Morgunblaðið - 01.03.1983, Page 44

Morgunblaðið - 01.03.1983, Page 44
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 1983 Óhemjuslakur leikur íslenska llðsins í gærkvöldi gegn Belgíu Fré Skapta Hallgrímaayni blaöamanni Mbi. í Hollandi. ÞAD sannaðist hér í Hollandi í kvöid að þaö er oft skammt á milli þess að vel gangi í íþróttum og að allt fari í hundana. Þaö áttu allir von á því að lið íslands væri komiö í keppni sex efstu liðanna hér í b-keppninni er liöið vann öruggan sigur á Sviss. En í kvöld gerðist það svo að Sviss sígraöi ÞÓR AK vann sigur á ÍS í körfu- knattleik í íþróttahöllinni á Akur- Úrslit í 4. flokki UM HELGINA fór fram „turner- ing“ í 4. flokki í körfubolta í íþróttahúsi Glerárskóla á Akur- eyri, og úrslit leikja urðu þessi: UMFN — ÍR 55—54 Haukar — Tindastóll 48—32 UMFN — Þór 36—43 ÍR — Haukar 36—37 Tindastóll — Þór 34—49 UMFN — Haukar 72—59 ÍR — Tindastóll 42—28 Haukar — Þór 52—34 UMFN — Tindastóll 56—42 ÍR — Þór 40—35 (eftir framlengdan leik) Spán og því veröa leikmenn ís- lands að bíta í það súra epli aö fara í neöri riðilinn hér og leika um neðstu sex sætin í keppninni. Og nú sjá leikmenn fram á aö verða að berjast fyrir sæti sínu f B-riðli og eiga það jafnvel á hættu að falla alveg niður á botn- inn í C-riðilinn ef ekki gengur allt í haginn í þeim leikjum sem eftir eru í keppninni. eyri um helgina í æsispennandi leik, 87—86. Staðan í hálfleik var 43—38, Þór í vil. Þórsarar byrjuðu mjög vel og komust í 8—0 á fyrstu mínútun- um. Þetta var fyrsti leikurinn í körfubolta sem fram fer í hinni glæsilegu íþróttahöll á Akureyri og virtust Þórsarar kunna mjög vel við sig. Um miöjan fyrri hálf- leik voru þeir komnir í 28—12. En þá fóru Stúdentar aö sækja í sig veðrið og fóru að saxa á og mun- aði ekki nema 5 stigum í hálfleik, 43—38. En í seinni hálfleik var meiri spenna. Stúdentar ná að jafna strax í byrjun en Þórsarar fara aft- ur yfir meö góðum leik Jóns Héö- inssonar. Stúdentar ná að jafna aftur á 9. mín. s.h., 62—62. Leikur- inn var hnífjafn þaö sem eftir var, Ohemju slakur leikur gegn Belgíu íslenska liöinu tókst aö merja sigur á Belgíu hér í kvöld 23—20, í óhemju slökum leik. Þaö var ekki fyrr en alveg undir lok leiksins sem Island náöi forystu í leiknum. En þegar fimm mínútur voru til leiks- loka var staöan jöfn 20—20. Belgía haföi um tíma forystuna skildu aldrei meira en 2 stig aö og endaði leikurinn sem fyrr segir 87—86, Þór í vil. Hjá Þór bar mest á Mcfield, einnig átti Jón Héöinsson mjög góöan leik. Hjá ÍS voru Bock og Gísli mjög góöir, og var Bock sérstaklega sterkur í fráköstunum. Stig Þórsara: Robert Mcfield 37, Jón Héöinsson 23, Konráö Óskarsson 13, Björn Sveinsson 4, Eiríkur Sigurðsson 4, Guðmundur Björnsson 4, Valdimar Júlíusson 2. Stig ÍS: Pat Bock 29, Guðmund- ur Jóhannsson 24, Gísli Gíslason 20, Árni Guðmundsson 7, Karl Ólafsson 4, Benedikt Ingþórsson 2. A.S. Island — Belgia 23—20 19—18. í hálfleik var staöan 14—8 fyrir island. Þaö var alveg meö ólíkindum hversu slakir íslensku leikmennirn- ir voru gegn Belgíu, en lið þeirra er mjög slakt. Til dæmis skoraöi Belgía ekki nema tvö mörk í fyrri hálfleik gegn Spáni og fimm mörk í öllum leiknum. En þeir voru ekki í vandræðum með að skora hjá ís- lenska liðinu. Enda allur varnar- leikur íslenska liðsins í molum og var eins og vængjahurö. Þegar 12 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik var staöan jöfn 5—5. En þá tókst Islandi aö ná forystu í leiknum og haföi sex marka forystu í hálfleikn- um. Þegar 12 mínútur voru liðnar af síöari hálfleik var staðan 18—12 og allt stefndi í öruggan sigur í leiknum en þá kom reiöarslagið. Belgíumenn skoruðu 7 mörk gegn engu Leikmenn Belgíu skoruöu næstu sjö mörk í leiknum, og náöu for- ystu 19—18. Á þessum 10 mín- útna kafla var ekki heil brú í leik islenska liösins, og þaö var alveg stjórnlaust. Þaö fór allt úrskeiöis. Og þaö var fariö aö fara um ís- lensku fréttamennina hér á staön- um. Formaður HSÍ sagði þegar Belgíumenn voru komnir marki yf- ir: „Nú er ég farinn, ég horfi ekki upp á þetta lengur,“ og gekk út af áhorfendapöllunum. En sem betur fer náöi íslenska liöiö sér á strik og tókst meö smá haröfylgi aö jafna leikinn 20—20 og með smá spretti í lokin aö skora þrjú síöustu mörkin og vinna sigur á hinu mjög svo slaka liöi Belgíu. Má segja aö þetta hafi ver- iö botninn á öllu saman aö leika ekki betur. íslenska liðið Allir íslensku leikmennirnir léku langt undir getu. Og þaö er hreint ótrúlegt aö sjá til liðsins svo slakt er þaö. Það viröist enginn vita hvað er aö. Menn hrista bara höf- uðiö. Mörk íslands í leiknum í gær skoruöu þessir leikmenn: Kristján Arason 9, 2v, Þorbergur Aöal- steinsson 4, Páll Ólafsson 3, Bjarni Guðmundsson 3, Guömundur Guömundsson 1, Steindór Gunn- arsson, Ólafur Jónsson og Alfreð Gíslason 1 mark hver. Handknattlelkur v................... y ÍS tapaði á Akureyri Urvalsdeildin í körfuknattleik: Keflvíkingar stefna á íslandsmeistaratitilinn SL. FÖSTUDAG fengu Keflavíkingar ÍR-inga í heimsókn í íþróttahúsiö í Keflavík, og var það síðasti leikurinn í 3. umferð úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik. Keflvíkingar sigruðu með 84 stigum gegn 82 og tróna nú á toppnum, ásamt Val, þegar ein umferö er eftir, og er það trú undirritaðs, aö þeir muni ekki sleppa Islandsmeistara- bikarnum inn fyrir Straum. • Fyrirliði ÍBK, Björn Víkingur Skúlason skorar, fyrir lið sitt. Björn hefur leikið vel í vetur og er vaxandi leikmaður. Björn Skúlason skoraði fyrstu körfuna þegar á fyrstu sekúndum leiksins, en ÍR-ingar svöruöu meö tveim körfum. Voru ÍR-ingar svo tveim stigum yfir eöa jafnt fyrstu fimm mínútur leiksins, og var staö- an eftir 5 mínútur 10:10. Þá juku Keflvíkingar hraöann og sigu jafnt og þétt fram úr og þegar 13 minút- ur voru af leiknum var staðan 32:21 Keflavík í vil, en það var mesti munurinn í leiknum. Þá slök- uöu Keflavíkingar á hraðanum, og fóru að reyna langskot í stað gegn- umbrota, en knötturinn vildi bara hreinlega ekki ofan í körfuna úr þessum langskotum, og ÍR-ingar gengu á lagiö og þegar tvær mín- útur voru eftir af leiknum var staö- an orðin 38:37 Keflavík í vil, og höföu þá Keflavíkingar ekki skorað körfu í rúmar 3 mínútur. Þegar rúm mínúta var eftir náðu ÍR-ingar svo forystunni 41:40 og komust síöan 3 stig yfir 45:42, en Jón Kr. minnk- aöi muninn meö glæsilegu lang- skoti frá miðju, þegar aðeins 2 sekúndur voru eftir, í 45:44. Keflvíkingar hófu síðari hálfleik- inn af miklum krafti og eftir 2 mín- útur voru þeir komnir meö 3 stiga forskot 50:47, og er 9 mínútur voru af hálfleiknum var staðan orðin 64:55 og 700 bráðskemmtilegir áhorfendur voru farnir að heimta gullið heim. En ÍR-ingar höfðu ekki sagt sitt síðasta orö og tóku nú aö saxa á forskotið og þegar 41A mín- úta var eftir af leiknum var staöan oröin 76:74. Þá hristu Keflvíkingar af sér sleniö og þegar 1 mínúta var eftir af leiknum var staöan 84:76 og öruggur sigur virtist í höfn hjá Keflavík. En þá hljóp allt í baklás hjá Keflavíkingum, hver vitleysan rak aöra, og á næstu 31 sekúndu skoruðu ÍR-ingar 6 stig án þess að Keflavíkingum tækist að svara og staðan oröin 84:82, og aðeins 29 sekúndur eftir af leiknum. Þá tók liðsstjóri Keflvíkinga léikhlé, og tókst aö gera sínum mönnum skilj- anlegt, aö þeir væru búnir aö vinna leikinn, ef þeim tækist að halda höföi og þaö tókst, Keflvíkingar héldu knettinum þaö sem eftir var leiksins með yfirveguðum og ró- legum leik, á sama tíma og ÍR- ingar brutu aftur og aftur klaufa- lega á þeim. Leikurinn í heild var einn sá skemmtilegasti, sem undir- ritaöur hefur séö í deildinni í vetur, og Keflavíkurliöiö virkaöi þó allan tímann sterkara, enda vel stutt af líflegustu og skemmtilegustu áhorfendum, sem undirritaður hef- ur heyrt í. Með slíkum stuöningi hlýtur þetta dugmikla liö aö ná langt. Bestu menn Keflavíkinga í þessum leik voru þeir Brad Miley og Jón Kr. Gíslason og samspil þessara tveggja manna í leiknum alveg einstök. Þá átti Axel frábær- an leik í vörninni, hitti þó illa í fyrri hálfleik en bætti þaö upp í þeim síðari. Björn var traustur aö vanda, en viröist stundum of ragur viö að skjóta. í liði ÍR-inga bar Pétur höfuö og heröar yfir aöra leikmenn, bæöi í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Hann skoraði hverja körfuna á fætur annarri af um 1 meters færi, brást aöeins einu sinni, og er furöulegt aö hann skuli ekki oftar reyna skot af þessu færi. Þá átti Kolbeinn frábæran leik, skoraði körfu eftir körfu af löngu færi. Hreinn var einnig góöur og bræð- urnir Jón og Kristinn stóöu vel fyrir sínu. Ó.Th. Stig IBK: Þorsteinn Bjarnason 20 Brad Miley 19 Jón Kr. 18 Axel 13 Björn V. 12 Óskar 2 ÍR: Pétur G. 32 Kolbeinn 18 Hreinn 8 Jón 8 Kristinn 6 Hjörtur 6 Gylfi 4 Stjörnur Jón Kr. ★ ★★ Axel ★ ★ Þorsteinn ★ ★ Björn V. ★ ★ Óskar ★ Pétur ★ ★★ Kolbeinn ★ ★ Hreinn ★ ★ Jón ★ ★ Kristinn ★ Ljósm. Einar Falur. • Jón Gíslason ÍBK brunar upp með boltann. Kristinn Jörundsson ÍR fylgist vel með og er til varnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.