Morgunblaðið - 30.12.1982, Page 37

Morgunblaðið - 30.12.1982, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1982 fólk í fréttum Kærð fyrir stuld á hundum + Nú um jólin skaut kvikmyndaleikkonan Brigitte Bardot skjólshúsi yfir þrjá hunda sem hún fann illa haldna einhvers staöar í París. Gaf hún þeim aö boröa og hlúöi aö þeim enda er Brigitte Bardot þekkt sem mikill dýravinur. En laun heimsins eru vanþakklæti, því Bardot var síöar kærö fyrir þjófnaö á hundunum og á því yfir höföi sér aö veröa kölluð fyrir lögregluyfirvöld. Notar hártopp í nýjustu kvikmyndinni + Þaö hefur oröiö uppvíst aö Sean Connery notar hártopp í nýjustu James Bond-kvikmynd sinni, „Never Say Never Again“, enda er garpurinn oröinn nær hárlaus uppi á hvirflinum. En háriö á bringunni er alveg ekta, segir leikarinn, sem hér sést meö eina af þeim glæsi- konum, sem ávallt fylgja „super- spæjaranum" James Bond, heitir leikkonan Kim Basinger. I>að var andstyggilegt að enginn í samkvæminu skyldi biðja þig um að spila, því þá hefði ég geta sungið. Sting slær í gegn í kvikmynda- heiminum + Rokkstjarnan Sting (Gordun Sumners) í hljómsveitinni Police gerir þaö afar gott í kvikmynda- heiminum um þessar mundir. Hann lék nýlega í „sálfræói- drama" á móti hinum reyndu leikurum Joan Plowright og Denholm Elliott, og sagt er aö Sting hafi aldeilis slegið í gegn. Leik hans er líkt viö leik Malcolm McDowell í „Clockwork Orange" og leik Terence Stamp f kvik- myndinni „Offer for en samler". í þessari kvikmynd Richard Loncraines ieikur Sting ungan mann sem er sjúkur á sálinni. Hann kemur sér inn hjá fólki meö því aö segja aó hann þekki þaö frá fyrri tíö án þess aö svo sé og sest svo upp. Að þessu sinni kemur hann sér inn hjá fjölskyldu, sem á unga dóttur, sem er fötluö, og tekst góöur kunningsskapur með dótturinni og Sting en ekki skal hér fjölyrt frekar um efni myndarinnar en væntanlega kemur hún hingaö til lands. Rolls Royce eða minkapels í jólagjöf? + Þaö getur verið erfitt að ákveöa hvaö gefa eigi í jólagjöf, en það er þó öllu erfiðara aö vita hvað mann langar sjálfan í jóla- gjöf, hvort það á að vera Rolls Royce eöa minkakápa, segir undirheima kvikmyndastjarnan Divine, sem hér sést á myndinni aö rífa upp pakkana sína. Blaðburöarfólk óskast! Austurbær Skólavöröustígur Laugavegur 1—33 Grettisgata 36—98 Ingólfsstræti Þingholtsstræti Úthverfi Gnoöarvogur 44—88 Hjallavegur Efstasund 60—98 Vesturbær Tjarnarstígur Garöastræti Bárugata Faxaskjól Skerjafjöröur sunnan flugvallar Granaskjól Kópavogur Álfhólsvegur 54—135 JtttfqpmÞfafrifr Nýju Polaroid augnabUksmyndirnar eru hrókur alls fagnaðar Polaroid 660 myndavélin tryggir fallegri, litríkari og skarpari augnabliksmyndir ■ 660 vélin hefur sjálfvirka fjarlægðarstillingu frá 60 cm til óendanlegrar, 640 vélin er með fix focus og 650 vélin með fix focus og nærlinsu. ■ Óþarft að kaupa flash og batteri því batteri er sampakkað filmunni. Notar nýju Polaroid 600 ASA litmyndafilmuna, þá hröðustu í heimi! helmingi Ijósnæmari en aðrar sambærilegar filmur! Tökum gamlar vélar upp í nýjar Polaroid vélar!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.