Morgunblaðið - 08.01.1983, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 08.01.1983, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1983 7 Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig á 90 ára afmæli mínu 3. janúar sl. meö heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum og geröu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Kristbjörg Bjarnadóttir, Rauöalæk 59, Reykjavík. Skákþing Reykjavíkur 1983 hefst að Grensásvegi 46 sunnudag 9. jan., kl. 14. í aðalkeppn- inni tefla keppendur í einum flokki ellefu umferðir eftir Monrad-kerfi. Umferðir verða á sunnudögum kl. 14 og á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30. Biðskákdagar ákveðnir síðar. Skráning í mótið fer fram í síma Taflfélagsins á kvöldin kl. 20—22. Lokaskráning í aðalkeppnina verður laugardag 8. jan., kl. 14—18. Keppni í flokki 14 ára og yngri hefst laugardag 15. jan., kl. 14. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad-kerfi og tekur keppnin þrjá laugardaga, þrjár umferðir í senn. Taflfélag Reykjavíkur Grensásvegi 44—46, Reykjavík. Símar 83540 og 81690. Bílastilling Birgis Skeifan 11 — Sími: 37888 viö hliðina á Braut. NOTUM 1212 STILLITÖLVU Mótorstilling Hjólastilling Ljósastilling VÖNDUÐ VINNA Seljum og setjum í bíla Sparkrite, platínulausu, raf- eindakveikjuna. Seljum einnig kerti, platínu, þétta- kveikju hamra, kveikjulok, kertaþræði, háspennukefli, mótstöður, Redex sótthreinsiefni, loftsíur, bensínsíur, bensínslöngur, ljósaperur, samlokur, ísvara o.fl. Til þess var stjórnin mynduð í greinum Óskars Guð- mundssonar um AlþýAu- bandalagið í Þjóviljanum, sem gerðar voru hér að umtalsefni á miðvikudag, er að því vikið, að þátttaka Alþýðubandalagsins í ríkis- stjóm með framsókn og Gunnari Thoroddsen hafi ekki fegrað ímynd flokks- ins. Óskar segir: „RíkLs- stjómin var mynduð til þess a) að verja féiagslega ávinninga launafólks, b) til að leysa stjómarkrcppu og koma i veg fyrir utanþings- stjórn, c) til að freista þess að kljúfa pólitíska breið- fylkingu burgeisanna, Sjálfstsðisflokkinn." Og svo segir helsti stjórnmálablaðamaður Þjóðviljans: „Við skapa- dægur ríkLsstjórnarinnar er ekki seinna vænna að láta sér skiljast að það sem hér hefur verið nefnt sem til- gangur AB með myndun ríkisstjórnarinnar hlýtur að orka tvímælis." Hér kveð- ur Óskar ekki skýrt að orði en af framhaldinu verður ráðið, að nú sé tímabært að alþýðubandalagsmcnn geri sér Ijóst, að með ríkis- stjórninni hafi ekki neitt af þessum þremur markmið- um náðst. „Launafólk hefur það al- mennt ekki betra nú en það hafði við myndun ríkis- stjórnarinnar," segir Óskar og slær því þar með föstu, að stjórnin hafi bmgðist í lið a) hér að ofan. Og síðan segir hann um lið b): „í öðm lagi hefur a.m.k. frá því í sumar verið í raun ríkjandi stjórnarkreppa þar sem ríkisstjórnin hefur ekki haft starfhæfan meiri- hluta á alþingi." Ríkis- stjómin sem átti að bjarga þjóðinni frá stjórnarkreppu hefur sjálf brcyst í stjórn- arkreppu og kreppustjórn! Og um lið c) segir Óskar að það hafi verið „auð- sætt“ að minnsta kosti „allt frá ihaldssigrinum i sveitarstjórnarkosningun- um að ekki tókst að kljúfa þá skipulagsbundnu ein- ir JOÐVIUIN) 3 AðalMmi ÞioA«i|iitn\ rr m.UA kl. 1 - 2« inanudaii lil lnsluduuv 1 • m tim.i vi b.rv' .M' ii.i i H.i.i iiiiviiii • *i' i«*i • • ,ft ii,, in, - I ,.i ii, ,n i \inum Knvi|i,ins| tsj sl4*0*nt «1•1111101 u * íl „iii\ii.:u •, 1 .luy.inl.iiM U •» - 1-' vi lu cl .h' n.i 1 -.l-.-i- n'.lu KLrvm- 1 im.i • |«. 1 l*ii nlMiuOt iii Þiviit ln 1,n .itti.i ', >1' , 1 , '■le'iii 1*1. ; ■ , • k\.*l Aðalsimi Kvöldsi 81333 81341 | 1 osliHlagur 7. jamiar IW Laga- og skipulagsnefnd Alþýðubandalagsins hefur störf Ætlum að breyta skipu- lagi og starfsháttum .. segir Svavar Gestsson Alþýðubandalagiö í nefiid í tíö þeirrar ríkisstjórnar sem enn situr hefur sá háttur verið tekinn upp aö skjóta öllum meiriháttar málum til ráöherra- nefnda, en á þeim vettvangi hefur Svavari Gestssyni og félögum gefist færi á aö beita neitunarvaldi sínu. Nú er búiö að innleiða sömu starfshætti í Alþýðubandalaginu. Svar Svavars Gestssonar og félaga viö vaxandi óánægju og upp- lausn innan Alþýöubandalagsins er aö setja flokkinn í nefnd — sem auðvitaö lýtur formennsku Svavars. Hefur Þjóöviljinn flutt stórar og smáar fréttir af þessu nefndabrölti undanfariö, og er fyrirsögnin hér að ofan frá baksíðunni í gær. ingu sem burgeisarnir hafa með sér í Sjálfstæðis- flokki.“ Raunar efast Óskar um skynsemina í því pólitíska mati Svavars Gestssonar & co. að það sé skárra fyrir Alþýðubanda- lagið, að Sjálfstæðisflokk- urinn klofni! Sjálfsgagn- rýni Svavars Kins og kommúnistafor- ingja er siður hefur Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins, ástund- að dálitla sjálfsgagnrýni nú síðustu vikur þegar við öll- um blasir, jafnvel honum sjálfum, að innviðir Al- þýðubandalagsins eru teknir að bogna vegna dæmafárrar firringar for- ystunnar miðað við eigin loforð og kröfur flokks- manna. f áramótagrein sinni 31. desember 1982 tekur Svavar undir með Óskari Guðmundssyni og viðurkennir að ríkisstjórn- inni hafi mistekist að ná þeim þremur markmiðum, sem Alþýðubandalaginu voru kærust við myndun hennar. Svavar segir: 1) „Kreppan hefur með öð- rum orðum knúið dyra hér hjá okkur, en henni hefur enn ekki verið hleypt inn í landið.“ 2) „Frá síðustu áramótum hefur núverandi ríkisstjórn misst meirihluta sinn í neðri deild alþingLs." 3) „Frá síðustu áramótum hafa farið fram sveitar- stjórnarkosningar, þar sem íhaldið vann stórfelldan kosningasigur.“ Vörn Svavars Eftir að Svavar Gestsson er þannig komin á undan- hald snýst hann til varnar: „Það er augljóst, að sterkt Alþýðubandalag getur tog- að Framsóknarflokkinn og jafnvel Alþýðuflokkinn til vinstri." I áramótagrein sinni hafnar Svavar Gestsson þeirri kenningu Þrastar Ólafssonar, aðstoð- armanns Ragnars Arnalds, sem hann setti fram hér í blaðinu á sínum tíma um Sjálfstæðisflokkinn og áhrif hans. Svavar segir: „Hinn stóri vandi ís- lenskra stjórnmála stafar ekki síst af því að Sjálf- stæðisflokkurinn er alltof sterkur og ekkert nægilega sterkt mótvægi er til and- spænis Sjálfstæðisflokkn- um í íslenska flokkakerf- inu.“ Og enn segir Svavar: „Það er á valdi vinstri- manna að breyta Alþýðu- bandalaginu í voldugt bandalag vinstrimanna sem verjast árásum íhalds- ins, sem snúa vörn í sókn til betri iífskjara, blómlegr- ar menningar og skýlausr- ar hollustu við sjálfstæði þjóðarinnar." Hvorki meira né minna! Það á sem sé að byrja aftur þar sem frá var horfið þegar Al- þýðubandalagið settist í ríkisstjórn 1978. Alþýðubandalagið mun leita nýrra leiða og kynna hugmyndir sínar fljótlega eftir áramót sagði Svavar á gamlársdag. Hinar stór- huga hugmyndir hafa nú verið kynntar. Frá því var skýrt í gær, að laga- og skipulagsnefnd Alþýðu- bandalagsins undir for- mennsku Svavars Gests- sonar mundi þann sama dag halda sinn fyrsta fund! Áskriftarsíminn er 83033 Bladburöarfólk óskast! Austurbær Vesturbær Miöbær I Miöbær II Skólavöröustígur Ingólfsstræti Þingholtsstræti Úthverfi Tjarnarstígur Garöastræti Bárugata Faxaskjól Skerjafjöröur sunnan flugvallar Gnoöarvogur 44—88 Hjallavegur Skeiðarvogur Sala kindakjöts: Helmingi meiri í mánuðunum fyrir verð- hækkanir en annars Á SÍÐASTA verðlagsári, frá septem- ber 1981 til ágúst 1982, var sala kindakjöts innanlands 10.546 tonn og samsvarar það því, að hver íslending- ur hafi borðað rúm 45 kíló af kinda- kjöti að meðaltali það árið. Nokkuð er neyslan mismunandi á milli ára, en er þó alltaf á bilinu 40 til 50 kíló á mann. Salan er ákaflega mismunandi eftir mánuðum. Á síðastliðnu verð- lagsári var saian lángmest í maí, 1504 tonn, í febrúar, 1358 tonn, i nóvember, 1080 tonn og í ágúst 940 tonn. Þetta eru í öllum tilfellum mánuðirnir fyrir verðhækkun kjötsins, og er augljóst af þessu að verslanir og almenningur hefur tekið mikið mið af verðhækkunum landbúnaðarafurða á þriggja mán- aða fresti, og birgt sig vel upp mán- uðinn fyrir hækkun, því salan í mánuðunum eftir verðhækkun er helmingi minni, nema í sláturtíð- inni, en þá heldur salan sér nokk- urn veginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.