Morgunblaðið - 04.02.1983, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1983
„Fjöldi vísindamanna er al-
farid þeirrar skoðunar, að
beint samband sé á milli
áfengismagns, sem þjóð eða
annar tiltekinn hópur drekk-
ur, og fjölda ofdrykkju-
manna og drykkjusjúklinga.
Það sé heildarmagn hins
hreina vínanda, sem skiptir
máli, en ekki hvort áfengið
sé neytt í formi öls, víns eða
sterkra drykkja.“
dreifbýli, þegar þeir voru 14 ára,
áttu á hættu að verða drykkjusýki
að bráð.“
I framhaldi af þessum stað-
reyndum flutti ég á Alþingi,
ásamt öðrum flokksbræðrum mín-
um, tillögu til þingsályktunar um
mörkun opinberrar stefnu í áfeng-
ismálum. Tillagan var samþykkt
og nú hefur ríkisstjórnin ákveðið
að skipa nefnd manna til að vinna
að þessu verkefni með skjótum og
öruggum hætti. Þetta tel ég eitt
mikilvægasta skref, sem stigið
hefur verið hér á landi til að
marka þá stefnu, sem farið verður
eftir í baráttunni geng ofneyslu
áfengis.
f tillögunni voru eftirfarandi
meginatriði dregin fram:
Að draga verði úr heildarneyslu
áfengis.
Að stórauka skipulagða fræðslu
og upplýsta umræðu um áfeng-
ismálastefnu.
Að skilgreina eðlilega uppbygg-
ingu „meðferðarkveðju" og auka
stuðning við áhugamannasamtök.
Að verslun ríkisins með áfengi
leggi ríkisvaldinu þær skyldur á
herðar að vinna gegn ofneyslu vín-
anda með fyrirbyggjandi starfi og
fræðslustarfsemi og geri ríkis-
valdinu skylt að liðsinna þeim,
sem eiga við áfengisvandamál að
stríða.
Við mótun opinberra stefnu í
áfengismálum verði m.a. settar
fram hugmyndir um eftirfarandi
viðfangsefni:
1. Hvernig draga megi úr heild-
arneyslu áfengis með úrræðum í
dreifingu áfengis og markvissri
stefnu í verðlagningarmálum
áfengra drykkja eftir tegundum
og styrkleika.
2. Hvernig auka megi hvers
konar fyrirbyggjandi starf og
fræðslustarf um áfengismál til
þess að fá fram virkt almennings-
álit gegn misnotkun og ofneyslu
áfengra drykkja og breyta
drykkjusiðum þjóðarinnar. t því
sambandi verði sérstaklega athug-
að hvernig gera megi skipulags-
breytingar á starfsemi Áfengis-
varnaráðs og áfengisvarnanefnda
í sveitarfélögum og tengja starf-
semi þessara aðila skipulögðu
fræðslustarfi í skólum og fjölmiðl-
um svo og upplýsingastarfsemi og
öðru fyrirbyggjandi starfi frjálsra
samtaka um áfengismál.
3. Hvernig bæta megi og auka
rannsóknir á áfengisvandamálinu
og örsökum þess, svo að hægt sé
að gera sér grein fyrir umfangi
vandans, orsökum og afleiðingum
svo og hvernig áfengisvandamálið
tengist öðrum félagslegum, fjár-
hagslegum og heiisufarslegum
viðfangsefnum. Áhersla verði lögð
á að fylgjast vel með öllum breyt-
ingum, sem verða kunna á áfeng-
isvandamálinu, svo að stjórnvöld
geti á hverjum tíma brugðist við
nýjum aðstæðum.
4. Með hvaða hætti bæta megi
þekkingu og þjálfun þeirra manna
á áfengismálum og meðhöndlun
ofneytenda áfengis, sem afskipti
hafa af slíkum málum og er þá t.d.
átt við starfslið sjúkrahúsa og
fyrr en 23. ágúst. Vegið meðal-
gengi krónunnar var þá 14,3%
lægra en verið hafði þegar skrán-
ing var felld niður, sem samsvarar
16,7% hækkun á vegnu meðal-
gengi erlendra gjaldmiðla.
Vegið meðalgengi krónunnar
lækkaði frá árslokum 1981 til árs-
, loka 1982 um 47,3%, sem svarar til
I hækkunar erlendra gjaldmiðla
■ gagnvart krónu um 89,6%. Vegið
ársmeðalgengi krónunnar 1982
var 37,9% lægra en vegið ársmeð-
algengi 1981, en það samsvarar
61,0% hækkun erlendra gjald-
miðla gagnvart íslenskri krónu.
í árslok 1981 var kaupgengi
bandarísks dollars 8,161 kr., en í
árslok 1982 16,60 kr. Bandaríkja-
dollar hefur því hækkað um
103,4% gagnvart íslenskri krónu á
þessu tímabili, og samsvarar það
50,8% lækkun á gengi krónunnar
gagnvart dollar. Ársmeðalgengi
Bandaríkjadollars gagnvart ís-
lenskri kónu á árinu 1982 var
72,9% hærra en meðalgengi 1981,
sem svarar til 42,2% lækkunar á
gengi krónunnar gagnvart dollar.
Allmiklar breytingar urði á gengi
ýmissa gjaldmiðla á árinu 1982.
Sænsk króna var lækkuð um 16%
hinn 8. október, norsk króna var
lækkuð um 3% hinn 6. september,
finnskt mark var lækkað um 4%
hinn 8. október og aftur um 6%
hinn 10. október. Gengi Banda-
ríkjadollars fór hækkandi á gjald-
eyrismörkuðum til loka október en
lækkaði nokkuð í nóvember og
desember. Gengi Bandaríkjadoll-
ars hækkaði gagnvart eftirtöldum
myntum frá ársbyrjun til ársloka
1982 sem hér segir: Sterlingspundi
18,6%, þýsku marki 5,8%, frönsk-
um franka 18,4%, svissneskum
franka 11,1%, sænskri krónu
32,1% og japönsku yeni 7,0%.
Raungengi krónunnar
Með raungengi krónunnar er átt
við gengi hennar að tiltölu við
hlutfallslega verðþróun þjóðar-
framleiðslu hérlendis á móti sam-
svarandi verðþróun í viðskipta-
löndum. Hátt raungengi er að öð-
ru jöfnu atvinnuvegunum þungt í
skauti, en hamlar á móti hækkun
tekna og verðlags, en hið gagn-
stæða á við um lágt raungengi. Ut-
reikningur raungengis tekur ekki
tillit til hins sérstaka verðlags á
útflutningi og innflutningi, né að
sjálfsögðu til breyttrar framleið-
ni, og er þannig aðeins einn þeirra
þátta, sem höfð er hliðsjón af við
ákvörðun gengisins.
Raungengi krónunnar var árin
1979 og 1980 mjög nálægt meðal-
tali tímabilsins 1970—1982, aðeins
um 1% hærra. Framkvæmd geng-
isstefnunnar árið 1981 hafði svo í
för með sér hækkun meðalraun-
gengis um tæp 5% frá árinu áður,
og varð það þá eilítið hærra en
1978, þegar ytri skilyrði voru góð
og batnandi. Áföll og erfiðleikar
atvinnuveganna urðu þess vald-
andi, að hverfa varð til mun lægra
raungengis, og lækkaði það um
8% að ársmeðaltali milli 1981 og
1982, og stóð þá stíðara árið 2,4%
lægra en meðaltalið 1970—1982.
Eftir gengisbreytinguna nú upp úr
áramótunum er raungengið að
vísu enn lægra en þetta, en er sí-
felldum beytingum háð af völdum
hækkandi verðlags í landinu.
heilsugæslustöðva, starfsfólk
löggæslu, starfsfólk endurhæf-
ingarstöðva, æskulýðsfulltrúa og
aðra slíka opinbera starfsmenn,
sem þurfa að hafa afskipti af
áfengisvandanum og vandamálum
áfengisneytenda í störfum sínum.
5. Hvernig standa skuli að með-
ferð áfengissjúklinga þ.á m.
hvernig ríkisvaldið geti stutt sam-
tök og stofnanir sem þá meðferð
hafa með höndum, hvernig styðja
megi áfengissjúklinga til endur-
hæfingar og hjálpa aðstandendum
þeirra og þeim sjálfum til að leita
eðlilegs lífs á nýjan leik með að-
gerðum á sviði heilbrigðismála, fé-
lagsmála og atvinnumála.
6. Kanna sérstaklega þátt
heimabruggs og smyglaðs áfengis
í heildarneyslu vínanda hér á
landi, þar eð tölur Áfengis- og tó-
baksverslunar ríkisins segja
hvergi nærri alla söguna um
áfengisneyslu íslandinga.
7. Hvernig bregðast eigi við
aukinni neyslu annarra fíkniefna
en vínanda, sem færst hefur í vöxt
og virðist mjög tengjast ofnotkun
áfengra drykkja.
8. Hvernig leita megi samstarfs
við erlenda aðila og stofnanir um
upplýsingar og fróðleik um áfeng-
isvandamálið, orsakir og afleið-
ingu, meðferð og rannsóknir.
Tillögur þessar og hugmyndir
skal senda Alþingi í sérstakri
skýrslu um málið ásamt tillögum
ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á
sviði lagasetningar og opinberrar
stjórnsýslu, sem fylgir slíkri
stefnumörkun.
Það er ástæðulaust að fara
mörgum orðum um þær þjáningar
og þá kvöl, sem fylgir hverskonar
misnotkun áfengis. I því sambandi
má þó nefna rannsókn, sem gerð
var á tengslum áfengisneyslu og
glæpa. Þar kom í ljós, að áfengi
var með í spilinu í 13 til 50% allra
nauðgana, 24—72% rána og
28—86% morða. Hin síðari árin
hafa hverskonar önnur fíkniefni
haft vaxandi áhrif á afbrot.
Hér er ekki talinn hinn gífurlegi
kostnaður, sem þjóðfélagið verður
að greiða vegna þeirra andlegu og
líkamlegu sjúkdóma, sem eru
fylgifiskar áfengisneyslu. Ýmsir
hafa leitt getum að því, að „hagn-
aður“ ríkisins af áfengissölu nægi
ekki til að bæta það tjón, sem af
neyslunni hlýst. Þá er heldur ekki
talin með sú þjáning, sem allir
þekkja í næsta umhverfi sínu, og
fylgir áfengisneyslunni.
Heill og hamingja þjóðarinnar
er undir því komin, að rétt verði
brugðist við þessum vanda og að
reynt verði að stemma stigu við
neyslu hinna nýrri fíkniefna, sem
oft eru fylgifiskar áfengis. Starf
SÁÁ er líklega mikilvægasti þátt-
urinn í björgun mannslífa úr
þessu kviksyndi. Því ber okkur að
styrkja og styðja samtökin.
Smíða páfavagn
í Costa Rica
San Jost‘, Costa Rica, 2. fcbrúar. Al'.
FYRIRTÆKI á ('osta Rica hefur
ákveðið að smíða sérhannaða bifreið
vegna fyrirhugaðrar ferðar Jóhann-
esar Páls páfa II um Mið-Ameríku.
Páfi heimsækir öll lönd þessa
heimshluta, sjö að tölu, í ferð sinni.
Leiðtogar rómversk/kaþólsku
kirkjunnar lýstu því yfir, að
ógjörningur væri að flytja bifreið-
ina, sem var sérstaklega hönnuð
vegna ferðar páfa um Spán, til
Suður-Ameríku.
Bifreiðin, sem á ensku er nefnd
„pope-mobile" eins og fyrri sér-
hannaðar bifreiðir fyrir páfa,
verður í meginatriðum eins og bif-
reiðin, sem smíðuð var á Spáni.
Tekur hún fimm manns og er sér-
staklega búin öryggistækjum.
Stórglæsileg HiiómPioíiiLss^^ ^
rýmingarsala stendur yfir v/
Næst síðasti dagur. Armúla 38