Morgunblaðið - 04.02.1983, Side 30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 1983
30
Pregiö í bikarkeppni KKÍ:
Suðurnesjaliðin mætast
í aðalleik umferðarinnar
Dregið var í gær í átta liða úr-
slitum bikarkeppni Körfuknatt-
leikssambandsins, og drógust
erkifjendurnír ÍBK og UMFN sam-
an. Fer leikurinn fram í Keflavík
og er hér tvímælalaust um að
ræða stórleik umferðarinnar. Að-
rir leikir ættu einnig aö geta orðið
skemmtilegir en leikirnir í átta
liða úrslitunum eru þessir:
Þór, A. — Valur
ÍS/ÍRB — Grindavík
ÍR — Haukar
Allt gætu þetta oröið hörku-
skemmtilegar viöureignir. Þórsarar
eru erfiðir heim að sækja, þó
óneitanlega teljist Valsmenn sigur-
stranglegri. Grindvíkingar eru í
stööugri framför eftir aö Douglas
Kintzinger hóf að leika meö liöinu
og sigraði ÍS Grindvíkinga naum-
lega á dögunum. Leikur ÍR og
Hauka veröur eflaust einnig mjög
skemmtilegur. ÍR-ingar hafa tekiö
miklum stakkaskiptum eftir að
Pétur Guömundsson gekk til liös
viö þá — sjálftraust þeirra hefur
aukist og hafa þeir leikiö afar vel
undanfariö. Llngu strákarnir í
Haukum hafa einnig leikiö mjög vel
i vetur undir stjórn Einars Bolla-
sonar og þar er liö framtíöarinnar
á ferö. Fjórar spennandi viöureign-
ir gætu því veriö í uppsiglingu.
Leikjum þessum á aö vera lokiö
fyrir febrúarlok.
Einnig var dregiö í bikarkeppni
kvenna, og mætast þar UMFN og
ÍS, en KR situr hjá og er komiö í
úrslit. Sigurvegarinn úr leik Njarö-
víkinga og Stúdenta leikur því til
úrslita viö KR-stúlkurnar. —SH.
• Axel Nikulásson með knöttinn
í viðureign ÍBK og UMFN í úr-
valsdeildinni á dögunum. Liðin
mætast í áttaliða úrslitum bikar-
keppninnar.
Ljósm. Einar Falur Ingólfsson.
..Ætlun mín var að fá fag-
legar umræður en ekki að
stofna til illdeilna“
— Morgunblaðið birtir bréf Páls Eiríkssonar til HSÍ
Eins og mönnum er eflaust i fersku minni birtist ekki alls fyrir löngu
viðtal í Morgunblaðinu við Pál Eiríksson, lækni, í tilefni af því að hann
sagöi af sér sem trúnaöarlæknir Handknattleikssambands íslands. Út
af umræddu viðtali spunnust nokkrar deilur, en í samtali við blaöa-
mann Morgunblaðsíns síðar, sagðist Páll geta samþykkt í meginat-
riöum þaö sem eftir honum var haft, nema hvað hann var ekki sáttur
við fyrirsögnina, enda var hún blaðamannsins. Til að fyrirbyggja allan
misskilning hefur Morgunblaöið fengið leyfi Páls til að birta bréf þaö
sem hann sendi HSÍ, en í því kemur margt fram sem hann sagði í
viðtalinu við blaðið. Þess má geta að í íþróttaþætti í útvarpi, er þeir
komu fram í, Hilmar Björnsson, landsliðsþjálfari og Páll, sagði sá
fyrrnefndi, að hann gæti fallist á flest allt sem fram heföi komið í bréfi
Páls. Er Mbj. spjallaði við Pál í gær, sagðist hann enn ekki hafa fengið
svör frá HSÍ viö bréfi sínu, þannig aö hann vissi ekki hvort þeir heföu
tekið uppsögn hans til greina en nú er liðinn einn og hálfur mánuöur
síðan hann skrifaði bréfið.
Páll sagöi að tilgangurinn með bréfinu heföi verið að fá faglegar
umræður um málið, en ekki að efna til illdeilna. Bréfiö fer hér á eftir,
óstytt:
„Reykjavik, 15.12. '82.
Til stjórnar HSÍ, Reykjavík.
Allt frá árinu 1968 hefur veriö
leitaö til mín um læknisfræöilega
aðstoö í landsliði Islands í hand-
knattleik. Undanskilin eru þó þau
ár, er ég dvaidist erlendis viö fram-
haldsnám. Stundum hefur verið
hringt í mig af m.a. formanni HSÍ
meö nokkurra klukkustunda fyrir-
vara fyrir leik. Hafi ég átt þess
nokkurn kost hef ég ávallt staöiö
reiðubúinn til aö hlaupa undir
bagga meö Handknattleikssam-
bandinu þótt oft hafi staðið illa á
og fyrirvari nær enginn oft á tíðum.
Ekki hefi ég fariö fram á greiösl-
ur fyrir tíma minn og vinnu, og því
síður hefur mér verið boðið slíkt.
Óneitanlega hef ég þó oft oröiö
fyrir óþægindum vegna þessa
gagnvart annarri vinnu minni.
Oll þessi ár hef ég i reyndinni
verið aö búast við aö einhver
stefna yrði mörkuö í landsliðsmál-
um handknattleiksmanna varöandi
læknisfræöilega uppbyggingu
leikmanna bæði hvaö varöar lík-
amlega uppbyggingu svo og and-
lega. Því miöur verö ég þó aö
segja, aö ég hef ekki getað séö
neina markaða stefnu hjá stjórnum
HSÍ gegnum árin hvaö þetta varö-
ar. Helst virðast menn hafa getað
skilið aö læknishjálp á leikvelli sé
nauðsynleg en því miöur verð ég
að segja aö mér hefur stundum
jafnvel virst það fara eftir skapi
þjálfarans í þaö og þaö skipti hvort
læknisfræöilegrar hjálpar var
æskt. Oll þessi ár hef ég og reynt
aö fá ráöandi aðila til þess aö gera
sér grein fyrir því, aö ekki er nægi-
legt aö hlaupa til rétt fyrir leik og
ætlast til aö öllu megi „redda“ á
síöustu stundu.
Ef litiö er til uppbyggingar þess-
ara mála hjá ýmsum af þeim þjóð-
um sem íslendingar etja kapp viö
má sjá aö allt ööruvísi er tekið á
málum þar en hér. Ekki fer á milli
mála, aö íslendingar geta státaö af
góöum handknattleiksmönnum
enda getur engin þjóö veriö örugg
um sigur yfir íslandi ef leikiö er hér
á landi. Því miður virðist góöur
heimaárangur hafa glapiö
mönnum sýn því ennþá sýnist mér
ekki unnið aö uppbyggingarmálum
landsliöa eins og unnt væri.
Áriö 1978 bjó ég í Noregi og er
íslenska landsliöiö stansaði þar i
nokkra daga á leiö til Danmerkur í
heimsmeistarakeppni ræddi ég
nokkuö viö einstaka leikmenn.
Mikiö óöryggi var í hópnum og lík-
amlegt ástand var ekki eins og
best var á kosiö þrátt fyrir gífurleg-
ar æfingar. T.d. má benda á að
einn leikmanna var illa veikur í baki
án þess aö því hefði verið sinnt. Ég
þekkti persónulega alla þessa
leikmenn og hafði þjálfað suma
þeirra sjálfur sem þjálfari ungl-
ingalandsliösins 1970. í mörg ár
hafði ég sjálfur staðiö i eldlínunni í
handknattleik og frjálsum íþróttum
og er mér því fullkunnugt um þær
fórnir, sem menn leggja á sig og
þann tíma og þá áreynslu, sem
þarf til aö ná árangri. Hér vildi ég
leyfa mér aö koma því aö, aö síðan
ég fór aö sérhæfa mig innan sviös
geölækninga, hef ég einkum ein-
beitt mér aö því sem skeður í hóp-
um og ekki síst hvernig stjórna
beri hópum svo þeir nái árangri.
Hef haldiö marga fyrirlestra um
stjórnun og uppbyggingu hópa
þ.á m. íþróttahóþa bæði hérlendis
en þó mest erlendis.
í Danmörku 1978 sá ég eitt al-
best mannaða íslenska landsliöiö
sem ég hef nokkru sinni séö tapa
hverjum leiknum á fætur öörum
þrátt fyrir miklar æfingar og undir-
búning. Samtímis sá ég landsliö
Dana sigla á toppinn þrátt fyrir lak-
ari einstaklinga aö mínum dómi.
Kynnti ég mér undirbúning danska
liösins eftir keppnina og var þar
haldiö á spilunum á allt annan hátt
en hérlendis.
Það sem ég fyrst og fremst sá
þarna í Danmörku var léleg stjórn-
un, þar sem flest virtist í lausu lofti.
Leið mér ekki vel aö sjá andlegt
ástand leikmanna aö síöasta leik
loknum. Gífurlegri vinnu hafði lok-
iö meö álíka vonbrigöum, allt unn-
iö fyrir gýg. Þess vegna hljóp ég til
er til mtn var kallaö af næsta
landsliðsþjálfara íslands þrátt fyrir
lítinn tíma. Meðan Jóhann Ingi
Gunnarsson og Jóhannes Sæ-
mundsson fóru meö stjórn lands-
liösins fór ég eina ferö meö lands-
liöinu á Baltic Cup. Reyndar haföi
ég komið seint inn í myndina svo
læknisfræðilegur undirbúningur
heföi getaö veriö betri. Þó höföu
allir leikmenn undirgengist líkam-
lega skoöun og blóörannsóknir.
Kom þar ýmislegt athugavart í Ijós.
Samstarf okkar þriggja var gott og
samstarf við aöalfararstjóra, Júlíus
Hafstein, var og gott. Bæöi fannst
mér Jóhann Ingi og Jóhann Sæ-
mundsson nýta sér læknisfræði-
lega kunnáttu mína, en ekki
kannske síður reynslu mína og
þekkingu á stjórnun hópa. Árangur
þessa unga og reynslulitla liös var
góður aö minum dómi. Varöandi
næsta keppnistímabil landsliösins
ræddum við og um betri uppbygg-
ingu líkamlegs og andlegs atgerfis
leikmanna. Ráöageröir þessar fóru
því miður út um þúfur þegar ekki
náöist samkomulag milli HSI
og Jóhanns Inga.
Á þessu tímabili var ég útnefnd-
ur trúnaðarlæknir HSÍ og hef ekki
fengiö neina tilkynningu frá stjórn
HSÍ um aö ég hafi verið settur af.
Þrátt fyrir þaö er lítiö til mín leitaö
eftir að nýi þjálfarinn tók viö stjórn.
Þekkti ég hann þó aöeins aö góöu.
Skyndiiega var þó hlaupið til
nokkrum dögum fyrir B-keppni í
Frakklandi og ég beðinn aö koma
meö. Var þá komið langt fram á
keppnistímabilið og engin skoðun
haföi fariö fram á landsliös-
mönnum. Þar sem ég vissi hversu
mjög margir landsliðsmanna höföu
lagt sig fram viö æfingar, en ég
þekkti nær alla persónulega,
fannst mér ekki rétt að skorast
undan. Einnig haföi þaö áhrif aö
mér var tjáö, aö leikmenn sjálfir
heföu beöiö um aö ég kæmi meö.
Sló ég því til þrátt fyrir aö undir-
búningur liösins læknisfræðilega
séö væri mér alls ekki aö skapi.
j þessari keppnisferö í Frakk-
landi síöastliöiö ár fannst mér ég
sjá kennslubókardæmi um mörg
mistök í stjórnun íþróttahópa.
Menn höföu greinilega ekki gert
sér grein fyrir, aö allt annarrar
stjórnunar er þörf á langri keppn-
isferö en 1—2 landsleikjum í „Höll-
inni“. Fyrir þessa ferö haföi ég rætt
viö þjálfarann og tjáö honum, aö
hann gæti til mín leitað inn á sviö
minnar þekkingar, þ.e.a.s. stjórn-
unar hópa en ég myndi á engan
hátt trana mér fram. Því miður var
þessi þekking lítiö nýtt. Ef ég var
spurður einhvers var þaö löngu
seinna og þaö þegar allt of seint
var orðið aö grípa inn í og þaö
fremur til þess aö finna útskýringar
á hvernig hlutirnir heföu gerst.
Sem betur fer var óvenju lítiö
um meiösl í þessari ferö svo hlut-
verk mitt var lítið. í viöræöum viö
einstaka leikmenn sannfæröist ég
um óöryggi þaö sem ég þóttist sjá
í stjórnun hópsins. Á ytra boröinu
virtist þó allt slétt og fellt.
Meö í feröinni voru nokkrir
blaöamenn og snöpuöu þeir ýmis-
legt uppi og þeirra áhrif voru ekki
litil. Nokkrir þeirra reyndu aö fá
mig til þess aö segja skoöun mína
á því sem ég sá miður fara, en ég
taldi rétt aö halda skoðunum mín-
um á þessari hópstjórn fyrir mig,
sérlega af því að mér haföi skilist
aö alvarlegar umræöur um undir-
búning og árangur þessarar feröar
myndi fara fram er heim kæmi inn-
an vébanda þeirra er aö feröinni
stóöu. Einnig haföi ég búist viö aö
mér myndi gefast tækifæri til aö
vinna meö þjálfara aö skynsam-
legri uppbyggingu landsliðs hvaö
varðaöi læknisfræöilegan og and-
legan undirbúning fyrir næstu
keppnistímabil.
Síöan þessari keppnisferö lauk
er nú liðiö u.þ.b. eitt og hálft ár og
á þessu tímabili hefur verið hringt í
mig einu sinni og þaö var 1—2
mánuðum eftir heimkomu og þá
var talað í síma um framhaldsvið-
ræöur. Síöan þá hef ég hvorki
heyrt frá þjálfara né stjórn Hand-
knattleikssambands íslands. Ég
hef hvorki veriö beðinn um aö aö-
stoöa við leiki né undirbúning.
Veit ég ekki hvernig túlka skal
þetta þar sem mér hefur ekki verið
tilkynnt um aö ég sé ekki lengur
trúnaöarlæknir HSÍ. Vona ég þó,
aö þaö sé fákunnátta og skiln-
ingsleysi á gildi starfs míns, en
ekki hræösla viö þá gagnrýni sem
ég heföi fulla ástæöu til aö koma
fram meö.
Vil ég ekki lengur sitja meö þá
ábyrgö, sem ég tel aö þeir aöilar
sitji með sem standa fyrir núver-
andi undirbúningi fyrir enn eina
heimsmeistarakeppnina. Tel ég því
rétt aö afsala mér þeim „heiðri" aö
vera trúnaðarlæknir HSÍ.
Til þess aö foröast allan mis-
skilning vil ég udnirstrika aö öll
mín persónulegu samskipti sem ég
hef átt við þjálfara og stjórnar-
meðlimi HSI hafa verið góð.
Vil ég að lokum leyfa mér að
færa fram þá von mína og ósk að
stjórn HSÍ beri gæfu til að undir-
búningi undir andlega sem líkam-
lega krefjandi keppnisferðir verði
hagað þannig, að þeir einstakl-
ingar sem keppa undir merki ís-
lands í handknattleik hafi mögu-
leika á að ná sem bestum árangri
bæði fyrir sjálfa sig og jafnframt
auka hróður landsins.
Með bestu kveðjum.
Fáll Eiríksson, læknir.“