Morgunblaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 1983
Matthías í 1. sæti,
Giinnar G. Schram í 2.
og Salome í 3. sæti
SAMTALS tóku 8.674 þátt í prófkjöri Sjálfstærtisflokksin.s í Reykjaneskjör-
dæmi, sem fram fór um helgina. I fyrsta sæti varð Matthías Á. Mathiesen
alþingismaður, í öðru sæti Gunnar G. Schram prófessor, í þriðja sæti Salome
Þorkelsdóttir alþingismaður og í fjórða sæti Ólafur G. Einarsson alþingis-
maður, en þau hlutu öll bindandi kosningu með yfir 50% greiddra atkvæða.
Matthías Á. Mathiesen hlaut
2.894 atkvæði í 1. sæti og 5.986
atkvæði alls, eða 70,9%. I annað
sætið fékk Matthías 1.141 atkvæði,
742 í þriðja, 625 í fjórða og 584 í
fimmta sætið.
Gunnar G. Schram hlaut 4.106
atkvæði í 1.-2., þar af 2.506 í 1.
sæti, en 6.404 samtals, eða 75,8%.
Hann fékk 1.600 atkvæði í annað
sætið, 859 í þriðja, 808 í fjórða og
631 í fimmta sætið.
í þriðja sæti varð Salome Þor-
kelsdóttir með 3.922 atkvæði í 1.-3.
sæti, þar af 625 í 1. sæti og 1.095 í
2. sæti, alls 5.882, eða 69,7%. Hún
fékk 2.202 atkvæði í þriðja sæti,
1.094 i fjórða og 871 í fimmta.
Ólafur G. Einarsson alþingis-
maður hlaut 4. sætið með 4.075 at-
kvæði í 1.-4. sæti og alls 4.707, eða
55,7%. Þar af hlaut hann 975 í 1.
sæti, 1.769 í 2. sæti og 679 í þriðja,
652 í fjórða og 632 í fimmta.
í fimmta sæti varð Kristjana
Milla Thorsteinsson með 4.214 at-
kvæði í 1.-5. sæti, eða 49,9%. Hún
hlaut 200 atkvæði í fyrsta sætið,
862 í annað, 1.047 í þriðja, 1.104 í
fjórða og 1.001 í fimmta.
í sjötta sæti varð Sigurgeir Sig-
urðsson bæjarstjóri með 4.059 at-
kvæði alls, Bragi Michaelsson
framkvæmdastjóri varð sjöundi
með 3.164 atkvæði, Ellert Eiríks-
son sveitarstjóri varð áttundi með
3.048 atkvæði, Rannveig Tryggva-
dóttir kennari varð níunda með
2.471 atkvæði og tíundi varð Al-
bert K. Sanders, sem fékk 2.280
atkvæði.
í prófkjörinu tóku þátt, eins og
fyrr segir, 8.674, auðir seðlar voru
12, ógildir 218.
Sjálfstæðisfokkurinn í Austurlandskjördæmi:
Nær 1.200 tóku
þátt í prófkjöri
— þrjú efstu
Kgilsstöðum, 27. fehrúar.
TALNINGU í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Austurlandskjördæmi,
sem fram fór í gær og fyrradag, lauk
nú um klukkan 18:00 í Vegaveiting-
um við Lagarfljótsbrú í Fellabæ. Alls
kusu 1191 — eða ríflega 4% fleiri en
í prófkjöri flokksins fyrir síðustu al-
þingiskosningar — en þá var þátt-
taka 1145 og hlaut flokkurinn 1366
atkvæði í þeim aiþingiskosningum.
Prófkjörið nú sem áður var opið
öllum kosningabærum stuðnings-
mönnum Sjálfstæðisflokksins í
kjördæminu og auk þess flokks-
Útsýnarblað fylgir
Morgunblaðinu í dag
MORGUNBLAÐINU fylgir í dag 20
síðna Útsýnarblað með upplýsingum
um ferðir á vegum ferðaskrifstof-
unnar l'tsýnar og það sem hún hefur
upp á að bjóða í þeim efnum. Á
baksíðu blaðsins er getraun, sem
lesendum gefst kostur á að taka þátt
í. Ur réttum lausnum verða á L'tsýn-
arkvöldi í Rroadway 22. apríl dregn-
ir út 6 ferðavinningar að verðmæti
10.000 krónur hver og ókeypis ferð
að verðmæti 12.0<K) krónur fyrir
bestu svörin.
sætin óbreytt
bundnum mönnum frá 16 ára aldri
Þátttakendum var gert að raða
hvorki fleiri né færri en fimm
frambjóðendum á lista. Af þeim
sökum reyndust 22 seðlar ógildir
en 2 seðlar voru auðir. Alls tóku
tíu þátt í prófkjörinu og urðu úr-
slit þessi:
1. Sverrir Hermannsson, alþing-
ismaður, Reykjavík, 1057 at-
kvæði (671 atkv. í 1. sæti), eða
90,57% gildra atkvæða.
2. Egill Jónsson, alþingismaður,
Seljavöllum, 967 atkvæði (692
atkv. í 1.—2. sæti), eða 82,86%.
3. Tryggvi Gunnarsson, skip-
stjóri, Vopnafirði, 721 atkvæði
(451 atkv. í 1.-3. sæti), eða
61,78%.
4. Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir,
skrifstofumaður, Seyðisfirði,
569 atkvæði (407 atkv. í 1.—4.
sæti), eða 48,75%.
5. Þráinn Jónsson, fram-
kvæmdastjóri, Fellabæ, 520
atkvæði samtals eða 44,55%.
6. Albert Kemp, vélvirki, Fá-
skrúðsfirði, 450 atkvæði sam-
tals, eða 38,56%.
7. Hrafnkell A. Jónsson, verk-
stjóri, Eskifirði, 437 atkvæði
samtals, eða 37,44%.
8. Sigríður Kristinsdóttir, hús-
móðir, Eskifirði, 432 atkvæði
samtals, eða 37,01%.
9. Hjörvar Ó. Jensson, banka-
starfsmaður, Neskaupstað, 411
atkvæði samtals, eða 35,21%.
10. Júlíus Þórðarson, bóndi, Norð-
firði, 271 atkvæði samtals, eða
23,22%.
Kjördæmisráð sjálfstæðisfélag-
anna í Austurlandskjördæmi sam-
þykkti síðan á fundi sínum eftir
tillögu sérstakrar kjörnefndar, að
listi flokksins í komandi alþing-
iskosningum skyldi skipaður sam-
kvæmt niðurstöðum prófkjörsins
að öðru leyti en því, að Júlíus
Þórðarson óskaði eftir að taka
ekki sæti á listanum — og því var
stjórn kjördæmisráðsins, ásamt
kjörnefndinni, falið að tilnefna
mann í 10. sæti listans.
— Ólafur.
Fiskverð hækkar
um 14,74% í dag
YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávar-
útvegs hefur ákveðið fiskverð frá og
með deginum í dag, 1. mars og
hækkar verðið um 14,74%. Þetta
fiskverð gildir til 31. maí næstkom-
andi. Er þessi samþykkt Verðlags-
ráðs sjávarútvegsins gerð með tilvís-
un til samkomulags nefndarinnar í
tengslum við ákvörðun fiskverðs um
síðastliðin áramót.
Fiskverðið var ákveðið af
oddamanni yfirnefndar, Hallgrími
Snorrasyni og fulltrúum seljenda í
nefndinni, þeim Kristjáni Ragn-
arssyni og óskari Vigfússyni.
Annar fulltrúi kaupenda, Eyjólfur
ísfeld Eyjólfsson, greiddi atkvæði
gegn hækkuninni, en hinn, Friðrik
Pálsson, sat hjá.
Fulltrúar kaupenda gerðu hvor
um sig grein fyrir afstöðu sinni og
er bókun Eyjólfs ísfeld Eyjólfs-
sonar svohljóðandi:
„Við hækkun launa og fiskverðs
um 14,74% 1. mars hækkar kostn-
aður vinnslunnar um 675 milljónir
á ári.
Fyrirsjáanlegt er að þessi gíf-
urlega kostnaðarhækkun fæst
ekki bætt með hækkuðu söluverði
framleiðslunnar né framleiðslu-
aukningu, nema síður sé.
Þessi kostnaðarauki ásamt
hækkun annarra kostnaðarliða
fæst því ekki bættur nema með
lækkun á gengi krónunnar. Ekki
er vitað hvort þessi gengisbreyt-
ing verði nægileg til að mæta
kostnaðarhækkunum og því tapi
sem var á frystingunni eftir síð-
ustu gengisbreytingu.
Nú þegar eru mörg fyrirtæki í
greiðsluerfiðleikum. Augljóst er
að við þessa hækkun munu mörg
önnur bætast í þann hóp, enda
verður lítil hækkun á afurðalán-
um til að mæta þessum kostnaðar-
auka, nema að genginu verði
breytt verulega nú þegar.
Þá er augljóst að mikil óvissa er
framundan í markaðsmálum, sem
getur skapað veruleg vandamál
hjá framleiðendum.
Af þessum ástæðum greiði ég
atkvæði á móti þessari fiskverðs-
ákvörðun."
Friðrik Pálsson gerði eftirfar-
andi grein fyrir hjásetu sinni:
„Þessi ákvörðun er í beinu fram-
haldi af fiskverðsákvörðun frá 1.
janúar til 28. febrúar.
Við þá ákvörðun lá fyrir yfirlýs-
ing frá sjávarútvegsráðherra um
að fiskvinnslunni verði að fullu
bætt kostnaðaráhrif af fisk-
verðshækkunum frá áramótum og
af þeim ráðstöfunum, sem nefndar
eru í 1. lið (um olíugjald og aukið
útflutningsgjald) svo og af launa-
og fiskverðshækkun 1. mars.
Við þá yfirlýsingu hefur að
mínu mati verið staðið hingað til
og með tilliti til endurtekinna yf-
irlýsinga í sömu átt á fundi með
sjávarútvegsráðherra í gær vísa
ég í bókun kaupenda frá 31. des-
ember sl. og sit hjá við þessa at-
kvæðagreiðslu."
Air India-samning-
unum sagt upp:
íslenzkir flug-
menn setja Flug-
leiðum stólinn
fyrir dyrnar
— segir Björn Theódórsson
Póstgjöldin
hækka um 14%
NÝ GJALDSKRÁ fyrir póstþjónustu
tekur gildi í dag, en samkvæmt
henni hækka gjöld að meðaltali um
14%, samkvæmt uppiýsingum Morg-
unblaðsins. Gjaldskrá símþjónust-
unnar hækkaði um sömu prósentu-
tölu frá 1. febrúar sl.
króna fyrir 5 kg, 64,00 krónur fyrir
10 kg, 92,00 krónur fyrir 15 kg og
103,00 krónur fyrir 20 kg.
Ábyrgðargjald verður 9,50 krón-
ur og hraðboðagjald verður 21,50
krónur.
„Hið rétta í málinu er, að Félag ís-
lenzkra atvinnuflugmanna hefur
sett okkur stólinn fyrir dyrnar. Þeir
kröfðust þess, að íslenzkir flugmenn
fl.vgju vélunum yfir sumartímann,"
sagði Björn Theódórsson, i samtali
við Mbl., en sú meinlega villa slædd-
ist inn í frétt blaðsins um Air India-
samninginn á sunnudag, að það
væru Indverjar sem krefðust þess,
að íslenzkir flugmenn yrðu þjálfaðir
til flugsins í sumar, en Flugleiðir
hugðust leigja til þess erlenda
flugmenn, þar sem flugmenn félags-
ins væru bundnir í áætlunarfluginu.
15% meðaltalshækkun
á áfengi og tóbaki
Samkvæmt hinni nýju gjaldskrá
verður burðargjald bréfa í fyrsta
þyngdarflokki, 20 grömm, innan-
lands og til Norðurlanda 4,50
krónur, til annarra landa 5,00
krónur og flugburðargjald til
landa utan Evrópu 9,00 krónur.
Burðargjald fyrir póstgjöld og
prent í fyrsta þyngdarflokki verð-
ur 4,00 krónur nema flugburðar-
gjald til landa utan Evrópu, sem
verður 4,50 krónur.
Gjald fyrir gíróþjónustu verður
6.50 krónur, fyrir almennar póst-
ávísanir 11,00 , símapóstávísanir
48.50 krónur og póstkröfur 20,00
krónur, en 13,50 krónur ef um inn-
borgun á póstgíróreikning er að
ræða.
Burðargjald böggla innanlands
verður 23,00 krónur fyrir 1 kg,
26,00 krónur fyrir 3 kg, 41,00
ÁFENGI og tóbak hækkar í verði
um 15% að meðaltali í dag, sam-
kvæmt ákvörðun fjármálaráðuneyt-
isins, en allar útsölur ÁTVR voru
lokaðar í gærdag. Sem dæmi um
hækkunina má nefna, að pakki af
algengum sígarettum, eins og Camel
og Winston hækkar úr 28,90 krón-
um í 33,25 krónur, eða um liðlega
15%.
Sem dæmi um hækkanir á vín-
um má nefna, að St, Emilion rauð-
vín hækkar úr 99 krónum í 115
krónur, eða um liðlega 16%. White
Bordeux hvítvín hækkar úr 72
krónum í 85 krónur, eða um lið-
lega 18%. Gordon Vert kampavín
hækkar úr 207 krónum í 240 krón-
ur, eða um 16%. Þá hækkar Brist-
ol Cream sherry úr 143 krónum í
165 krónur, eða um liðlega 15%.
Martini hækkar úr 145 krónum í
170 krónur, eða um liðlega 17%.
Þá hækka algengar tegundir af
Viskí, eins og White Horse úr 393
krónum í 455 krónur, eða um tæp-
lega 16%. íslenzkt brennivín
hækkar úr 282 krónum í 325 krón-
ur, eða um liðlega 15%. Loks má
geta þess, að Smirnoff vodki
hækkar úr 405 krónum í 470 krón-
ur.