Morgunblaðið - 04.02.1983, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1983
Hver er kosninga-
réttur minn?
— eftir Magníis
Jónsson skólastjóra
í dag barst mér seðill varðandi
skoðanakönnun um kjördæma-
málið. Fer vel á, að álits almenn-
ings sé leitað. Það rýrir gildi þess-
arar skoðanakönnunar, að ekki er
nægur tími til að leita álits allra
landsmanna.
Varðandi jafnan kosningarétt,
þarf að fleiru að hyggja en því, að
flokkarnir og héruðin fái réttan
þingmannafjölda í hlutfalli við at-
kvæðamagn. Það þarf einnig að
ganga þannig frá málum, að ein-
staklingurinn, kjósandinn, hafi
raunverulegan kosningarétt.
Til að skýra mál mitt skal ég
taka nærtækt dæmi. Nýlega er bú-
ið að ganga frá framboðslista
sjálfstæðismanna á Vestfjörðum.
Kördæmaráð ákvað, hverjir
skyldu verða þingmenn flokksins
þar. Þessi fámenni hópur tók í sín-
ar hendur kosningarétt allra
sjálfstæðismanna á Vestfjörðum.
Aðrir sjálfstæðismenn á Vest-
fjörðum geta mætt á kjörstað og
staðfest fylgi sitt við flokkinn, en
þeir hafa engan umsagnar- eða
kosningarétt um það, hvaða menn
fara á þing.
Hver er persónulegur kosn-
ingaréttur þessara Vestfirðinga?
Er hann ef til vill sáralítill eða
sama og enginn?
Starfsaðferðin varðandi fram-
boðið var sú sama og gilt hefur um
langan tíma og ýmsir telja enn
hina einu réttu aðferð til að til-
nefna frambjóðendur.
Prófkjör
Prófkjör voru tekin upp til að
ráða bót á þeim annmörkum, að
viðkomandi uppstillingarnefnd
ákvæði hvert sinn upp á sitt ein-
dæmi hverjir yrðu frambjóðendur.
Þessi aðferð hefur heldur ekki
reynst gallalaus. Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur framkvæmt prófkjör
með þrennskonar hætti.
Lokað prófkjör: Samanber
prófkjör til undirbúnings borgar-
stjórnarkosningum í Reykjavík í
vetur. Kosningarétt í því prófkjöri
höfðu flokksbundnir sjálfstæðis-
menn, 16 ára og eldri. Gallinn við
þetta fyrirkomulag er nokkuð í
ætt við vald uppstillingarnefnd-
anna, sem sagt sá að þeir, sem
ekki eru flokksbundnir, eru að
mestu leyti sviptir kosningarétti.
Þeir geta ráðið úrslitum um einn
og einn þingmann, sem er til-
nefndur af öðrum en þeim.
Hálfopið prófkjör: Prófkjör
sjálfstæðismanna, sem fram fór í
vetur til undirbúnings væntanleg-
um alþingiskosningum, var hálf-
opið prófkjör. Kosningarétt höfðu
flokksbundnir sjálfstæðismenn, 16
ára og eldri og þeir, sem undir-
skrifuðu stuðning við Sjálfstæðis-
flokkinn. Þetta fyrirkomulag
gengur lengra í lýðræðisátt en lok-
aða prófkjörið. Gallinn við þetta
fyrirkomulag var sá, að ýmsir
óflokksbundnir stuðningsmenn
gerðu sér ekki grein fyrir að þeir
gátu kosið, svo voru aðrir, sem
ekki felldu sig við að þurfa að und-
irskrifa yfirlýsingu til að mega
kjósa. Allir þessir tapa að mestu
atkvæðisrétti sínum varðandi
næstu kosningar, eins og áður er
lýst.
Opið prófkjör: Hjá Sjálfstæðis-
flokknum í Reykjavík hefur um
nokkurt skeið verið viðhaft opið
prófkjör, þau hafa gengið vel. Ég
hef ekki heyrt um sérstök vand-
kvæði á því fyrirkomulagi, og veit
ekki, af hverju var frá því horfið.
Hjá Sjálfstæðisflokknum hafa
núna í vetur farið fram opin
prófkjör í nokkrum kjördæmum.
Þar hefur þátttakan verið meiri
en gera mátti ráð fyrir, miðað við
fylgi flokksins við síðustu kosn-
ingar. Að vísu koma þarna at-
kvæði flokksmanna 16—20 ára, en
það nægir ekki til að skýra þennan
mismun. Annaðhvort hefur flokk-
urinn aukið fylgi sitt, eða fleiri en
sjálfstæðismenn hafa tekið þátt í
prófkjörinu.
Gísli Jónsson menntaskóla-
kennari skrifaði fyrir skömmu,
grein í Morgunblaðið um prófkjör.
Hann benti á, að með því að
prófkjör allra flokka færu fram
samtímis í sama kjördæmi, mætti
framkvæma opið prófkjör, svo að
aðeins þeir sem fylgja viðkomandi
flokki, taki þátt í prófkjöri hans.
Eykur á ríg og óeiningu
Bent hefur verið á, að sam-
keppnin í prófkjörinu sundri sam-
flokksmönnum og valdi jafnvel
„Ég vil með þessum línum
vekja athygli á að það er
ekki öllu réttlæti fullnægt
með því að tryggja kjördæm-
um og flokkum rétta þing-
mannatölu í hlutfalli við at-
kvæðamagn. Það þarf einnig
aö gæta að atkvæðisrétti
hvers kjósanda.“
ófriði þeirra á milli.
Það er í sjálfu sér ekkert nýtt,
að samkeppni sé á milli sam-
flokksmanna, um völd og aðstöðu,
það hefur verið svo lengi sem
flokkspólitísk barátta hefur verið
háð. Annað er ef til vill meira
sérkennandi fyrir okkar tíma, það
er hve þáttur fjölmiðla með nú-
tíma tækni er orðinn stór og
áhrifaríkur.
Þeir sem skrifa í blöðin til að
mæla með frambjóðanda, þurfa að
gæta þess, að lasta ekki annan.
Ekki er síður nauðsynlegt, að þeir,
sem starfa við blöðin eða stjórna
þeim, gæti hlutleysis gagnvart
frambjóðendum viðkomandi
flokks.
Það hleypir illu af stað — sama
í hvaða flokki er — ef verið er með
sífelldan áróður fyrir ákveðna eða
ákveðinn frambjóðanda, með stöð-
ugu oflofi og svo á hinn bóginn að
leggjast á aðra frambjóðendur,
með því að fela sem mest það sem
vel er um þá sagt og reyna á allan
hátt, eftir því sem fært og fram-
bærilegt er, að gera þeirra hlut
sem minnstan.
Blað, sem þannig hagar sér, er
friðarspillir, sem eykur ófrið milli
samflokksmanna, kemur af stað
og viðheldur innanflokkserjum.
Það er ekki prófkjörsformið
sjálft, sem skapar ófriðinn, heldur
ræður þar um, hvernig að fram-
kvæmd þess er staðið.
Frambjóðendur og stuðnings-
menn þeirra þurfa að sýna fyllstu
prúðmennsku.
En áhrifaríkastir eru fjölmiðl-
arnir, hvort sem um er að ræða að
skapa frið eða valda ófriði.
Lokaorð
Skoðanakönnunin um kjör-
dæmamálið var tilefni þessara
hugleiðinga. Ég vil með þessum
línum vekja athygli á, að það er
ekki öllu réttlæti fullnægt með því
að tryggja kjördæmum og flokk-
um rétta þingmannatölu í hlut-
falli við atkvæðamagn. Það þarf
einnig að gæta að atkvæðisrétti
hvers kjósanda.
Seint verður fundið kosninga-
fyrirkomulag, sem er gallalaust og
allir verða ánægðir með.
Þrátt fyrir galla prófkjörsins
eru það miklu fleiri, sem telja það
fyrirkomulag betra en uppstillin-
garaðferðina.
Hugsanlegt er að taka upp kosn-
ingakerfi með óröðuðum listum,
og gefa kjósendum þannig kost á
því á kjördegi, að velja jafnt ein-
stakling sem flokk. Almennar
kosningar leystu þá einnig hlút-
verk prófkjörsins með þeim hætti,
að fyrir það væri girt, að aðrir en
kjósendur flokksins hefðu áhrif á,
hvaða einstaklingar hlytu kosn-
ingu.
Útvarp — fyrir fólk-
ið eða ílokkana
— eftir Þorstein Ein-
arsson verkfræðing
Er það ekki þversögn að á tím-
um upplýsingaþjóðfélags skulum
við lifa við það að það eru full-
trúar fjögurra stjórnmálaflokka
sem ákveða hverjir koma fram í
þættinum Um daginn og veginn.
Ef einhver hefur haldið að dag-
skrármenn ríkisútvarpsins sæu
um það þá er sá misskilningur hér
með leiðréttur.
í tillögum útvarpslaganefndar
að nýjum útvarpslögum er lagt til
að einkarétti Ríkisútvarpsins á út-
sendingu útvarpsefnis verði af-
numinn. Leyfi til útvarpsreksturs
verði í höndum sérstakrar nefndar
sem á að heita útvarpsréttar-
nefnd.
Þessi nýja nefnd — sem verða í
sjö menn og sjö varamenn — verð-
ur auðvitað kosin hlutfallskosn-
ingu á alþingi. Hlutverk hennar er
að fylgjast með því að hinar svo-
kölluðu frjálsu útvarpsstöðvar
virði tjáningarfrelsi.
Til nefndarinnar geta síðan þeir
aðilar klagað sem ekki hafa fengið
að koma sjónarmiðum sínum á
framfæri á þann hátt sem þeir
geta við unað. í þeim málum er
úrskurður nefndarinnar bindandi.
Þetta þýðir að nefnd sem spegl-
ar meirihluta alþingis hefur heim-
ild til að ákveða hverjir koma
fram í hinum ýmsu útvarpsstöðv-
um sem reknar eru af óháðum
samtökum.
Þessi útvarpsréttarnefnd hefur
ekkert að gera með útvarpsráð því
það verður til áfram og mun ein-
göngu fjalla um málefni ríkisút-
varpsins.
Nú kann einhver að segja að út-
varpsréttarnefnd muni ekki starfa
á þessum grundvelli. Hún sé til
verndar tjáningarfrelsi og eigi að
tryggja að allar skoðanir fái að
koma fram í frjálsum útvarps-
stöðvum.
Tökum dæmi. Gefum okkur að
íbúar í einhverju þorpi ákveði að
stofna kapalsjónvarpsstöð. Þeir
ákveða einnig að ekkert skuli sýnt
annað í sjónvarpinu en upptökur
af framboðsræðum Geirs Hall-
grímssonar. Gerum síðan ráð fyrir
að einhver klagi þetta athæfi til
útvarpsréttarnefndar. Þá getur
útvarpsréttarnefnd samkvæmt
álitinu skipað íbúum að framvegis
skuli í dagskrám koma fram full-
trúar allra flokka í hlutfalli við
styrk þeirra á alþingi.
Þetta er vissulega mjög ýkt
dæmi. En aðalatriði málsins er
ekki það hversu sennilegt það er
að þetta komi fyrir heldur sú af-
staða sem þarna kemur fram. Þeg-
ar rætt er um að efla frelsi í um-
ræðum og til tjáningar á skoðun-
um þá hafa fulltrúar gamla
flokkakerfisins sagt að það sé allt
í lagi — á meðan þeir ráða.
Hvernig skipan útvarpsmála
verður í framtíðinni er mál sem
varðar alla þjóðina. Ekki bara
flokkakerfið.
{ drögum að málefnagrundvelli
Bandalags jafnaðarmanna er
fjallað um útvarp. Það eru þjrú
atriði sem eru grundvallaratriði:
1. Einokun Ríkisútvarpsins til
útsendingar á útvarpsefni
skal afnumin. Ríkisútvarpið
skal samt hafa einkarétt á
útsendingu á auglýsingum.
2. Útvarpsráð skal lagt niður og
útvarpsréttarnefnd aldrei
stofnuð.
3. Að heimilt sé að stofna félög
um útvarpsrekstur.
Þessar tillögur fela í sér stór-
aukið frelsi á miðlun skoðana í
landinu. Við leggjum áherslu á að
það eru félög þar sem fólk safnast
saman sem skal fá leyti til út-
varpsreksturs en ekki félög þar
sem fjármagn safnast saman. Að
útvarpsráð sé lagt niður er í eðli-
legu samhengi við tillögur okkar
um aðskilnað löggjafarvalds og
framkvæmdarvalds — það er al-
þingis og ríkisstjórnar.
Að útvarpsréttarnefnd verði
aldrei stofnuð er sjálfgefið. Það er
ekki í samræmi við ráðandi hug-
myndir um lýðræði að löggjafar-
valdið skuli vera allsherjardómur
á það hver er rétt blanda af skoð-
unum fólks. Það er til líf utan
valdakerfis stjórnmálaflokkanna.
Það á ekki að vera hlutverk ráðs
sem kosið er hlutfallskosningu á
alþingi að samþykkja dagskrá út-
varps og sjónvarps áður en hún er
send. Mat á efni og skoðun um-
ræðu í þjóðfélaginu á ekki að vera
háð því hverjir eru í meirihluta á
alþingi á hverjum tíma.
Það getur heldur ekki verið rétt
að útvarpsráð skuli vera umsagn-
araðili um hverjir verða ráðnir til
starfa við dagskrárgerð í útvarpi
eða sjónvarpi. Þar hefur reynslan
sýnt að þar hafa skoðanir haft
meira að segja en hæfni þegar út-
varpsráð hefur fjallað um ráðn-
ingar á starfsfólki.
Við leggjum til að forsætisráð-
herra ráði útvarpsstjóra til fjög-
urra ára. Allt sem snýr að dag-
skrárgerð og ráðningu starfsfólks
skal vera í höndum Ríkisútvarps-
ins sjálfs. Þá leggjum við einnig
til að eftirlit með að starfsemi
Ríkisútvarpsins sé í samræmi við
Þorsteinn Einarsson
„Það á ekki að vera hlutverk
ráðs sem kosið er hlutfalls-
kosningu á alþingi að sam-
þykkja dagskrá útvarps og
sjónvarps áður en hún er
send.“
lög og reglur verði í höndum al-
þingis. Þó með þeim hætti að efni
sé aðeins tekið til umfjöllunar eft-
ir útsendingu.
Þessar tillögur miða allar að því
að efla sjálfstæði Ríkisútvarpsins
gagnvart flokkakerfinu.
Hér hefur ekki verið fjallað um
einstök útfærsluatriði eins og með
hvaða hætti rekstur Ríkisútvarps-
ins verður fjármagnaður. En ljóst
er að tryggja verður að Ríkisút-
varpinu verði gert kleift að gera
langtímaáætlanir um gerð dag-
skrár.
í áliti útvarpslaganefndar er
lagt til að annað hvert ár verði
haldin ráðstefna um dagskrár-
stefnu Ríkisútvarpsins með þátt-
töku fulltrúa helstu fjöldahreyf-
inga.
Við teljum að þetta sé skref í
rétta átt þó það sé vel mögulegt að
hafa opna fundi um þessi mál þar
sem allir eiga aðgang.
Ríkisútvarpið á að vera í nanum
tengslum við fólkið og lífið í land-
inu. Það verður það aldrei meðan
boðin ganga í gegnum pýramíða
flokkakerfisins.
Beringspuntur,
ný grastegund:
Uppskerumikill
og harðger — á
fullt erindi
á sáðsléttu
hérlendis
ÁRIÐ 1974 var fyrst komió með
fræ af beringspunti frá Alaska
hingað til lands. Það gerði Þor-
steinn Tómasson sérfræðingur
hjá Rannsóknarstofnun landbún-
aðarins. Síðan hafa verið gerðar
tilraunir með þessa grastegund.
Niðurstöður þeirra benda til að
beringspuntur sé uppskerumikill
og harðger. Frá upphafi hafa til-
raunir verið gerðar Hvanneyri og
meðal annars hafa farið fram
rannsóknir þar á verkun þurr-
heys úr beringspunti og fóður-
gildi hans. Samanburður var
gerður á vallarfoxgrasi og
beringspunti. Nýlega kom út
skýrsla frá Bændaskólanum á
Hvanneyri um þessar rannsókn-
ir. Höfundur skýrslunnar er
Bjarni Guðmundsson.
Samkvæmt niðurstöðunum
frá Hvaneyri virðist berings-
puntur standa vallarfoxgrasi
að flestu leyti fyllilega á sporði
og taka því fram í sumum
greinum, sé miðað við þurr-
heysverkun og fóðrun á þurr-
heyi. í niðurstöðum skýrslunn-
ar segir meðal annars:
„Reynsla bænda og niðurstöð-
ur athugananna eru á svipaðan
veg, hvað varðar lystugleika
heys af beringspunti. Niður-
stöður könnunarinnar styrkja
því í helstu atriðum ályktanir
þær, sem dregnar voru af at-
hugunum á Hvanneyri. Á
grundvelli þeirrar reynslu má
telja, að beringspuntur eigi
fullt erindi í sáðsléttu hérlend-
is, og ennfremur að nokkuð
megi á sig leggja við öflun fræs
af honum.“