvum hersins við Ein Hilwe- flóttamannabúðirnar skammt frá Sídon í suðurhluta Líbanon. í frétt frá ísraelska varn- armálaráðuneytinu segir, að þriðji hermaðurinn og tveir Arabar, sem einnig voru í ná- grenninu, hafi einnig særst. Hermenn fínkembdu svæðið í leit að spellvirkjunum strax eftir sprenginguna en fundu ekkert grunsamlegt. Þetta er önnur sprengingin í sömu vikunni, em verður ísra- elskum hermönnum að ald- urtila. Á þriðjudag sprakk herbifreið í loft upp er hún ók yfir jarðsprengju með þeim af- leiðingum að tveir menn fór- ust. De Lorean-bílarnir ekki á göturnar á nýjan leik

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.