Morgunblaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 46
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 1983
Listamenn — Skemmtikraftar — Angurgapar — Kraftaverkamenn
Í siuttu méii— MARKMENN
Nú skal horft aöeins um öxl, það er til ársins 1970, og
staðurinn er Guadalajara í Mexíkó. Þar fer fram leikur
Englands og Brasilíu í undanúrslitum heimsmeistara-
keppninnar í fótbolta.
Brasilíski sóknarmaðurinn Jairzinho brunar upp
hægri kantinn og gefur fyrir markið, og boltinn virtist
ætla að hanga í loftinu endalaust. Það sem skeði eftir
þetta útskýrir Gordon Banks, sem stóð í enska markinu
þennan dag.
• Sá elsti, reyndasti og frœgasti er án efa ítalski markvðrðurinn Dino
Zoff sem enn er í fullu fjöri 42 ára gamall. Hann leikur með Juventus á
Ítalíu. Hór sóst hann verja í leik með ítalska landsliöinu. Hann stóð á
hátindi fræðgar sinnar er hann tók á móti heimsbikarnum er Ítalía
sigraöi í HM-keppninni á Spáni síðastliöið sumar.
„Ég var búinn aö dekka stöng-
ina fjær og þegar boltinn byrjaði
að missa hæö, hljóp ég út í mitt
markiö. Ég var alveg öruggur á því
aö enginn gæti náö fyrirgjöfinni,
svo há var hún. En þá kom ég auga
á Pelé sem kom æöandi úr gagn-
stæöri átt. Hann virtist stíga hærra
og hærra til lofts þangaö til hann
náöi aö skalla boltann aö markinu.
Þetta var hörkuskalli sem snerti
jöröina alveg út viö hægri stöngina
og þaö á línunni. Ég kastaöi mér af
staö og náöi aö slá boltann upp og
yfir slána. Þetta vil ég meina aö
hafi veriö min besta markvarsla á
mínum knattspyrnuferli."
Pelé varð aö vonum ekki jafn
ánægöur með sinn hlut. „Fyrst hat-
aöi ég Gordon Banks meira en
nokkurn annan mann, sem ég
haföi mætt á fótboltavellinum. Ég
neitaöi aö trúa þessu sem skeö
haföi. En þegar mestu vonbrigöin
voru yfirstaöin, fagnaði ég honum í
hjarta mér. Þetta var sú albesta
markvarsla sem ég hef nokkru
sinni séð.“
Sígilt einvígi
Tvelr stórkostlegir þættlr. Fyrst
framúrskarandi skallabolti, sem
var varinn á svo snilldarlegan hátt
aö viöbrögö markmannsins munu
seint fara úr minnum manna er
þetta sáu.
Samprófunin á milli markmanns
og sóknarleikmanns i upplögöu
marktækifæri heyrir undir hiö sí-
gilda einvígisform hvaö knatt-
spyrnu varðar. Þessu má líkja viö
einvígi riddara, þar sem þeir komu
æöandi hvor á móti öörum, nema
þar var spurningin ekki um mark
heldur líf eöa dauöa.
í bók sinni „Die Faszination des
Fussballs“ talar hinn vestur-þýski
félagsfræöingur Gerd Hortleder
um knattspyrnuna sem siöabálk
þegar þrjár persónur séu höfuö-
paurarnir, þar sem spil þeirra geti
gert þá aö hetjum, og jafnframt aö
lítilsvirtum leikmönnum sem lítiö
veröi tekiö eftir nema þá á verri
veginn.
Þaö er gamall talsháttur sem
segir aö markmaöurinn og sá er
spilar á vinstri vængnum þurfi aö
vera alveg sérstakir menn, til aö
geta skilað sínu hlutverki vel. Hiö
sálarlega álag sem er á síöasta
virki liðsins getur oft á tíöum veriö
mikiö. Mistök sem markmenn gera
eru oftast afdrifamikil og þegar
þeir reyna aö bæta alvarlegar
skyssur hljóta þeir ætíö minna um-
buröarlyndi en t.d. framlínumaöur-
inn sem hefur brennt af í upplögöu
færi en bætir þaö síöan upp með
því aö skora sigurmark í sama leik.
Þaö hlýtur alltaf að vera hug-
lægt mat, hvaöa markmenn hljóta
nafnbótina „á heimsmælikvarða"
en jafn þýöingarmikið hrósyrði
sem þaö gerir ráö fyrir miklum
stööugleika. Sem sagt, hann verö-
ur aö vera gegnumgangandi góöur
yfir langt tímabil. Þaö þýöir þaö
náttúrulega samtímis aö maöur
sem náö hefur langt missi ekki
sjónar af toppnum, þar sem hann
sýni sjaldan miölungsmarkvörslu.
Stöðugleikastaöreyndin hefur
mikiö meö æfingu aö gera og síö-
an veröa menn aö öölast mikla
reynslu á milli stanganna, og þaö
er ekki fyrr en maöurinn er oröinn
25—26 ára aö hann geti talist til
markmanns á heimsmælikvarða.
Fyrrum landsliösmarkmaöur
Englands, Frank Swift, haföi sína
eigin útskýringu á því af hverju
maöur skyldi vera út af fyrir sig
meö því aö taka sér stööu á milli
stanganna. „Maöur veröur stökkur
á því aö standa þarna og horfa á
hina spila."
Næstum allir myndu vilja sam-
þykkja þaö aö Englendingarnir
Ray Clemence og Peter Shilton
yröu settir á listann yfir bestu
markmenn heims — burtséö frá
því hvernig maður skilgreinir hug-
takiö „á heimsmælikvaröa". Meö
þeirra óviöjafnanlegu breytni utan
vallar sem innan falla þeir illa inn í
þann ramma sem stimplar marga
markmenn sem fífldjarfa þumbara
— og hvorki Clemence né Shilton
geta harmað þaö sem þeir í ára-
raöir hafa séö félaga sína í lands-
liöinu eða félagsliöum framkvæma
fyrir framan mörkin.
Utan Englands stendur Shilton
ögn hærra í einkunnastiganum en
Clemence, sem má einkum rekja
til þeirrar sýningar er hann hélt
þegar Nottingham Forest sigraöi
Hamburger SV 1—0 og tryggöi sér
þar meö titilinn Evrópumeistari fé-
lagsliða, annaö áriö í röö.
Síöan áriö 1977, aö Ron
Greenwood varö framkvæmda-
stjóri enska landsliösins, hefur
hann skilyröislaust taliö þá jafn-
góöa í markinu.
Þeir félagar eru látnir vakta
markið til skiptis í enska landslið-
inu. Út frá hinum venjulega skiln-
ingi á því hvers lags ábyrgö og
skylda felast í því aö vera fram-
kvæmdastjóri landsliös er þaö
óneitanlega freistandi aö setja út á
Greenwood í þessu efni þar sem
hann nánast ræöst á garðinn þar
sem hann er lægstur meö því aö
taka enga afstööu til markmann-
anna á annan hátt en þennan.
Eins og Kevin Keegan, byrjaði
Ray Clemence feril sinn í Scun-
thorpe og haföi hann spilað 470
deildarleiki fyrir Liverpool þegar
hann gekk í raöir Tottenham, og
varö þar með bjargvættur liösins
þar sem mikil markmannsvand-
ræöi voru á þeim bæ. Clemence
getur státaö sig af meti sem
kannski aldrei veröur slegiö j
ensku knattspyrnunni. Á einu
tímabili fékk hann aöeins á sig 16
mörk í 42 leikjum.
Á feröalögum meö enska lands-
liðinu deila þeir félagar, Clemence
og Shilton, alltaf meö sér herbergi.
Maöur skyldi ætla aö þaö væri ósk
þeirra þar sem þaö væri sálfræöi-
lega séö öruggara. Þaö er nú samt
ekki svo, þar sem þeir eru hinir
mestu mátar og leggja fullkomna
blessun sína á þaö að Ron Green-
wood skiptir frá leik til leiks. Sem
ungur markmaöur var Peter Shil-
ton talinn hafa markvörsluna meira
í blóö borna en Clemence; hann
lék aöeins 16 ára gamall í Leicest-
er en stóö þar í skugga hins fræga
lærimeistara síns, Gordon Banks.
Seinna skipti hann yfir í Stoke en
hafnaði síöan 1977 í Nottingham
Forest.
Banks gerir viðvart
England þarf ekki aö kvarta á
meöan þessir tveir öndvegis menn
standa í markinu, og raunar er
mælikvaröinn yfir markmenn hærri
í Englandi en flestum öörum lönd-
um, meira aö segja Þýskalandi.
Þaö útilokar þaö hins vegar ekki
aö Englendingar koma aö öllum
líkindum til meö aö eiga í vand-
ræöum meö menn þegar þeir
Shilton og Clemence heyra fortíð-
inni til. Forveri þeirra, Gordon
Banks, talar um þaö að England
hafi misst heila kynslóö mark-
manna í þau 10 ár sem Clemence
og Shilton hafa veriö á toppnum.
„Ungu mennina vantar leikreynslu,
einhverja stórleiki, sem kostar þaö
aö þeir gera afgerandi mistök á
mikilvægum augnablikum. En ein-
mitt þeir sem hafa enga reynslu
eru hreint ekkert góöir.“ Þessi orö
má skiija þannig aö þeir félagar
hafi átt keppinauta í Englandi,
enda er ekki hægt aö taka þaö
sem gefiö aö þeir séu þeir bestu í
Englandi.
Pat Jennings var áriö 1977 seld-
ur frá Tottenham til Arsenal fyrir
40.000E. Þrjátíu og sjö ára aö aldri
telst Jennings ennþá til afburöa-
markmanns. „Ég gæti þess vegna
tekið þátt í HM-keppninni 1986.
Þessa stundina get ég ekki sagt til
um þaö hvenær ég hætti, eöa hvaö
ég muni aðhafast þegar sá dagur
rennur upp.“ Jennings, markmaö-
urinn meö stóru krumlurnar, sté
sín fyrstu íþróttaskref í keltneskum
fótbolta. Hann geröist síöan at-
vinnumaður hjá Watford 1962 og
hóf aö leika meö noröurlandsliöinu
15. apríl 1964. Nokkrum mánuöum
síöar fór Jennings tii Tottenham
þar sem hann átti aö taka viö af
Skotanum Bill Brown. Eftir nokkur
tímabil var hann síðan kominn á
fulla ferö á White Hard Lane og
þar meö var stórkostlegur ferill
hafinn. Enskir íþróttafréttaritarar
völdu hann sem knattspyrnumann
ársins 1973 og áriö 1976 var hann
sæmdur sama titli af PFA, félags-
samtökum leikmanna sjálfra.
Flestir Bretar myndu örugglega
halda því fram aö bestu markmenn
heims væri aö finna í þeirra rööum
— en væru hins vegar reiöubúnir
aö meötaka þá ef markmenn ann-
arra þjóöa næöu aö sýna jafn mik-
iö.
Þegar England vann Spán í
Barcelona 1980, 2—0, stóö Peter
Shilton eins og þvara í markinu og
varö vitni aö því hvernig Luis Arc-
onada, markmaður Spánar, fram-
kvæmdi hvert kraftaverkiö á fætur
ööru hinum megin á vellinum.
Bjargaöi hann þar meö liöinu frá
stórtapi meö hreint snilldarmark-
vörslu. Hann var andlit spánska
liösins, og var haft á oröi eftir leik-
inn aö þótt Spánn heföi ekki gæfu-
legu liöi á aö skipa, heföu þeir al-
tént í sínum rööum besta mark-
mann heims.
Arconada staöfesti fyrri umsögn
er liöin leiddu saman hesta sína aö
nýju þremur mánuöum síöar. Eng-
land vann þá 2—1 en aðeins á
síöasta fjórðungi leiksins bjargaöi
Arconada fjórum sinnum skotum
sem voru rakin mörk.
Luis Smaria Arconada Echarri
stendur dags daglega í marki Real
Sociedad í San Sebastian. Hann er
fæddur í samnefndum bæ og er
hann í El Pais Vasco, noröurhluta
Spánar, þ.e. baskasvæöunum.
Margir af frægustu spönsku mark-
mönnum síðustu ára koma einmitt
frá héruöum baska, nema þá þeir
Iribar frá Attletico Bilbao, Urruti og
Artola, sem slást um stööuna hjá
Barcelona.
Áriö 1976, þegar Arconada
haföi öölast fast sæti sem mark-
maður í San Sebastian kom hann
fram í ólympíuliði Spánar. Hann
komst í A-landsliðiö ári síðar og
vakti þaö mikla undrun, þegar
þjálfarinn tók hann framfyrir Migu-
el Angel frá Real Madrid fyrir
HM-keppnina í Argentínu. Á síö-
ustu árum hefur Arconada veriö
undantekningarlaust markmaöur
númer eitt á Spáni. Hann verður
aö teljast maöurinn á bak viö þaö
aö á endanum tókst félagi úr röö-
Nokkrir frægir markmenn
Frantisek Planicka
f. 1904
Spilaöi 16 ár fyrir Slavia
Prag og lék 75 landsleiki fyrir
Tékkóslóvakíu á árunum
1928—1938. Planicka var
maðurinn á bak viö HM titil-
inn 1934 er liöiö vann ítaiíu
2—1. Áriö 1938 mætti
Tékkóslóvakía Brasilíu í HM
keppninni, og spilaöi Planicka
þá 35 mínútur handleggsbrot-
inn, en staðan var þá 1 — 1 og
komiö fram í framlengingu.
Þetta atvik varö til þess aö
hann varö aö binda endi á
feril sinn sem landsliösmaður,
en leikurinn tapaðist 2— 1 eft-
ir aö Planicka haföi yfirgefiö
markiö.
Roque Maspoli f. 1921
Geröi kraftaverk á milli
stanganna, bæöi stór og smá,
þegar hann 1950 var aöal-
maðurinn á bak viö heims-
meistaratitil Urúguay er liðið
vann Brasilíu 2—1. Maspoli
stóð einnig í markinu þegar
Urúguay komst í undanúrslit í
Sviss 1954. Hann gerðist síö-
an þjálfari, og fórst þaö vel úr
hendi. Var meöal annars meö
stórliöiö Penoral og síðan
1979 meö landsliöiö.
Sepp Maier f. 1944
Josef Dieter Maier eins og
hann heitir fuilu nafni, þurfti
aö hætta knattspyrnuferli sín-
um 1979 eftir aö hafa lent í
hrikalegu umferöarslysi. Hann
spilaöi 95 landsleiki á árunum
1965—1979 og stóö t.d. i
markinu er Vestur-Þýskaland
varö HM meistari 1974 og
Evrópumeistari 2 árum siöar.
Lék meö Bayern Múnchen:
fjórum sinnum Evrópumeist-
ari, fjórum sinnum v-þýskur
meistari, fjórum sinnum bik-
armeistari. Hreinn skemmti-
kraftur sem kom oft fram i
sjónvarpi og sýndi hæfiieika
sína.
Kalle Svenson f. 1929
Sem kornungur markmaö-
ur sat hann á varamanna-
bekknum þegar Svíþjóö vann
gull í ólympíuleik i London
1948. Á tímabilinu
1949—1958 náöi Kalle aö
spila 73 A-landsleiki, sem er
met, hjá sænskum mark-
manni, eöa þangaö til í fyrra
aö Ronnie Hellström sló þaö
met. Kalle Svenson sem spil-
aöi meö Hálsingborg sýndi
þaö í HM keppnunum 1950
og 1958 aö hann er einn besti
knattspyrnumaöur sem Sví-
þjóö hefur átt í gegnum tíö-
ina. Seinna tók hann aö sér
þjálfun, auk þess sem hann
fór aö iöka badminton. Ný-
lega varö hann fyrir hjarta-
áfalli, en náöi heilsu aftur sem
læknar segja aö hann megi
þakka járnvilja sínum.
Gordon Banks f. 1937
73 landsleikir fyrir Eng-
lands hönd, var meö í
HM-keppninni 1966 og 1970,
og sýndi slíka takta aö hann
fékk nafnbótina „heimsins
besti markmaöur". Banks
spilaöi 500 deildarleiki og
byrjaöi fyrst að spila í lands-
liöinu þegar hann var í Leic-
ester. Var seldur til Stoke
1967, og var fylgt eftir af Pet-
er Shilton, sem seinna tók viö
af Banks í landsliöinu. Banks
meiddist á auga í bílslysi 1972
og spilaöi eftir þaö í Suöur-
Afríku og Bandaríkjunum. Er i
dag framkvæmdastjóri fyrir
áhugamannalið Telford.