Morgunblaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 1983 21 • Það var Islendingaslagur í Stuttgart um helgina. Stuttgart, liö Ásgeirs Sigurvinssonar, fékk lið Atla Eðvalds- sonar í heimsókn. Jafntefli varð í leiknum 1—1. Ásgeir sem sést skjóta á markið á myndinni hér að ofan átti stórgóðan leik og var besti maður vallarins. Þá fékk Atli sem sést á miðri mynd góða dóma og var hann einn af bestu mönnunum í liði sínu. Fjórir voru með 12 rétta Fjórir voru meó 12 rétta í get- raunum um síöustu helgi. Fékk hver þeirra 77.310 krónur í vinn- ing. 11 réttir gáfu 2.916 krónur og voru 47 raðir með 11 rétta. — bR. Baldvin Jónsson: Reióarslag í Hollandi Sviss sigraði Spán ísland kemst því ekki í lokakeppnina og á jafnvel á hættu að falla niður í C-riðil ÞAO kom eins og reiðarslag yfir íslenska landsliðið í handknatt- leik í gaerkvöldi í Hollandi aö landslið Sviss sigraði landslið Spánar með einu marki 23—22 í hörkuspennandi leik. Þessi úrslit settu heldur betur strik í reikn- inginn fyrir íslenska liðið. f stað þess að leika meðal sex efstu þjóðanna eins og allt stefndi í eft- ir öruggan sigur 19—15 gegn Sviss verður liðið að leika í neðri riðlinum og á það á haattu aö falla jafnvel niöur í C-riðil. Spánn, Belgía og ísland voru öll jöfn með 4 stig í sínum riðli en innbyrðis leikir liðanna voru látnir gilda og þar réöi markahlutfallið. Næstu leikur íslands verður nú á miö- vikudag og þá verður leikið gegn Búlgaríu, á fimmtudag verður leikiö gegn ísrael, síðan á laug- ardag viö Frakkland og loks á sunnudag við Holland. Úrslitin í ríðlakeppninni í Hollandi uröu þessi: A-riöill: Svíþjóö — Búlgaría 27—16 Ungverjal. — Israei 28—13 Svíþjóö — ísrael 28—21 Ungverjal. — Búlgaría 25—15 ísrael — Búlgaría 24—23 Ungverjal. — Svíþjóö 26—19 B-riöill: Tékkóslóvakía — Holland 24—8 V-Þýskal. — Frakkland 22—18 Tékkóslóvakía — Frakkl. 25—21 V-Þýskal. — Holland 19—10 Frakkl. — Holland 19—19 V-Þýskal. — Tékkósl. 17—16 C-riöill: Spánn — island 23—16 Sviss — Belgía 26—19 ísland — Sviss 19—15 Spánn — Belgía 20—5 Sviss — Spánn 23—22 ísland — Belgía 23—20 Þau lið sem leika um efstu sætin í keppninni eru því: Svíþjóö, Ung- verjaland, V-Þýskaland, Tékkó- slóvakía, Sviss og Spánn. En um sætin frá 7—12 leika ísland, Belgía, Holland, Búlgaría, Frakk- land og ísrael. ÞR. „Stórkostlegt að vera á Old Trafford“ Fró Baldvini Jónssyni, London: — ÞAÐ VAR hreint út sagt stór- kostlegt aö vera viðstaddur leik Man. Utd. og Liverpool hér á laugardaginn. Þessi tvö stórlið í ensku knattspyrnunni sýndu og sönnuöu að enska knattspyrnan er síður en svo á niðurleið. Allan leikinn út í gegn var leikin knattspyrna í hæsta gæðaflokki og spennan í leiknum var með ólíkindum. Leikvöllur Man. Utd. Old Traf- ford var troöfullur af áhorfendum og fengu færri miöa en vildu. Ahorfendur á leiknum voru 57.395 en um 15 þúsund manns fengu ekki miða og urðu aö gera sér aö góöu aö biöa fyrir utan leikvanginn á meöan á leiknum stóö og hlusta á stemmninguna sem ríkti, en þar fór fram mikill söngur og hróp eins og jafnan þegar stórliö í ensku knattspyrnunni mætast. Eftir leikinn átti ég kost á því aö spjalla viö framkvæmdastjóra liö- anna þá Atkinson framkvæmda- Stjóra Man. Utd. og Paisley fram- kvæmdastjóra Liverpool. Paisley sagði aö Kenny Dalglish heföi veriö veikur alla vikuna og heföi átt erfitt meö aö spila. Engu aö síöur heföi hann skorað gullfal- legt mark í leiknum. Eina spyrna hans sem var virkilega góö, sagöi Paisley. Atkinsson lék viö hvern sinn fingur eftir leikinn og var mjög ánægöur með leik sinna manna. Hann spaugaöi meöal annars viö Bob Paisley og sagði viö hann aö þaö heföi veriö óþarfi fyrir hann aö koma í peysu á völlinn. „Þér heföi örugglega hitnaö nægilega mikiö bara viö aö sjá hversu vel mínir menn léku.“ ÞR Enski bikarinn: Arsenal og Burnley sigruöu TVEIR leikir fóru fram í ensku bikarkeppninni í gærkvöldi. Ars- enal sigraði Middlesbrough 3—2. Þaö voru Woodcock, Davis og Talbot sem skoruöu. Burnley sigraði Crystal Palace 1—0. Brian Laws skoraði markið úr tvíend- urtekinni vítaspyrnu. Haukar efstir UMFS gaf leik sinn á móti UMFG í 1. deild karla í körfubolta sem átti að vera á föstudagskvöldiö. Ástæðan var sú að þeir gátu ekki smalaö saman í fultt lið vegna veikínda. Staöan í 1. deild karla: UMFG — UMFS: UMFS gaf Þór — ÍS: 87—86 Haukar 14 12—2 1284:1012 24 ÍS 15 10—5 1308:1088 20 Þór 12 8—4 999:945 16 UMFG 14 3—11 966:1181 6 UMFS 11 0—10 693:1024 0 Hugsanlegt að Liverpool leiki hér á landi í ágúst Frá Baldvim Jónssyni, London: Framkvæmdastjóri Liverpool, hinn frægi og margumtalaöi Bob Paisley, hefur sýnt því mik- inn áhuga að lið hans komi til íslands í byrjun ágúst og leíka hér á landi tvo leiki. Hér yrði um svipaða heimsókn aö ræða og þegar Man. Utd. lék hér í fyrra- sumar. Paisley sagöi í spjalli við mig að hann heföi heyrt frá framkvæmdastjóra Man. Utd. að það hefði verið stórkostlegt að heimsækja ísland og leika þar. Og vel kæmi til greina að koma í sumar ef samningar tækjust. Liverpool fær jafnan fjöldann allan af góðum tilboö- um á ári hverju um aö koma og leika á Spáni, Ítalíu, Frakklandi og víðar. En Bob Paisley sagði aö það kæmi ekki til greina fyrir liö Liverpool aö taka þátt í ein- hverjum erfiðum leikjum og keppnum stuttu áöur en deild- arkeppnin í Englandi hæfist. Það væri mikið betra aö leika létta keppnisleiki. — Það væri mjög ákjósanlegt að heimsækja ísland. Mál þessi eru á algjöru byrjunarstigi, en það yrði aö sjálfsögðu mikill fengur í því fyrir knattspyrnuunnendur hér á landi ef af því yröi að þeir, þetta heimsfræga liö kæmi hingað til lands í ágúst. — ÞR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.