Morgunblaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.03.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARS 1983 45 velvak'andi SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Einn besti virkjunar- kosturinn Athugasemd við athugasemd Pálmi Stefánsson, skrifar: „Velvakandi. Eg þakka Gísla Jónssyni, pró- fessor fyrir athugasemdir hans og vil um leið leiðrétta það sem hann segir um raforkujafngildið. Gísli telur „95 kWh allt of hátt“, en „70—75 kWh nær lagi“. Þetta er alfarið rangt. Hér hef- ur „tölva" Háskólans illa brugð- ist Gísla. Mér var kennt í skóla að 860 kcal væru jöfn einni kWh og að 2 rúmmetrar vatns og 45° hitastigsmunur gerði sem næst 87.300 kcal eða 101,5 kWh (hér hefði 40° hitastigsmunur nægt). Á sama hátt gefa 13 lítrar olíu miðað við 70% nýtni kyndingar um 92 kWh. í öllum þremur valkostunum var átt við vatnskerfi og ekki þil- ofna. Var því varfærnislega áætluð nýtni rafkyndingar 95%, sem auðvitað getur verið minni. Stendur því óhögguð sú full- yrðing mín að 95 kWh þurfi að bera saman á móti 13 lítrum olíu eða 2 rúmmetrum hitaveitu- vatns. Það er laukrétt hjá Gísla að verðjöfnunargjald og söluskattur er fellt niður af raforku til húsa- hitunar. Sannleikurinn er nefni- lega sá, að raforka til húshitunar er seld á hlægilega lágu verði miðað við verð á raforku til heimilisnota. Ennfremur notar húsahitun vatnið í fallvötnunum þegar það er verðmætast og gerir miklar kröfur til alls dreifikerf- isins. Þess var nýlega getið að 13% húshitunar væru nú með raf- magni. Þessi 13% nota álíka mikið rafmagn og öll heimili landsmanna samanlagt til heim- ilisnotkunar. Ef sú leið hefði verið valin að stuðla að notkun varmadæla sem nota um lA af raforku hefðbund- innar húshitunar hefði mátt spara a.m.k. helming þessarar orku sem nú fer til húshitunar. Þetta hefði getað orðið einn besti virkjunarkosturinn." fi „Ég nefni aðeins tvö dæmi um óhóflega fjárfestingu; annars vegar hina Seðlabankahöll sem kemur til með að rísa eins og ofmetnaðarsúla yfir skuldþjakaðri þjóð; hins vegar okkar alltof stóra togarafiota, sem engan veginn fær staðið undir sér og stuðlar m.a., meir en nokkuð annað, að óhóflegu smáfiskadrápi — sem kannski er einn af meiri háttar atvinnu- glæpum nútímans.“ Atkvæði, kjördæmi og alþingismenn Páll H. Arnason, Þórlaugar- gerði, Vestmannaeyjum, skrifar: „Vélvakandi. Ég tel alveg sjálfsagt að allir landsmenn, er hafa náð lögaldri hafi jafnan kosningarétt, hvort sem þeir búa á afskekktustu stöðum, eða í hjörtum stórbæj- anna. í samræmi við það tel ég eðlilegast og raunar sjálfsagt, að landið allt sé eitt kjördæmi. í endurskoðaðri stjórnarskrá okkar vil ég að settar verði fram ákveðnar reglur um tölu alþing- ismanna, í samræmi við íbúa- fjölda þjóðarinnar á hverjum tíma. Mér þætti hæfilegt að það hlutfall væri einn alþingismaður fyrir hverjar fimm þúsundir íbúa. Nú eru landsmenn taldir 230 þúsundir og eftir þeirri reglu ættu alþingismenn nú að vera 46 í stað 60. Og í allri lausunginni og ráðleysinu virðist það helsta ráðsnilldarúrræðið til samein- ingar þingflokka, að fjölga þeim enn. Engum getur þó komið til hug- ar, í alvöru, að störfum alþingis aukist reisn með fjölgun þing- manna, heldur mun málþóf og málefnaleg grautargerð fara vaxandi og er þó nóg fyrir af sliku. Það virðist líka viðurkennt að fáum gangi mun betur að kom- ast að málefnalegum niðurstöð- um, en mörgum. Ég geri hiklaust þá siðferð- iskröfu til alþingismanna, að þeir, hver og einn, séu sem ábyrgðarmenn þjóðarbúsins í . heild, og landsins alls, og til ystu landhelgismiða, en alls ekki hlutdrægir einstökum héruðum eða kjördæmum. Slík hlut- drægni leiðir óhjákvæmilega til meiri eða minni héraðarígs og hrossakaupa, jafnvel svo nálgast fjárplógsstarfsemi sem oft leiðir til alltof margra og dýrra fram- kvæmda í einu, sem fjármagn vantar svo til að koma eðlilega áfram. Framkvæmdirnar standa svo yfir óeðlilega langan tíma og hlaða á sig kostnaði, en eru til lítils eða einskis gagns. Og allt þetta ýtir undir erlendar lántök- ur, sem virðast framkvæmdar af undraverðu kæruleysi. Ég nefni aðeins tvö dæmi um óhóflega fjárfestingu; annars vegar hina fyrirhuguðu Seðla- bankahöll sem kemur til með að rísa eins og ofmetnaðarsúla yfir skuldþjakaðri þjóð; hins vegar okkar alltof stóra togaraflota, sem engan veginn fær staðið undir sér og stuðlar m.a., meir en nokkuð annað, að óhóflegu smáfiskadrápi — sem kannski er einn af meiri háttar atvinnu- glæpum nútímans. GÆTUM TUNGUNNAR Heyrsl hefur: Hann hlaut bæði verðlaunin. Rétt væri: Hann hlaut hvortveggju verðlaunin. (Ath.: verðlaun er ekki til í eintölu.) Bendum börnum á þetta. Við höfum opið frá 8-18 á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum. Vöruafgreiðsla innanlandsflugs Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli, verður lokuð um helgar frá 1. marz. Alla aðra daga opnum við kl. 8 og lokum kl. 18. Síminn okkar er 27933 FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi með upplyftingu í skammdeginu Hresstu upp á útlitið Er nú tekin aftur við rekstri á Snyrtistofunni Sælan, Dúfnahólum 4. Ég mun sem áður kappkosta að veita sem besta þjónustu s.s. andlitsböð, húðhreinsanir, handsnyrtingu, kvöldsnyrtingu, litanir, vaxmeðferð á andlit og fætur. Sértilboð Fótaaðgerð aðeins kr. 150.- Sólarlamparnir hjálpa ykkur að fá fallegan hörundslit og slaka vel á fyrir vorið því það er á næsta leiti. Úrval af snyrtivörum: Lancome, Biotherm, Dior og Margret Astor. Dekraðu við sjálfa(an) þig. Líttu við: Fótaaðgerða-, snyrti- og Ijósastofan c|?ÆÍW Helga I»óra Jónsdóttir, fótaaögerða- og snyrtifræöingur, Dúfnahólum 4, sími 72226.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.