Morgunblaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 1983
47
um það hvert straumurinn í póli-
tík á Austurlandi liggur um þess-
ar mundir. Það verður þess vegna
mjög til þess fallið að auka og
styrkja sigurlíkur Sjálfstæðis-
flokksins í Austurlandskjördaemi í
næstu kosningum," sagði Egill.
„Góður andi
meðal austfirskra
sjálfstæðismanna“
— segir Tryggvi
Gunnarsson
„ÉG ER ósköp ánægöur með úrslit
prófkjörsins hvað mig varðar,“ sagði
Tryggvi Gunnarsson skipstjóri á tog-
aranum Brettingi er við náðum sam-
bandi við hann þar sem hann var að
veiðum norður af Þistilfirði í góðu
veðri en litlum afla.
„Ég er jafnframt ánægður með
heildarúrslitin. Það er góður andi
meðal austfirskra sjálfstæð-
ismanna og samstaða. Ég hef eng-
ar áhyggjur af framgangi Sjálf-
stæðisflokksins á Austurlandi, en
það væri betra ef meira lag væri á
hlutunum í öðrum landshlutum,"
sagði Tryggvi.
„Ég er þakklátur þeim sem
treystu mér til að vera áfram á
listanum, og ég vona að við höfum
meðbyr," sagði Tryggvi.
„Ánægð með
úrslitin“
— segir Gunnþórunn
Gunnlaugsdóttir
„ÉG ER afskaplega ánægð með
minn hlut og vil þakka öllu þessu
ágæta fólki sem studdi mig í þetta
sæti,“ sagði Gunnþórunn Gunn-
laugsdóttir verzlunarmaður á Seyð-
isfirði um niðurstöður prófkjörsins í
Austurlandskjördæmi.
„Ég er ennfremur ánægð með
heildarúrslitin. Það tóku margir
þátt í prófkjörinu og við erum
fjögur með bindandi kosningu. Ég
get ekki sagt annað en þetta hafi
komið mér á óvart, en ég er
ánægð. En þetta er bara fyrri
slagurinn, hinn er eftir og hann
leggst vel í mig. Við fundum það í
þessu prófkjöri að við höfum byr
með okkur hér, enda samhent og
vonandi verður svo áfram," sagði
Gunnþórunn.
„Þátttakan sýnir
styrk flokksins
í kjördæminu“
— segir Matthías Á.
Mathiesen
„Þátttakan í prófkjörinu var afar
góð og sýnir styrk Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjaneskjördæmi,** sagði
Matthías A. Mathiesen alþingismað-
ur er hann var inntur álits á niður-
stöðum prófkjörs sjálfstæðismanna í
Reykjaneskjördæmi, en hann varð í
efsta sæti.
„Sjálfstæðismenn í kjördæminu
hafa falið mér áframhaldandi for-
ystu í þingliði sínu, sem ég met og
virði. Þá vil ég þakka öllum þeim
sem veittu mér stuðning og að-
stoð.
Nýtt fólk kemur í efstu sæti
listans og býð ég það velkomið til
starfa um leið og ég læt þá trú
mína í ljós að styrkur flokksins nú
sé svo mikill að við munum endur-
taka kosningaúrslitin frá 1974 og
fá fjóra sjálfstæðismenn úr
Reykjaneskjördæmi á þing, og þar
með tryggt endurkjör okkar allra
sem nú sitjum á þingi.
Oft hefur verið þörf en nú er
þjóðarnauðsyn á slíku stjórnmála-
afli til forystu í þjóðfélaginu, sem
aðeins sterkur og heilsteyptur
Sjálfstæðisflokkur einn getur
tryggt," sagði Matthías.
Sjálfstæðismenn
vinni saman af
eindrægni og
sáttfýsi
— segir Gunnar G.
Schram
„ÞAÐ FYRSTA sem ég vil nefna er
það þakklæti sem mér er efst í huga
til þeirra fjölmörgu Reyknesinga
sem studdu mig svo ágætlega í
prófkjörinu nú um helgina,“ sagði
Gunnar G. Schram, prófessor, í sam-
tali við Mbl. er hann var inntur álits
á niðurstöðum prófkjörs sjálf-
stæðismanna í Reykjaneskjördæmi.
„Arangur minn tel ég að hafi
fyrst og fremst markast af því að
fólk vill fá nýja menn með nýjar
hugmyndir og ákveðna stefnu,
sem það telur að unnt sé að fram-
kvæma. Þau baráttumál sem ég
setti á oddinn í prófkjörinu í
Reykjaneskjördæmi eru að mínu
mati. mikilvæg og þurfa að ná
fram að ganga og raunar ekki að-
eins þar, heldur á miklu víðari
vettvangi. Þau eru fullt jafnvægi
atkvæða, en ekki bráðabirgða-
lausnir, afnám alls tekjuskatts á
launatekjur, en það er framkvæm-
anlegt með aðeins 5% samdrætti
ríkisútgjalda. Að mínu mati er
þetta tvímælalaust stærsta kjara-
bótin sem unnt er að færa öllu
fólki í landinu, án þess að menn
þurfi að standa í mánaðalöngum
verkföllum og vísitöluverðbóta-
baráttu. Loks þarf að gjörbreyta
stefnunni í íbúðarlánamálum, sér-
staklega ungs fólks, því eigið hús-
næði er takmark sem nú er allt of
langt undan fyrir þorra ungs
fólks," sagði Gunnar.
„Þessar stórkostlega góðu und-
irtektir sem framboð mitt hlaut i
Reykjaneskjördæmi, sýna að mínu
mati að Sjálfstæisflokkurinn á
þar mjög góða möguleika á sigri í
næstu alþingiskosningum. Því var
fleygt í prófkjörsbaráttunni að ég
væri frambjóðandi einhvers
ákveðins arms í Sjálfstæðis-
flokknum. Aðallega var þó slík
gullkorn að finna í Þjóðviljanum
og öðrum slíkum blöðum. Um það
vil ég segja þetta: Ég bauð mig
fram í þessu prófköri algerlega á
eigin vegum. Ég hef haldið mig
utan við allar innanflokkserjur í
Sjálfstæðisflokknum og tel að allt
tal um ágreining og klofning í
Sjálfstæðisflokknum sé aðeins
vatn á myllu andstæðinganna. Það
sem öllu máli skiptir er að sjálf-
stæðismenn vinni saman af ein-
drægni og sáttfýsi. Þótt menn hafi
áður greint á um starfsaðferðir,
þá skiptir mestu máli að sjálf-
stæðisstefnan, stefna frelsis ein-
staklingsins til athafna, er jafn
mikils virði í dag og þegar flokk-
urinn var stofnaður. Hún er
kjarninn í baráttu okkar sem
framundan er,“ sagði Gunnar G.
Schram.
„Anægð að halda
mínum hlut“
— segir Salome
Þorkelsdóttir
„ÞAÐ hefur verið mér umhugsunar-
efni hversu treglega hefur gengið að
auka hlut kvenna á vettvangi stjórn-
málanna, þar á meðal á Alþingi. Ég
hef þess vegna ástæðu til að fagna
því að ég held mínum hlut, þriðja
sætinu," sagði Salome Þorkelsdóttir
alþingismaður, sem varð í þriðja
sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í
Reykjaneskjördæmi.
„Ég þakka það fyrst og fremst
ómetanlegum stuðningi sem ég
hef orðið vör við núna allra síð-
ustu daga og þar áttu konur í kjör-
dæminu stóran hlut að máli.
Hins vegar eru mér það von-
brigði að Ólafur G. Einarsson hef-
ur verið látinn gjalda þeirrar erf-
iðu stöðu sem hann hefur haft sem
formaður þingflokksins. Að mínu
mati eru það ómakieg úrslit sem
hann hefur hlotið í ko'Sningunni.
Ég vil nota tækifærið til að
senda öllum Reyknesingum beztu
kveðjur og þakkir. Ég mun leggja
mig fram um að bregðast ekki
þessu trausti sem þeir hafa sýnt
mér,“ sagði Salome Þorkelsdóttir.
Þykir rýr
eftirtekjan
— segir Ólafur G.
Einarsson
„AUÐVITAÐ eru þessi úrslit von-
brigði fyrir mig og mína stuðnings-
menn og mér þykir rýr eftirtekjan,
sérstaklega miðað við það að ég veit
að það var unnið ákaflega vel fyrir
mig,“ sagöi Ólafur G. Einarsson, al-
þingismaður og formaður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins í samtali við
Morgunblaðið, þegar álits hans var
leitað á úrslitum prófkjörs Sjálfstæð-
isflokksins í Reykjaneskjördæmi
um helgina.
„Ég ætla ekki að reyna að gefa á
þessu skýringar, eða finna upp
einhverjar afsakanir, ég hef mínar
skoðanir á því hvað hefur valdið
þessu, en ætla ekki að ræða það
opinberlega. Ég ætla að hafa það
fyrir mig á þessu stigi málsins,"
sagði ólafur G. Einarsson.
Sérframboð Framsóknar á Norðurlandi vestra:
Vilja bjóða fram
í nafni flokksins
UNDIRBÚNINGSNEFND um sér-
framboð framsóknarmanna á
Norðurlandi vestra kom saman í
gær og ræddi áfram undirbúning
að framboði. Á félagsfundi í Fram-
sóknarfélagi Vestur-Húnvetninga
á miðvikudag var samþykkt tillaga
um að beina því til stjórnar kjör-
dæmisráðs, að ef ákveðið yrði að
bjóða fram sérstaklega, yrði heim-
ilað að framboðslistinn yrði í nafni
Framsóknarflokksins undir bók-
stöfunum BB.
Að sögn Guttorms Óskarsson-
ar formanns kjördæmisráðs hef-
ur kjördæmisráðið ekki fengið
neina beiðni frá Framsóknarfé-
Klarinett og
píanó á Há-
skólatónleikum
14. HÁSKÓLATÓNLEIKAR vetrar-
ins verða í Norræna húsinu í hádeg-
inu á miðvikudaginn kl. 12.30—1.
Einar Jóhannesson og Anna
Málfríður Sigurðardóttir leika sam-
an á klarinett og píanó:
a) Sónötu í es-dúr opus 120 nr. 2
eftir Brahms.
b) 4 Short Pieces eftir írska
tónskáldið Howard Ferguson (f.
1908).
Tónleikarnir eru öllum opnir
fyrir 30—50 kr. og standa rúman
hálftíma.
Leiðrétting
í FRÁSÖGN Morgunblaðsins af
aðalskipulagi Mosfellssveitar, sem
birtist í sunnudagsblaðinu, misrit-
aðist nafn formanns skipulags-
nefndar Mosfellshrepps. Hann
heitir Jón M. Guðmundsson. Mbl.
biðst velvirðingar á þessum mis-
tökum.
laginu um BB-lista og því ekki
tekið hana til afgreiðslu. Ef und-
irbúningsnefnd ákveður að boðið
verði fram sérstaklega, verður
samkvæmt heimildum Mbl., boð-
að til stuðningsmannafundar,
þar sem gengið verður frá fram-
boðslista. Ingólfur Guðnason al-
þingismaður, sem ekki tók sæti á
lista flokksins í kjördæminu,
vegna óánægju um röðun í efstu
sætin, hefur lýst því yfir í Mbl.,
að hann styðji sérframboðslista
og að hann muni taka sæti á
honum, ef eftir verður leitað.
Sýningu Stein-
gríms að ljúka
SÝNINGU Steingríms Sigurðs-
sonar lýkur í kvöld. Þá munu
prestshjónin sr. Gunnar Björns-
son og Ágústa Ágústsdóttir
syngja og spila á sýningunni og
sonur listamannsins, Steingrímur
Lárents Thomas Steingrímsson
verður með uppákomu á sýning-
unni og teiknar svokallaðar
„skynditeikningar".
V^terkur og
VD hagkvæmur
auglýsingamiðill!
MAGNARI: 2 x 25 WÖTT RMS
ÚTVARP: 3 BYLGJUR. FM MUTING
KASETTUTÆKI: DOLBY B NR
PLÖTURSPILARI: HÁLFSJALFVIRKUR
HÁTALARAR: 40 WÖTT
HLJOMBÆR
UTSÖLUSTAOIR Portiö. Akranesi — KF Borgf Borgarnesi —
Verls Inga. Hellissandi — Patróna. Patreksfiröi — Sería. Isafiröi —
Sig Pálmason. Hvammsfanga — Alfhóll. Siglufiröi — Cesar. Akureyri
Radióver. Húsavík — Paloma. Vopnafiröi — Ennco. Neskaupsstað —
Stálbuóm Seyöisfiröi — Skógar. Egilsstóöum — Djúpió. Djúpavogi —
Hombasr. Homafiröi — KF Rang Hvolsvelli — MM.Selfossi
Eyiabær. Vestmannaeyium — Rafemdavirkmn. Grindavík — Fataval. Keflavik
HUOM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999
fliö PIOIMEER
itnoo
HI-FI SYSTEM
Frábær hljómflutningstæki
með tæknilega yfirburöi og hönnun
fyrir fagurkera.
KR. 19.760.-