Morgunblaðið - 30.12.1982, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982
Aðalbjörg Halldórs-
dóttir - Minning
10. desember sl. lést mágkona
mín, Aðalbjörg á sjúkradeild eili-
heimilisins Grundar. Mig langar
að minnast hennar fáeinum orð-
um.
Aðalbjörg, dagsdaglega kölluð
Lóló, fæddist á Akureyri 26.10.
1910, dóttir hjónanna Guðrúnar
Jósefsdóttur og Halldórs Þor-
grímssonar, en þau voru bæði
þingeyskrar ættar. Ung að árum
gekk hún að eiga Helga Einarsson,
húsgagnasmið, ættaðan úr Dölum
vestur.
Fyrstu hjúskaparár sín leigðu
þau hjá öðrum, líkt og ungt fólk
gerði á þeim árum. Brátt festi
Helgi kaup á húsi í Skerjafirði, en
breski herinn heimtaði það og
fleiri hús á burt, þegar umsvif
hans í flugvallarmálum voru hvað
mest. Þá var hafist handa við
húsasmíði við Hátún, og þar
bjuggu þau hjón, uns leiðir skiidui
en Lóló nokkur ár eftir það.
Þeim hjónum varð þriggja
barna auðið, tveggja dætra og son-
ar, vel gerðs fólks, sem stofnað
hfur sín eigin heimili og aukið
frændgarðinn. Nú eru liðin rúm
fjörutíu ár frá því að fundum
okkar bar fyrst saman, ég þá
nýkvæntur yngri systur hennar.
Þá geisaði síðari heimsstyrjöldin,
og í Reykjavík stríðsáranna lá
leiguhúsnæði ekki frekar á lausu
en nú. Undirritaður var í húsnæð-
ishraki með konu og barn. Lóló og
bóndi hennar, sem voru þá nýflutt
í ófullbúið húsnæði við Hátún,
þrengdu svo að sér, að húsnæðis-
mál mín voru leyst í bili. Örlögin
höguðu því svo, að gisting, sem í
öndverðu var hugsuð sem
skammtímalausn, varð að hálfu
sjótta ári, en það er önnur saga.
Þeirra sambýlis- og samvistarára,
mun ég ávalit minnast með þakk-
læti, ánægju og söknuði. Undir
það renna ýmsar stoðir, sem þarf-
leysa er að tíunda hér nú. Ókunn-
ugir geta þó sagt 3ér að einhvern
hlut munu húsráðendur eiga í því.
Enda þótt „dimmt væri í heimi" á
þeim árum, þá ríkti gleðin yfir líf-
inu ekki síður en nú. Þau hjón áttu
sammerkt í því að líta tilveruna og
framtíðina björtum augum, voru
lífsglöð, í þess orðs sönnu
merkingu. Vinir og kunningjar
drógust að þeim, og gestrisnin
skipaði öndvegið. Húsbóndinn,
listfengur völundur í sinni starfs-
grein, vinmargur gleðimaður, sem
naut innilega funda við góða vini.
Á siíkum stundum var ósjaldan
tekið lagið og sungið af hjartans
lyst. Lóló lét sinn hlut svo sannar-
lega ekki eftir liggja. Margar veit-
ingarnar þáðu gestir og gangandi
t
Móöir mín, tengdamóöir, amma og langamma,
GUDRÚN OLGA BENEDIKTSDÓTTIR,
andaöist þriöjudaginn 28. desember.
Ragnheiöur Árnadóttir, Einar Sigurösson,
Guörún Olga Einarsdóttir, Siguröur Einarsson
Ragnheiöur Svanbjörg Einarsdóttir,
og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaöur minn, taöir okkar og afi, sonur og bróöir,
GUNNAR GUÐJÓNSSON,
vélsmióur,
Blikahólum 2, Reykjavík,
lést af slysförum aöfaranótt 24. desember.
Eiginkona, börn og barnabörn, móöir og bróöir.
t
Eiginmaður minn og faöir okkar,
INGÓLFUR KARLSSON
frá Karlsskála,
Baösvöllum 16, Grindavík,
lést aöfaranótt miövikudagsins 29. desember.
Vigdís Magnúsdóttir og börn.
t
Eiginkona min, móöir okkar, tengdamóöir og amma,
VALGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR,
Miklubraut 64,
lést í Landspítalanum 18. desember. Útförin hefur fariö fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum auösýnda samúö og vináttu.
Vigfús Sigurgeirsson,
Gunnar G. Vigfússon, Erla M. Helgadóttir,
Bertha Vigfúsdóttir, Gunnar A. Hinriksson
og barnabörn.
Kveðjuorð:
Bryndís Sigurðar-
dóttir Akranesi
á þeim árum í Hátúni 29. Það
mæddi auðvitað alit á húsmóður-
inni. Ég minnist þess að á stund-
um tók heimilið á sig svip „aka-
demíunnar", þar sem ræddir voru
nýjustu straumar í bókmenntum
eða stefnur í húsagerðarlist.
í því sambandi koma mér í hug
menn eins og Jóhannes úr Kötlum,
Ásmundur Sveinsson o.fl. kunn-
ingjar þeirra hjóna.
Eins og fyrr er að vikið slitu þau
hjón samvistum, en Lóló bjó
áfram í Hátúni uns heilsan bilaði.
Eftir það dvaldi hún á heilsuhæl-
um, fyrst í Hveragerði, en nú all-
mörg ár rúmliggjandi á sjúkra-
deild Grundar. Þar háði hún bar-
áttu við hrörnun og illvígan sjúk-
dóm. Sjúkdómurinn gerði það
óhjákvæmilegt, að fjarlægja varð
hluta af talfærum hennar. Eftir
það var henni tregt um mál. Aldr-
ei heyrðist þó kvörtun né æðruorð.
Erfiðleikunum mætti hún sem
hetja.
Nú er þessu stríði lokið. Fregnin
um lát hennar kom svo sem ekki á
óvart. Og þótt dauðanum fylgi
ávallt viss eftirsjá og tregi, þá get-
ur hann stundum komið í gervi
friðarengils. Mér er það engin
launung, er ég lít yfir farinn veg
og virði fyrir mér lífshlaup mág-
konu minnar, að þá fyllist ég
dapurleika. Jafngóð og eiskuleg
kona átti það svo sannarlega skilið
að eignast fegra mannlíf, öðlast
meiri lífshamingju. En sagt er, að
hver sé sinnar gæfu smiður. í
þessu kann að felast sannleiks-
brot, en aðeins brot. Okkur gengur
misjafnlega að feta okkur áfram á
refilstigum mannlegrar tilveru, og
svo sannarlega rennur okkur það
til rifja, þegar vinir og vensla-
menn villast svo í þessum myrk-
viði tilverunnar, að leiðin út úr
honum virðist nær ófær.
Ég vil að endingu þakka Lóió
samferðina, og að íslenskum sið
óska henni góðrar ferðar.
Högni Helgason
Mánudaginn 20. desember and-
aðist á sjúkrahúsi í Reykjavík
Bryndís Sigurðardóttir, Reyni-
grund 9, Akranesi, 31 árs gömul,
eftir skamma sjúkrahúslegu.
Bryndís var fædd hér á Akra-
nesi 7. júní 1951, dóttir þeirra
heiðurshjóna Svövu Símonardótt-
ur og Sigurðar Þorvaldssonar, vél-
stjóra og síðar vigtarmanns, en
hann er nú látinn.
Kynni okkar Bryndísar hófust
fyrst, er hún var í saumaklúbbi
með konu minni og fleiri vinkon-
um, en urðu þó meiri, eftir að hún
tók við ræstingu í Akraprjóni hf.,
þar sem hún vann samfleytt í
meira en 3 ár og hætti ekki fyrr en
á síðasta sumri, svo hún gæti
helgað sig meira heimiii sínu, eig-
inmanni og börnunum fjórum,
eins og hún orðaði það.
Bryndís var mjög rösk verk-
manneskja og virtist vinna sér létt
þau störf, sem hún vann hverju
sinni. Þó var það hið glaðlega fas
og viðmót, sem lengst mun geym-
ast í minningu okkar samstarfs-
fólks hennar. Hún tók æviniega
því létta glensi, sem fylgir, sem
betur fer, samstarfsfólki á vinnu-
stað og gerði sitt til þess að við-
halda góðum anda meðal þess.
Ég held að fullyrða megi, að
Bryndís hafi verið mikil gaefu-
manneskja í einkalífi sínu. Árið
1%9 giftist hún Tómasi Friðjóns-
syni, bifreiðastjóra, hinum indæl-
asta dreng. Þau eignuðust fjögur
björn. Elstur er Sigurður Svavar,
12 ára gamall, þá Særós 9 ára og
tvíburarnir Ágúst Þór og Tómas
Þór 4 ára gamlir.
Þau Bryndís og Tómas voru bú-
in, af miklum dugnaði, að reisa sér
einbýlishús að Reynigrund 9. Það
var aðdáunarvert að sjá og finna,
hve samhent þau hjónin voru við
að yfirstíga það mikla átak, sem
slíkt er, og gieðilegt að sjá árang-
ur erfiðisins. Þess vegna er svo
erfitt að átta sig á, að þegar lífið
virðist brosa við, þá skuli kailið
koma svona svöggt. Sagt er, að
þeir sem guðirnir elska deyi ungir.
Þótt árin hennar Bryndísar hafi
ekki orðið mörg hér á meðal
okkar, þá skilaði hún stóru hlut-
verki. Hún hafði komið á legg
fjórum mannvænlegum börnum,
eignast fagurt og hlýtt heimili og
eignast virðingu og hlýhug sam-
ferðamannanna.
Við hjónin viljum svo að lokum
þakka Bryndísi fyrir góð kynni og
biðja góðan Guð að styrkja eigin-
manninn, börnin þeirra, móður
hennar og systkini í þeirra miklu
sorg.
Rúnar Pétursson
Baldvin Sigurvins-
son bóndi - Minning
Baldvin Sigurvinsson, bóndi á
Gilsfjarðarbrekku í Geiradals-
hreppi, andaðist í Borgarspítalan-
um í Reykjavík 3. nóvember sl.
Hann var jarðsunginn frá Garps-
dalskirkju í heimasveit sinni
laugardaginn 13. sama mánaðar.
Baldvin var fæddur 16. mars ár-
ið 1904 í Hvítadal í Saurbæjar-
hreppi, sonur hjónanna Sigurvins
Baldvinssonar og Katrínar Böðv-
arsdóttur. Ungur fór Baldvin til
föðursystur sinnar, Elínborgar í
Stykkishólmi, en þar dvaldi hann
fram á fullorðins ár.
Fyrri kona Baldvins var
Kristbjörg Bjarnadóttir. Með
henni átti hann tvo sonu. Þau hjón
bjuggu í Stykkishólmi nokkur ár
þar til þau fluttu til Keflavíkur
ásamt fóstru Baidvins, en þar
slitu þau hjúskap sinum eftir
stutta sambúð.
Frá Keflavík flytur Baldvin
vestur að Belgsdal í Saurbæ og
kvænist þar öðru sinni, Ólafíu
Magnúsdóttur, árið 1942. Árið
1947 festa þau kaup á jörðinni
Gilsfjarðarbrekku í Geiradals-
hreppi og hefja þar búskap. Þar
bjuggu þau svo allan sinn búskap
eða þar til Baldvin veiktist og varð
að fara í sjúkrahús fyrir tveimur
árum.
Ólafíu og Baldvin varð sex
barna auðið, sem öll eru fulltíða
og búin að stofna heimili.
Þegar þau hjón tóku við Gils-
t
Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug viö andlát og jaröar-
för móöurbróöur okkar,
JENS JÓNS JÓHANNESSONAR,
Grenilundi 8, Garöabæ.
Marta Jónsdóttir,
Guömundur Jónsson.
t
Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö andlát hjónanna
ÁGÚSTU MAGNUSDÓTTUR
OG
GUDMUNDAR BJARNLEIFSSONAR,
Hnöargaröi 30, Reykjavlk.
Guö gefi ykkur öllum gleöileg jól.
Svava Viggósdóttir, Guömundur Helgason,
Helgi Magnússon, Guörún Björnsdóttir,
Ágústa Magnúsdóttir, Gunnar Gunnarsson,
Ástrós Guömundsdóttir, Páll Björgvinsson,
Eygló Guómundsdóttir, Bragi Kristinsson,
Magnea Guömundsdóttir, Guðmundur Símonarson.
fjarðarbrekku var húsakostur þar
fremur lélegur nema fjárhúsið
sem var nýbyggt. Baldvin byggði
gott íbúðarhús, stækkaði fjárhús
og hlöðu og byggði fjós með hey-
hlöðu áfastri, þá jók hann veru-
lega ræktun á jörðinni.
Baldvin var félagslyndur mað-
ur, hann starfaði lengi í kirkjukór
Garpsdalssóknar og var í sóknar-
nefnd í mörg ár.
Heimilið á Gilsfjarðarbrekku
bar vott um sérstaka snyrti-
mennsku og góða umgengni, þau
hjónin voru gestrisin og ávallt var
gott að vera gestur þeirra.
Baidvin sýndi hetjulund í veik-
indum sínum, en hann var tíðum
mikið þjáður síðustu árin, hann
kvartaði ekki, sýndi öllum, sem
komu að sjúkrabeði hans hlýlegt
viðmót og var þakklátur þeim er
heimsóttu hann.
Hann fékk notið einstakrar um-
hyggju eiginkonu sinnar, sem
stundaði hann af dæmafárri fórn-
fýsi til hinstu stundar.
Vegna starfa minna voru sam-
skipti okkar Baldvins samfelld um
tuttugu og fimm ára skeið. Á það
samstarf bar enga skugga.
Baldvin á Gilsfjarðarbrekku
naut almennra vinsælda í héraði.
Hans verður því jafnan minnst
með hlýjum hug, vinsemd og
þakklæti. Qlafur E. Ólafsson