Morgunblaðið - 06.02.1983, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 06.02.1983, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 7 HUGVEKJA eftir Pétur Sigurgeirsson biskup Þegar réttarhöldin fóru fram gegn Jesú, varpaði róm- verski landshöfðinginn Pílatus fram þessari frægu spurningu: „Hvað er sannleikur?" Jesús var þá rétt búinn að svara Pílatusi um að kon- ungsríki sitt væri ekki af þess- um heimi. Pílatus sagði: Ert þú þá konungur? Jesús svar- aði. „Rétt segir þú. Eg er kon- ungur. Til þess er eg fæddur og til þess kom eg í heiminn, að eg bæri sannleikanum vitni. Hver sem er af sannleikanum, heyr- ir mína rödd.“ (Jóh. 18. 37.) Þá spurði Pílatus, hvað væri sannleikur og gekk að svo mæltu út úr landshöfðingja- höllinni og gaf sig á tal við Gyðingana þar fyrir utan. Margir hafa reynt að spá í það, hvað lá á bak við spurn- ingu landshöfðingjans. Enski heimspekingurinn Francis Bacon gerði á sínum tíma spurningu Pílatusar nokkur skil með athugasemd sinni: „Hvað er sannleikur sagði Pílatus háðgjarn og vildi ekki bíða eftir svari.“ Þegar við lítum á þetta í ljósi réttarhaldanna og að fenginni nær tvö þúsund ára reynslu var sannleikann að finna í manninum, sem Pílatus hafði fyrir framan sig og var að yfirheyra. Jesús hafði svar- að spurningu Pílatusar áður en hann spurði: Til þess er eg fæddur, og til þess er eg kom- inn í heiminn, að eg beri sann- leikanum vitni. Það var kristindóminum sig- uraflið mikla, að menn áttuðu sig á þessu svari við spurning- unni. Þeim var sannleikurinn síðan dýrmætastur og lögðu allt á sig til þess að birta hann. Sannleikurinn er Kristur. En hver er Jesús Kristur? Hvað sögðu þeir, sem fyrst áttuðu sig á því, hver hann var. Margir hafa svarað spurn- ingunni. Einn þeirra var Páll postuli. Svar hans er stórkost- legt í upphafi 15. kafla fyrra Korintubréfs: „Eg minni yður bræður, á fagnaðarerindi það, sem eg boðaði yður, sem þér og veittuð viðtöku og þér einnig standið stöðugir í. Fyrir það verðið þér og hólpnir, ef þér haldið fast við orðið, fagnaðarerindið, sem eg boðaði yður, og hafið ekki ófyrirsynju trúna tekið. Því að það kenndi eg yður fyrst og fremst, sem eg einnig hef með- tekið, að Kristur dó vegna vorra synda samkvæmt ritn- ingunum, að hann var grafinn, að hann reis upp á þriðja degi samkvæmt ritningunum." (1 Kor. 15. 1-4.) Páll undirstrikar síðan upp- risu Jesú með því að telja upp þá sem vottuðu, að hafa séð hann. Hann segir frá stórum hópi, „að Jesús birtist meira en fimm hundruð bræðrum í einu, sem flestir eru á lífi allt til þessa (bréfið er skrifað um ár- ið 54) en nokkrir eru sofnaðir (þ.e. dánir). Síðan birtist hann Jakobi (einn yngri bræðra Jesú), því næst postulunum öllum. En síðast allra birtist hann einnig mér, eins og ótímaburði. Því eg er sístur postulanna og er ekki þess verður að kallast postuli, með því að eg ofsótti söfnuð Guðs.“ (l.Kor. 15. 6-9). Þannig skrifaði Páll vegna þess, að hann hafði áður verið svarinn óvinur kristinna manna og gengið manna mest fram í því að draga þá fyrir dóm til hegningar og lífsláts fyrir trú sína. En Páll snérist og afturhvarf hans er eitt hið áhrifamesta í allri sögu kristn- innar. Hann fékk svarið við spurningunni um sannleikann. Grunntónn og allur sam- hljómur sannleika Krists er sá að Guð elskar manninn, barn sitt. Þetta opinberaðist Páli og þess vegna kallaði hann kenn- ingu sína fagnaðarerindi. Þetta mikla erindi býr í orðun- um, „að Kristur dó vegna vorra synda". Saklaus tók hann sökina á sig og innsiglaði það með dauða sínum. Biblíudaguriim: Hvað er sann- leikur? Kærleikanum er ómögulegt að sanna sig án fornar. Þannig snertir hann mannsins hjarta. „Fyrir Jesú er heilagur andi, andi sannleikans, og hið mikla verk hans er að flytja mönnum sannleik Guðs. Við eigum sér- stakt orð yfir það að gefa mönnum sannleik Guðs. Við köllum það opinberun." (Willi- am Barcley.) Það er þetta, sem Biblían er, opinberun um sannleik Guðs. Þessi opinberun kærleikans gerir það að verkum, að Biblí- an hefur lifað. Lífsmáttur og kraftaverk þessarar helgu bók- ar tekur því öllu fram að lífs- gildi og útbreiðslu, sem þekk- ist í heimi bókmenntanna. Eftir seinni heimstyrjöld var allt í rúst að heitið gat í Póllandi. Einkum var svo í Varsjá, byggingar, kirkjur, mannvirki — allt var hrunið eftir hinar linnulausu árásir. í Varsjá var hús biblíufé- lagsins hrunið, utan partur af framhliðinni, en þar stóð skrifað: Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða.“ (Mark. 13.31.) Er fólk gekk þarna framhjá, nam það stað- ar, sumt tárfelldi, sumir krupu á kné, allir voru snortnir að sjá táknið um sannleiksgildi orðanna. Ástæðan til þess að Biblían líður ekki undir lok er sú, að orð hennar finnur ætíð hið mennska hjarta. Þegar alls er gætt er það mannshjartanu dýrmætast að geta fundið, að til er lækning við hverju böli og hverri synd. Biblían er stað- reyndin um þennan sannleik. Ef einhver hefur enn ekki fundið þennan kærleik koma í hjarta sitt, þá er það óbrigðult ráð að opna Biblíuna og lesa hana. Þá á ég sérstaklega við Nýja testamentið, þar sem Jesú Krist er að finna, því að hann er svarið við spurningu Pílatusar. Sá, sem á við vanda- mál að stríða, fær svar eftir lengri eða skemmri lestur í Guðs orði. Þetta hefur reynsl- an sýnt í óteljandi tilvikum. Það er ekki undarlegt, að elsta starfandi félag í landinu skuli vera Hið íslenska Biblíu- félag, stofnað 1815. Nú er þess dagur í dag eins og áður 2. sunnudag í níu vikna föstu. Kirkjan helgar daginn Heil- agri Ritningu með sérstökum hætti. Takmark félags okkar, eins og allra biblíufélaga í heimi er, „að Guðs Orð verði aðgengilegt öllum mönnum á máli, sem þeir auðveldlega skilja og fyrir það verð, sem hver og einn hefur ráð til að greiða." Það er hverju orði sannara um tímana, sem við lifum á, að við erum áhyggjufull og mæð- umst í mörgu. Þetta hugar- ástand virðist ekki síður eiga við um tíma velgengni en þrenginga. Sá skortur er sár- astur, þegar manninum finnst hann vera einn og yfirgefinn og andlega bjargarlaus. Ráðið við kvöl og syndavit- und, sem maðurinn ræður ekki við, er það sem Jesús kallaði „góða hlutskiptið" og sagði „Eitt er nauðsynlegt" (Lúk. 10, 42) í samtali sínu við Mörtu og Maríu. Það nauðsynlega er að opna Biblíuna og finna Jesú Krist, finna sannleikann, finna elsku Guðs. „ ... að sjálfur (íud art sór oss (ók hin st'ku börn meó foóurnáó". II. Ilálfd. Gagnvart þessu eina nauð- synlega skiptir eigi máli, hver þú ert, eða hvað á þér hvílir. Leitaðu í orðum Biblíunnar þangað til þú finnur, að Guð elskar þig. Þá hefur þú fundið Krist, fengið svar við því, hvað sannleikur er: „Það er hjartans hlýja, sem hugurinn þráir mest.“ Frímann Jónasson. MetsoluHad á hverjum degi! eða 8% ? Verötrygging veitir vörn gegn veröbólgu — en hefur þú hugleitt hversu mikla þýöingu mismunandi raunvextir hafa fyrir arðsemi þína? Vfirlitiö hér aö neöan veitir þór svar viö því. VERÐTRYGGÐUR SPARNAÐUR - SAMAN6URÐUR A AVðXTUN Verötrvgging m.v.lánskjaravísitölu Nafn- vextir Raun- ávöxtun FjökJi ára til aö tvöf raungildi höfuðstóls Raunauknmg hofuöst eftir 9 ár Veðskuldabréf 3% 8% 9ár 100% Sparisk. rikissj. 35% 3.7% 19ár 38 7% Sparisjóðsreikn. 1% 1% 70ár 9.4% Verðbréfamarkaöur Fjárfestingarfélagsins hefur víötæka reynslu í veröbréfaviöskiptum og fjármálalegri ráögjöf og miöar þeirri þekk- ingu án endurgjalds. GENGIVERÐBRÉFA 6. FEBRUAR 1983: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1970 2. flokkur 1971 1. flokkur 1972 1. flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur A 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. flokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur 1981 2. flokkur 1982 1. flokkur 1982 2. flokkur Medalávöxtun umfram 3,7—5,5%. VEÐSKULDABRÉF Sölugengi pr. kr. 100.- Sölugengi nafn- Ávöxtun 10.808.92 m.v. vextir umfram 9.438.69 2 afb./ári (HLV) verötr. 8.184.28 1 ár 96,49 2% 7% 6.935,86 2 ár 94,28 2% 7% 4.972,17 3 ár 92,96 2Vi% 7% 4.579,83 <1 1 77 4 ár 91,14 2V4% 7% O. lOI, í ! 2.598,81 S ár 90,59 3% 7% 1.957,92 6 ár 88,50 3% 7V«% 1.855.64 7 ár 87,01 3% 7V«% 1.481,91 8 ár 84,85 3% 7Vi% 1.374,88 9 ár 83,43 3% 7V4% 1.148,10 10 ár 80,40 3% 8% 932,19 733,43 15 ár 74,05 3% 8% 618.25 478,40 357.85 281,39 241,76 179,55 163,00 121.85 verötryggingu VERDTRYGGÐ VEÐSKULDABRÉF ÓVERÐTRYGGD: Sölugengi m.v. nafnvexti (HLV) 12% 14% 16% 18% 20% 47% 1 ár 63 64 65 66 67 81 2 ár 52 54 55 56 58 75 3 ár 44 45 47 48 50 72 4 ár 38 39 41 43 45 69 5 ár 33 35 37 38 40 67 HAPPDRÆTTISLAN RÍKISSJÓÐS Pr. ötugengi kr. 100.- B — 1973 3 266.14 C — 1973 2.777,76 D — 1974 2.403.13 E — 1974 1 808.03 F — 1974 1 808.03 G — 1975 1 198.59 H — 1976 1 142,08 I — 1976 869.00 J — 1977 808,57 1. fl. — 1981 161 *>Ó Olanskráð gengi er m.v. 5% ávöxti P-á. umfram verðtryggingu auk vim ingsvonar. Happdrættisbrétin eru ge in út á handhafa. Vcrðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lönaóarbankahúsin" Sími 28566

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.