Morgunblaðið - 30.12.1982, Qupperneq 1
44 SÍÐUR
292. tbl. 69. árg.
FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982
Prentsmiöja Morgunblaðsins
Afganistan:
Skyndiárás á
stóra flugstöð
Islamahad. 29. desember. AI\
AFGANSKIR skæruliöar eyðilögðu
tíu sovéskar herþyrlur og stór-
skemmdu flugbraut og byggingar í
skyndiárás á mikilvæga flugstöð í
Nangarhar-héraði í Austur-Afganist-
an að því haft var eftir áreiðanlegum
heimildum í dag.
Að sögn skæruliða féllu eða
særðust 130 sovéskir og afganskir
stjórnarhermenn í árásinni, sem
var gerð fyrir um viku. I gagnárás
Sovétmanna féllu 24 skæruliðar
og 12 óbreyttir borgarar en sjálfir
misstu Sovétmenn 24 til viðbótar.
Skæruliðarnir, sem árásina gerðu,
voru 50 talsins og tilheyra flokki
Yunis Khalis, 76 ára gamals
manns, sem oft stjórnar mönnum
sínum sjálfur í bardögum gegn
innrásarliðinu.
Flugstöðin, sem ráðist var á, er
Lundúnir:
Jólin rauð og
veðstofan vann
London, 29. desember. AP.
VEÐMANGARASTOFAN hans Willi-
am Hill vann veðmálið um hvít jól í
Lundúnum, sem skýrt var frá fyrir há-
tíðar, og hafði „nokkrar þúsundir
punda upp úr krafsinu" að því er tals-
maður stofunnar skýrði frá í dag.
„Eins og venjulega rann allt veð-
féð til okkar,“ sagði Graham
Sharpe, talsmaður veðmangaranna,
en þeir höfðu heitið þeim miklu fé,
sem vildu veðja á hvít jól að þessu
sinni. Jólin í London voru rauð og
þannig hefur það verið síðastliðin 12
ár. William Hill og félagar hans eru
nú þegar búnir að endurnýja veð-
málið fyrir næstu jól og bjóða upp á
sömu býti, 20 gegn 1.
skammt fyrir vestan borgina Jal-
alabad og er önnur mikilvægasta
herstöð Rússa fyrir utan bæki-
stöðvarnar við Kabúl. Eftir árás-
ina sást mikil lest rússneskra
bryndreka, um 300 talsins, halda
frá Jalalabad en Rússar reka
hernaðinn gegn landsfólkinu
þannig, að þeir gera stórárásir á
þorp og bæi og eira engu, hvorki
fólki né fénaði.
Svíum ekki
fjölgað jafn
lítið í 110 ár
Stokkhólmi. 29. desember. AP.
FÓLKSFJÖLGUN í Svíþjóð var
minni á þessu ári en hún hefur
verið síðastliðin 110 ár, að því er
sagði í fréttum frá sænsku hag-
stofunni i dag.
Svíum fjölgaði aðeins um
3.100 manns á þessu ári og er
þá jafnt tekið tillit til fæðinga
og þeirra, sem flust hafa til
landsins. Hefur fjölgunin ekki
verið minni síðan á sjöunda
tug síðustu aldar þegar alvar-
legur uppskerubrestur hrjáði
landsmenn og fólk flúði unn-
vörpum til Vesturheims.
A þessu ári hafa fæðingar
verið 92.600 en 91.400 manns
hafa látist. Munar þar aðeins
1.200 og eru fæðingar nú 1.500
færri en í fyrra. 30.300 manns
fluttust til Svíþjóðar í ár en
28.400 frá landinu. Er hvor-
tveggja talan lægri en í fyrra. í
Svíþjóð hinni köldu búa nú
8.326.000 manna.
Myndin er frá viðræðum Líbana og ísraela um brottflutning ísraelsks herliðs frá I.ibanon, en þær hófust sl.
þriðjudag. Líbönsku fulltrúarnir eru til hægri á myndinni en þeir ísraelsku til vinstri. Fremst á myndinni snúa
samningamenn Bandaríkjastjórnar baki að Ijósmyndaranum. AP
Líbanon:
Trevst á míllígöngu
Bandaríkjastjórnar
IL.lptifl 90 JiiL.nmkn. t
Beirút, 29. desembcr. AP.
LÍBANIR reiða sig nú á aö Bandaríkjamenn taki virkari þátt
í viðræðum þeirra við Israela um brottflutning ísraelsks her-
liös og að þeim takist aö miðla málum í deilunum um dagskrá
fundanna. Að sögn líbanska ríkisútvarpsins vilja Israelar
fyrst ræða um eðlileg samskipti milli ríkjanna en Líbanir vilja
byrja á brottflutningnum.
Ríkisútvarpið skýrði frá þessu í
dag eftir að Elie Salem utanríkis-
ráðherra hafði átt fund með sendi-
manni Bandaríkjastjórnar, Morris
Stjórnarkreppa í Finnlandi:
Kalevi Sorsa ætlar
að segja af sér í dag
Draper, en þar mun hann hafa
farið fram á virkari þátt Banda-
ríkjamanna í viðræðunum. Líb-
anskur embættismaður, sem ekki
vildi láta nafns síns getið, sagði
fréttamanni AP, að líbanska
stjórnin vildi „ekki ræða pólitísk
málefni meðan fjórir fimmtu hlut-
ar landsins væru hersetnir".
„ísraelar hafa tvo fimmtu hluta
Líbanons á valdi sínu,“ sagði emb-
ættismaðurinn, „og Sýrlendingar
og Palestínumenn aðra tvo. Við
þær kringumstæður getum við
ekki um annað rætt en brottflutn-
ing erlends herliðs.“ Ríkisstjórn
Gemayels, sem nýtur stuðnings
bandarískra, franskra og ítalskra
hermanna, ræður aðeins yfir
Beirút-borg og landsvæði krist-
inna manna í miðhálendinu eða
einum fimmta landsins, sem er
alls 10.452 km2.
Viðræðurnar um brottflutning-
inn fara fram í þorpinu Kiryat
Shmona, skammt fyrir sunnan
Beirút, en þar réðu Palestínumenn
ríkjum í 13 ár eða þar til ísraelar
ráku þá þaðan i sumar leið. íbú-
arnir eru mjög fegnir friðsemd-
inni sem þar ríkir nú og hafa í von
um framtíðarfrið skreytt bæinn
mjög fagurlega með marglitum
ljósum. „Hér áður þorði fólk ekki
að líta af börnum sinum eina
stund og félli hurð harkalega að
stöfum tókum við á rás í
loftvarnabyrgið,“ var haft eftir
einum íbúanna.
Ilelsinki, 29. des. Frá lUrry (íranberg,
fróltaritara Mbl.
FINNSKA stjórnin er fallin
og hefur Kalevi Sorsa forsæt-
isráðherra úr flokki jafnað-
armanna, ákveðið að biðjast
lausnar fyrir sig og stjórn
sína á morgun, fimmtudag.
Það voru kommúnistar, sem
felldu stjórnina með því að
neita að fallast á útgjöldin til
varnarmála. Líklegast er tal-
ið, að Koivisto forseti skipi
embættismannastjórn, sem
verði við völd fram að næstu
þingkosningum, sem fram
eiga að fara í mars nk.
Tveir armar eru innan finnska
kommúnistaflokksins, meirihluta-
mennirnir, sem stutt hafa stjórn-
ina, og stalínistarnir svokölluðu,
sem verið hafa andvígir samstarfi
Kalevi Sorsa
flokksins við jafnaðarmenn og
borgaraflokka. Við fjárlagaum-
ræðuna í haust og eftir gengisfell-
ingu finnska marksins hafa
kommúnistar orðið æ órólegri og
þótt ráðherrar flokksins hefðu
verið búnir að leggja blessun sína
yfir 19% hækkun á útgjöldum til
varnarmála, sagði þingflokkurinn
nei. Það hefur hann raunar gert
fyrr en þá hafa málin verið leyst
með því að minnihlutinn hefur
greitt atkvæði á móti en meiri-
hlutinn verið fenginn til að sitja
hjá. Nú þykir samstarfsflokkum
kommúnista hins vegar mælirinn
vera fullur.
Ekki er talið líklegt, að stjórnin
reyni að fá aðra flokka til liðs við
sig og er því búist við, að Mauno
Koivisto forseti skipi stjórn emb-
ættismanna fram að kosningum í
mars. Slíkri stjórn yrði mikill
vandi á höndum. Afgreiðsla fjár-
laga er ekki nema hálfnuð og
samningar um kaup og kjör renna
út eftir tvo mánuði. Við slíkar að-
stæður þykir oft vænlegra að vera
utan stjórnar en innan en komm-
únistar segja ástæðuna þó aðeins
vera þá, að þeir séu andvígir aukn-
um útgjöldum til varnarmálanna.
Pólverjar vilja nýjar
viðræður um skuldir
N arsjá 29. desember. AP.
Á/ETLUNARMÁLARÁÐHERRA pólsku stjórnarinnar sagói i dag í umræó-
um um fjárlög næsta árs, að Pólverjar vildu efna til nýrra viðræðna við
lánardrottna sína um langtíma endurskipulagni>.gu á afborgunum af
skuldabyrðinni. Skuldir þjóðarinnar eru nú taldar vera um 25 milljarðar
dollara og er gert ráð fyrir að þær aukist um þrjá milljarða á næsta ári.
Pólska þingið samþykkti nýju ingu að engu hafandi.
fjárlögin í dag en í ræðu sinni
sagði áætlunarmálaráðherrann,
Janusz Obodowski, að helsta
hindrunin fyrir nýrri framtíðar-
skipulagningu á skuldagreiðslum
Pólverja væri sú, að Bandaríkja-
menn og önnur vestræn ríki neit-
uðu að lána Pólverjum eða Sovét-
mönnum meira fé. Til þeirra að-
gerða var gripið eftir að herlög
voru sett í Póllandi fyrir rúmu ári
og þótt herstjórnin segist ætla að
afnema þau með nýja árinu, kveð-
ur Bandaríkjastjórn þá yfirlýs-
Vestrænar ríkisstjórnir, sem
eiga 10 milljarða dollara inni hjá
Pólverjum, hafa ekki tekið þátt í
viðræðum um nýja tilhögun af-
borgana en hafa þó ekki viljað
lýsa Pólverja gjaldþrota. Af þess-
um skuldum hafa Pólverjar lítið
sem ekkert borgað.
Jóhannes Páll páfi II hélt í dag
ræðu á pólsku og skoraði á pólskar
fjölskyldur að sækja „styrk til trú-
arinnar á almáttugan guð“ og
sagði, að styrkleiki fjölskyldunnar
væri mælikvarði á styrk þjóðanna.