Morgunblaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 1983 3 Daihatsu Charade frá kr. 162.500 með öllu Daihatsu Charmant frá kr. 192.600 með öllu Við tökum gamlan Daihatsu upp í og erum sveigjanlegir í samningum. Daihatsuumboðið, Ármúla 23, 85870 — 81733 Nokkur innbrot um helgina NOKKUR innbrot voru framin um hclgina. Brotizt var inn í Ölgerðina Egill Skallagríms.son og ennfremur var brotizt inn í Magasín í Kópavogi, en þaðan var stolið myndavélum. Þá varð eldur laus á Vesturgötu 66, þar sem tveir menn búa, en fljótlega tókst að slökkva. Brotizt var inn í Efnalaugina Hjálp á Bergstaðastræti og ennfremur inn í bíl í Bílasölunni Blik að Síðumúla 3. Þaðan var stolið kasettutæki úr bíl og magnara. Úr öðrum bíl þar var stolið talsstöð. Þá var kasettutæki stolið úr bíl við Skeiðarvog. Veizla hjá 100 ára afmælisbarni Borgþór Yigfússon trésmiður í Reykjavík varð 100 ára í gær, en hann býr nú á hjúkrunardeild Droplaugarstaða við Snorrabraut. Borgþóri var haldin afmælisveizla í gær með kaffi og tertum, en myndina tók Emilía Björnsdóttir Ijósmyndari Morgunblaðsins þegar afmælisbarnið var að blása á kertin sem prýddu rjómatertuna. Af hagræðisástæðum var hvert kerti látið gilda fyrir einn áratug. Margt fólk heimsótti afmælisbarnið á Droplaugarstaði í gær. Ef þú grípur gæsina strax getur þú tryggt þér Daihatsu á hagstæðasta verði ársins í dag tekur gildi nýtt tollgengi, sem hefur í för með sér verulega hækkun á verði bif- reiða. Við höfum hins vegar tryggt nokkra viðskiptavini okkar, sem fyrstir taka við sér gegn þessum hækk- unum með því að bankagreiða bílana og getum því í dag og næstu daga boðið þessa gæðabíla á verði sem ekki kemur aftur. Margeir tefldi á Raufarhöfn Kaufarhöfn, 28. febrúar. Margeir Pétursson, alþjóðlegur skákmeistari, kom í heimsókn til Skákfélags Raufarhafnar um helgina. Hann tefldi hér tvö fjöl- tefli, annað við nemendur grunnskólans á Raufarhöfn og nokkra gesti þeirra frá skólum í nágrenninu, samtals 45, og hitt við 28 manns úr Skákfélagi Raufarhafnar. Tveir nemenda grunnskól- anna, Snorri Sturluson frá Raufarhöfn og Steinar Hlíf- arsson frá Kópaskeri, náðu að sigra Margeir í fjöltefli hans í skólanum. í opnu fjöltefli í fé- lagsheimilinu Hnitbjörgum náði Vilhjálmur Hólmgeirsson jafntefli við Margeir og Hlynur Angantýsson gerði jafntefli við Margeir í blindskák sem þeir tefldu undir fjölteflinu í fé- lagsheimilinu. Þá tefldi Margeir tvisvar sinnum klukkutefli, annað skiptið við 13 manns og hitt við 19. Þar varð Margeir þrisvar að sjá af vinningi. Ásgrímur Angantýsson felldi hann tvisv- ar á tíma og Ófeigur Gylfason einu sinni. Þá náði Björgúlfur Björnsson jafntefli. Samtals tefldi Margeir 105 skákir í þessum fjölteflum. Að auki hélt hann fyrirlestra og skákskýringar. I Skákfélagi Raufarhafnar hefur verið starfað af krafti í vetur og verður skákáhugi að teljast mikill og framfarir greinilega miklar, einkum hjá yngstu fé- lögunum. Það er hvalreki að fá skák- menn á við Margeir í heimsókn hingað í dreifbýlið, þeir eru ávallt mjög velkomnir. Koma Margeirs gerði mikla lukku. „Þeim hefur farið mikið fram í skákinni á einu ári á Raufarhöfn, það er eins og svart og hvítt hversu miklu betri þeir eru núna,“ sagði Margeir í samtali við Mbl. en hann kom einnig í heimsókn til Skákfélags Raufarhafnar fyrir ári síðan og hefur því saman- burðinn. — Helgi Bráðabirgðalög- in staðfest í gær LÖG til staðfestingar bráðabirgða- laga ríkisstjórnarinnar voru sam- þykkt í efri deild Alþingis um miðj- an dag í gær. Þau voru samþykkt að viðhöfðu nafnakalli, með atkvæðum framsóknarmanna, Alþýðubanda- lagsmanna og Gunnars Thoroddsen, gegn atkvæðum Alþýðuflokks- manna, en þingmenn Sjálfstæðis- flokksins í deildinni sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna, eins og við af- greiðslu frumvarpsins í neðri deild. í gær fór fram framhald einnar umræðu um frumvarpið og tóku einungis þrír þingmenn til máls en það voru Ólafur Grímssor (Abl), Lárus Jónsson (S) og Karl Steinar Guðnason (A). Lárus fór í ræðu sinni nokkrum orðum um haldleysi laganna og benti á að þrátt fyrir setningu bráðabirgða- laganna væri verðbólguhraðinn nú svipaður því og spáð hafði verið, ef lögin hefðu ekki verið sett. Þá voru fjögur lagafrumvörp af- greidd sem lög frá neðri deild Al- þingis í gær, en það eru; lög um þjóðsöng íslendinga, lög um breyt- ingu á lögum um loftferðir, lög um breytingu á lögum um atvinnu- réttindi skipstjórnarmanna á ís- lenskum skipum og lög um breyt- ingu á sektarmörkum nokkurra laga, en þar er um að ræða sektar- ákvæði 74 laga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.