Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR 30. tbl. 70. árg. SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Baskar sprengdu banka Bilbao, 5. febrúar. Al*. MJÖG öflug sprengja sprakk í Viz- caya-bankanum í Bilbao í gærmorg- un og létust tveir af starfsmönnum bankans, auk þess sem sjö manns slösuðust meira eða minna. Bygging- in skemmdist gífurlega. Sprengjan sprakk aðeins fáein- um mínútum eftir að maður, sem ekki lét nafns getið, hafði hringt á bæjarskrifstofurnar í Bilbao og tilkynnt hvað i vændum væri. Sami maður sagði aðskilnaðar- hreyfingu Baska, ETA-samtökin, bera ábyrgð á hryðjuverkinu. Bankar í Baskahéruðum Spánar hafa verið eftirlætisskotmörk ETA síðustu vikurnar. Samdráttur- inn minnk- ar vestra Washington, 5. febrúar. Al\ ÝMISLEGT bendir til, að farið sé að draga úr efnahagssamdrættinum í Bandaríkjunum, atvinnuleysi hefur minnkað nokkuð, bílasala aukist og einnig húsbyggingar. Konald Reag- an, forseti, spáði því í gær, að Bandaríkjamenn væru komnir yfir það versta og að hér eftir myndi atvinnuleysingjum fækka stöðugt. „Við erum komnir á skrið,“ sagði Reagan á blaðamannafund- inum, sem Nancy, kona hans, sneri síðar upp í afmælisveislu í tilefni af 72ja ára afmæli manns síns. Fundurinn var haldinn nokkrum stundum eftir að atvinnumála- ráðuneytið tilkynnti, að atvinnu- leysið hefði minnkað í janúar um 0,6%, úr 10,8% í desember í 10,2%. Bandarískir hagfræðingar eru nú að verða sammála um, að kreppan sé farin að dala nokkuð, í bili a.m.k. Mikill fjörkippur hefur hlaupið í bílasölu og síðast en ekki síst hefur lifnað mjög yfir hús- byggingum, sem hafa verið í lág- marki síðustu árin. í Bandaríkjun- um hafa auknar húsbyggingar ávallt verið hafðar til marks um trú almennings á betri tíð með blóm í haga. Vetrarbrim í Vestmannaeyjum Drangarnir heita f.v. Jötunn, Hæna, Hani og Hrauney. Saman heita þær Smáeyjar. Ljósm. Sigurgeir Jónasson. „Reiðubúnir til samn- inga hvenær sem er“ sagði Bush, varaforseti Bandaríkjanna, í Genf Genf, IVking, 5. febrúar. AP. GEORGE Bush, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í Genf í dag, að Bandaríkjastjórn væri reiðubúin til að taka þátt í samn- ingum um meðaldrægar eld- flaugar svo lengi sem þurfa þætti, líka eftir að Atl- antshafsbandalagið hefði komið þeim fyrir í Vestur-Evrópu. George P. Shultz, utanríkisráð- herra, og Deng Xiao-ping, leið- togi kínversku stjórnarinnar, voru í dag sammála um að stefna að „framtíðarsamstarfi Kína og Bandaríkjanna, sem byggt væri á gagnkvæmu trausti“. Bush sagði á fundi með fréttamönnum, að Bandaríkja- Flutti líkræðuna yfír sjálíiim sér Parma, Ohio, Bandaríkjunum, 5. febrúar. AP. PKESTUK nokkur, 27 ára að aldri, sem lést eftir að hafa þjáðst í tvö ár af krabbameini, Dutti sjálfur líkræðuna við jarðarför sína og var ekki aðeins, að kirkjugestir gætu hlýtt á mál hans heldur gátu þeir einnig horft á hann flytja ræðuna — af myndsnældu. Presturinn, séra James Dotson, hvíldi í opinni kistu fyrir altari en við hlið hennar hafði myndsegul- bandinu og sjónvarpstæki verið komið fyrir. I upphafi flutti prest- ur safnaðarins, séra Coy Siddall, stutt eftirmæli en gaf síðan sr. Dotson orðið. „Ykkur kann að finnast það undarlegt að sjá mann jarðsyngja sjálfan sig,“ sagði Dotson við söfnuðinn, „en það voru þó ekki undarlegheitin, sem fyrir mér vöktu.“ Síðan sagði hann frá bar- áttunni við banvænan sjúkdóm- inn og hvernig honum leið þegar hann vissi, að endalokin voru nærri. Hann hafði Biblíuna í hendi sér og vitnaði stöðugt í hana undir ræðunni, sem stóð t hálfan klukkutíma. Hann bað söfnuðinn að láta ekki sorgina sitja í fyrirrúmi, útför sín ætti að vera „sigurhátíð" trúarinnar á al- góðan Guð. „f þau 28 ár, sem ég hef annast jarðarfarir, er þetta það stór- kostlegasta, sem ég hef upplifað," sagði John M. Busch, útfarar- stjórinn, sem sá um undirbúning athafnarinnar. stjórn væri ákveðin í að leita eftir samningum um meðal- drægar eldflaugar, áður eða eftir að Nato hefði komið fyrir 572 slíkum eldflaugum í Vest- ur-Evrópu. Hann tók þó fram, að þessum eldflaugum yrði ekki komið fyrir ef Sovétmenn vildu fallast á að eyðileggja þau hundruð SS-eldflauga, sem þeir beina nú að Vestur- Evrópu. Á það hafa Sovétmenn ekki viljað hlusta, heldur leggja þeir aðeins til fækkun í eldflaugabirgðum sínum gegn því, að Nato komi engum slík- um fyrir í Vestur-Evrópu. George P. Shultz, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Peking í Kína á ferð sinni um Austurlönd. Á fundi, sem hann átti með Deng Xiao- ping, leiðtoga Kínverja, urðu þeir ásáttir um að efla sam- skipti þjóða sinna, með gagn- kvæmt traust að leiðarljósi, og sagði í tilkynningu utanríkis- ráðuneytisins, að fundur þeirra ráðamanna hefði verið „ákaf- lega árangursríkur". Sihanouk, Kambódíuprins, sem dvelst í Peking, skoraði í dag á Banda- ríkjamenn og Frakka að veita þjóð sinni lið við að reka víet- namskt innrásarlið af höndum sér. Hann’ kvartaði undan því að Bandaríkjamenn væru tví- stígandi og skirrist við að veita aðra hjálp en siðferðilega. „Slátrarinn frá Lyon“ sendur til Frakklands l.a Paz. 5. fobrúar. AP. STJÓRNVÖLD í Bólivíu hafa rek- ió Klaus Altmann-Barbie, þýska stríósglæpamanninn, úr landi og er fór hans heitiA til Frakklands. „Frakkland er eina landið sem vill taka við Barbie," sagði Mario Koncal, innanríkisráðherra Ból- ivíu, í samtali við fréttamenn í gær. Karbie gekk gjarnan undir nafn- inu „slátrarinn frá Lyon“. llann slapp frá pýskalandi í stríðslok og hefur dvalið í Bólivíu síðan snemma á sjötta áratugnum undir nafninu Klaus Altmann. Einn þeirra sem mun bera vitni gegn Barbie er landi hans Gottlieb Theofil Fuchs, sem nú er 79 ára. „Ég var viðstaddur er Barbie pyntaði frönsku and- spyrnuhetjuna Jean Moulin. Hann barði hann skelfilega með harðgúmmíkylfu sem hann bar jafnan á sér. Að barsmiðunum loknum dró hann Moulin á fót- unurn að kjallaratröppum þeim er lágu til klefa hans. Hann skildi hann þar eftir og öskraði til undirsáta sinna að ef þessi hundur væri enn á lífi daginn eftir, myndi hann ganga endan- lega frá honum. Moulin lést síð- an,“ sagði Fuchs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.