Morgunblaðið - 30.12.1982, Síða 30

Morgunblaðið - 30.12.1982, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón Sighvatur Blöndahl OECD: Atvinnulausir verða um 25 milljónir 1984 ATVINNULEYSI hefur farið verulega vaxandi á liðnum árum í ríkjum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, OECD, en samkvæmt nýjustu spám stofnunarinnar verða atvinnulausir orðnir um 35 milljónir í ársbyrjun 1984, en samkvæmt bráðabirgðatölum voru þeir liðlega 30,25 milljónir í ár og um 25 milljónir á siðasta ári. Ef spá OECD reynist á rökum reist mun atvinnu- leysi í aðildarríkjunum aukast um 40% á árabilinu 1981 —1984. Efnahagssérfræðingar stofnun- arinnar segja ljóst, að sá umtals- verði efnahagsbati sem menn hafa verið að gera sér vonir um á næsta ári í iðnríkjum heimsins, sé borin von. Það séu engin teikn á lofti um verulegan bata. Segja sérfræð- ingarnir, að 1,5% aukning þjóðar- framleiðslu á næsta ári í ríkjum samtakanna sé mjög viðunandi miðað við núverandi aðstæður, en á yfirstandandi ári varð um 0,5% samdráttur. Spá samtakanna gerir síðan ráð fyrir, að aukning þjóðarfram- leiðslu aðildarríkja OECD verði orðin um 2,75% á seinni helmingi ársins 1984. Það vekur athygli við skoðun á spá samtakanna, hversu mun svartsýnni hún er, en spá sú sem OECD sendi frá sér á miðju ári. Segir í spánni nú, að aðalástæðan fyrir þessari mun meiri svartsýni en þá, sé sú, að eftirspurn frá þróunarrikjunum og ríkjum OPEC sé mun minni, en menn hafi gert sér vonir um. Á miðju ári spáði OECD því, að hagvöxtur í Vestur-Evrópu á seinni helmingi ársins yrði í ná- munda við 2,25%, en samkvæmt nýju spánni verður hann neikvæð- ur um 1%. Allt þetta leiðir svo af sér spá um verulega aukið at- vinnuleysi, en í spá OECD á miðju ári var því spáð, að atvinnulausir yrðu um 32 milljónir í upphafi árs 1984, en nú er því sem sagt spáð, að þeir verði um 35 milljónir. Launatengd gjöld: 30% bætast ofan á launataxtana — 15 mismunandi gjöld bætast ofan á taxtana DAGVINNUTAXTI Iðjulauna, 9. flokkur A, eftir 2 ár, var 1. júlí sl. 39,88 krónur. Ofan á þá upphæð lcggjast síðan 15 mismunandi liðir í formi launatengdra gjalda, að upp- hæð 11,80 krónur, þannig að raun- verulega upphæðin er 51,76 krónur. Þessar upplýsingar koma fram í „Hagtölum iðnaðarins 1983“. Ofan á hinn venjulega taxta leggjast því tæplega 30% í formi launatengdra gjalda, eins og með- fylgjandi upptalning ber glöggt með sér. LAUNATENGD GJÖLD, miðað við Iðiulaun, 9. flokk A, eftir 2 ár í iólímánuði sl. 1-Dagvinnutaxti 39,88 krónur 2-Veikindagreiðslur 1 ;4o " 3-Slysagreiðslur 0, 28 " 4-Orlof 3,46 " 5-Vinnueftirlitsgjald 0,03 " 6-Sjúkrasjóður 0,45 n 7-Orlofsheimilasjóður 0, 23 n 8-LÍfeyrissjóður 2,49 " 9-Slysatrygging I 0,10 n 10-Atvinnuleysistryggingarsjóður 0, 25 " 11-Lífeyristryggingar 0,90 " 12-Slysatrygging II 0,05 " 13-Launaskattur 1,13 " 14- Félagsgjöld atvinnurekenda 0, 29 " 15-Aðstöðugjald 0,51 " 16-Iðnlánasjóðsgjald 0,31 n SAMTALS 51,76 krónur Fjárfesting í iðnaði 1981: Um 13,8% heildarfjár- festingar í landinu — Komst hæst í 18,1% á árinu 1979 HEILDARFJÁRFESTING í iðnaði jókst um liðlega 42,6% milli áranna 1980 og 1981, en árið 1980 var hún samtals 535,0 milljónir króna, borið saman við 763,1 milljón króna á síðasta ári. Þessar upplýsingar koma fram í „Hagtölum iðnaðarins 1983“. Þar kemur ennfremur fram, að sem hlutfall af heildarfjárfestingu í landinu, hefur fjárfesting í iðn- aði heldur farið niður á við á um- ræddu tímabili, en árið 1980 var hlutfallið 14,7%, en á síðasta ári hins vegar 13,8%. Heildarfjárfestingin á síðasta ári skiptist þannig, að 295,8 millj- ónir, eða 38,8% fóru í byggingar, en 467,3 milljónir, eða um 61,2% fóru í vélar og tæki ýmis konar. A árinu 1980 var þetta hlutfall lítið eitt öðru visi, en þá fóru 216,5 milljónir, eða um 40,5% í bygg- ingar, en hins vegar 318,5 milljón- ir, eða 59,5% í vélar og tæki. Á árabilinu 1971—1981 jókst heildarfjárfesting í iðnaði úr 23,8 milljónum króna í 763,1 milljónir króna, eða um liðlega 3.106%. Á árinu 1971 fór um 11,0 milljónir króna, eða 46,2% heildarfjárfest- ingar iðnaðar í byggingar, eða nokkru hærra hlutfall en á síðasta ári. Þá fóru 12,8 milljónir króna, eða 53,8% í vélar og tæki. Fjárfesting í iðnaði, sem hlut- fall af heildarfjárfestingu í land- inu, hefur verið nokkuð breytileg. Árið 1971 var hlutfallið 14,8%. Síðan lækkaði það nokkuð næstu árin á eftir og var 10,7% árið 1973, 10,4% árið 1974, 11,2% árið 1975, 10,0% árið 1976. Úr því fór það vaxandi. Var 12,4% árið 1977, 16,7% árið 1978, 18,1% árið 1979, 14,7% árið 1980 og 13,8% árið 1981. Um 9,7% sölusamdráttur hjá Volkswagen á árinu — Seldu 2,1 milljón bíla á móti 2,332 milljónum árið 1981 VOLKSWAGEN, stærsti bílafram- leiðandi Vestur-Þýzkalands seldi samtals 2,1 milljón Volkswagen og Audi bíla á þessu ári, borið saman við 2,332 milljónir bíla á árinu 1981. Samdrátturinn í sölu milli ára er því um 9,7%. Talsmaður fyrirtækisins sagði á fundi með blaðamönnum fyrir jól- in, að ástæðan fyrir þessum sam- drætti væri einfaldlega sá mikli samdráttur, sem átt hefði sér stað í efnahagsmálum heimsins og verkað beint og óbeint á bílaiðnað- inn. „Við sjáum engin teikn á lofti um betri tíð á næsta ári og gerum því ráð fyrir, að salan verði í svip- uðum farvegi og í ár,“ sagði tals- maðurinn. „Það gæti þó hugsast, að við næðum að rétta hlut okkar eitt- hvað við í Bandaríkjunum, en þar hefur lægðin komið hvað mest niður á okkur, auk þess sem Brasi- lía gæti komið eitthvað upp,“ sagði talsmaðurinn ennfremur. Það kom ennfremur fram hjá talsmanninum, að rekstrartap væri óhjákvæmilegt á árinu 1982, en hversu mikið væri ekki ljóst. Eftir fyrstu níu mánuði ársins var tap fyrirtækisins um 142 milljónir þýskra marka, sem svarar til 981 milljónar íslenzkra króna. Hann gat þess ennfremur, að rekstrar- hagnaður fyrirtækisins á síðasta ári hefði verið í kringum 136 millj- ónir þýzkra marka, eða um 939 milljónir íslenzkra króna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.