Morgunblaðið - 30.12.1982, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 30.12.1982, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982 33 Skátakveðja: Helgi S. Jónsson Keflavík Stutt kveðja frá þriðju sveit Hann Helgi er farinn heim. Minningarnar hrönnuðust upp í huga okkar daginn sem við frétt- um lát hans. Ekki svo að skilja að þessar dásamlegu minningar um æskuárin í návist Helga ylji okkur iðulega í dagsins önn, en Helgi er órjúfanlegur hluti þeirra fyrir okkur, sem kynntumst honum í starfi og leik. Heimsstyrjöldin síð- ari kom okkur, sem þá vorum börn og unglingar, úr jafnvægi. Okkur vantaði fótfestu. Daglega bárust fréttir af þessum voða hildarleik, óneitanlega ruglaði þetta okkur í ríminu, sem höfðum búið við frið og leik í landinu okkar. Þá þegar hafði Helgi stofnað skátafélag í Keflavík. Starf þeirra var þrótt- mikið og heilbrigt. Við telpurnar áttum ekkrt skátafélag, en nú var tími til kominn að hefjast handa. Þá var auðvitað leitað til Helga, sem tók okkur með hlýju og skiln- ingi. Hann hvatti okkur til þess að smala saman „einni tylft af telp- um“ til að byrja með og koma svo til sín aftur. það stóð ekki á okkur telpunum, við vorum 27 sem stofn- uðum þriðju sveit sumarið 1943 og urðum við þá meðlimir í skátafé- laginu Heiðabúar. Það er erfitt að lýsa starfi okkar skáta á þessum árum, það er svo gjörbreytt nú frá því sem var. Við vorum hvött til dáða, hvött til að hjálpa öðrum, en til þess þurftum við auðvitað að læra að hjálpa okkur sjálf. Helgi hvatti okkur telpurnar til að verða ekki eftirbátar strákanna, hann lét okkur finna, að þrátt fyrir glens og gaman var þetta ekki allt leikur, heldur haldbær undirbún- ingur fyrir allt lífið. Það er erfitt að lýsa manninum Helga. Hann var fjölhæfur gáfu- maður, listamaður og maður. Nú finnst okkur, að í honum hafi blundað margir menn. Manngæsk- an var.þó hans aðalsmerki. Guðs- trú var honum heilagri en allt annað, hann lét okkur finna að við vorum öll jöfn fyrir Guði. Þá hvatti hann okkur til að deila öllu með öðrum og þakka almættinu það, sem okkur var gefið. Ef við lítum yfir „farinn veg“ — þá finn- um við, að þessi tími æskuára okkar var til mikils gagns, og mörg okkar hafa aldrei skilið við þennan tíma, því minningarnar geymum við sem dýrgripi og vilj- um ekki glata þeim. Við getum fyrst og síðast þakkað Helga það. Við viljum „vera viðbúin", eins og Helgi var, þegar kallið kemur að fara heim. Kveðja frá lleiðabúum Stofnandi félagsins okkar, Helgi S., er farinn heim, eftir langa og oft stranga sjúkdómsgöngu. Það var mikill merkisdagur í æskulýðsmálum Keflavíkur, er átta ungmenni komu þar saman hinn 15. september 1937 og stofn- uðu með sér skátafélag. Félagið hlaut nafnið Heiðabúar og tók sér að kjörorði ljóðlínurnar: — Heið- arbúar, vísið veginn,/ vörðum hlaðið eyðisand —. Aðalhvatamaðurinn að stofnun Heiðabúa og um langt skeið fé- lagsforingi var Helgi Sigurgeir Jónsson, sem allir Keflvíkingar og allir skátar landsins þekktu sem HelgaS. Helgi S. var vel til forystu fall- inn og honum lét einkar vel að stjórna unglingum og leiðbeina þeim. Hann var „fæddur ferða- maður“, náttúruunnandi, sem bar djúpa virðingu fyrir landinu sínu, enda stóð félagið vel undir nafni með hann við stýrið. Fljótlega varð ljóst, að fjár var þörf til að standa undir kostnaði af starfsemi félagsins. Þá fann Helgi S. þá fjáröflunarleið, sem enn er undirstaðan undir fjár- hagslegu sjálfstæði Heiðabúa og aðalfjáröflunarleið fjölmargra skátafélaga annarra, ferming- arskeytasöluna. Og alla tíð síðan hefur Helgi S. tekið virkan þátt í fermingarskeytasölu Heiðabúa, og síðast í vor var hann mættur til leiks í skátahúsinu með gullblek sitt og penna og skrautritaði skátaskeyti til styrktar félaginu sínu, þrátt fyrir alvarlegan heilsu- brest. En Helgi S. var víðar brautryðj- andi. Hinn 2. júlí 1943 stofnaði hann kvenskátasveit, þriðju sveit, innan vébanda Heiðabúa. Á þeim tíma þekktist það hvergi í heimin- um, að drengir og stúlkur störfuðu saman innan sama skátafélags, en síðan hefur sá siður rutt sér mjög til rúms. Helgi S. vann stórvirki í félags- málum. Hann starfaði víða og hvarvetna var hann sá burðarás, sem treyst var á. Hann tileinkaði sér öðrum fremur einkunnarorð skáta. Það var sama hvenær og af hvaða tilefni til hans var leitað, hann var ávallt viðbúinn. Þyrfti að flytja gamanmál, semja leik- þátt, leikstýra, mála leiktjöld, flytja stórræðu, eða leysa hvern annan vanda, er til féll í félags- og menningarmálum, þá var Helgi S. sá, sem leitað var til — og hann leysti hvern vanda með sóma, hversu skammur sem undirbún- ingstíminn var. Við vottum eftirlifandi eigin- konu Helga S. og afkomendum, innilega samúð okkar, en það má vera þeim huggun í harmi, að hann á áreiðanlega góða heim- komu. Ef til vill gefa fá orð, sem Helgi S. ritaði eigin hendi í fyrsta tölu- blað Liljunnar, sveitarblaðs þriðju sveitar, í ágúst 1943, gleggri lýs- ingu á manninum Helga S. Jóns- syni, en við megnum að gera í langri blaðagrein: „Nú eruð þið að gerast starfs- menn skátahreyfingarinnar, ekki aðeins Heiðabúa, heldur þátttak- endur í alþjóðastarfi skáta. Ykkar bíða ónumin lönd, ný sjónarmið og ný störf. Ef til vill heltast einhver ykkar úr lestinni, en fleiri munu finna verk við sitt hæfi, eitthvað, sem heillar hugann, eitthvað, sem svalar æskuþrótti ykkar. Skáta- hreyfingin — skátalögin fela í sér takmarkalaust viðfangsefni — fagurt eins og fjallabláma — erf- itt eins og úfið hraun — seiðandi eins og samstilltur varðeldasöng- ur. „Ég lofa að gera það, sem í mínu valdi stendur" — sé ykkar yfirskrift. Verið djarfar og gætnar í senn og gleymið aldrei, að þið eruð að vinna verk í þágu lands og þjóðar með því að aga ykkur sjálfar og opna öðrum leið til þáttöku í leiknum, sem heillað hefur millj- ónir æskumanna og kvenna um allan heim. — Æskan er stutt og kemur aldrei aftur — notið árin því vel!“ SACHS kúpplingar og höggdeifar Leitiö upplýsinga Jóhann Ólafsson & Co. 43 Sundaborg 13, 104 Reykjavík, sími 82644.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.