Morgunblaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 1983 LAGERINN Smiðjuveg 54, Kópavogi Fullt af nýjum, ódýrum fatnaöi Þaö borgar sig aö koma viö á Smiöjuvegi 54 OPIÐ TIL 10 í KVÖLD BOÐSBRÉF BANNFÆRÐAR SKOÐANIR Hannibal Valdimarsson, fyrrum forseti Alþýðusamhands íslands, varð áttræður hinn 13. janúar sl. í tilefni þess hefur Alþýðusamband íslands haft forgöngu um útgáfu bókar með efni eftir Hannibal sem hann hefur valiö sjálfur og nefnir BANNFÆRÐAR SKOÐANIR. Ólafur Björnsson prófessor ritar inngang og Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ formála. ÁSKRIFTARKJÖR Bókin mun aðeins fást í áskrift og verður verð hennar með söluskatti kr. 494,00. Meðfylgjandi er áskriftarmiöi sem væntanlegir kaupendur eru beðnir að fylla út og senda til Alþýðusambands fslands fyrir 15. marz nk. í pósthólf 5076 Reykjavik. TABULA GRATULATORIA (HEILLAÓSKASKRÁ) Nöfn áskrifenda verða skráö fremst í bókina í sérstaka heillaóskaskrá, TABULA GRATULATORIA, og því er nauösynlegt að þeir sem vilja gerast áskrifendur og fá nöfn si'n skráð geri það sem allra fyrst. ÁSKRIFTARMIÐI ! Ég undirrit.... óska hér meft eftir aft fá senda i póstkröfu samkvæmt tilbofti Alþýftusambands Islands bók þá er þaft hefur haft forgöngu um að gefin verfti út i' tilefni áttræftisafmælis Hannibals Valdimarssonar: I (NAFN) “ (HEIMILISFANC OC PÓSTNÚMER) — | EINTAK/EINTÖK Ef þér óskift eftir fleiru en einu eintaki, þá vinsamlegast setjift vifteigandi tölu | ofan vift orftin EINTAK/ EINTÖK. I---------------------------------------------------------J f.h. Alþýðusambands Islands Ásmundur Stcfánsson, forseti Ávarp til kvenna í Vestfjarðakjördæmi — eftir Sigríði Auðuns ÉG HEF verið að bíða eftir því að einhver mér hæfari léti til sín heyra um hina furðulegu af- greiðslu kjördæmisráðs Sjálfstæð- isflokks Vestfjarðakjördæmis. Frú Sigurlaug Bjarnadóttir sat á Alþingi fyrir kjördæmið um það leyti sem kjördæmisráð sat á rökstólum og raðaði niður á list- ann, en sú furðulega óvild sem lýs- ir sér í því, að henni er ekki boðið sæti á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í kjördæminu, er óskilj- anleg. Sú móðgun, sem þessari merku og mikilhæfu konu er þarna sýnd, er til skammar fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. í sæti frú Sigurlaugar er settur ungur óreyndur maður, ný- lega kominn frá námi. Gengið er framhjá fjölmörgum mönnum, sem hafa unnið Sjálfstæðisflokkn- um ómetanlegt gagn um áraraðir. Þetta á eftir að draga dilk á eft- ir sér, ekki eingöngu í Vestfjarða- kjördæmi, heldur víðar fyrir flokkinn. Nú er aðeins ein kona í öruggu sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn, hin mikilsvirta frú Ragnhildur Helga- dóttir. Vonandi nær frú Salome Þorkelsdóttir kosningu í prófkjör- inu. Býður þetta ekki upp á, að sjálfstæðiskonur efni til sérfram- boðs? Konur í Vestfjarðakjördæmi, ég skora á ykkur að veita frú Sigur- laugu Bjarnadóttur lið. f hinum nýja matsölustað, Sælkeranum, sem Jón Hjaltason hyggst opna í mars, verður notaður sérstakur ítalskur leirofn til pizzugerðarinnar. Myndin er af einum slíkum. Munum bjóða pizzur án rafmagnsbragðs — segir Jón Hjaltason, en hann hefur í undir- búningi opnun tveggja veitingastaða í miðbænum „ÞAÐ ER ekki búið að ganga endan- lega frá samningum, en ef allt gengur að óskum, munum við opna þcnnan nýja veitingastað í maí,“ sagði Jón Hjaltason í Óðali, en hann hefur í hyggju að opna nýjan veitingasal í kjallara Nýja bíós sem einkum verð- ur nýttur til útleigu. Staðurinn á að heita I kvosinni og rúma 150 manns. Það er Haf- steinn Gilsson sem verður fram- kvæmdastjóri hins nýja staðar, en fyrirtækið verður rekið án tengsla við Óðal. í þessum sal hefur áður verið rekin veitingaþjónusta, en það var þegar Nýja bíó var opnað árið 1920 og hét staðurinn þá Rós- enberg-kjallarinn. Þá sagði Jón að fyrirhugað væri að opna nýjan matsölustað í hús- næðinu þar sem Nessý var áður. Sá staður á að heita Sælkerinn og er stefnt að því að hann verði kominn í gagnið þann 20. mars. Þar verður m.a. boðið upp á italska rétti og er hugmyndin að fá hingað ítalskan kokk til að annast matseldina. Þá hefur Jón keypt sérstakan ítalskan leirofn til pizzugerðarinnar, „til að geta boðið upp á sannítalska pizzu og losna við rafmagnsbragðið", eins og hann orðaði það. Æ- Ovenjulegt barnsfað- ernismál í Garðinum (iarói, 24. rebrúar. NOKKUÐ óvenjulegt barnsfaftern- ismál kom upp í Garðinum um síö- ustu helgi. Það þarf að fara aftur til ársins 1969 til að kynna sér mála- vöxtu en þá fór knattspyrnufélagið Víðir í keppnisferð til Færeyja. Þótti þessi ferð takast mjög vel og virðist sem hún liggi djúpt í hugskoti þátt- takendanna og hefir hún mjög oft borið á góma undanfarin ár. Það var svo sl. laugardag að hingað kom „færeysk" kona, Túr- illa að nafni, og sagðist vera að leita að föður frænku sinnar sem ætti að ferma í vor. Sagðist hún muna vel eftir Víðisliðinu. Þeir hefðu verið siðprúðir og spilað góða knattspyrnu alveg þangað til verjan (vörnin) sprakk. Svo ein- kennilega vildi til að margir af Færeyjaförunum voru saman komnir í samkomuhúsinu. Hún rakti úr þeim garnirnar og eftir drjúga stund hafði hún fundið hinn eina rétta. Var það formaður Víðis, Ingimundur Guðnason, en hann sagði með blæbrigðum, sem Túrillu likaði, „Áfram Víðir". Var þá aðeins eftir að skoða á honum hnén sem áttu að vera afar illa sköpuð. Bað hún formanninn að fara úr buxunum en þá tók eigin- konan til sinna ráða og gamanið fór að kárna. Túrilla er reyndar úr leikflokkn- um Ollen Dúllen Doff og til þess að flækja málið ekki frekar þá gerðist þetta á árshátíð Víðis. Þar var hinn sívinnandi þjarkur Guð- jón Guðmundsson kosinn knatt- spyrnumaður ársins 1982 og knattspyrnukona ársins Auður Finnbogadóttir en hún er upp- rennandi knattspyrnukona, leikur miðvörð og hefir töluna 6 á bakinu eins og það var orðað. Vilhjálmur Einarsson var heiðraður fyrir að ná 100 leikja markinu með meist- araflokki. Því má svo bæta við að uppá- koma Túrillu þótti takast mjög vel og höfðu einhverjir á orði að ein- kennilegt væri samt að nokkrir úr téðri Færeyjaför hefðu ekki mætt á árshátíðina að þessu sinni. Þar væru m.a. aðilar sem aldrei létu sig vanta og er þar trúlega átt við einn af okkar hreppsnefndar- mönnum. Arnór

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.