Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.02.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 ' Seven Samurai, Orson Welles sem Citizen Kane og atriði úr La Régle du Jeu (Renoir til vinstri) 10 bestu kvikmyndir sögunnar: Ekkert skyggir á gömlu meistarana Á tíu ára fresti hefur tímarit bresku kvikniyndastofnunarinnar, Sight and Sound, beðið 200 kvik- myndagagnrýnendur viða um heim að nefna sér þær tíu myndir, sem þeim finnst vera þær bestu sem gerðar hafa verið frá upphafi. Listi, sem unninn var eftir svörum gagn- rýnendanna, birtist nýlega í hinu virta Lundbúnablaði The Times. Samkvæmt lista þessum hafa eng- ar myndir verið gerðar frá árinu 1963, sem eru þess virði að eiga heima meðal tíu bestu kvikmynda í heimi. Eru þetta óneitanlega heldur aumar fréttir fyrir unga kvikmyndagerðarmenn. Stóru nöfnin í kvikmynda- heiminum í dag — Steven Spiel- berg, John Carpenter, Martin Scorses, Rainer Werner Fass- binder heitinn, Woody Allen — eru hvergi á blaði. Ekki er held- ur að finna á listanum stórlaxa sjötta áratugarins — Ken Russ- el, Stanley Kubrik, Claude Chabrol, David Lean, Ingmar Bergman, Sam Peckinpah. Yngsta myndin á listanum er 8V2, eftir Fellini, gerð 1963. Næst yngst er mynd Michelangelo Antonioni, L’Avventura, gerð 1960. Franska nýbylgjan í kvikmyndum, sem fékk að sögn The Times, breska kvikmynda- áhorfendur til að taka kvik- myndir alvarlegar, hefur aðeins einn fulltrúa á þessum lista. Það er mynd Truffauts, Jules et Jim, frá 1961. Hún nær þó ekki inn á topp tíu listann. Hún er í fjór- tánda sæti. Það kom fáum á óvart þó flest- ir þeir gagnrýnendur, sem svör- uðu beiðni Sight and Sound, skyldu velja mynd Orson Welles, Citizen Kane (1941) bestu kvikmynd allra tíma. Myndin sú hefur verið í efsta sæti Sight and Sound-listans í þrjá áratugi. Citizen Kane er iðulega í efsta sæti á viðlíka listum. I þetta sinn töldu 45 gagnrýnendur hana vera þá bestu, en það eru 13 fleiri en 1972 og 14 fleiri en völdu næstu mynd á eftir, La Régle du Jeu (1939) eftir Renoir. Welles hlaut einnig flest atkvæði yfir besta leikstjórann eða 70, 20 atkvæðum fleiri en Renoir hlaut, sem næstur honum kom. Það var ritstjóri Sight and Sound, Penelope Houston, sem vann að gerð listans, sem hér birtist. Hún sendi einnig mörg- um kvikmyndagagnrýnendum og henni gat dottið í hug bréf þar sem hún bað þá um að segja hvaða myndir þeim þættu mest athyglisverðar, frumlegar og spennandi eða bara einfaldlega skemmtilegar. Margir gagnrýn- endur svöruðu ekki, þ.á m. gagn- rýnandi Sight and Sound. „Ég er alltaf I vafa um hvort við eigum að fara út í gerð svona lista,“ segir ritstjórinn, og alltaf segi ég við sjálfa mig, það er nú gaman að þessu og útkoman get- ur oft komið á óvart. Margir gagnrýnendur hata lista sem þessa og segja þá meiningar- lausa og vitlausa." Vitanlega gefa listar þessir ákaflega litla hugmynd um hvaða myndir eru bestar. Það þyrfti helst að birta lista yfir 50 eða 100 bestu myndir, svo sæmi- legt gagn sé hægt að hafa af þessu. Enn meira gaman gæti verið að listum, sem nefndu bestu gamanmyndir, dans- og söngvamyndir, hrollvekjur, ádeilumyndir, spennumyndir og þar fram eftir götunum. I þetta sinn svöruðu um 60 prósent gagnrýnenda beiðni Sight and Sound og sýnir það kannski best álit gagnrýnenda á fyrirtæki sem þessu. Listinn, þykir í meira lagi íhaldsamur. Það er ekki nóg með að yngstu myndir séu í kringum 20 ára gamlar, heldur hafa hámenn- ingarlegar myndir horfið af list- anum frá 1972. Þar í hópi eru tvær myndir eftir Bergman, ein eftir Mizoguchi og önnur eftir Dreyer. í þeirra stað koma myndir eins og dans- og söngva- myndin Singing In the Rain, vestri John Fords, The Searcher, mynd Kurosawa, Seven Sam- urai, og spennumynd in Vertigo eftir Sir Alfred Hitchcock sál- uga. Flest atkvæði á lista Sight and Sound eiga bandarískir kvik- myndagagnrýnendur. Breskir gagnrýnendur höfðu yfirleitt mjög ólíkar skoðanir á bestu myndunum og svo mætti lengur telja. Meðal annars vekur það at- hygli að engin mynd meistara Chaplins er á listanum, þó myndir hans væru oft nefndar — sérstaklega Nútíminn (Mod- ern Times) — og hann væri kos- inn þriðji besti leikstjórinn á eftir þeim Welles og Renoir. Þá voru myndir Bretanna Michael Powell og Emeric Pressburger oft nefndar á nafn en enginn gat komið sér saman um hverjar mynda þeirra væru bestar. Bret- ar þessir hlutu þar fyrir utan engan stuðning utan síns heima- lands, nema frá einum Finna. Aðrir kvikmyndaleikstjórar eins og Luis Bunuel og Jean-Luc God- ard komust á lista yfir tíu bestu leikstjórana, þó myndir þeirra væru trauðla nefndar. Eins og ritstjóri Sight and Sound bendir á í The Times er kannski það undarlega við þenn- an lista sú staðreynd að hvergi komust á blað leikstjórar sjöunda áratugarins. Menn eins og Fassbinder hlutu enga náð fyrir augum gagnrýnendanna og hin nýja kynslóð bandarískra leikstjóra, sem lærðu list sína í skólum gömlu meistaranna — Spielberg, Carpenter, De Palma, Bogdanovich — hafa ekki verið hátt skrifaðir af gagnrýnendun- um vegna þess að þeir sem vilja sjá gamlar myndir kjósa að sjá frummyndina. Snarað og endursagt. — ai. — Listi yfir 10 bestu myndir sögunnar — 1982 1972 1962 1952 1. Citizen Kane/ Welles 1941 1 1 — 2. La Régle du Jeu/ Renoir 1939 2 3 10 3. Seven Samurai/ Kurosawa 1954 — — — 4. Singin' in the Rain/ Donen & Kelly 1952 — — — 5. 8Vi/ Fellini 1963 4 — — 6. Battleship Potemkin/ Eisenstein 1925 3 6 4 7. L’Avventura/ Antonioni 1960 5 2 — 8. The Magnificent Ambersons/ Welles 1942 9 — — 9. Vertigo/ Hitchcock 1958 — — — 10. The General/ Keaton & Bruckman 1926 8 — — The Searchers/ Ford 1956 — / Lokatónleikar „Myrkra músíkdaga“: Hamrahlíðarkórinn og Þorgerður Ingólfsdóttir Tónlist Ragnar Björnsson E.t.v. ætti að snúa þessu viö og segja Þorgerður og Hamrahlíð- arkórinn, svo nátengd eru þessi tvö nöfn að í hugum fólks er Þor- gerður hvorutveggja móðir og faðir kórsins. Svo mun þó ekki vera því fyrrverandi rektor skól- ans Guðmundur Arnlaugsson gerði allt sem i hans valdi stóð til þess að kórinn kæmist á fót og að starfsemi hans mætti dafna og líklegt er að Þorgerður hefði ekki náð þeim „standard" sem kórinn ber vitni um hefði skilningur Guðmundar og kenn- ara skólans ekki komið til. Með því að segja að Þorgerður hafi furðulega gott lag á þessu unga fólki og að hún hafi óvenjulega hæfni til þess að laða fram söng hjá því er í raun og veru ekki mikið sagt. Að baki árangrinum liggur vinna og aftur vinna sem veldur því að „krakkarnir" syngja erfiðustu kórhlutverk þannig að áheyrandinn finnur ekki fyrir erfiðleikum í meðferð kórsins. Þrátt fyrir að „krakk- arnir“, svo að ég noti orð Þor- gerðar sjálfrar, muni öll, eða flest a.m.k., vera í hljóðfæra- námi hlýtur að teljast afrek að fá þau til að syngja jafn hreint og þau gera þar sem raddirnar, og þá sérstaklega strákanna af eðlilegum ástæðum vegna ald- urs, eru ekki þéttar, þ.e. mikið „loft á röddinni" eins og söngv- arar kalla það. Textaflutningur kórsins er mjög skýr, einn er þó galli þar á nl. að samhljóðar í enda orðs hverfa yfirleitt. Efn- isval kórsins að þessu sinni var að stórum hluta tekið úr „rep- ertuari" hans. Tæplega er þó hægt að tala um „repertuar" þar sem árlega skiptir um mannskap að einhverju leyti. Eftirtekt vek- ur hve mörg tónskáld hafa samið sérstaklega fyrir Hamrahlíðar- kórinn og sýnir það virðingu og vinsældir sem kórinn nýtur. Fyrir utan það sem áður hefur heyrst í meðferð kórsins er mér sérstaklega minnisstæð „Eitt tvö ljóð“ eftir einn kórfélagann Hauk Tómasson og þá kannske sérstaklega fyrra lagið. Það sem margir biðu þó spenntastir eftir kom í pylsuendann. R. Korsakov segir að tónskáld ættu alltaf að miða skrif sín við möguleika þess hljóðfæris sem þau hafa í höndunum. Þá list kann Atli Heimir vel og leggur allt sitt ríka hugmyndaflug í verkefnið hvort sem það er unnið með Sin- fóníuhljómsveitina í huga eða áhugamannahóp. I „Haustmynd- um“, sem samdar eru fyrir Hamrahlíðarkórinn á sl. hausti þarf Atli ekki að halda aftur af sér vegna kórsins en það hlýtur hann aftur á móti að hafa orðið að gera gagnvart nemendunum sem á hljóðfærin leika og var þó á mörkunum að þeir réðu við sín hlutverk. Ekkert er nýtt undir sólinni en þó tekst Atla oftast að útfæra sínar hugmyndir sem nýjar væru, og Haustmyndirnar túlkaði kórinn sérstaklega vel. Hamrahlíðarkórinn er ungl- ingakór og ber eðlilega sterkan svip af vinnubrögðum Þorgerðar og sem slíkur er hann skær perla innan okkar tónlistarlífs. Stra- vinsky er utan þess „registurs” sem kórinn hefur og engin ástæða er til að seilast þangað. Verkefni sem henta kórnum skorti ekki og haldi Þorgerður áfram starfi sínu mað honum og haldi skilningur Guðmundar Arnlaugssonar áfram að ríkja meðal forystumanna Hamra- hlíðarskólans á kórinn eftir að stytta okkur erfiða vetur enn um langan tíma. Ragnar Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.