Morgunblaðið - 06.02.1983, Page 34

Morgunblaðið - 06.02.1983, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1983 Minning: Haraldur Gíslason framkvœmdastjóri Fæddur 28. scptember 1928 Dáinn 30. janúar 1983 Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Það þyrmdi yfir mig, þegar mér barst sú sorgarfregn síðdegis sunnudaginn 30. janúar, að vinur minn, Haraldur Gíslason, væri látinn. Nokkrum dögum áður höfðum við verið tveir saman að vinna að ákveðnu máli fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum. Mér var að vísu kunnugt um að Haraldur gekk ekki heill til skógar, en af mikilli karlmennsku lét hann slíkt ekki hafa áhrif á líf sitt og starf. Kynni okkar Haraldar hófust 1974, þegar við á sama tíma tókum við sveitarstjórastörfum á Suður- nesjum, Haraldur í Garði og ég í Njarðvík. Á þessum tíma var starfandi samstarfsnefnd sveitarfélaganna á Suðurnesjum sem í áttu sæti sveitar- og bæjarstjórar. Nefnd þessi var undanfari Sambands sveitarfélaganna sem stofnað var 1978. Starf samstarfsnefndarinn- ar árin 1974 til 1978 var ótrúlega mikið. Unnið var að ýmsum merk- um málum og kom Haraldur þar mikið við sögu. Nefndarmenn skiptust á um formennsku og í hlut formanns á hverjum tíma kom að gegna framkvæmdastjóra- störfum, auk starfs síns sem sveit- ar- eða bæjarstjóri. í formennskutíð Haraldar voru umsvif mikil. Unnið var að upp- byggingu Dvalarheimilis aldraðra í Garði sem hann bar allan hita og þunga af, hafinn var undirbúning- ur að byggingu Sorpeyðingar- stöðvar Suðurnesja, Fjölbrauta- skóla var komið á fót, o.fl., o.fl. sem samstarf og samvinna tókst um á Suðurnesjum. Þegar Samband sveitarfélag- anna var stofnað, lá beint við að njóta reynslu og þekkingar Har- aldar af málefnum sveitarfélaga til að taka að sér framkvæmda- stjórastarfið. Hefur það reynst Sambandinu giftudrjúgt, hugur Haraldar var alltaf bundinn starf- inu, eflingu samstarfs sveitarfé- laganna á Suðurnesjum og hafði Haraldur ávallt mikinn metnað í þá átt að auka og efla mátt og megin Suðurnesja. Síðasta verk- efnið sem hann vann að, var ein- mitt í þeim dúr. Haraldur var ákaflega heil- steyptur maður, mikil vinur vina sinna, raungóður og einn af þeim vel gerðu mönnum sem aldrei eignast óvini eða óvildarmenn. Haraldur var alla tíð mikill séntil- maður til orðs og æðis, húmoristi mikill og glaður á góðri stund. Heimili hans og hans ágætu konu, Bjargar, ber vott um smekkvísi þeirra hjóna, og að heimsækja þau hjón, hvort sem var í Garðinum eða að Sæviðar- sundi, var mikill gleðigjafi. Þau hjón voru alla tíð samhent og samstillt í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Það er sjónarsviftir og hér- aðsbrestur þegar slíkir menn sem Haraldur Gíslason falla frá á besta aldri. Ég og kona mín sendum þér, elsku Björg mín og börnunum, innilegar samúðarkveðjur, svo og tengdaforeldrum, systkinum og öðrum ættingjum og vinum Har- aldar. Orð eru svo lítilvæg á slíkri stundu, en þegar ég nú kveð vin minn, Harald, er mér efst í huga minningin um drengskaparmann- inn og félagann sem nú er horfinn yfir móðuna miklu. Guð blessi minningu Haraldar Gíslasonar. Albert K. Sanders Oftast berast þær fregnir snögglega, sem maður á síst von á að heyra og spyr sjálfan sig, getur þetta verið. Fyrir fáum dögum hafði Haraldur Gíslason samband við mig og tilkynnti mér að áform- aður væri fundur formanna og framkvæmdastjóra landshluta- samtaka sveitarfélaga 11. mars nk. í því tilviki tókst að venju með okkur fjörugt samtal um sameig- inleg verkefni og allt milli himins og jarðar á þeim vettvangi, sem báðir áttum sameiginlegan. Ekki var þá að heyra bilbug á Haraldi og hafði hann fullan hug á, sem foringi okkar samstarfshóps, að fundurinn í mars yrði sem best undirbúinn. Haraldur er fallinn í valinn. Kallið gerir ekki hávær boð á und- an sér. Við sem eftir erum í sam- starfshópi forystumanna lands- hlutasamtakanna söknum ágæts samstarfsmanns og röggsams leiðtoga á fundum okkar undan- farin misseri, þegar hann hafði veg og vanda af undirbúningi þeirra. Ekki er vafamál að fundur- inn í haust, sem haldinn var í Keflavík, var mikilvægur í starfi okkar og einn sá besti sem við höf- um efnt til. Við nutum mikillar gestrisni undir forystu Haraldar Gíslasonar, framkvæmdastjóra samtaka þeirra Suðurnesja- manna. Þess vegna var nokkur til- hlökkun hjá okkur að sækja næsta fund á vegum Suðurnesjamanna. Allir þeir sem kynntust Haraldi gjörla vissu að hann hafði til að bera sterkan persónuleika og manngerð, þar sem saman fóru glöggskyggni og hreinskilni, ásamt baráttuanda, sem ekki hik- aði við að troða nýjar leiðir til að leggja þeim málstað lið sem átti hug hans. Þess vegna valdist hann til forgöngu og gat laðað að sér menn til samstarfs og átaka, þótt gæfi á bátinn á stundum og allir væru ekki jábræður í sama anda. Hann var drenglundaður og mannlegur. Þetta gerði honum kleift að nálgast menn í samstarfi, þar sem öllu öðru var vikið til hliðar, nema því verkefni sem sameinast var um að leysa. Þessir hæfileikar hans komu greinilega fram í starfi hans sem sveitar- stjóra á Vopnafirði, þar sem hann naut stuðnings pólitískra and- stæðinga, og þrátt fyrir ákveðnar stjórnmálaskoðanir í landsmálum, naut hann fyllsta trausts breyti- legra hreppsnefnda til forystu fyrir málum sveitarfélagsins. Á Vopnafjarðarárum sínum var hann einn þeirra manna, sem stóðu framarlega í að byggja upp landshlutasamtök sveitarfélag- anna, sem brjóstvörn landsbyggð- ar og sveitarfélaganna sérstak- lega. Vegna aðildar Vopnafjarðar að Norðurlandsáætlun naut hann þess réttar að sitja Fjórðungsþing Norðlendinga. Þing þessi sótti hann reglulega og lét mál til sín taka. Þessari venju hélt hann áfram eftir að hann tók við starfi framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og var það vinafundur, þegar Harald- ur ávarpaði Fjórðungsþingin, því hann var kunnugur norðlenskum málefnum og vinmargur meðal sveitarstjórnarmanna á Norður- landi. Því er ekki að leyna að það varð nokkur fögnuður meðal okkar landsbyggðarmanna, þegar Har- aldur Gíslason tók við starfi fram- kvæmdastjóra Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum. Við vissum að forysta hans á Suðurnesjum treysti stöðu okkar landshluta- manna og yrði grundvöllur að vax- andi samheldni. Þrátt fyrir að Samband sveitarfélaga á Suður- nesjum sé byggt upp með ólíkum hætti en hin landshlutasamtökin reyndist vera meira sem samein- aði en skildi á milli. Haraldur var manna fundvísastur að laða þetta fram og fá samstöðu um lausn verkefna, sem allir gátu staðið sameinaðir um. Þetta er sú stjórn- kænska, sem einkennt hefur upp- byggingu samstarfs sveitarfélaga á Suðurnesjum, þar sem hvert verkefni er leyst aðskilið og þó sameiginléga af öllum aðildar- sveitarfélögum. Smátt og með hverju skrefi mótast samstarfsfé- lag um hvert verkefni, sem heild- arsamtökin eru samnefnari fyrir, þannig er náð með samstarfi fyllstu hagkvæmni og samvirkni, sem hefur sömu kosti og sameinað sveitarfélag, þó án þess að sveit- arfélögin láti fyrir róða sjálfstæði sitt og sérkenni, sem markað hef- ur sérstakar þjóðfélagseiningar um aldir eða áratugi. Nú á dögum sameiningar sveitarfélaga, með góðu eða illu, eins og ráðandi öfl vilja fara að, er fordæmi Suður- nesjamanna lýsandi leið til að leysa núverandi vanda sveitar- stjórnarkerfisins á íslandi, án þeirra fórna, sem þvinguð samein- ing hefur í för með sér. Það er mikil eftirsjá að Haraldi úr for- ystu þeirra Suðurnesjamanna ein- mitt nú þegar við hinir, sem erum fyrir framan hjá landshlutasam- tökunum, þurfum að beita okkur fyrir auknu verkefnasamstarfi sveitarfélaga. Þá væri gott að geta leitað aðstoðar manns, sem þekkti málin frá báðum hliðum. Haraldur er horfinn, en maður kemur í manns stað. Við væntum þess að njóta aðildar Suðurnesja- manna að samtökum okkar og að nýr merkisberi taki við því starfi, sem Haraldur hóf og hafði alla forgöngu um. Eg vil.fyrir hönd margra norð- lenskra sveitarstjórnarmanna, sem þekktu Harald í daglegri önn og ekki eiga þess kost að koma á framfæri kveðjum sínum, votta eiginkonu og öðrum aðstandend- um samúð mína og Fjórðungssam- bands Norðlendinga. Jafnframt flyt ég fyrir hönd samstarfs- manna í hópi framkvæmdastjóra og formanna landshlutasamtaka dýpstu samúðarkveðjur. Hafi Haraldur þökk fyrir samfylgdina og bestu kveðjur, þegar skilur á milli í þetta sinn. Áskell Einarsson Á morgun mánudaginn 7. febrú- ar, verður til moldar borinn svili minn, Haraldur Gíslason, fram- kvæmdastjóri. Sunnudaginn 30. janúar sl. bár- ust okkur þau sorgartíðindi, að Halli hefði þá um morguninn ver- ið fyrirvaralaust á brottu kallað- ur. Þar var að verki sá örlagavald- ur, sem ber að dyrum hjá okkur öllum fyrr eða síðar. Þegar slíkt hendir, að menn á besta aldri eru á burtu kallaðir, skortir okkur, sem eftir stöndum, skilning til þess að skynja, hvaða öfl búa hér að baki. En þrátt fyrir allt megnar hinn slóttugi sláttu- maður aldrei að hrífa burtu minn- inguna um góðan dreng. Sú minn- ing mun iifa áfram, á hverju sem dynur. Ég læt öðrum eftir að rekja æviferil Haraldar, en á þessari saknaðarstundu langar mig til að minnast allra þeirra samveru- stunda, sem við áttum. Ég tel mig hafa verið gæfumann að hafa kynnst manni eins og Halla á lífs- leiðinni. Okkar kynni hófust, þeg- ar hann giftist eftirlifandi eigin- konu sinni, Björgu Ingólfsdóttur, fyrir u.þ.b. 16 árum. Þá strax tókust með okkur góð kynni, en báðir höfum við átt því láni að fagna að tengjast sam- hentri fjölskyldu. Þær eru margar ánægjustund- irnar, sem við áttum með Halla á sextán ára tímabili. Svo margar að maður á bágt með að gera þær að einhverri heillegri mynd. Þar fór allt saman, gestrisni hans, kímnigáfa og ríkuleg reynsla á fjölmörgum sviðum. Á þessum sviðum naut hann hæfileika sinna til fulls. Hann var til að mynda lista- maður í allri matargerð, og þær voru ófáar fjölskylduveislurnar, sem hann undirbjó. Gilti þar einu hvort undirbúa átti stórafmæli, fermingarveislur, brúðkaup eða einungis hversdagsleg boð. Allt þetta leysti Halli á svipstundu og af stakri smekkvísi. Gestrisni átti Halli í ríkum mæli og var jafnan umhugað, að gestir á heimili hans nytu jafnan hins besta. Á slíkum stundum var í engu til sparað að gera okkur heimsóknina sem ánægjulegasta. Þær eru margar stundirnar, sem við áttu heima í stofu hjá Haraldi og Björgu. Á þessum stundum naut Halli þeirrar frásagnargáfu, sem hann hafði í svo ríkum mæli. Þá lét hann gamminn geysa og kryddaði jafnan frásögnina með leikrænni tjáningu, sem gerði það að verk- um, að það var engu líkara en maður hefði upplifað allt sjálfur, sem sagt var frá. Þau eru líka ófá vandamálin, sem Halli tók þátt í að leysa, og svo sannarlega var ekki komið að tómum kofanum, þegar til hans var leitað með slík mál. Reynsla og þekking hans á hinum fjöl- breytilegustu sviðum komu okkur öllum til góða á einn eða annan hátt. Þegar nú er komið að kveðju- stund, er söknuðurinn sár. Ég flyt Björgu og börnunum, mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Sömu kveðjur sendi ég börnum Haraldar svo og systkinum hans. Þó ský hafi dregið fyrir sólu um stund, munum við öll, sem þekkt- um Halla, minnast hans með þakklæti fyrir allt það, sem hann gaf okkur. Ég bið algóðan Guð að blessa minningu Haraldar Gíslasonar um aldur og ævj. Magnús Ágúst Magnússon Á haustdögum 1969 voru sem oft áður vandkvæði að fá lækna til starfa í fámennum og dreifðum byggðum út um landið. Þá sem oftar var um það rætt að lengja héraðsskyldu læknakandidata og til að koma í veg fyrir það var fastmælum bundið við landlækni að hópur ungra lækna skyldi sjá um að þessi læknishéruð yrðu mönnuð þá um veturinn. Þetta gekk verr en á horfðist og því stóð- um við hjónin frammi fyrir því að flytjast búferlum í annað sinn út á land til héraðslæknisstarfa til að unnt væri að efna gefin heit. Ferð- inni var heitið til Vopnafjarðar og í þetta sinn var ekki laust við að við kviðum vistaskiptunum, þar sem héraðið var afskekkt og við með öllu ókunnug. Þá fréttum við að sveitarstjór- inn á Vopnafirði, Haraldur Gísla- son, væri í bænum og mæltum við okkur mót við hann. Er skemmst frá að segja að á þessum fyrsta fundi með Haraldi mættum við slíkri alúð og hlýju að áhyggjur breyttust og viku frá. Vart var samtalið hafið þegar það var ljóst, að hann skildi óskir okkar og þarfir rétt eins og hann stæði sjálfur í okkar sporum. Hvaðeina sem okkur hugkvæmdist virtist unnt að leysa okkur i hag. Móttökur hans voru slíkar að gest- unum virtist sem hann hefði boðið höfðingjum. Við hittum mann sem var glæsimenni í allri framgöngu og hafði yfir sér fágaðan heims- mannsbrag. Af þessum fundi sner- um við heim orðlaus af undrun yf- ir skilningi og velvild þessa blá- ókunnuga manns. Síðar þegar við stóðum í fram- tíðarbústaðnum á Vopnafirði sáum við að sitthvað fleira hafði honum hugkvæmst, sem gerði flutninginn auðveldari og aðkom- una notalegri. Þá kom einnig í ljós að fyrsti fundurinn var upphafið að langri vináttu. Haraldur Gíslason var borinn og barnfæddur Reykvíkingur, uppalinn í vesturbænum. Hann fæddist 28. september 1928, sonur hjónanna Hlínar Þorsteinsdóttur og Gísia Jónssonar, kaupmanns og alþingismanns. Hann gekk menntaveginn og lauk námsferli sínum með prófi í viðskiptafræð- um frá Boston University árið 1955. Næstu árin stundaði hann ýmis störf í innflutningi og versl- un, átti m.a. þátt í að leggja grunninn að Bifreiðum og land- búnaðarvélum hf., starfaði fyrir viðskiptaráðuneytið og um nokk- urt árabil fyrir bandaríska sendi- ráðið. Árið 1967 urðu þáttaskil í lífi Haraldar er hann hóf starf það er síðar varð hans aðalstarfsvett- vangur og réðist sem sveitarstjóri austur til Vopnafjarðar. Hann fór þeim höndum um viðfangsefni sitt þar að á nokkrum árum breytti Vopnafjarðarkauptún um svip. Þótt síldin væri horfin var at- vinnulífið tryggt með stofnun út- gerðarfélags og hraðfrystihús var sett á fót. Hafnaraðstaðan var tryggð með sjóvarnargarði, miklu mannvirki, sem tæplega hefði unnist nema vegna harðfylgis hans og dugnaðar. Snyrtimennið gat ekki liðið óþrif og lóðir og lendur í kauptúninu tóku stakka- skiptum. Eitt af því sem lýsir snyrtimennskunni betur en annað var það einsdæmi að Haraldur lét hefja lögn aðalholræsis á kafi úti í sjó í nægum straumi enda þekkti hann örlög slíkra mannvirkja, sem vilja daga uppi í nýjum fjörum. Undir forystu Haraldar höfðu Vopnfirðingar frumkvæðið meðal Austfirðinga um lagningu varan- legs slitlags á götur. Hér er ein- ungis fátt nefnt en ótalinn er fjöldi mála þar sen hann var pott- urinn og pannan ef svo má segja, bæði innan sveitar og í samstarfi sveitarfélaga á Austurlandi. Frá Vopnafirði lá leiðin til Suð- urnesja þar sem hann tók þátt í að móta samvinnu sveitarfélaganna og gerðist hann brátt fram- kvæmdastjóri nýstofnaðra sam- taka sveitarfélaga á Suðurnesjum. Ekki hefur annars staðar tekist betur til um stofnun slíkra sam- taka og hin síðustu ár hafa þau leyst fleiri af sínum málum sam- eiginlega heldur en annars staðar gerist. Haraldur var ákafamaður til verka og því sem hann tók sér fyrir hendur fórnaði hann alla sína krafta uns verkinu var lokið þótt það kostaði að leggja nótt við dag. Hann átti viðkvæma og höfð- inglega lund og ríkar tilfinningar. Hann var hjálpsamur og mátti ekkert aumt sjá. Hann var heiðar- legur og orðheldinn. Samt var hann ekki allra og um hann gat gustað, værð og molla var ekki að hans skapi og það var ávallt líf og fjör þar sem hann var að verki. Með starfi sínu á Vopnafirði var Haraldur ekki einungis að hasla sér nýjan starfsvettvang. Þar voru að hefjast þáttaskil með nýju hjónabandi, nýju heimili og nýrri vaxandi fjölskyldu. Björg Ing- ólfsdóttir var förunautur hans frá þessum tíma og hún var hans yndi og jafnframt óhagganlega stoð. Þau eignuðust þrjú börn, Soffíu 15 ára, Ingólf 13 ára og Björn Hlyn 8 ára. Frá fyrra hjónabandi átti Har- aldur fjögur börn, Margréti, kenn- ara, Ragnar, skrifstofumann, Gísla, stýrimann, og Harald, verslunarmann. Það ríkti glæsibragur yfir lífi og heimili þeirra og samspil þeirra var einstakt. Þar fóru tvær sam- hentar persónur, sem náðu að skapa það innihald í lífi sínu, sem allir vilja en fáir njóta. Umönnun Bjargar fyrir heimilinu, börnun- um og manninum var slík að fáa eða enga hef ég vitað henni fremri. Hann virti hana og dáði og með henni var hver dagur hátíð og hvert ár hamingjuár. Heimilið var gestkvæmt og þau höfðu yndi af að bjóða til sín vinum og kunn- ingjum. Þar hjálpuðust þau að, framúrskarandi hvort á sínu sviði. Hann var snillingur í matargerð-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.